Fréttir

Hilton hótelkeðjan velur íslenskan humar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Hilton hótelkeðjan keypti í sumar lifandi humar, sem geymdur hefur verið á humarhóteli á Höfn, sem Matís (Matvælarannsóknir Íslands) á aðild að. Humri frá Hornafirði hefur verið vel tekið á erlendum mörkuðum frá því að tilraunir með útflutning hófust í vor.

Shrimps_at_market_in_Valencia

Í raun er um að ræða sérstakt rannsóknar- og markaðsverkefni á Höfn þar sem reyndar eru veiðiaðferðir, vinnsla og flutningur á lifandi humri til útlanda. Auk Matís eiga Frumkvöðlasetur Austurlands, Skinney Þinganes, Hafrannsóknastofnun og Promens á Dalvík aðild að verkefninu; vinna meðal annars saman að því að reka humarhótelið á Hornafirði. Á humarhótelinu er hægt að geyma allt að því eitt tonn af lifandi humri.

IS