Menntun, þátttaka og styrking næstu kynslóðar matvælaneytenda (WeValueFood)

Heiti verkefnis: WeValueFood

Samstarfsaðilar: Háskólinn í Varsjá, Háskólinn í Helsinki, Háskólinn í Cambrigde, Háskólinn í Reading, Universita Degli Studi Di Torino, Queen’s University Belfast, Rikolto, Institute Imdea Food, EUFIC

Rannsóknasjóður: EIT Food

Upphafsár: 2019

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Matís tekur þátt í að efla áhuga og þekkingu ungra neytenda á mat í gegnum verkefnið WeValueFood.

WeValueFood er tveggja ára verkefni sem styrkt er af samevrópskum regnhlífasamtökunum EIT Food, um frumkvöðlastarf og nýsköpun í matvælaiðnaði.

Meginmarkmið WeValueFood er að stuðla að bættri heilsu neytenda og styðja við evrópskan matvælaiðnað, með því að bæta þekkingu og áhuga næstu kynslóða á mat og matvælaframleiðslu. 

Matis vinnur með Háskóla Íslands og 13 öðrum háskólum og stofnunum í Evrópu að verkefninu WeValueFood  sem er ætlað  að stuðla að bættri heilsu neytenda og styðja við matvælaiðnað í Evrópu. Það verður gert með því að bæta þekkingu og áhuga næstu kynslóða á mat og matvælaframleiðslu. Nýlegar aðferðir, á borð við eflingu í gegnum leiki, áhugahópa um matreiðslu, tilraunir með nýjar matreiðsluaðferðir, pörun (twinning) og “vísindi mæta mat” eru nýttar til að efla áhuga og þekkingu ungra neytenda, allt frá grunnskóla til háskóla, á mat. Þannig er ætlunin að móta “matarmálsvara” meðal ungra einstaklinga sem miðla gildum um mat.

Að verkefninu koma ýmis matvælafyrirtæki og hagsmunaaðilar, og matvælaiðnaðurinn vinnur með ungum neytendum við að skilgreina matvælagildi. Áhersla er lögð á að auka áhuga og þekkingu á matvælum til að stuðla að því að næstu kynslóðir taki skynsamlegar og upplýstar ákvarðanir í fæðuvali sínu.

WeValueFood er hluti og styrkt af stóru Evrópsku þekkingar- og nýsköpunarsamfélagi um matvæli sem ætlar að umbreyta umhverfi matvælaframleiðslu, vinnslu og neyslu með því að tengja neytendur við fyrirtæki, frumkvöðla, vísindafólk og nemendur alls staðar í Evrópu. EIT Food styðjur nýjar, sjálfbærar og hagkvæmar lausnir til að bæta heilsu neytenda og til að tryggja aðgang að öruggum hágæða mat sem hefur sem minnst áhrif á umhverfið.