Skýrslur

Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða. Áhættusamsetning og áhætturöðun / Food safety and added value of Icelandic seafood. Risk profiling and risk ranking

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Eva Yngvadóttir, Birna Guðbjörnsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður sjávarútvegsins og Rf / Matís ohf

Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða. Áhættusamsetning og áhætturöðun / Food safety and added value of Icelandic seafood. Risk profiling and risk ranking

Í þessu verkefni var framkvæmd grunnvinna að áhættumati fyrir þorsk, rækju, karfa, ýsu, grálúðu, síld, ufsa og kúfisk. Þessar tegundir voru kortlagðar m.t.t. hætta og fékkst þannig fram áhættusamsetning þeirra og hálf-magnbundið áhættumat framkvæmt á þeim. Við þetta áhættumat var notað reiknilíkan sem þróað hefur verið í Ástralíu og er nefnt Risk Ranger. Við áhættumatið voru notuð gögn um neysluvenjur (skammtastærðir, tíðni o. fl.), tíðni og orsakir fæðuborinna sjúkdóma. Þannig var reiknuð út áhætta tengd neyslu þessara sjávarafurða, miðað við ákveðnar forsendur. Áreiðanleiki áhættumats er algjörlega háð þeim gögnum og upplýsingum sem notuð eru við framkvæmd þess. Samkvæmt fyrirliggjandi mæligögnum og gefnum forsendum raðast ofangreindar sjávarafurðir í lægsta áhættuflokk (stig <32) – lítil áhætta, miðað við heilbrigða einstaklinga. Á alþjóðlegum matvælamörkuðum hafa íslenskar sjávarafurðir á sér gott orðspor hvað varðar heilnæmi og öryggi. Áhyggjur vegna öryggis matvæla fara hins vegar vaxandi víða og því er það mikil áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda þessu góða orðspori í framtíðinni.

This report contains the preliminary results of a risk profiling and risk ranking study for the following species: cod (Gadus moruha), shrimp (Pandalus borealis), ocean perch (Sebastes marinus), haddock (Melanogrammus aeglefinus), Greenland halibut (Reinhardtius hippoglossoides), saithe (Pollachius virens) and Iceland cyprine (Cyprina islandica). These species were surveyed with regard to terms of undesirable substances (Risk profiling and risk ranking, as well as semiquantitative risk assessment). An Australian software, Risk ranger, was used to compute the risk assessment. Various data, e.g. consumer behaviour (daily intake, frequency etc.), and incidence and origin of food-borne diseases, were used. Thus, the risk of consuming these species was determined. The reliability of a risk assessment is dependent on the quality of the data which are used to carry it out. Based on the existing data and given prerequisites, it can be stated that the aforementioned species come under the lowest risk group (degree <32) – small risk, considering healthy individuals. Icelandic seafood products are renowned on the international food markets as being quality and safe food. However, in light of growing concern worldwide for food safety, it is a challenge for Icelandic seafood producers to maintain that good reputation.

Skoða skýrslu