Reports

Lífkol úr landeldi sem jarðvegsbætir í ræktun

Published:

30/10/2025

Authors:

Jónas Baldursson, Katrín Hulda Gunnarsdóttir og Ásdís Agla Sigurðardóttir

Supported by:

Icelandic Food Innovation Fund (is. Matvælasjóður)

Contact

Jónas Baldursson

Project Manager

jonasb@matis.is

Erfitt hefur reynst að nýta fiskeldismykju en hugmyndir hafa verið uppi um að framleiða lífkol úr henni. Lífkol eru jarðvegsbætandi efni sem hafa margvíslega eiginleika, t.d. að binda kolefni og bæta jarðvegsskilyrði. Markmið rannsóknarinnar var að bera saman áhrif lífkola framleidd úr fiskeldismykju frá ferskvatnseldi annars vegar og saltvatnseldi hins vegar við áhrif hefðbundinna lífkola framleidd úr við og trjáafgöngum. Áhrif lífkola í mismunandi hlutföllum á vöxt kálplantna voru könnuð. Niðurstöður sýndu að lífkol framleidd úr ferskvatns fiskeldismykju höfðu jákvæð áhrif á vöxt kálplantna, sambærileg áhrifum lífkola úr trjáafgöngum, en lífkol framleidd úr saltvatnsfiskeldismykju höfðu neikvæð áhrif á vöxt kálplanta og ullu mestum afföllum.
_____

Aquaculture sludge has proven to be difficult to utilise, however, there have been ideas of producing biochar from it. Biochar is a soil-improving material that has a variety of properties, such as sequestering carbon and improving soil conditions. The aim of the study was to evaluate the effects of biochar produced from freshwater sludge and saltwater sludge, with biochar produced from wood and tree residues. The effects of biochar were investigated in different concentrations on the growth of lettuce plants. Results showed that biochar made from freshwater sludge had a positive effect on the growth of lettuce and was comparable to biochar from tree residues, while biochar produced from saltwater sludge had a negative effect on the growth, causing the most losses.

View report
EN