Skýrslur

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm / Processing of nephrops lobster claw meat

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Vinnsla á humarmarningi úr humarklóm / Processing of nephrops lobster claw meat

Verkefnið var um nýtingu á áður ónýttu hráefni úr sjávarfangi sem er kjöt úr humarklóm. Verkefnið tók bæði til vinnslu marnings úr humarklóm og fullvinnslu á afurðum úr marningnum. Vinnsluferlar voru skilgreindir með nýtingarstuðlum og hráefni rannsakað. Vinnslueiginleikar marningsins voru rannsakaðir og hann prófaður í tveimur vörutegundum.   Áætluð framlegð var mæld til að meta fýsileika á fullvinnslu á afurðum sem innihalda humarmarning. Leitast verður við að fullnýta allt hráefni sem kemur af humarklónum þannig að virðissköpun verði sem mest í vinnslu á matvælum tengdum humarmarningi úr humarklóm.

A process for isolating mince from nephrops lobster claws was developed and the product tested for microbial, chemical and sensory quality. The mince was tested in two ready to eat products. Production cost, yield and gross margin were calculated in order determine the feasibility of starting up an industrial scale production of the mince as well as for production of ready to eat products.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Breytileiki á eiginleikum lýsu (Merlangius merlangus) eftir árstíma / Seasonal variations in quality‐ and processing properties of whiting

Útgefið:

30/10/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Breytileiki á eiginleikum lýsu (Merlangius merlangus) eftir árstíma / Seasonal variations in quality‐  and processing properties of whiting

Markmið verkefnisins var að byggja upp ákveðinn þekkingargrunn fyrir lýsu (Merlangius merlangus) og fá upplýsingar um breytileika á gæða‐  og vinnslueiginleikum (efna‐  og eðliseiginleikar) hennar eftir árstíma. Til samanburðar voru notaðar upplýsingar um ýsu. Niðurstöður leiddu í ljós að flakanýting (vinnslunýting) tengdist holdafari þar sem jákvæð fylgni var á milli flakanýtingar og holdafarsstuðuls og var hún áberandi hæst í mars mánuði. Á sama tíma var minna los í fisknum samanborið við aðra árstíma. Niðurstöður verkefnisins virðast benda til þess að ekki sé heppilegt að veiða lýsuna í kringum hrygningartímann, eða á miðju sumri, með tilliti til vinnslu‐, eðliseiginleika og annarra gæðaeiginleika.

The aim of the project was to study seasonal variation in quality‐ and processing properties of whiting (Merlangius merlangus). Haddock was used as a reference group. The results showed positive correlation between fillet yield and condition factor, with highest value in mars. At the same time gaping was minor. The results indicated that during spawning time it is not suitable to catch whiting with regards to processing‐ and quality properties.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Þekking á breytum sem stýra gæðum og eiginleikum þurrkaðra sölva (Palmaria palmata) er tiltölulega lítil og á fárra vitorði. Ef auka á nýtingu og breikka notkunarmöguleika á sölvum er mikilvægt er að rannsaka nánar þessar breytur og skjalfesta þær. Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum tilrauna sem höfðu það að meginmarkmiði að bera saman áhrif þriggja ólíkra þurrkaðferða á næringargildi og eðliseiginleika þurrkaðra sölva. Þurrkunaraðferðirnar sem voru bornar saman voru sólþurrkun, ofnþurrkun og frostþurrkun auk þess að áhrif verkunar á sólþurrkuðu sölin voru metin. Sambærilegar breytingar mældust á næringarefnum eftir þurrkaðferð. Helsti munur m.t.t. þurrkaðferða greindist í magni C-vítamíns. Þá var sjáanlegur munur á lit og áferð. Bragðeiginleikar voru ekki mældir en talið er að einhvern mun sé þar að finna. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi gefið ákveðin svör þá vöknuðu margar spurningar við túlkun á þeim. Þörf er því talin á því að afla meiri þekkingar á eiginleikum sölva og samspili þeirra við mismunandi vinnsluþætti.

The influence of three different drying methods on selected nutritional and physiochemical properties of dulse were compared; sun drying, oven drying and freeze drying. Similar influence was found on nutritional components. The main difference was found on C-vitamin retention. Difference was found as well in colour and texture. Flavour characteristics were not analysed, however some differences are expected. Despite giving some answers, the results raised many questions on their interpretation. There is a need for extended knowledge on the properties of dulse and their interplay with different processing parameters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sérstaða hefðbundins skyrs / Uniqueness of traditional skyr

Útgefið:

01/05/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Sérstaða hefðbundins skyrs / Uniqueness of traditional skyr

Skyr er mikilvægur hluti af íslenskri arfleifð, allt frá landnámi, en mjólkurafurð undir þessu sama heiti var þá þekkt á öllum Norðurlöndunum. Skyrgerð virðist þó eingöngu hafa varðveist á Íslandi. Miklar breytingar hafa orðið á framleiðslu skyrs á síðustu öld með tilkomu verksmiðjuframleiðslu þess og hefur skapast umræða um að hefðbundið skyr eigi undir högg að sækja. Í þessari samantekt verður gerð grein fyrir upplýsingaöflun um hefðbundna framleiðslu á skyri, könnun á því hvar og hvernig það er framleitt í dag, yfirlit yfir rannsóknir, viðmið og lýsingar á hefðbundinni skyrgerð, auk þess verður greint frá undirbúningi umsóknar um alþjóðlega viðurkenningu á hefðbundnu skyri. Slík viðurkenning getur leitt til virðisaukningar afurðarinnar og stuðlað að viðhaldi og vexti verkþekkingar sem er nú á undanhaldi. Slíkt getur eflt staðbundna matvælaframleiðslu, aukið fjölbreytni hennar og þar með fjölgun verðmætra starfa.

Skyr is an important part of Icelandic heritage, dating back to the settlement of the country. At that time skyr production existed as well in the other Nordic countries but seems to have vanished except for Iceland. With industrial production starting in the 20th century, processing of skyr has changed, and growing concern is of the maintenance of traditional skyr production. In this summation, overview of existing knowledge on traditional skyr production is made as well as opportunities for international recognition are discussed. Such recognition could be a tool for maintaining the traditional production and processing knowledge, as well as give opportunities for local food production in rural areas.

IS