Skýrslur

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Útgefið:

20/12/2017

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Ólafur Reykdal, Guðjón Þorkelsson, Björn Viðar Aðalbjörnsson

Styrkt af:

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýsköpun smáframleiðendur – Nordbio

Markmið með verkefninu var að fylgja eftir og styðja frekar við smáframleiðendur í kjölfar nýsköpunarverkefna sem unnin voru undir NordBio, formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014-2016. Meginmarkmið nýsköpunarverkefnanna í þágu smáframleiðenda var að hafa bein efnahagsleg áhrif í gegnum nýsköpun og verðmætasköpun í norræna lífhagkerfinu og styrkja þannig svæðisbundinn hagvöxt. Unnið var við 17 nýsköpunarverkefni. Reynslan af verkefnunum er að þekking og þjálfun er nauðsynleg til að hugmyndir raungerist og til að gera framleiðendum kleyft að fullnægja öllum kröfum um matvælaöryggi. Nordbio nýsköpunarverkefnin hafa sýnt að notkun „nýsköpunarinneignar” getur verið áhrifarík leið til að hvetja til nýsköpunar, yfirfærslu þekkingar og tækni til að auka virði lífauðlinda. Sýnt þykir full þörf sé á að bjóða styrkveitingu af þessu tagi fyrir smáframleiðendur og frumkvöðla til að hvata nýsköpun og leysa krafta hugmyndaflugs úr læðingi. Mikill akkur yrði af því að koma á fót sjóði sem stuðlað geti að nýsköpun í anda Nordbio verkefnanna.

The aim of the project was to follow up on and support further small-scale producers that participated in innovation projects as a part of the Nordbio programme, the Icelandic chairmanship programme in the Nordic council of ministers 2014-2016. The overall objective of the innovation projects was to have direct economic impact through innovation and value creation in the Nordic bioeconomy and thereby strengthen regional and economic growth. 17 innovation projects where carried brought forward. The projects have displayed that knowledge and training is essential for ideas to be realized and to enable manufacturers to meet all food safety requirements. The Nordbio innovation projects have manifested that using „innovative voucher“ can be an effective way of encouraging innovation, knowledge transfer and technology to increase the value of biofuels. There is apparently need to offer small producers and entrepreneurs funding of this kind. Establishment of fund under the same format as Nordbio functioned with innovation vouchers can enable increased value creation trhough innovation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu

Útgefið:

01/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Lilja Magnúsdóttir, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Birgit Johannessen, Elísabet Kemp Stefánsdóttir, Birgitte Jacobsen, Unn Laksá, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Svein Ø. Solberg, Rólvur Djurhuus, Sofie Erbs-Maibing, Bryndís Björnsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Kjartan Hoydal, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Guðmundur Bjarki Ingvarsson, Amalie Jessen, Hörður G. Kristinsson, Daði Már Kristófersson, Nette Levermann, Nuka Møller Lund, Josephine Nymand, Ólafur Reykdal, Janus Vang, Helge Paulsen, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

The Nordic Council of Ministers Arctic Co-operation Programme, NKJ (Nordic Joint Committee for Agricultural and Food Research), AG-Fisk (Working Group for Fisheries Co-operation), SNS (Nordic Forest Research), NordGen (the Nordic Genetic Resource Centre) and Matis.

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu

Skýrslan gefur yfirlit yfir lífauðlindir á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, nýtingu þeirra og framtíðartækifæri sem byggja á grænum vexti. Skýrslan er góður grunnur fyrir markvissa stefnumótun og áherslur í nýsköpun fyrir framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Á grunni verkefnisins hefur verið mótuð framkvæmdaráætlun með fjórum megináherslum; 1. Stofun Vest-Norræns lífhagkerfispanels, 2. Stofnun þverfaglegrar Vest-Norrænnar miðstöðvar vísinda og fræða (Centre of Excellence), 3. Arctic Bioeconomy II – verkefni með áherslu á greiningu tækifæra á sviði líftækni og 4. Sérstök áætlun með áherslu á “Bláa lífhagkerfið”.

This final report provides an overview of bioresources in the West Nordic region focusing on Iceland, the Faroe Islands and Greenland, their utilisation and future opportunities based on green growth. The report provides good basis for strategic identification of beneficial projects in the region. Based on the results, a specific action plan has been formed consisting of four main actions; 1. Create a West Nordic Bioeconomy panel, 2. Establish an interdisciplinary Centre of Excellence (CoE) for the West Nordic region, 3. Arctic bioeconomy II – Project focusing on opportunities in biotechnology and 4. Program focusing on “The Blue Bioeconomy”.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countrie Executive Summary & Action Plan, Discussions and Conclusions, Overview of Opportunities Identified in the Report / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu – Samantekt, aðgerðaráætlun, umræður og ályktanir, og yfirlit yfir tækifæri

Útgefið:

01/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Lilja Magnúsdóttir, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Birgit Johannessen, Elísabet Kemp Stefánsdóttir, Birgitte Jacobsen, Unn Laksá, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Svein Ø. Solberg, Rólvur Djurhuus, Sofie Erbs-Maibing, Bryndís Björnsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Kjartan Hoydal, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Guðmundur Bjarki Ingvarsson, Amalie Jessen, Hörður G. Kristinsson, Daði Már Kristófersson, Nette Levermann, Nuka Møller Lund, Josephine Nymand, Ólafur Reykdal, Janus Vang, Helge Paulsen, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

The Nordic Council of Ministers Arctic Co-operation Programme, NKJ (Nordic Joint Committee for Agricultural and Food Research), AG-Fisk (Working Group for Fisheries Co-operation), SNS (Nordic Forest Research), NordGen (the Nordic Genetic Resource Centre) and Matis.

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu

Skýrslan dregur saman samantektarkafla, aðgerðaráætlun, umræður og ályktanir, og yfirlit yfir tækifæri úr lokaskýrslu verkefnisins Arctic Bioeconomy.

The report containes the executive summary, action Plan, discussions and conclusions and overview of opportunities identified in the final report of the project Arctic Bioeconomy.

Skoða skýrslu
IS