Skýrslur

Tækifæri tengd fullvinnslu lífmassa og líftækni á Vestnorræna svæðinu

Útgefið:

06/02/2018

Höfundar:

Bryndís Björnsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Elísabet Eik Guðmundsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Rósa Jónsdóttir, Gunnar Þórðarson, René Groben, Stephen Knobloch, Aviaja Lyberth Hauptmann, Janus Vang, Ingunn Gunnarsdóttir, Ragnar Jóhannsson, Lisbeth Due Schönemann-Paul, Sigrún Elsa Smáradóttir

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers and AG-fisk

Tækifæri tengd fullvinnslu lífmassa og líftækni á Vestnorræna svæðinu / Biorefining and Biotechnology Opportunities in the West Nordic Region

Vestnorræna svæðið býr yfir miklum tækifærum til bættrar nýtingar, sjálfbærni og aukins virði lífrænna auðlinda. Þessi skýrsla ber kennsl á helstu lífrænu auðlindir svæðisins sem henta til fullvinnslu (e. biorefining) og notkunar líftæknilegra tóla. Skýrslan greinir frá verðmætum innihaldsefnum helstu lífauðlinda svæðisins, ásamt þeim vinnsluaðferðum sem beitt er eða hægt er að beita á þær og telur upp ýmsar lokaafurðir sem hægt er að framleiða með frekari fullvinnslu. Í skýrslunni er yfirlit yfir þá starfsemi sem nú er í gangi og þær afurðir sem framleiddar eru á svæðinu með fullvinnslu og líftækni. Lífrænum auðlindum er skipt upp eftir því hvort þær teljast hliðarafurðir, upprunnar í vatni eða á landi, eða vannýttar auðlindir. Athygli er beint að sérstökum tækifærum og hindrunum tengdum Vestnorræna svæðinu.

The West Nordic region holds promising opportunities to improve utilisation, sustainability and value from its biological resources. The region’s major bioresources available for biorefining and biotechnological applications are the focus of this report. It identifies valuable ingredients in the different resources, processing technologies which are or may be applied, and possible end products obtained from further processing the raw material. An overview of the current operations and products which are being produced within the region is given. The report divides the available bioresources into biodegradable residues of aquatic or land origin and underutilised biomass. High-north specific opportunities and obstacles are highlighted.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Útgefið:

01/05/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Arnljótur B. Bergsson, Gísli Eyland, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Sindri Magnason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi. Tilvísunarnr.: S 12 007‐12

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri

Mikil breyting hefur orðið á útgerð frystitogara á Íslandi síðan hún hófst í byrjun níunda áratugar síðustu aldar. Hlutdeild frystitogara í þorski hefur dregist saman umtalsvert og er hann í dag eingöngu veiddur sem meðafli við sókn í aðrar tegundir eins og karfa, ufsa og grálúðu. Árið 1992 voru frystitogarar flestir í íslenska flotanum, 35 talsins en í dag eru þeir aðeins 23 og fer fækkandi. Ástæður fyrir minnkandi hlutdeild frystiskipa í þorskveiðum má rekja til hærra olíuverðs, en orkukostnaður við frystingu úti á sjó er mun meiri en sambærilegur kostnaður í landi, hærri launakostnaðar við vinnslu úti á sjó en í landi og breytingar í markaðsmálum þar sem ferskur fiskur hefur undanfarið skilað einna mestri verðmætasköpun í íslenskum fiskiðnaði. Mikilvægustu rekstrarþættir frystitogara í dag eru aflaheimildir, aflaverðmæti, laun sjómanna, olíuverð og veiðigjöld. Álagning veiðigjalda hafa valdið óvissu og dregið úr hagkvæmni frysti‐ togara sem hefur komið í veg fyrir fjárfestingu í greininni ásamt hlutaskipakerfi sem hvetur ekki til fjárfestinga í tækni eða vöruþróun.   Frystitogarar eru Íslendingum nauðsynlegir, og þó hlutdeild þeirra í þorski og ýsu hafi farið minnkandi þá verður áfram hagkvæmt að veiða aðrar tegundir með vinnsluskipum. Tegundir eins og karfi og grálúða henta vel fyrir vinnslu sem þessa og eins verða fjarlæg mið varla sótt nema með frystitogurum.

Significant changes have occurred in operation of freezing trawlers in Iceland since it began in the early eighties. Its share in the most important stock, the cod, has declined significantly and today cod is only caught as by‐catch with other species. The main species caught by and processed on‐board freezing trawlers today are; redfish, saithe and Greenland halibut.   In 1992 the number of freezing trawlers peaked in the Icelandic fishing fleet, with 35 vessel, but has declined to 23 today. Reasons for the reduction is mainly higher oil prices, higher energy cost of freezing at sea than onshore, relatively higher salaries of processing offshore and changes on markets where fresh fish portions has recently delivered better value than see‐frozen fillets in the Icelandic fishing industry .   The most important operating parameters for freezing trawlers are quotas, catch value, crew remuneration, fuel cost and fishing fee. Imposition of fishing fees in Iceland have caused uncertainty and reduced profitability of freezing trawlers and prevented capitalization in the industry, along with crew salary‐systems that do not encourage investment in technology or product development. Freezing trawlers are necessary in Icelandic fish industry, though their share of the cod and haddock have declined it remains profitable to catch other types of species, such as redfish and Greenland halibut and these vessels are vital for the Icelandic deep sea fishing around Iceland and in the Barents see.

Skoða skýrslu
IS