Fréttir

Skipað í áhættumats­nefnd mat­væla

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hefur skipað Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, sviðsstjóra hjá Matís, sem formann áhættumatsnefndar.

Hlut­verk nefnd­ar­inn­ar er að veita og hafa um­sjón með fram­kvæmd vís­inda­legs áhættumats vegna mat­væla, fóðurs, áburðar og sáðvöru.

Skip­an nefnd­ar­inn­ar er hluti af aðgerðaáætl­un stjórn­valda sem miðar að því að efla mat­væla­ör­yggi, tryggja vernd búfjár­stofna og bæta sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu. Skip­an­in er í sam­ræmi við mat­væla­lög og lög um eft­ir­lit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Áhættumats­nefnd­ina skipa:

  • Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir formaður, til­nefnd af Matís
  • Jó­hann­es Svein­björns­son, til­nefnd­ur af Land­búnaðar­há­skóla Íslands
  • Char­lotta Odds­dótt­ir, til­nefnd af Til­rauna­stöð Há­skóla Íslands að Keld­um
  • Þór­hall­ur Ingi Hall­dórs­son, til­nefnd­ur af Há­skóla Íslands, nær­ing­ar­fræðideild
  • Kamilla S. Jós­efs­dótt­ir, til­nefnd af Land­læknisembætt­inu, sótt­varna­lækni
  • Rafn Bene­dikts­son, til­nefnd­ur af Há­skóla Íslands, heil­brigðis­vís­inda­sviði.

Sjá frétt á mbl.is