Áhrif fóðrunar á gæði kjöts af íslenskum holdanautum

Heiti verkefnis: Áhrif fóðrunar á gæði kjöts af íslenskum holdanautum

Samstarfsaðilar: Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins, Landbúnaðarháskóli Íslands, Íslandsnaut, Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga, Sel ehf

Rannsóknasjóður: Matvælasjóður

Upphafsár: 2023

Þjónustuflokkur:

kjot

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Verkefni þetta á að svara hvaða áhrif mismunandi hlutfall korns af heildarfóðri holdablendinga hefur á kjötgæði, viðhorf og kaupvilja neytenda þ.e. markaðsstöðu kjötsins í samanburði við kjöt af ungneytum af íslenska kúakyninu.

Markmið

  • Afla upplýsinga um áhrif kornhlutfalls á nautakjötsgæði og skynræna eiginleika kjöts af holdablendingum.
  • Bera saman kjöt af íslenskum nautum og holdablendingum með tilliti til gæðaeiginleika og skynmatsþátta.
  • Afla upplýsinga sem nýtast við fóðurráðgjöf til bænda. Afla upplýsinga um hvort tilefni sé til sérmerkinga á ákveðnu kjöti sem eykur arðsemi bænda og tryggir gæði til neytenda.
  • Bæta markaðstöðu og samkeppnishæfni nautakjöts af íslenskum holdablendingum.
  • Afla upplýsinga um viðhorf neytenda, kaupvilja og geðjun á kjöti af holdablendingum eftir mismunandi fóðurmeðferðum.

Rannsóknaspurningar

  • Hefur mismunandi hlutfall korns af heildarfóðri holdablendinga áhrif á kjötgæði, og þá á hvaða hátt?
  • Getum við náð fram meiri arðsemi með því að sanna kjötgæði, sérmerkja afurðir og hækka verð?

Frétt Bændablaðið: Áhrif fóðrunar á gæði kjöts af íslenskum holdanautum