Thermal modelling of processing and transport of fresh fish / Hermun kæliferla – LOKASKÝRSLA
Meginmarkmið verkefnisins Hermun kæliferla ‐ varmafræðileg hermun vinnslu‐ og flutningaferla, sem hófst í júní 2008, var að setja fram endurbætur á verklagi og búnaði tengdum flutningi á sjávarafurðum með ferlagreiningu, tilraunum og tölvuvæddum varma‐ og straumfræðilíkönum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Promens Tempra, Eimskip Ísland, Samherji, Brim (ÚA), Festi, Völusteinn og Eskja. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Dæmi um afurðir eru varmaflutningslíkön af ferskfiskafurðum í frauðkassa, sem gera kleift að spá fyrir um fiskhita út frá umhverfishitasögu. Varmaflutningslíkön voru notuð til að endurhanna 3, 5 og 7 kg frauðkassa Promens Tempra með lágmörkun hæsta fiskhita í kössunum undir hitaálagi að markmiði. Tilraunir staðfestu yfirburði nýju kassanna umfram hefðbundnar kassagerðir, bæði m.t.t. hitastýringar og gæða vöru undir hitaálagi. Niðurstöður annarrar tilraunar sýna að geymsluþol ferskra fiskflaka í hornkössum heils bretti í flugflutningskeðju getur verið um 1‐1,5 dögum styttra en flaka í kössum í miðju brettastaflans. Hitadreifing í mismunandi kælikeðjum var kortlögð og sérstök áhersla lögð á forkælingu flaka fyrir pökkun og hitadreifingu í mismunandi tegundum kæligáma með mismunandi hleðslumynstur.
The main aim of the research project Hermun kæliferla – Thermal modelling of processing and transport of fresh fish, which was launched in June 2008, was to improve technology and practices used for fish processing and transport by means of analysis of chill chains, experiments and computational modelling. Improved temperature control in fish chill chains leads to increased product quality, stability and safety and thereby increased product value. This report describes the main results and products of the project. Examples include heat transfer models of fresh fish fillets packaged in boxes, which can be used to predict product temperature evolution as a function of variable ambient temperature. Numerical heat transfer models were used to optimise the design of 3, 5 and 7‐kg expanded polystyrene boxes manufactured by Promens Tempra with the aim of minimising the maximum fish temperature in boxes under thermal load. Improved thermal protection of the new box design was confirmed in different experiments, both with regard to lesser product temperature variations and prolonged freshness period and storage life of products. The results from another storage study suggest that the storage life of fresh fish products in a corner box can be more than 1‐1.5 days shorter than in the centre boxes of a full size pallet stack in a real air transport chain, depending on the level of ambient thermal load. Environmental and product temperatures were mapped in different chill chains with special emphasis laid on precooling during processing and temperature distribution in reefer containers of different types and loading patterns.