Matvælið - hlaðvarp Matís

„Þetta eru eiginlega faðernispróf” Erfðagreiningar á eldislaxi á Íslandi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Sæmundur Sveinsson er fagstjóri erfða hjá Matís og í þessum þætti af Matvælinu ræðir hann um erfðagreiningar á laxi og verkefni þeim tengd.

Atlantshafs laxinn er merkileg lífvera og lífsferill hans hefur mjög áhugaverðrar afleiðingar á erfðafræði tegundarinnar. Hinn villti íslenski laxastofn er um margt ólíkur eldislaxi og það er afar mikilvægt að þekkja einkenni þessara tegunda vel til að geta viðhaldið fjölbreytileika þó að umhverfisaðstæður breytist, t.a.m. við hlýnun jarðar.

Í þættinum ræðir Sæmundur lífsferil íslenska laxins og erfðafjölbreytileika hans eftir vatnasvæðum, erfðagreiningar á strokulöxum úr sjókvíaeldi og erfðagreiningar á laxi fyrir svokallaða fiskrækt svo eitthvað sé nefnt. Sæmundi er lagið að fjalla um þessi mál á auðskiljanlegan og skemmtilegan hátt svo að óhætt er að mæla með hlustun fyrir öll!

Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á öllum helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér að neðan:

IS