Skýrslur

Influence of seasonal variation and frozen storage temperature on the lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/12/2016

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, Magnea G. Karlsdóttir, María Gudjónsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Influence of seasonal variation and frozen storage temperature on the lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Áhrif geymsluhitastigs (-18 °C vs. 25 °C) og veiðitíma (ágúst vs. september) á niðurbrot fitu í Atlantshafs makríl veiddum við Íslandsstrendur voru skoðuð í þessu verkefni. Stöðugleiki fitunnar var metinn með því að mæla fyrstastigs (PV) og annarsstigs myndefni þránunar (TBARS), fríar fitusýrur (FFA) auk fitusýrusamsetningu. Niðurstöðurnar sýna marktækan mun í fituniðurbroti með langvarandi geymslu, þar sem niðurbrotið var marktækt minna þegar geymt var við – 25 °C samanborið við -18 °C. Auk þessa var fiskur veiddur í september með hærri þránunargildi samanborið við fisk frá ágúst. Aftur á móti var ensímatískst fituniðurbrot meira í águst en september. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna að magn ómega-3 fjölómettaðra fitusýra var nokkuð stöðugt út geymslutímann. Með öðrum orðum þá sýndu niðurstöðurnar að hitastig í frostgeymslu hafði mikil áhrif á fituniðurbrot en stöðugleikinn var háður því hvenær fiskurinn var veiddur.

Lipid deterioration of Atlantic mackerel (Scomber scombrus) caught in Icelandic waters was studied, as affected by different frozen storage temperatures (-18 °C vs. -25 °C) and seasonal variation (August vs. September). The lipid stability was investigated by analyses of hydroperoxide value (PV), thiobarbituric acid reactive substances (TBARS), free fatty acids, as well as changes in fatty acid composition. Results showed significant lipid deterioration with extended storage time, where the lower storage temperature showed significantly more protective effects. Furthermore, a higher lipid oxidation level was recorded for fish caught in September than in August, although lipid hydrolysis occurred to be greater for fish in August than in September. Moreover, results indicated a rather stable level of omega-3 fatty acid during the whole frozen storage period. The analysis indicated that both lipid oxidation and hydrolysis were affected by the frozen storage temperature and the stability differed with regards to season of catch.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þurrverkað hrefnukjöt-hrefnunasl / Dry curing of whale meat

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Þurrverkað hrefnukjöt-hrefnunasl / Dry curing of whale meat

Markmið verkefnisins var að auka atvinnuþróun og nýsköpun í heimabyggð, innan Akraneskaupstaðar, með því að aðstoða við þróun vöru úr þurrverkuðu hrefnukjöti, með vel skilgreinda eðlisog bragðeiginleika. Þróaðar voru tvær frumgerðir af vöru; Frumgerð 1 byggir á þurrverkuðum strimlum úr hrefnuvöðva og Frumgerð 2 byggir á hökkuðu hrefnukjöti sem er mótað í bita eða lengjur og þurrverkað. Í þessari skýrslu er farið yfir vöruþróunarferilinn á þessum frumgerðum.

The aim of this project was to increase employment development and innovation in Akranes, by developing a prototype of dry cured whale meat, with defined physical properties and flavour. Two prototypes were developed, prototype 1 based on dry cured muscle slips from whale meat, and prototype 2 based on formed minced dry cured whale muscle. In this report an overview of the product development is described.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Markmið tilraunarinnar var að meta áhrif krapaískælingar eftir flökun og/eða pökkun í lofttæmdar umbúðir á gæðarýrnun ferskra karfaflaka. Flökin voru geymd við ‐1 °C í 6 daga til að herma eftir vel útfærðum sjóflutningi í frauðplastkössum og svo við 2 °C líkt og gerist eftir afhendingu erlendis og geymslu í smásölu. Fylgst var með vöru‐  og umhverfishitastigi frá pökkun og framkvæmt skynmat, örveru‐ og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur að vorlagi og unninn 6 dögum eftir veiði. Niðurstöður sýna að gæði hráefnisins voru ekki sem best við pökkun þar sem þránunarferli (PV og TBARS) var komið vel af stað. Þetta skýrir væntanlega hvers vegna engin af þessum kæliaðferðum leiddi til geymsluþolsaukningar. Einnig kom í ljós að enginn ávinningur fékkst við að kæla flökin óvarin í krapaís þar sem örveruvöxtur og myndun TVB‐N og TMA í flökunum gerðist hraðar við frekari geymslu. Hins vegar virðist vera ákjósanlegra að kæla lofttæmd pökkuð flök í krapaís því þessi aðferð leiddi til hægari vaxtar skemmdarörvera, lægra magns TMA og hægara þránunarferlis. Photobacterium phosphoreum er mikilvæg í skemmdarferli ferskra karfaflaka, óháð pökkunaraðferð.

The aim of this study was to evaluate the effect of slurry ice cooling in process (post‐filleting) and packaging method (+/‐ oxygen) on the quality deterioration of skinned redfish fillets during storage in expanded polystyrene boxes simulating well‐performed sea freight transportation (6 days at ‐1 °C) followed by storage at the retailer (2 °C). Also, to assess the use of vacuum‐packaging to protect the fillets from direct contact with the cooling medium (slurry ice) and to achieve superchilling following extended treatment. Temperature monitoring as well as sensory, chemical and microbial analyses were performed. The fish was caught in the spring and processed 6 days post catch. The results show that quality of the fillets was not optimal at packaging, due to the detection of primary and secondary oxidation products. This may have been the reason why shelf life extension was not achieved by any of the methods evaluated. Further, there was no advantage of cooling the fillets unpacked since this method stimulated microbial growth and formation of basic amines. On the other hand, slurry ice cooling of vacuum‐packaged fillets led to a slower microbial development, the lowest TMA level and delayed autoxidation. Finally, the importance of Photobacterium phosphoreum in the spoilage process of redfish fillets, independently of the packaging method, was demonstrated.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Improved quality of herring for human consumption

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Hannes Hafsteinsson, Irek Klonowski, Valur N. Gunnlaugsson

Styrkt af:

Nordic Innovation Center

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Improved quality of herring for human consumption

Síld er ein af mikilvægustu fisktegundum í Norður Atlandshafi og í Eystrasalti. Þrátt fyrir að stór hluti af aflanum fari til manneldis, þá fara um 85% af síld í vinnslu á lýsi og mjöli. Almennur vilji er fyrir því að auka neyslu síldar til manneldis. Þess var mikilvægt að rannsaka mismunandi þætti sem hafa áhrif á gæði síldar og sérstaklega hvernig þeim er stjórnað af líffræðilegum aðstæðum. Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun, og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna. Betri gæði leiða af sér aukna samkeppni á framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum. Meginmarkmið verkefnisins var að bæta gæði og magn síldar , til neyslu, með því að rannsaka gæði hráefnisins eftir veiðar. Lögð var áhersla á gæði strax eftir veiðar og gæði hráefnisins eftir mislangan tíma í frosti. Þættir eins og veiðistaður og veiðitími höfðu ekki áhrif á gæði síldar. Hins vegar hafði geymsla í frosti við -20°C teljandi áhrif á gæði hráefnisins.

Herring is one of the most important fish species in the North Atlantic and Baltic Sea, with an annual catch exceeding 2 million tonnes. Although a large part of these fish is used for human consumption, as much as 85% of the herring is used for industrial production of fish meal and fish oil. There is a general wish to increase the utilization of herring for human consumption. Thus, it was important to study the various parameters which influence the quality of herring, and in particular how these paramenters are controlled by biological factors. A major reason behind quality problems arising during post-harvest handling of herring is its high content of compounds that efficiently catalyzes the development of rancidity, pigmentation, texture changes and loss of nutritional value. Improved quality will result in increased competitiveness of the Nordic fish processing industry and would improve the attitude among the consumers towards herring products. The general objective of the project was to improve the quality and quantity of herring to be used for food production by investigating how natural variation in raw material characteristics affects post-harvest quality. Attention was given to the quality immediately after landing and the quality after period of frozen storage. The results indicated no clear differences in the quality of herring regarding catching place or season. The frozen storage for a prolonged time had the major influence on the quality of herring fillets.

Skoða skýrslu
IS