Handbækur

Hangikjöt

Leiðbeiningar um góða starfshætti og innra eftirlit við framleiðslu hangikjöts hjá smáframleiðendum.

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Faggreinahandbók

Leiðbeiningar um góða starfshætti og innra eftirlit við framleiðslu hangikjöts hjá smáframleiðendum. 

Stjórnvöld eiga skv. matvælalöggjöf að hvetja faggreinar matvælaframleiðanda, s.s. samtök í iðnaði, samtök verslana og veitingahúsa og samtök fiskvinnslustöðva til að gera leiðbeiningar um góða starfs- hætti, innra eftirlit með GÁMES, sem er ”Greining áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða”. Á ensku kallast það HACCP sem stendur fyrir ”Hazard analysis and critical control points”. Markmiðið er að fag- greinar skilgreini staðal sem greinin vill að fyrirtæki uppfylli og að auðvelda fyrirtækjum að setja upp og innleiða innra eftirlit byggt á GÁMES. Matvælastofnun á að yfirfara slíkar leiðbeiningar til að sannreyna að þær uppfylli þær kröfur sem gerðar eru. Við framkvæmd opinbers eftirlits er stuðst við leiðbeiningarnar í þeim fyrirtækjum sem hafa byggt upp sitt GÁMES kerfi. Fyrirtæki sem nýtir sér slíkar leiðbeiningar verður þó ávallt að vera meðvitað um að það geta verið þættir í starfsemi fyrirtækisins sem ekki eru í samræmi við leiðbeiningarnar og því þarf alltaf að aðlaga þær í hverju tilviki fyrir sig.

Faggreinaleiðbeiningar, eins og hér eru framsettar, eru leiðbeiningar um góða starfshætti, innra eftirlit og GÁMES fyrir framleiðslu á hangikjöti í litlum kjötvinnslum.

Í faggreinaleiðbeiningum er tekið fram hvernig hægt er að koma í veg fyrir hættur og hvaða verklag er hentugast að viðhafa við söltun og reykingu hangikjöts á hefðbundinn hátt. Leiðbeiningarnar eiga að hjálpa framleiðandanum að ná markmiðum um heilnæm matvæli.

Verkið er unnið af Matís, í samvinnu við Landssamband sauðfjárbænda, samtökin Beint frá býli og Matvæla- stofnun sem hefur samþykkt þessar fagleiðbeiningar.

Handbókina má nálgast hér:

Hangikjöt – faggreinaleiðbeiningar (PDF)

IS