Fréttir

Vinnufundur um línuveiðar

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís, Nofima, Háskólinn í Tromsö og Havstovan í Færeyjum standa fyrir vinnufundi um línuveiðar 19. og 20. október næstkomandi hér á Íslandi.

Á vinnufundinum verður hugað að virðiskeðju línufisks með tilliti til veiða, vinnslu, markaðssetningar, gæða og umhverfisáhrifa.  Á fundinum munu sérfræðingar á þessum sviðum halda framsögu og á eftir fara fram umræður með þátttakendum.  Þess er vænst að fundurinn muni leiða saman þá er koma að virðiskeðju línufisks á Norðurlöndunum og muni greiða fyrir samstarfi þeirra á milli í komandi framtíð.

Vinnufundurinn verður haldinn að Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 12, 113 Reykjavík

Þátttaka er öllum heimil og gjaldfrjáls.

Dagskrá vinnufundarins má sjá hér.

Allar nánari upplýsingar veitir Jónas Rúnar Viðarsson jonas.r.vidarsson@matis.is