Fréttir

Sjávarútvegsráðuneytið: Loðnukvótinn aukinn í 210 þús tonn

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Á vef Mbl.is er sagt frá því að Sjávarútvegsráðuneytið hafi, að tillögu Hafrannsóknarstofnunar, ákveðið að auka loðnukvótann á vetrarvertíðinni 2006 í 210 þúsund lestir eða um 110 þúsund lestir. Þar af koma 103 þúsund lestir í hlut íslenskra skipa. Útibússtjóri Rf í Neskaupstað er ánægður með gæði loðnunar.

Loðnusjómenn, útgerðarmenn o.fl. munu ugglaust kætast við þessar fregnir, enda voru líklega margir orðnir vondaufir yfir að úr vertíðinn myndi ræstast að þessu sinni.

Á vef Mbl.is í dag er einnig stutt viðtal við Þorstein Yngvarsson, útibússtjóra Rf í Neskaupstað, en hann er ánægður með loðnuna sem loðnuskipið Beitir NK kom með til löndunar, segir hana stóra og feita. Þess má geta að á starfssvæði útibús Rf á Austurlandi eru flestar fiskimjölsverksmiðjur landsins staðsettar og því vertíðarstemming hjá Rf í Neskaupstað þegar loðnuvertíðin fer á stað af fullum krafti. 

Hjá Rf í Neskaupstað starfa þrír starfsmenn.