Virðiskeðja

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Fjölbreyttar rannsóknir eru stundaðar af starfsfólki virðiskeðjuhópsins sem almennt hefur það að markmiði að efla fjölbreytni, sjálfbærni, samkeppnishæfni og markaðstöðu íslenskra matvæla. Flest verkefni eru unnin í nánu samstarfi við iðnaðinn, bæði innan landbúnaðar og sjávarútvegs.

Rannsóknir innan hópsins miða meðal annars að því að efla verðmæta- og nýsköpun innan sjávarútvegs og landbúnaðar, auka hráefnis- og afurðargæði, bæta stöðugleika afurða við vinnslu, geymslu og flutning, lágmarka sótspor og umhverfisáhrif matvælaframleiðslu og bæta upplýsingagjöf innan virðiskeðjunnar, alla leið til neytenda. Einnig er lögð áhersla á tækniþróun við matvælaframleiðslu til þess að mæta þörfum framleiðanda og kröfum neytenda um fjölbreyttar, hollar, umhverfisvænar og öruggar afurðir.

Faghópurinn kemur að þróun vinnslubúnaðar og nýrrar vinnslutækni, sem skilar sér m.a. í aukinni sjálfvirkni, afköstum og verðmætasköpun úr vannýttum hráefnum. Slík verkefni fela einnig í sér öflun þekkingar í takt við breyttar markaðsforsendur, hráefniseiginleika til að tryggja stöðugt framboð.

IS