Skýrslur

Branding Sea Urchin for the NPA (Northern Periphery and Arctic) Regions

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Holly T. Kristinsson, Guðmundur Stefánsson

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Fagsviðsstjóri

gudmundur.stefansson@matis.is

Branding Sea Urchin for the NPA (Northern Periphery and Arctic) Regions

Skýrsla þessi er hluti af URCHIN verkefninu sem var styrkt af NPA sjóðnum. Í skýrslunni er hugmyndafræði vörumerkja (brands) lýst og kynntar hugmyndir til að vera með eitt sameiginlegt vörumerki fyrir ígulker frá NPA (Northern Periphery and Arctic) löndunum. Í skýrslunni eru tekin dæmi af góðri reynslu annarra af notkun vörumerkja á dýrar sjávarafurðir m.a. á ígulkerum. Notkun vörumerkis getur verið góð leið til að markaðsetja ígulker bæði á nærmörkuðum (t.d. innanlands) og á alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtæki sem kemur sér upp vörumerki sem öðlast hylli hjá kaupendum og neytendum getur skapað sér sérstöðu og eftirspurn eftir merktum afurðum. Til að vörumerki nái hylli þarf rannsóknir á væntanlegum viðskiptavinum til að skilja þeirra þarfir og hvers vegna þeir vilja ígulker og hvers þeir vænta af afurðunum og söluaðilanum t.d. hvað varðar þjónustu. Án vörumerkis, er erfitt að aðskilja vöruna og fyrirtækið frá samkeppnisaðilum og þeirra vörum. Í dag hafa kaupendur og dreifendur ígulkera ekki neina leið til að tengja aukin gæði við ígulker frá NPA svæðunum þar sem vörumerki vantar. Framleiðendur innan NPA svæðanna ættu að íhuga vörumerkjastefnu við markaðsetningu ígulkera; merki sem annað hvort væri byggt á ímynd fyrirtækisins eða vörunnar. Til þess að ná árangri í uppbyggingu vörumerkis þarf að huga að neytendarannsóknum, IP leyfum, markaðsmálum og arðsemi fjárfestingarinnar.

To supplement the NPA Report, Markets for Sea Urchins: A Review of Global Supply and Markets, this branding report sets out to explain the concept and elements of branding. Examples of successful branding of sea urchin and other high value seafood products are highlighted. Considerations and steps to building a brand are also discussed and can serve as a basis for brand strategy. Branding can be a way of promoting NPA sea urchin both locally and in international markets. It could be a solution to reducing the generic, anonymous sale and distribution of NPA sea urchins to Europe and other global markets. Establishing and maintaining a brand can create demand and differentiate a company and/ or its products from competitors. Currently, branding of sea urchin is untapped and thus, there is significant branding potential. A brand is the over-all customer experience. It is how consumers feel or perceive your company and what you should offer in terms of services or products. Understanding who the consumers are and who would buy sea urchin and why, will be key in building and launching a sea urchin brand. To establish a brand acknowledged and known by customers, there must be sufficient research and a clear understanding of the target audience. Without a brand, it is difficult to differentiate a product or company from a competitor. Today, distributors, food service companies, restaurants, and other customers do not have a significant way to attach added value to NPA sea urchin. A unified vision and branding platform are needed to add value to the sea urchin. A key starting point for the NPA partners will be to consider a corporate and/ or product branding strategy. Consumer research, a brand strategy, IP investigation, social and media marketing, and assessing return of investment (ROI) are fundamental to building a successful brand. With these building blocks and aspects in mind, the NPA can decide whether branding is a right fit and a sensible approach to creating increased value for the NPA regions, sea urchin fisheries, and small to medium enterprises (SMEs).

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markets for Sea Urchins: A Review of Global Supply and Markets / Ígulkerjamarkaðir: Yfirlit yfir heimsframboð og markaði

Útgefið:

31/10/2017

Höfundar:

Guðmundur Stefánsson (Matís) Holly Kristinsson (Matís), Nikoline Ziemer (Royal Greenland), Colin Hannon (GMIT) and Philip James (NOFIMA)

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme 2014-2020

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Fagsviðsstjóri

gudmundur.stefansson@matis.is

Markets for Sea Urchins: A Review of Global Supply and Markets / Ígulkerjamarkaðir: Yfirlit yfir heimsframboð og markaði

Framboð af ígulkerum á heimsvísu hefur minnkað síðastliðin ár vegna minnkandi veiði, eða frá um 120 þúsund tonnum árið 1995 til núverandi meðalársafla sem er um 75 þúsund tonn. Afli hjá helstu veiðiþjóðum s.s. Japan, Chile, Bandaríkjunum og að hluta Kanada hefur minnkað. Rússland og Perú eru að veiða meira en þau gerðu árið 1995 en engin nýr stór aðili hefur komið inn á markaðinn. Markaðurinn fyrir ígulker er mjög hefðbundinn þar sem Japan neytir um 80-90% af heildarheimsaflanum. Hjá sumum löndum sem veiða ígulker einkum í Chile, Nýja Sjálandi og á Filipseyjum er hefð innanlands fyrir neyslu. Í Evrópu, er notkun ígulkera einnig hefðbundin einkum í Miðjarðarhafslöndunum Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Vegna vaxandi fólksflutninga m.a. innan Evrópu, eru víða hópar fólks sem þekkja ígulker og því geta í ýmsum löndum verið litlir staðbundir markaðir en þess utan þykja ígulker bæði óvenjuleg og spennandi. Líklega er þörf á Japansmarkaði fyrir góð ígulker á réttu verði, sérstaklega í ljósi þess að það er minna framboð inn á markaðinn. Það geta því verið möguleikar fyrir innkomu nýrra aðila á markaðinn t.d. frá NPA svæðinu (Northern Periphery and Arctic areas) að því gefnu að þeir finni hagkvæma flutningsleið til Japans og nái að tryggja stöðugt framboð ígulkera af réttum gæðum. Þó verður að hafa það í huga að skilaverð mun ekki verða eins hátt og á Evrópumarkaði (Frakklandi), þar sem flutningskostnaður til Japan er hár, lægri verð fást fyrir innfluttar vörur í samanburði við innlendar og gera þarf ráð fyrir vinnslukostnaði ígulkera fyrir sölu. Fyrir lönd eins og Ísland, Grænland, Írland og Noreg þá er augljósasti kosturinn að horfa til Frakklandsmarkaðar. Veiðar Frakka eru litlar nú miðað við landanir á tímabilinu 1970-1980 og framboð á ígulkerum frá öðrum löndum t.d. Spáni er lítið. Ísland hefur á undanförnum árum flutt út með góðum árangri ígulker á Frakkland og er nú stærsti birginn á markaðnum. Markaðurinn í Frakklandi er hins vegar lítil eða áætlaður um 350-450 tonn af ígulkerum á ársgrundvelli. Það getur verið þörf fyrir meira magn af ígulkerum á markaðinn á réttu verði þar sem markaðurinn var stærri á árum áður eða um 1.000 tonn. Ítalía getur einnig verið valkostur en fara þarf varlega þar sem stór hluti af ígulkerum á markaðnum á Ítalíu er frá ólöglegum eða óheimiluðum veiðum. Það geta einnig verið möguleikar á sölu ígulkera inn á staðbundna hágæða veitingahúsa markaðinn í Evrópu t.d. í Skandinavíu, Þýskalandi og Englandi. Þótt markaðurinn borgi vel þá er hann á sama skapi erfiður þegar kemur að stöðugri eftirspurn meðan ígulkerin eru af réttum gæðum á vertíð.

Worldwide the supply of sea urchins has diminished in the last few years, from the peak landings of about 120 thousand tonnes in 1995 to the current levels of about 75 thousand tonnes. The traditional harvesters such as Japan, Chile, US and to a lesser level, Canada, have all experienced reduced catches. Russia and Peru are supplying larger quantities to the global market than they did in 1995, but no new major entrants have emerged in the last few years. The market for sea urchins is very traditional with Japan consuming about 80- 90% of the total current global supply. There is a domestic market in many sea urchins harvesting countries, especially in Chile, New Zealand and the Philippines. In Europe, the market is also traditional and is mainly in the Mediterranean countries, Italy, France and Spain. Sea urchins seem to be novel and trendy and due to growing ethnic populations, small niche markets may exist in various countries, including those in Europe. There is likely an unmet demand on the Japanese market for good quality sea urchin products at the appropriate price, particularly with less current supply to the market. This may indicate options for a new entrant e.g. from the Northern Periphery and Arctic areas, if a logistic route from harvest to market can be economically established and high consistent quality product supplied. However, the value of this product will never be as high as in the European (French) market. This is due to the logistics of getting the product to Japan, the lower value placed on any imported product in this market and the need to add processing costs to product prior to selling in the market. For the NPA countries Iceland, Greenland, Ireland and Norway, supplying to markets such as France is the obvious choice; the production in France is low compared to the relatively high landings in the 1970s and 1980s and supply from other countries e.g. Spain appears small. Iceland has in the past years successfully exported green sea urchins to the French market and is currently the main supplier to the market. The overall French market appears however to be small, or estimated as 350-450 tonnes of whole sea urchins based on harvest and import figures. There may be an unmet demand on the market, assuming an appropriate selling price, as there are indications that the supply to the market has been about 1,000 tonnes in the recent past. There may be options to supply to Italy as well but care must be taken in export as a large part of the current supply in Italy may be from unlegal or unlicencesed fisheries. There may also be options to supply the apparent emerging high end restaurant niche market in various European countries such as in Scandinavia, Germany and England. Although this market may be lucrative, it is at the same time quite unpredictable when it comes to regular supply during harvest.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The keeping quality of chilled sea urchin roe and whole urchins

Útgefið:

20/09/2017

Höfundar:

Guðmundur Stefánsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme 2014-2020

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Fagsviðsstjóri

gudmundur.stefansson@matis.is

The keeping quality of chilled sea urchin roe and whole urchins

Ígulker (Strongylocentrotus droebachiensis) eru algeng við strendur Íslands og eru veidd í litlu magni og flutt út einkum sem heil ker. Aflinn árið 2015 var 280 tonn. Markaðir eru til staðar í Evrópu og Asíu fyrir ígulkerahrogn fersk, frosin eða unnin á annan hátt. Í þessari rannsókn var lagt mat á geymsluþol ferskra og gerilsneyddra hrogna sem geymd voru við 0-2°C. Áhrif frystingar, bæði hægfrystingar (blástursfrysting við -24°C) og hraðfrystingar (frysting í köfnunarefni) voru könnuð sem og meðhöndlun með dextríni og alúmi. Einnig var lagt mat á það hversu lengi ker héldust lifandi sem geymd voru við 3-4°C. Ígulkerin voru veidd í Breiðafirði með plóg og þeim landað hjá Þórishólma í Stykkishólmi þar sem þau voru unnin. Hluti af ígulkerunum var opnaður, hrognin fjarlægð, hreinsuð og notuð í tilraunirnar. Heilum ígulkerum var pakkað í plastkassa á sambærilegan máta og við útflutning. Ferskleikaeinkenni ferskra ígulkerahrogna eru sjávarlykt og bragð, eggjarauðulykt og bragð og sætubragð. Bragð gerilsneyddra hrogna var svipað bragði ferskra hrogn en mildara. Almennt má segja að með tíma dofnaði sætu, sjávarog eggjarauðubragðið en málmkennd, þara og efnabragðeinkenni jukust. Geymsluþol ferskra ígulkerahrogna er takmarkað af áferðarbreytingum – hrogn leysast upp og verða ólystileg – og má gera ráð fyrir um eins til fjögurra daga geymsluþoli við 0-2°C. Gerilsneydd hrogn héldu ferksleikaeinkennum sínum í a.m.k. 14 daga og höfðu 22 daga geymsluþol eða meira við 0-2°C án þess að fram kæmu breytingar á áferð. Frysting ferskra ígulkerahrogna leiddi til þess að þau urðu grautarleg við þýðingu og ekki virtist vera munur á milli hægfrystingar eða hraðfrystingar. Eftir þriggja mánaða geymslu við -24°C var komið sterkt óbragð í þídd hrogn sem gerðu þau óhæf til neyslu. Frysting gerilsneyddra hrogna hafði lítil sem engin áhrif á áferð eða bragð þeirra; hins vegar eftir sex mánaða frystigeymslu fannst vottur af óbragði. Meðhöndlun með alúmi leiddi til sterks óbragðs sem gerði hrognin óhæf til neyslu. Rotvarnarefnin sorbat og bensóat leiddu til sterks bragðs í hrognunum og málmkennds eftirbragðs en meðhöndlun með dextríni virtust ekki have mikil áhrif á skynmatseiginileika. Öll heil ígulker voru lifandi eftir 5 daga frá veiði en á degi 9 var eitt ker af 18 dautt en engin skemmdarlykt fannst. Það má ætla að heil ígulker haldist lifandi við 3-4°C á milli fimm til níu daga frá veiði.

The green sea urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) is commonly found in Iceland and is currently fished and exported mainly as whole urchins. The catch in 2015 was 280 tons. There are markets both in Europe and Asia for urchin roe, fresh, frozen or processed. In this study the shelf-life of fresh and pasteurised sea urchin roe, stored at 0-2°C was evaluated. The effect of freezing (blast freezing and freezing in liquid nitrogen), treatment with dextrin and alum was evaluated on both fresh and pasteurised roe. Further, the keeping quality of whole (live) sea urchins at 3-4°C was evaluated. The sea urchins were caught in the Breidafjordur area using a modified dredge, landed at Thorisholmi in Stykkishólmur, cleaned and the whole live sea urchin were packed in the same manner as that for export. Part of the sea urchins was opened up and the roe removed, cleaned and used for the experimental trial. The freshness characteristics of fresh sea urchin roe were found to be sea odour & flavour, egg yolk odour & flavour and sweet flavour. The flavour was similar but milder in pasteurised roe. In general, with time the sweet, egg yolk and sea flavours seemed to decrease but metallic, seaweed and chemical flavours increased. The shelf-life of fresh roe is limited by changes in texture – the roe liquefies – as indicated by sensory evaluation and can be expected to be between one and four days at 0-2°C. Pasteurised roe had a freshness period of at least 14 days and a shelf life of 22 days or more at 0-2°C, with no detectable changes in appearance or texture during that time. Freezing of fresh roe resulted in a porridge like texture at thawing and no difference was seen between freezing methods, blast freezing and liquid nitrogen freezing. After three months storage at -24°C frozen roe had developed a strong off-flavour and were considered unfit for consumption by the panellists. Freezing of pasteurised roe did not change the texture or flavour of the roe; however, after 6 months freezer storage, the roe had a trace of an off-flavour. Treatment with alum gave all samples a strong off-flavour which made them unfit for consumption. Preservatives (a mix of sorbate and benzoate) gave a strong flavour and a metallic aftertaste but treatments with dextrin did not have a considerable effect on sensory characteristics. All whole sea urchins were alive after 5 days from catch, but on day 9 from catch, one urchin out of 18 had an open mouth but no spoilage odour was detected. It is estimated that the shelf life of live sea urchins is between five and nine days from catch at 3-4°C.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Útgefið:

01/06/2013

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Sæmundur Elíasson, Stefán Freyr Björnsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Irek Klonowski, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vesturlands

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Tilraunir við vinnslu ígulkerahrogna

Í þessu verkefni voru framkvæmdar þrjár tilraunir með mismunandi markmið. Markmið fyrstu tilraunarinnar var að kanna gæði ígulkerahrogna og prófa snöggfrystingu hrogna með útflutning í huga. Í annarri tilrauninni voru notaðar greinóttar dextrin sykrur (cluster dextrin, Glico) og alginate til þess að styrkja ytra byrði hrognanna, tilgangurinn var að finna efni sem gæti komið í stað alums til að hrognin héldu sér betur frá vinnslu til kaupanda. Í þriðju tilrauninni var markmiðið að kanna hvort hægt væri að vinna ígulkerahrogn með hitameðhöndlun sem magnvöru og jafnframt hvort hægt væri aðskilja vinnsluna í tíma, þ.e. hvort opna mætti kerin og pakka hrognunum í stærri einingar svo hægt væri að meðhöndla þau annars staðar en þar sem kerin væru opnuð.

In this project three experiments were undertaken. The goal in the first one was to explore the quality of gonads (sea urchin roes) and try to instant-freeze it for export. In the second experiment clusterdextrin and alginate was used to make the surface of the roes stronger. The purpose of that experiment was to find a substitude for alum for the gonads to keep their shape during the time from prosessing to buyer. In the third experiment the goal was to explore if it was possible to process gonads with heating in a large quantity and if it was possible to separate the stages of processing so tha the gonads could be collected and packed in one location, then further processed in another.

Skýrsla lokuð til 01.07.2016

Skoða skýrslu
IS