Skýrslur

Breytileiki á eiginleikum lýsu (Merlangius merlangus) eftir árstíma / Seasonal variations in quality‐ and processing properties of whiting

Útgefið:

30/10/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Breytileiki á eiginleikum lýsu (Merlangius merlangus) eftir árstíma / Seasonal variations in quality‐  and processing properties of whiting

Markmið verkefnisins var að byggja upp ákveðinn þekkingargrunn fyrir lýsu (Merlangius merlangus) og fá upplýsingar um breytileika á gæða‐  og vinnslueiginleikum (efna‐  og eðliseiginleikar) hennar eftir árstíma. Til samanburðar voru notaðar upplýsingar um ýsu. Niðurstöður leiddu í ljós að flakanýting (vinnslunýting) tengdist holdafari þar sem jákvæð fylgni var á milli flakanýtingar og holdafarsstuðuls og var hún áberandi hæst í mars mánuði. Á sama tíma var minna los í fisknum samanborið við aðra árstíma. Niðurstöður verkefnisins virðast benda til þess að ekki sé heppilegt að veiða lýsuna í kringum hrygningartímann, eða á miðju sumri, með tilliti til vinnslu‐, eðliseiginleika og annarra gæðaeiginleika.

The aim of the project was to study seasonal variation in quality‐ and processing properties of whiting (Merlangius merlangus). Haddock was used as a reference group. The results showed positive correlation between fillet yield and condition factor, with highest value in mars. At the same time gaping was minor. The results indicated that during spawning time it is not suitable to catch whiting with regards to processing‐ and quality properties.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Steinbítur. Afli, markaðir, nýting og efnainnihald / Atlantic wolffish. Icelandic catch volumes, markets, yield and chemical content

Útgefið:

01/01/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir

Steinbítur. Afli, markaðir, nýting og efnainnihald / Atlantic wolffish. Icelandic catch volumes, markets, yield and chemical content

Skýrslan er stutt yfirlit á stöðu þeirrar þekkingar sem fyrir liggur í dag á aflamagni, lífsmynstri, nýtingu og efnainnihaldi steinbíts sem veiðist við Ísland.  Hafrannsóknastofnun hefur unnið að rannsóknum á dreifingu og lífsmynstri steinbíts í hafinu umhverfis Ísland.    Hagtölur Hagstofunnar sýna þróun í m.a. veiðum og ráðstöfun á steinbítsafla.    Þekking á breytileika í vinnslueiginleikum og efnainnihaldi fisksins er takmörkuð og ekkert fannst um stöðugleika steinbítsafurða við geymslu.    Þær rannsóknir sem byggt er á m.t.t. nýtingar og efnainnihalds byggja á eldri gögnum Rf (nú Matís ohf) frá því um 1980.    Þær sýna að líkt og hjá öðrum tegundum er ástands fisksins mjög háð tímasetningu hrygningar og árstíma.  Það sem gerir steinbít frábrugðinn algengari tegundum eins og þorski er að hann missir tennur við hrygningu og gætir eggja sinni sem hamlar fæðuöflun.

This report is a broad literature review about catch volumes, reproduction, yield and chemical content of Atlantic wolffish caught in   Icelandic waters.    The Icelandic Marine Institute has investigated the distribution, growth, maturity and fecundity of the fish and the Icelandic Statistics collects and produces statistics on fish catch, manufactured products and exports.    Information about the variability in yield and chemical content of wolffish are limited and knowledge about the stability and degradation process of wolffish products is limited.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks í lausfrystingu / Effects of freezing on muscle properties of wild and farmed cod fillets

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, María Guðjónsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kristján Jóakimsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks í lausfrystingu / Effects of freezing on muscle properties of wild and farmed cod fillets

Samanburður var gerður á áhrifum lausfrystingar á mismunandi þorskflök. Hráefnið var aleldis pre rigor þorskur og villtur pre og post rigor þorskur. Einnig var kannað hvernig flök sem sprautuð voru með saltpækli kæmu út úr lausfrystingunni. Niðurstöðurnar sýndu fram á að með lausfrystingu var ekki verið að rýra gæði þessara afurða að neinu ráði. Þær komu vel út í gæðamati, los jókst ekki í sýnum og litlar sem engar breytingar urðu á efnainnihaldi þessara sýna. Afurðirnar komu allar vel út úr frystingunni, hvort sem um er að ræða eldisfisk eða villtan fisk og hvaða meðferð hann fékk í sláturferlinu.

Rannsóknin var hluti af verkefninu „Vinnslu – og gæðastýring á eldisþorski, nánar tiltekið samantekt fyrir verkþátt 6.

In this project phase the aim was to look at effect of freezing on cod fillets from wild and farmed cod in different rigor stages. The goal was also to evaluate effects of brine injecting on the quality of the product after freezing and thawing. The results indicated that the freezing process did not affect the quality of those products. The quality assessment and chemical measurements did not indicate negative changes during freezing and thawing. All the samples got good results, both farmed and wild cod samples and the brine injection did not affect the quality of frozen products.

Skýrsla lokuð til desember 2011 / Report closed until December 2011

Skoða skýrslu
IS