Skýrslur

Verðmætamyndandi tækni – Þurrkun uppsjávarfisks / Value adding technique – Drying of pelagic fish

Útgefið:

13/12/2017

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Cyprian Ogombe Odoli, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Verðmætamyndandi tækni – Þurrkun uppsjávarfisks / Value adding technique – Drying of pelagic fish

Markmið verkefnisins var að bæta vinnsluferli og gæði og öryggi þurrkaðrar sardínu sem framleidd er í Kenía. Eins að skoða nýjar afurðir eins og þurrkaða loðnu frá Íslandi til mögulegs útflutnings til Kenía. Niðurstöður sýndu að hægt væri að tryggja gæði þurrkaðra afurða eins og loðnu hér á Íslandi. Við inniþurrkun er hægt að stýra aðstæðum, eins og hitastigi og hindra þannig afmyndun próteina og þránun fitu. Niðurstöður sýndu einnig að sardína sem var útiþurrkuð í Kenía við hærra hitastig samanborið við inniþurrkun, hafði lakari gæði, þar sem afmyndun próteina átti sér stað ásamt þránun. Hins vegar sýndu markaðskannanir í Kenía að ákveðinn hópur neytenda líkaði vel við inniþurrkaða loðnu frá Íslandi og voru tilbúnir til að kaupa vöruna.

The objective of the project was to improve the process and quality and safety of dried sardines produced in Kenya. As well as introduce new products from Iceland like dried capelins a possible export to Kenya. Results showed that it was possible to control the quality of dried products like capelin in Iceland. By indoor drying, the conditions can be controlled, like temperature and providing denaturation of proteins and oxidation of fat. Results showed also that sardines dried in open air in Kenya with higher temperature compared with indoor drying, had lower quality, were denaturation of proteins and oxidation of fat occurred. Market research indicated that certain social groups of consumers in Kenya liked indoor drying capelin from Iceland, and were willing to by such product.

Skoða skýrslu