Fréttir

Mjólk í mörgum myndum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Í vor var gerður samningur við Matís um verkefnið Mjólk í mörgum myndum þar sem veittir eru styrkir til frumkvöðlastarfs þar sem mjólk kemur við sögu sem hráefni. 8 umsóknir bárust um styrki og voru verkefnin af margvíslegum toga.

Á fundi stjórnar Auðhumlu 29. júní var ákveðið að veita að þessu sinni þrjá styrki:

1. Heillandi máttur lífrænnar mysu

  • Kr. 3.000.000.-
  • Biobú og fleiri
  • Mysa er vel þekkt og mikið nýtt í ýmiskonar vörur um allan heim. Hins vegar hefur vantað uppá nýtingarmöguleikana og er miklu magni hent. Verkefnið stuðlar að því að nýsköpun og aukinni nýtingu á lífrænni mysu sem í dag fellur til við framleiðslu mjólkurafurða Biobú. Nýting aukaafurðanna stuðlar að minni sóun í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna.

2. Jökla, íslenskur mjólkurlíkjör 

  • Kr. 3.000.000.-
  • Pétur Pétursson
  • Verkefnið hefur töluvert mikið nýnæmi þar sem aldrei áður hefur verið framleiddur áfengur drykkur úr íslenskri mjólk né verið nýtt mysa við gerð líkkjörs. Frumgerð vörunnar er tilbúin og mun styrkurinn nýtast í framhaldsvinnu vegna prófanna og vinnsluferla.

3. Broddur byggir upp

  • Kr. 500.000.-
  • Birna G. Ásbjörnsdóttir og Guðmundur Ármanna Pétursson
  • Styrkur til forverkefnis um þróun heilsuvöru úr broddmjólk. Broddur er einstök afurð sem vart er nýtt á Íslandi í dag og ábrystur er afurð sem fáir þekkja og er hverfandi. Íslensk mjólk er einstök að því leiti að í henni er að finna Beta-Casein A2 sem hefur verið tannsakað í tengslum við heilsu.

Matís mun annast utanumhald verkefna.