Fréttir

Neytendakönnun á Rf byrjar vel

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Eins og glöggir gestir Rf – síðunnar hafa væntanlega tekið eftir var nýlega óskað eftir fólki til að taka þátt í neytendakönnunum á þorski hér á Rf. Fyrri hluti könnunarinnar hófst í dag og munu alls um 100 manns taka þátt í henni í dag.

Þátttakendum er skipt í sex hópa og kom fyrsti hópurinn kl. 10 í morgun og sá síðasti mun koma kl. 8 í kvöld. Hver hópur mun smakka þrjú mismunandi sýni af þorski og svara spurningum í kjölfarið um þorsksýnin og síðan um fiskneyslu almennt.

Síðari hluti könnunarinnar felst í því að fólk fær afhentan þorsk sem það á að matreiða heima hjá sér, alls 6 sinnum yfir 6 vikna tímabil (alla þriðjudaga) frá 17. október til 21. nóvember. Hér var einkum óskað eftir þátttöku fjölskyldna, þar sem a.m.k tveir væru 18 ára eða eldri. 

Fólk lét ekki kuldann úti aftra sér frá því að koma niður á Skúlagötu 4 í morgun fá sér þorsk í morgunmat.

IS