Hafa þörungar áhrif á joðmagn mjólkur? Fóðurtilraun sem kannar gæði mjólkur frá kúm sem hafa fengið þörunga sem joðgjafa

Heiti verkefnis: INSPIRE

Samstarfsaðilar: University of Helsinki, University of Reading, Valio, Waitrose.

Rannsóknasjóður: EIT Food

Upphafsár: 2020

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Sviðsstjóri lýðheilsu og matvælaöryggis

asta.h.petursdottir@matis.is

Verkefnið INSPIRE snýst um að rannsaka þörunga frá mismunandi framleiðendum sem gætu nýst sem fóðurþáttur fyrir kýr á kúabúum sem eru með lífræna framleiðslu, til að framleiða joð-ríka mjólk.

Skortur er á lífrænum vörum á markaði sem innihalda joð og eru mjólkurvörur taldar mjög heppilegur joð gjafi fyrir breiðan neytendahóp. 

Joðskortur mældist í fyrsta sinn á Íslandi 2019 vegna breytts mataræðis og mikilvægt er að bregðast við.