Saltfiskur til framtíðar

Heiti verkefnis: Saltfiskur til framtíðar

Samstarfsaðilar: Þorbjörn hf., Vísir hf., Skinney Þinganes, Háskóli Íslands, VSV

Rannsóknasjóður: AVS Rannsóknasjóður, ANR, Matvælasjóður

Upphafsár: 2018

Þjónustuflokkur:

Botnfiskur

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni verðmætasköpun í bolfisksvinnslu með því þróa og besta aðferðarfræði við útvötnun á saltfiski miðað við núverandi framleiðsluhætti á saltfiski.

Nauðsynlegt er að þróa aðferð(ir) sem framleiðendur geta stýrt miðað við kaupendur og markað, afurð, gæði og hráefni. Rannsakað verður geymsluþol kældra og frosinna útvatnaðra afurða pakkað á mismunandi vegu og tryggja má hágæða vöru allt til neytenda. Verkefnið mun skila nýrri þekkingu og leiðbeiningum um nýtt verklag við framleiðslu og pökkun á útvötnuðum saltfisksafurðum sem mun skila sér í mikilli virðisaukningu


Árið 2021-2022 er það Matvælasjóður sem styrkir verkefnið og samstarfsaðilar eru eftirfarandi:

  • Þorbjörn hf,
  • Vísir hf,
  • VSV (Vinnslustöðin hf)
  • Háskóli Íslands