Fréttir

Starfsmaður Rf á leið til Ástralíu

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Katrín Ásta Stefánsdóttir, starfsmaður Vinnslu – og þróunardeildar Rannsóknarsviðs Rf hyggur á framhaldsnám í meistaranám í matvælafræði. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema að Katrín fer ekki stystu leið að markmiði sínu heldur fer Jörðina á enda.

Katrín hóf störf á Rf árið 2004, eftir að hún lauk B.S. – námi í matvælafræði við Háskóla Íslands. Reyndar má segja að hún hafi verið komin með annan fótinn á Rf nokkru fyrr því hún vann hluta af stóru verkefni í matvælaverkfræði II á Rf undir handleiðslu sérfræðinga Rf.

Katrín hefur áður farið ótroðnar slóðir í vali sínu á starfsvettvangi, árið 2003 baust henni t.d. að starfa sem rannsókarmaður við matvælaefnagreiningar við Vysoká Škola Chemicko-Technologická (VSCHT, Institute of Chemical Technology), í Prag, sem hún segir að hafi verið mjög fróðleg og skemmtileg reynsla.

Áhuga Katrínar á að fara í framhaldsnám í matvælafræði til Ástralíu má rekja til þess að árið 2005 fór hún í heimsreisu, m.a. með viðkomu í Ástralíu og leist henni, að sögn vel á land og þjóð.  Ekki spillir svo fyrir að  Royal Melbourne Institute of Technology, þar sem Katrín hyggst nema býður upp á spennandi nám á hennar áhugasviði, vinnslu og nýsköpun matvæla úr sjávarfangi. 

Í dag er síðasti dagur Katrínar á Rf (a.m.k. í bili) og er henni óskað góðs gengis í leik og starfi á framandi slóðum.

IS