Skýrslur

Samanburður á pökkun ferskra fiskafurða í kassa og ker til útflutnings með skipum / Packing of fresh fish products in boxes and tubs intended for sea transport

Útgefið:

01/07/2016

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Ásgeir Jónsson, Gunnar Þórðarson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Þorsteinn Ingi Víglundsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 034‐14)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Samanburður á pökkun ferskra fiskafurða í kassa og ker til útflutnings með skipum / Packing of fresh fish products in boxes and tubs intended for sea transport

Markmið rannsóknarinnar var að finna bestu og hagkvæmustu aðferð við pökkun ferskra fiskafurða fyrir sjóflutning með það í huga að hámarka geymsluþol vöru, sem er einn lykilþáttur í markaðssetningu á ferskum fiskafurðum.   Gerðar voru tilraunir með flutning á ferskum fiskafurðum í kerum með ískrapa og borið saman við flutning í frauðplastkössum með tilliti til hitastýringar, afurðagæða og flutningskostnaðar. Bornir voru saman mismunandi afurðahópar sem var pakkað í mismunandi umbúðir og geymdir við mismunandi geymsluhita. Tilgangur þessara tilrauna var að herma eftir umhverfisaðstæðum við flutning á ferskum fiskafurðum, með það fyrir augum að meta áhrif forkælingar fyrir pökkun og pökkunaraðferða á geymsluþol afurðanna. Niðurstöður gefa skýrt til kynna að kæling afurða fyrir pökkun sem og lágt og stöðugt geymsluhitastig eru með þeim mikilvægustu þáttum sem auka geymsluþol ferskra fiskafurða. Mismunandi pökkunarlausnir höfðu einnig áhrif á geymsluþol ferskra fiskafurða, þó voru áhrifin ekki jafn afgerandi og áhrif hitastigs.   Niðurstöðurnar gefa til kynna auknar líkur á lengra geymsluþoli ef ferskum fiskafurðum er pakkað í ker með undirkældum krapa samanborið við hefðbundna pökkun í frauðplastkassa með ís. Til að áætla nauðsynlegt magn ískrapa til að viðhalda ásættanlegu hitastigi var þróað varmaflutningslíkan. Hagræn greining á mismunandi pökkun og flutningi var framkvæmd í verkefninu og sýnir sú vinna umtalsverðan sparnað með notkun kera við flutning á ferskfiskafurðum í samanburði við frauðplastkassa. Ker geta leyst frauðplastkassa af hólmi að töluverðu leyti og verið hagkvæmur kostur fyrir sum fyrirtæki. Hagræna greiningin sýndi fram á að stærri aðilar gætu notfært sér þessa aðferð, þar sem þeir geta fyllt heila gáma til útflutnings. En aðferðin nýtist minni vinnslum ekki síður, sem ekki hafa burði til að fara í miklar fjárfestingar í búnaði til að tryggja fullnægjandi kælingu fyrir pökkun á afurðum til útflutnings á fersku hráefni. Niðurstöðurnar eru gott innlegg í umræður um ferskar fiskafurðir á erlendum mörkuðum.

The goal of the study was to find the best and most efficient method of packaging fresh fish for sea transport with the aim to maximize the storage life of the product, which is a key element in the marketing of fresh fish. Experiments were made with the transport of fresh fish in tubs with slurry ice and compared with transport in expanded polystyrene boxes with regard to temperature control, product quality and shipping cost.   Different product groups were compared, using different temperature conditions and packing methods to find the best outcome for fresh fish quality and storage life. Experimental results clearly indicate that the pre‐cooling for packaging and low and stable storage temperature play a major factor to maximize storage life of fresh fish products. Different packaging solutions are also a factor, though the effect was not as dramatic as the effects of temperature. The results indicate an increased likelihood of prolonged shelf life if fresh fish is packed in a tub with a slurry ice compared to traditional packaging in expanded polystyrene boxes with ice. In order to estimate the necessary amount of slurry ice to maintain acceptable temperature, a thermal model was developed. Economic analysis of different packaging and transport was also carried out and the results showed substantial savings with the use of tubs for the transport of fresh fish products in comparison with the styrofoam boxes.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Improved reefer container for fresh fish / Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk – LOKASKÝRSLA

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Sæmundur Elíasson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, AVS‐Ref.No.: R11 093‐11

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Improved reefer container for fresh fish / Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk – LOKASKÝRSLA

Meginmarkmið verkefnisins Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk var að endurbæta kæligáma og verklag við flutninga á ferskum sjávarafurðum með endurhönnun og prófunum. Markmiðið er að hönnunarúrbætur skili kæligámum sem ná jafnara hitastigi gegnum flutningaferlið. Leitast skyldi við að ná viðunandi endurbótum á kæligámum sem í dag er notast við með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Eimskip Ísland og Samherji. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að þörf er á endurbótum í sjóflutningskeðjum og sýnt var fram á að hægt er að ná fram úrbótum með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Hitastýringu við sjóflutninga má bæta með því að velja markhitastig og kæligáma sem hæfa best til flutninga ferskra fiskafurða. Kortlagning á hitadreifingu kæligáma sýndi fram á breytileika bæði í flutningsferlinu og með tilliti til staðsetningar innan gámsins en hönnunarúrbætur sem miðuðu að því að þvinga loftflæði innan gámsins skiluðu jafnari hitadreifingu. Einnig var sýnt fram á mikilvægi verklags við hleðslu kæligáma og meðhöndlun þeirra frá framleiðanda til kaupanda.

The purpose of the project Improved reefer container for fresh fish is to use simple redesign and experimental testing to improve temperature control in reefer containers and work procedures of fresh fish products during transport. The design improvements are aimed at producing a reefer with more stable temperature through sea freight and transport. The aim is to get satisfactory improvements with simple and cost effective procedures. Improved temperature control in fish chill chains leads to increased product quality, stability and safety and thereby increased product value. The project was done in collaboration with Matís, University of Iceland, Eimskip Ísland and Samherji. This report describes the main results and products of the project. The results of the project showed that there is room for improvement in sea transport cold chains and with design improvements experiments it was demonstrated that they can be improved with simple and cost effective procedures. The results showed that the temperature control during sea freight may also be improved by selecting the reefer types most suitable for fresh fish transport and selecting different set point temperatures during summer and winter. The mappings of temperature distribution inside the reefers showed spatiotemporal variability and design improvements achieved a more uniform distribution by means of forced air circulation. Field tests demonstrated the importance of correct operating procedures during loading of reefers and their handling from processor to end location.

Skoða skýrslu
IS