Skýrslur

Möguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis / The potential for production of natural zooplankton for first feeding of marine larvae

Útgefið:

01/10/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður Sjávarútvegsins / Project fund of the Ministry of Fisheries

Möguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis / The potential for production of natural zooplankton for first feeding of marine larvae

Heildarmarkmið verkefnisins er að gera úttekt á möguleikum framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis á Íslandi. Gæði og framboð lirfa er eitt helsta vandamálið í fiskeldi í dag. Lirfur flestra sjávarfiska þurfa lifandi bráð þegar forðanæring kviðpokans er uppurin og er þá framboð lifandi fóðurdýra nauðsynlegt þar til lirfur fara að taka til sín þurrfóður. Innlendar eldisstöðvar hafa fyrst og fremst notað hjóldýr og artemíu sem kaupa þarf erlendis frá og rækta í stöðvunum. Nokkuð skortir á rétta samsetningu næringarefna í þessum fóðurdýrum í samanburði við dýrasvif sem er náttúruleg fæða lirfa sjávarfiska og sýna rannsóknir að notkun dýrasvifs gefur aukna afkomu og bættan vöxt lirfa. Framboð náttúrulegs dýrasvifs er árstíðabundið en ræktun ýmissa tegunda hefur verið reynd á nokkrum stöðum í heiminum með góðum árangri. Benda niðurstöður rannsókna til þess að mögulegt sé að rækta ýmsar tegundir krabbaflóa í nægilega miklu magni til framleiðslu fyrir seiðaeldisstöðvar. Margar tegundir svifdýra er að finna í lífríki sjávar við landið sem hentað gætu til eldis sjávarfiska og má þar sem dæmi nefna rauðátu, A. longiremis og Oithona spp. Fyrirhugað er að sækja um rannsóknastyrk til sjóðsins um uppsetningu á aðstöðu og tilraunir með ræktun valinna tegunda(r) dýrasvifs.

The main goal of this project was to evaluate the potential for production of natural zooplankton for production of marine fish larvae in Iceland. Satisfactory quality and survival of larvae are one of the main problems in marine aquaculture. Marine larvae are fed live zooplankton during the first feeding stages, when the content of the yolk sac is spent. Icelandic producers of marine fish larvae mainly use imported rotifers and Artemia as live feed. Copepods are the main food source of marine fish larvae in their natural environment and previous research indicate that the nutritional value of rotifers and Artemia is not adequate for successful development of the larvae. Successful growth and survival of larvae have been achieved using natural zooplankton. However, seasonal growth of natural zooplankton species prevents their use in commercial production of fish larvae. Copepods have been successfully cultured and there are indications that copepods can be cultured as feed in the production of marine fish larvae on a commercial scale. Various zooplankton species are found in the Icelandic marine ecosystem and that may be ideal candidates for culturing e.g. Calanus finmarchicus, A. longiremis and Oithona spp. As a next step, we will apply for funding of a larger project where the aim is to develop experimental facilities and carry out experimental cultures of selected species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Leit að bætibakteríum / Searching for putative probionts in the production system of halibut larvae

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Eyrún Gígja Káradóttir (MS nemi), María Pétursdóttir, Jennifer Coe, Heiðdís Smáradóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís (2006-2008) / Technology Development Fund of Rannís, the Icelandic Centre for Research (2006-2008)

Leit að bætibakteríum / Searching for putative probionts in the production system of halibut larvae

Heildarmarkmið verkefnisins er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun með notkun bætibaktería. Við samsetningu bætibaktería fyrir fisk hefur gjarnan verið horft til eldis hlýsjávartegunda og hafa þær bakteríutegundir sem notaðar hafa verið reynst ná illa fótfestu við þær umhverfisaðstæður sem um ræðir í eldi kaldsjávartegunda eins og t.d. lúðu. Í þessu verkefni er leitað að og borin kennsl á bakteríur sem eru ríkjandi í lúðulirfum úr eldiseiningum sem gengið hafa vel m.t.t. afkomu og gæða myndbreytingar lirfa. Gerðar voru rannsóknir á eiginleikum einangraðra bakteríustofna m.t.t. vaxtarhamlandi áhrifa á þekkta sýkingarvalda fyrir fisk svo og ríkjandi bakteríutegunda úr lúðulirfum í eldiseiningum þar sem afkoma og gæði lirfa reyndust undir meðallagi. Einangraðar voru ríkjandi bakteríur úr lirfum í öllum eldiseiningum Fiskey hf. á tveimur mismunandi tímabilum auk þess sem sýni voru tekin úr seiðum í útflutningsstærð. Niðurstöður rannsókna á vaxtarhamlandi áhrifum einangraðra stofna leiddu í ljós 18 bakteríustofna sem reyndust hindra vöxt þekktra sýkingarvalda og/eða bakteríustofna sem einangraðir höfðu verið úr eldisumhverfi lirfa. Niðurstöður raðgreininga leiddu í ljós góða samsvörun við 6 mismunandi bakteríutegundir. Í framhaldinu verður meðhöndlað með valinni blöndu bætibaktería á fyrstu stigum lúðueldis.

The overall aim of this project is to use probiotic bacteria to promote increased survival of halibut larvae during first feeding. Previous studies indicated that the microbial load of larvae and their environment represents a problem and the objective of this project was to search for possible candidates for probiotic bacteria to promote survival and growth of larvae use during the first and most sensitive phase of the production. Potential probiotic strains were selected on the basis of dominance in the gut of larvae from production units with successful growth, development and survival. The growth inhibiting activity was tested against known fish pathogens as well as bacteria dominating the intestinal community of larvae from production units with poor overall success. We isolated dominating bacteria in the gut of larvae from all production units of two different spawning groups at Fiskey Ltd. and also from export-size fingerlings. Growth inhibition studies revealed 18 bacterial isolates that inhibited growth of known fish pathogens and/or dominating bacterial isolates from the gut of larvae of an overall poor quality. 16S rRNA sequencing revealed a reasonable correlation to 6 bacterial species and presently. As a next step, halibut eggs and larvae will be treated with selected strains to test their potentiality as probionts during the first production stages of halibut aquaculture.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Notkun lífvirkra efna í lúðueldi

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, Jennifer Coe, Rut Hermannsdóttir (MS nemi), María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Líftækninet HA (2005-2007), Háskólasjóður KEA (2006)

Notkun lífvirkra efna í lúðueldi

Megin markmið verkefnisins var að stuðla að aukinni afkomu lúðulirfa í eldi og nota til þess umhverfisvænar aðferðir. Notuð voru lífvirk efni sem auðvelt var að nálgast, stuðluðu að auknu verðmæti sjávarfangs og hefðu jafnframt einhverja þá virkni sem óskað var eftir þ.e. bakteríudrepandi/-hamlandi, prebiotik eða ónæmisörvandi virkni. Gerðar voru tilraunir með ýmis efni í verkefninu þ.e. kítósan afleiður auk peptíða sem unnin voru úr kolmunna, þorski og ufsa. Áhrif meðhöndlunar með efnunum voru metin m.t.t. vaxtar og afkomu lirfa og fóðurdýra svo og m.t.t. samsetningar bakteríuflóru og örvunar ósérhæfðrar ónæmissvörunar í lirfum. Helstu niðurstöður benda til að hentugasta aðferðin til að koma efnum í lirfur er að nota fóðurdýr (Artemia) og var í verkefninu þróuð aðferð til að meðhöndla þau. Lífvirku efnin virtust ekki hafa bakteríuhamlandi áhrif í eldisumhverfi fóðurdýranna en stuðla að breyttri samsetningu bakteríuflórunnar. Lífvirk efni virtust fyrst og fremst nýtast sem bætiefni þar sem fóðurdýr voru bústin og spræk. Afkoma og gæði lirfa í eldiseiningum Fiskey hf. er mjög mismunandi og eru engin augljós tengsl á milli afkomu á kviðpokastigi og afkomu og gæða lirfa í lok startfóðrunar. Samsetning bakteríuflóru reyndist einnig mjög mismunandi í kviðpokalirfum og lirfum í startfóðrun. Framkvæmdar voru þrjár aðskildar tilraunir í seiðaeldisstöð Fiskeyjar þar sem lirfur í startfóðrun voru meðhöndlaðar með lífvirkum efnum. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að mikilvægt er að meðhöndla með réttum styrk efna og í hæfilega langan tíma þar sem of mikill styrkur getur haft neikvæð áhrif á vöxt og myndbreytingu lirfa. Meðhöndlun með kolmunnapeptíðum þótti gefa lofandi niðurstöður og hafa góð áhrif á myndbreytingu lirfa. Lífvirk efni virtust ekki hafa afgerandi áhrif á fjölda ræktanlegra baktería í meltingarvegi lirfa en meðhöndlun með kolmunna- og þorskpeptíðum gæti hugsanlega breytt samsetningu flórunnar. Rannsóknir á ósérhæfðri ónæmissvörun lúðulirfa leiddu í ljós tilvist C3 og Lysozyme frá lokum kviðpokastigs en framleiðsla á IgM hefst ekki fyrr en um 28 dögum eftir að startfóðrun hefst. Meira magn IgM mældist á fyrstu vikunum í lirfum sem meðhöndlaðar voru með ufsapeptíðum og gæti það bent til ónæmisörvandi áhrifa. Niðustöður verkefnisins í heild sinni benda til þess að þau lífvirku efni sem rannsökuð voru hafi ekki afgerandi áhrif á bakteríuflóru eldisins en meðhöndlun lirfa í startfóðrun með réttum styrk lífvirkra efna gæti haft góð áhrif á afkomu og vöxt lirfa og örvað ósérhæfða ónæmissvörun lirfa á þessu viðkvæma stigi eldisins þegar þær hafa enn ekki þróað sérhæft ónæmissvar.

The aim of this project was to promote increased survival of halibut larvae during first feeding by using bioactive products. The bioactive products were selected by the criterion that they were easily accessible and induced any of the desired effects i.e. inhibiting bacterial growth, prebiotic effects or immunostimulants. The products studied are chitosan and peptide hydrolysates from blue whiting, cod and saithe. The effects of treatment were evaluated with respect to growth and survival of larvae and the live feed (Artemia) as well as effects on bacterial numbers or the community structure of the intestinal microbiota of larvae and stimulation of the innate immune system of the larvae. The results indicate that treating live feed (Artemia) is a suitable method to carry the bioactive products to the larval intestines during first feeding and a new technique has been standardized for treatment of the live feed with the products. The bioactive products did not affect the total bacterial count in the Artemia but the composition of the bacterial community may be changed as a result of the treatment. The Artemia seems to use the bioactive products as a food supplement and was well suited to be used as live feed. A significant variation in overall success of larvae was observed without any obvious correlation between survival of larvae at the end of the yolk sac stage and at the end of first feeding. A different bacterial pattern was observed in the intestine at the yolk sac stage compared to first feeding larvae. Three separate experiments were carried out in the halibut production units at Fiskey Ltd. where larvae were treated with various bioactive products. The results emphasize the importance of treating larvae with the appropriate concentrations of the products, as elevated concentrations can negatively affect growth and metamorphosis of the larvae. Treatment with peptides from blue whiting resulted in relatively good survival of larvae with similar success of metamorphosis compared to control units. The bioactive products did not affect bacterial growth but there were indications that peptides from blue whiting and cod may affect the composition of the intestinal community of bacteria in the larvae. Results from studies of the immunological parameters indicate the presence of C3 and Lysozyme already from the end of the yolk sac stage and the initialization of IgM production after approximately 28 days in feeding. Production of IgM was stimulated in larvae treated with peptides from saithe, indicating immunostimulating effects of this product. The overall results indicate that the bioactive products studied did not affect the bacterial flora during the first production stages of halibut larvae. However, if used in the appropriate quantities and at the right time, the products may promote survival and growth and stimulate the innate immunity of larvae.

Skoða skýrslu
IS