Skýrslur

Veiðar, vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi

Útgefið:

06/12/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS-Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (V 11005-11)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Veiðar, vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi

Í þessari skýrslu er stiklað á stóru á framkvæmd og helstu niðurstöðum rannsóknarverkefnis sem fram fór á árunum 2012-2013. Ástæða þess að dregist hefur að gefa út lokaskýrslu verkefnisins er sú að árið 2013 varð eigandi verkefnisins, Sægarpur ehf. gjaldþrota. Verkefnið var því ekki fullklárað og hefur legið að mestu í dvala síðan 2013. En þar sem stærstum hluta verkefnisins hafði verið lokið áður en Sægarpur fór í þrot, þykir höfundum rétt og skylt að greina hér opinverlega frá hvað fram fór í verkefninu og hverjar helstu niðurstöður þess voru. Markmið verkefnisins var að þróa veiðar, vinnslu, geymslu og flutning á lifandi beitukóngi, auk þess að kanna markaði fyrir slíkar afurðir. Framkvæmdar voru tilraunir með mismunandi aflameðferð um borð í veiðiskipi og geymslu eða flutning, sem gaf vísbendingar um að með réttri meðhöndlun og frágangi væri hægt að halda beitukóngi á lífi í u.þ.b. viku. stefnt hafði verið að því að tryggja a.m.k. 10 daga lifun til að það teldist raunhæft að ætla sér að flytja út lifandi beitukóng. Niðurstöður tilraunanna sýndu hins vegar að þegar meira en vika var liðin frá veiði dró hratt úr lifun og kjötið var orðið óhæft til neyslu á tíunda degi. Mögulega væri hægt að þróa þessa ferla betur til að tryggja betri lifun, en miðað við þessar niðurstöður er geymsluþolið ekki nægjanlega langt til að þetta geti talist álitlegur kostur að sinni. Einnig voru gerðar tilraunir til að halda beitukóngi lifandi í hringrásarkerfi í fiskikeri. Markmiðið með þeim tilraunum var að kanna hvort hægt væri að geyma lifandi beitukóng á „lager“ fyrir vinnslu í landi. Útbúið var hringrásarkerfi með síubúnaði sem dugði til að hald lífi í beitukóngi í viku. Höfundar telja að mögulega væri hægt að lengja tímann með öflugri síubúnaði. Þessar niðurstöður verða að teljast jákvæðar og til þess fallnar að þær gætu verið teknar upp hjá fyrirtækjum sem standa að vinnslu á beitukóngi. Markaðir fyrir lifandi beitukóng voru einnig skoðaðir, en segja má að sú könnun hafi endanlega fært heim sanninn um að útflutningur á lifandi beitukóngi væri ekki raunhæfur kostur. Það sé einfaldlega betri kostur að vinna beitukónginn hér heima. Breytist markaðsaðstæður hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að bæta ferla svo að slíkur útflutningur verði mögulegur.

This report contains an overview of the progress and main results in a research project that ran in 2012-2013. The reason for the delay in publication of this final report is that the project owner was declared bankrupt in 2013 and the project has been dormant since then. The authors of the report did however feel obligated to make public the progress and main results that were achieved before the owner went out of business. The aim of the project was to develop best practice for catching, handling, packaging, storage and transport of live whelk; as well as studying the markets for live whelk. Experiments were made with different onboard handling, storage and transport of live whelk. These experiments indicated that it should be possible to keep the whelk alive for one week after capture, with correct handling. The goal had however been to ensure that the whelk could be kept alive for at least ten days. Experiments were also made where it was attempted to keep whelk alive in a regular plastic fish-tub equipped with a circulation system. The objective with this was to examine if whelk could be stored, in a relatively simple and inexpensive manner, in-stock for land-based processing. The results indicate that such a system could be used to keep a living inventory of whelk for the processing. The authors of this report are confident that the timeframe could be extended by fitting the system with more efficient filtration equipment. The markets for live whelk were briefly analysed and the results of that analyses indicate that export of live whelk from Iceland is not economically feasible or practical. There is simply too little premium paid for live whelk at the moment.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markets for Sea Urchins: A Review of Global Supply and Markets / Ígulkerjamarkaðir: Yfirlit yfir heimsframboð og markaði

Útgefið:

31/10/2017

Höfundar:

Guðmundur Stefánsson (Matís) Holly Kristinsson (Matís), Nikoline Ziemer (Royal Greenland), Colin Hannon (GMIT) and Philip James (NOFIMA)

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme 2014-2020

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Fagsviðsstjóri

gudmundur.stefansson@matis.is

Markets for Sea Urchins: A Review of Global Supply and Markets / Ígulkerjamarkaðir: Yfirlit yfir heimsframboð og markaði

Framboð af ígulkerum á heimsvísu hefur minnkað síðastliðin ár vegna minnkandi veiði, eða frá um 120 þúsund tonnum árið 1995 til núverandi meðalársafla sem er um 75 þúsund tonn. Afli hjá helstu veiðiþjóðum s.s. Japan, Chile, Bandaríkjunum og að hluta Kanada hefur minnkað. Rússland og Perú eru að veiða meira en þau gerðu árið 1995 en engin nýr stór aðili hefur komið inn á markaðinn. Markaðurinn fyrir ígulker er mjög hefðbundinn þar sem Japan neytir um 80-90% af heildarheimsaflanum. Hjá sumum löndum sem veiða ígulker einkum í Chile, Nýja Sjálandi og á Filipseyjum er hefð innanlands fyrir neyslu. Í Evrópu, er notkun ígulkera einnig hefðbundin einkum í Miðjarðarhafslöndunum Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Vegna vaxandi fólksflutninga m.a. innan Evrópu, eru víða hópar fólks sem þekkja ígulker og því geta í ýmsum löndum verið litlir staðbundir markaðir en þess utan þykja ígulker bæði óvenjuleg og spennandi. Líklega er þörf á Japansmarkaði fyrir góð ígulker á réttu verði, sérstaklega í ljósi þess að það er minna framboð inn á markaðinn. Það geta því verið möguleikar fyrir innkomu nýrra aðila á markaðinn t.d. frá NPA svæðinu (Northern Periphery and Arctic areas) að því gefnu að þeir finni hagkvæma flutningsleið til Japans og nái að tryggja stöðugt framboð ígulkera af réttum gæðum. Þó verður að hafa það í huga að skilaverð mun ekki verða eins hátt og á Evrópumarkaði (Frakklandi), þar sem flutningskostnaður til Japan er hár, lægri verð fást fyrir innfluttar vörur í samanburði við innlendar og gera þarf ráð fyrir vinnslukostnaði ígulkera fyrir sölu. Fyrir lönd eins og Ísland, Grænland, Írland og Noreg þá er augljósasti kosturinn að horfa til Frakklandsmarkaðar. Veiðar Frakka eru litlar nú miðað við landanir á tímabilinu 1970-1980 og framboð á ígulkerum frá öðrum löndum t.d. Spáni er lítið. Ísland hefur á undanförnum árum flutt út með góðum árangri ígulker á Frakkland og er nú stærsti birginn á markaðnum. Markaðurinn í Frakklandi er hins vegar lítil eða áætlaður um 350-450 tonn af ígulkerum á ársgrundvelli. Það getur verið þörf fyrir meira magn af ígulkerum á markaðinn á réttu verði þar sem markaðurinn var stærri á árum áður eða um 1.000 tonn. Ítalía getur einnig verið valkostur en fara þarf varlega þar sem stór hluti af ígulkerum á markaðnum á Ítalíu er frá ólöglegum eða óheimiluðum veiðum. Það geta einnig verið möguleikar á sölu ígulkera inn á staðbundna hágæða veitingahúsa markaðinn í Evrópu t.d. í Skandinavíu, Þýskalandi og Englandi. Þótt markaðurinn borgi vel þá er hann á sama skapi erfiður þegar kemur að stöðugri eftirspurn meðan ígulkerin eru af réttum gæðum á vertíð.

Worldwide the supply of sea urchins has diminished in the last few years, from the peak landings of about 120 thousand tonnes in 1995 to the current levels of about 75 thousand tonnes. The traditional harvesters such as Japan, Chile, US and to a lesser level, Canada, have all experienced reduced catches. Russia and Peru are supplying larger quantities to the global market than they did in 1995, but no new major entrants have emerged in the last few years. The market for sea urchins is very traditional with Japan consuming about 80- 90% of the total current global supply. There is a domestic market in many sea urchins harvesting countries, especially in Chile, New Zealand and the Philippines. In Europe, the market is also traditional and is mainly in the Mediterranean countries, Italy, France and Spain. Sea urchins seem to be novel and trendy and due to growing ethnic populations, small niche markets may exist in various countries, including those in Europe. There is likely an unmet demand on the Japanese market for good quality sea urchin products at the appropriate price, particularly with less current supply to the market. This may indicate options for a new entrant e.g. from the Northern Periphery and Arctic areas, if a logistic route from harvest to market can be economically established and high consistent quality product supplied. However, the value of this product will never be as high as in the European (French) market. This is due to the logistics of getting the product to Japan, the lower value placed on any imported product in this market and the need to add processing costs to product prior to selling in the market. For the NPA countries Iceland, Greenland, Ireland and Norway, supplying to markets such as France is the obvious choice; the production in France is low compared to the relatively high landings in the 1970s and 1980s and supply from other countries e.g. Spain appears small. Iceland has in the past years successfully exported green sea urchins to the French market and is currently the main supplier to the market. The overall French market appears however to be small, or estimated as 350-450 tonnes of whole sea urchins based on harvest and import figures. There may be an unmet demand on the market, assuming an appropriate selling price, as there are indications that the supply to the market has been about 1,000 tonnes in the recent past. There may be options to supply to Italy as well but care must be taken in export as a large part of the current supply in Italy may be from unlegal or unlicencesed fisheries. There may also be options to supply the apparent emerging high end restaurant niche market in various European countries such as in Scandinavia, Germany and England. Although this market may be lucrative, it is at the same time quite unpredictable when it comes to regular supply during harvest.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Útgefið:

01/03/2011

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007, makrílveiðar jukust hratt en árið 2009 voru heimildir til makrílveiða fyrst takmarkaðar. Á þessum árum hefur aflinn farið úr 232 tonnum í 121 þúsund tonn. Fyrst í stað fór aflinn allur í bræðslu en árið 2010 frystu Íslendingar 60% af aflanum til manneldis.   Í þessari skýrslu er fjallað um veiðar og vinnslu á makríl, búnað sem þarf fyrir makrílvinnslu til manneldis, meðhöndlun afla, mælingar á makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og markaði. Í verkefninu var sýnum safnað og þau formmæld, kyngreind og fituinnihald mælt. Á sumrin gengur makríll í íslenska lögsögu og veiðist þá með síld en báðar tegundir eru veiddar í flotvörpu. Þegar makríll er unninn til manneldis er hann hausaður og slægður en til að það sé hægt þarf auk hefðbundinnar vinnslulínu svokallaða sugu sem sýgur slógið innan úr makrílnum. Einnig þarf makríll lengri frystitíma en síld vegna þess hve sívalningslaga hann er. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu er oft 35‐40 cm langur og milli 300 og 600 g þungur. Helstu markaðir fyrir sumarveiddan makríl sem veiddur er hér við land eru í Austur‐ Evrópu en þar er hann áfram unninn í verðmætari afurðir.

In the year 2005 Icelanders first caught mackerel in Icelandic fishing grounds, but it wasn´t until 2007 that Icelandic vessels began to catch mackerel by purpose. The fishing of mackerel increased fast but in 2009 the government put a limit on the catching. In these years the catch has increased from 232 tons to 121.000 tons. At first, a meal was made from all the catch, but in 2010 60% of the catch was frozen for human consumption.   The subject of this report is the fishing and processing of mackerel, mechanism´s that are needed to process the mackerel for human consumption, handling of the catch, measurement of mackerels and markets. For this project samples were collected and geometrician measurements performed by qualified staff. In the summer mackerel can be caught in Icelandic fishing grounds together with herring, it´s caught in pelagic trawl. When mackerel are processed for human consumption it´s headed and gutted, to do that a suck has to be used to suck the guts out. Mackerel also need longer time in the freezing device because of their cylindrical shape. The mackerel caught here are often 35‐40 cm long and 300‐600 g of weight. The main markets for mackerel caught during the summer are in Eastern Europe where it´s processed into more valuable products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar,flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Markaðir / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Markets

Útgefið:

01/01/2009

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar,flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum. Markaðir / Fishing, grading, pre‐processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels. Markets

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta eru mörkuðum fyrir makrílafurðir gerð skil. Farið er yfir helsu útflytjendur og helstu kaupendur. Einnig er farið dýpra í útflutning hvað varðar afurðir og verð hjá tveimur stærstu útflutningsþjóðunum.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrician measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing grounds during the summer. In this part requirements analysis was carried out about what is needed to process mackerel on board vessels caught during summertime on Icelandic fishing grounds. In this section the focus is on markets for mackerel products. The focus is on exporters and buyers and also more about export and prices at the two biggest export nations for mackerel products.

Skoða skýrslu
IS