Skýrslur

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Útgefið:

06/09/2018

Höfundar:

Marvin Ingi Einarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Verkefnið Sjóvinnsla á þorskalýsi snýst um að kanna hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir lýsisvinnslu úr þorsklifur um borð í frysti- og ísfisktogurum. Í því felst samantekt á öllum kostnaði við vinnsluna ásamt fjárfestingakostnaði. Niðurstöðurnar voru teknar saman í rekstrarreikning. Að auki var fjallað um fullvinnsluferil á lýsi til manneldis og mat lagt á markaðsvirði þess. Niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna að ekki er arðbært að vinna einungis þorsklifur um borð í togurum en meiri hagnaður er af því að landa henni ferskri. Hins vegar, er hægt að auka hagnað verulega með því að vinna saman alla þorsk-, ufsa- og ýsulifur og enn meiri sé allt slóg unnið þ.m.t. lifrin. Meiri hagnaður er af vinnslu lýsis um borð í frystitogurum samanborið við ísfisktogara sé horft til þess að ísfisktogarar munu verða af tekjum byrji þeir að framleiða lýsi um borð. Það eru tekjur af lifur sem annars væri landað. Þetta á ekki við um frystitogara en mest öll lifur frá þeim fer í sjóinn í dag.

The task of this project is to explore whether there is an operating basis for processing cod liver into oil onboard freezer- and wet fish trawlers. This includes summarizing all costs in a profit loss account. The project also considers further refining of fish oil for human consumption and its market value. The results of this project indicated that it is not profitable to process only cod liver, as more profit is gained by landing the liver fresh. However, by processing liver from cod, saithe and haddock profits can be increased and even more if all the viscera including liver is processed as well. More profits are obtained from processing fish oil onboard freezer trawlers, compared to wet fish trawlers, considering lost revenue of previously landed liver. This does not apply to freezer trawlers as they don’t utilize liver.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hausana í land – áhrif reglugerðar 810/2011 á rekstur vinnsluskipa / Landing obligation on cod heads from factory vessels

Útgefið:

01/07/2015

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 104-12)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Hausana í land – áhrif reglugerðar 810/2011 á rekstur vinnsluskipa / Landing obligation on cod heads from factory vessels

Við upphaf fiskveiðiársins 2012/13 gekk í gildi reglugerð sem skyldar vinnsluskip til að koma með að landi ákveðið hlutfall þorskhausa sem til falla við veiðar í íslenskri lögsögu. Reglugerðin kveður á um að stærstu vinnsluskipin komi með a.m.k. 40% hausanna í land og að meðalstór skip komi með a.m.k. 30% hausanna í land, en minnstu togararnir eru undanþegnir þessari reglugerð. Í þessari skýrslu er greint frá ástæðum þess að reglugerðin var sett og þeim markmiðum sem henni er ætlað að ná fram. Einnig eru áhrif reglugerðarinnar fyrstu tvö fiskveiðaárin sem hún hefur verið í gildi kannaðar m.t.t. áhrifa á aukið magn landaðra hausa og hvað árif það hafi haft á afkomu útgerðanna. Einnig er gert grein fyrir nokkrum mögulegum leiðum útgerðanna til að uppfylla skilyrði reglugerðarinnar. Í stuttu máli má segja að reglugerðin hafi haft mjög takmörkuð áhrif á magn landaðra hausa. Ástæða þess er að flest þau vinnsluskip sem hún nær til uppfylltu skilyrðin áður en hún gekk í gildi. Það eru aðallega minni frystitogarar sem ekki sjá sér fært að koma með hausa að landi, og þeir eru hvort eð er undanþegnir reglugerðinni. Möguleikar til aukinnar verðmætasköpunar með betri nýtingu þorskhausa eru nokkrir, en þar sem stærð, aldur, búnaður og almennt rekstrarumhverfi frystitogara er hamlandi þáttur, þá eru takmarkaðar líkur á að reglugerðin muni skila útgerðunum eða þjóðfélaginu í heild umtalsverðum arði.

On September 1st 2012 a regulation came into force that obligates Icelandic fishing vessels with on-board processing to bring a shore a certain proportion of cod heads that derive from catches within Icelandic waters. It requires the largest factory vessels to bring ashore at least 40% of cod heads, medium size trawlers are to bring ashore at least 30% of cod heads, but the smallest trawlers are exempted from the regulation, but majority of Icelandic factory vessels fall with in that category. The reasons why the regulation was set and its success after two years of implementation are reviewed in this report. The effects on volume of landed cod heads, associated costs and revenues, as well as available alternatives for vessel owners to meet with the requirements of the regulation are studied and discussed. The regulation has had limited effects on the volume of landed cod heads, as most factory vessels subjected to the regulation had already met with the requirements long before the regulation came into effect. It are primarily the smaller vessels that do not land significant volumes of cod heads, but they are excluded from the regulation anyhow. There are potentials for improved utilization of cod heads and cod head by-product on-board Icelandic factory vessels, but size, age, equipment and current operational environment for these vessels are limiting factors.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Arnljótur B. Bergsson, Gísli Eyland, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Sindri Magnason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi. Tilvísunarnr.: S 12 007‐12

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Mikil breyting hefur orðið á útgerð frystitogara á Íslandi síðan hún hófst í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Hlutdeild frystitogara í þorski hefur dregist saman umtalsvert og er hann í dag eingöngu veiddur sem meðafli við sókn í aðrar tegundir eins og karfa, ufsa og grálúðu. Árið 1992 voru frystitogarar flestir í íslenska flotanum, 35 talsins en í dag eru þeir aðeins 23 og fer fækkandi. Ástæður fyrir minnkandi hlutdeild frystiskipa í þorskveiðum má rekja til hærra olíuverðs, en orkukostnaður við frystingu úti á sjó er mun meiri en sambærilegur kostnaður í landi, hærri launakostnaðar við vinnslu úti á sjó en í landi og breytingar í markaðsmálum þar sem ferskur fiskur hefur undanfarið skilað einna mestri verðmætasköpun í íslenskum fiskiðnaði. Mikilvægustu rekstrarþættir frystitogara í dag eru aflaheimildir, aflaverðmæti, laun sjómanna, olíuverð og veiðigjöld. Álagning veiðigjalda hafa valdið óvissu og dregið úr hagkvæmni frysti‐ togara sem hefur komið í veg fyrir fjárfestingu í greininni ásamt hlutaskipakerfi sem hvetur ekki til fjárfestinga í tækni eða vöruþróun.   Frystitogarar eru Íslendingum nauðsynlegir, og þó hlutdeild þeirra í þorski og ýsu hafi farið minnkandi þá verður áfram hagkvæmt að veiða aðrar tegundir með vinnsluskipum. Tegundir eins og karfi og grálúða henta vel fyrir vinnslu sem þessa og eins verða fjarlæg mið varla sótt nema með frystitogurum.

Significant changes have occurred in operation of freezing trawlers in Iceland since it began in the early eighties. Its share in the most important stock, the cod, has declined significantly and today cod is only caught as by‐catch with other species. The main species caught by and processed on‐board freezing trawlers today are; redfish, saithe and Greenland halibut.   In 1992 the number of freezing trawlers peaked in the Icelandic fishing fleet, with 35 vessel, but has declined to 23 today. Reasons for the reduction is mainly higher oil prices, higher energy cost of freezing at sea than onshore, relatively higher salaries of processing offshore and changes on markets where fresh fish portions has recently delivered better value than see‐frozen fillets in the Icelandic fishing industry .   The most important operating parameters for freezing trawlers are quotas, catch value, crew remuneration, fuel cost and fishing fee. Imposition of fishing fees in Iceland have caused uncertainty and reduced profitability of freezing trawlers and prevented capitalization in the industry, along with crew salary‐systems that do not encourage investment in technology or product development. Freezing trawlers are necessary in Icelandic fish industry, though their share of the cod and haddock have declined it remains profitable to catch other types of species, such as redfish and Greenland halibut and these vessels are vital for the Icelandic deep sea fishing around Iceland and in the Barents see.

Skoða skýrslu
IS