Skýrslur

Gæðaprótein úr fiski / Pure muscle proteins from fish

Útgefið:

01/06/2009

Höfundar:

Ragnar Jóhannsson, Sjöfn Sigurgísladóttir, Guðjón Þorkelsson, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Gæðaprótein úr fiski / Pure muscle proteins from fish

Miklar rannsóknir voru framkvæmdar á eðliseiginleikum vöðvapróteina úr fiski, einkum þorski. Verkefnið Hrein vöðvaprótein úr fiski reyndist önnur megin stoð undir starfsemi Iceprotein ehf. á mótunarárum fyrirtækisins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum í framleiðsluferli hreinsaðra vöðvapróteina úr afskurði og kolmunna til nota í flök og tilbúnar afurðir og þeirrar þróunar sem átti sér stað hjá Iceprotein ehf. við uppskölun. Nærri lætur að fyrirtækið Iceprotein sé afsprengi þeirrar vinnu sem lögð var í verkefnið. Framleiddar voru fiskibollur sem síðar voru étnar og metnar og komu að ýmsu leiti vel út, fiskibollur með einangruðum próteinum auk fiskhakks rýrnuðu minna við eldun en fiskibollur sem ekki innihéldu einangruð prótein.

Great effort was used in viscoelastic measurements of cod muscle proteins. The project Pure muscle protein from fish proved to be one of the main pillars in the operations of Iceprotein ehf. in the offset of the company. In this report main results of the scale-up process at Iceprotein are followed through. The company Iceprotein basically spun off from the work done in this project. Fish balls from fish mince and fish protein isolates were prepared cooked, consumed and analyzed, fish balls containing FPI showed less weight loss in cooking than fish balls that did not contain FPI.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kolmunni sem markfæði

Útgefið:

01/03/2008

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Rannís

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Kolmunni sem markfæði

Markmið verkefnisins var að svara rannsóknaspurningunni: Hvaða lífvirkni er hægt að fá fram hjá peptíðum unnum úr kolmunna með ensímum? Lífvirkni er forsenda þess að unnt sé að nota kolmunna sem markfæði. Sem hráefni voru notuð einangruð kolmunnaprótein. Rannsóknin sýndi að niðurbrotin kolmunnaprótein hafa lífvirkni. Hins vegar reyndust skynmatseiginleikar afurða ekki nægjanlega góðir og heimtur lágar. Var það sérstaklega sökum þess hversu erfiðlega gekk að afla fersks kolmunna sem hráefnis. Í seinni skrefum verkefnisins var því ákveðið að nota þorsk. Markmiðið var að kanna sérstaklega hvort einangruð þorskprótein höfðu aðra eiginleika en hakk m.t.t. skynmats og blóðþrýstingslækkandi eiginleika afurða. Niðurstaðan var að ekki fannst munur á þessum eiginleikum í rannsókninni. Í verkefninu var kannað samspil vatnsrofs með ensímum og vinnslueiginleikar og lífvirkni. Samspil vatnsrofs kolmunnapróteina einangruð með nýrri aðferð og lífvirkni þeirra hefur ekki verið framkvæmd áður og var þar um alþjóðlegt nýnæmi að ræða. Í verkefninu var aflað mikillar þekkingar á sviði ensímniðurbrots og lífvirknieiginleika próteinafurða.

The aim of the project was to answer the question: What kind of bioactive properties do peptides produced by enzyme hydrolysis of blue whiting have? Some sort of bioactivity is needed if they are to be used in functional food. The substrate for the hydrolysis was isolated blue whiting proteins. Well-known, commercially available enzymes were used to hydrolyse the proteins to different degrees of hydrolysis (%DH). The blue whiting hydrolysates showed bioactive properties, but their sensory characteristics were not good. Furthermore, the yield of the process was low. The reason for this was a shortage of fresh raw material. Thus, in the next steps cod was therefore used. The main aim was to study whether different sensory and bioactive characters were achieved when isolated proteins were used compared to mince. The results of the project indicate that there is no difference. In the project the connection between enzyme hydrolysis and functional and bioactive properties was examined. Main emphasis was on the effect of using isolated proteins as raw material for enzyme hydrolysis. In the project important knowledge in the field of enzyme hydrolysis and bioactivity was gained that will facilitate future research.

Skoða skýrslu
IS