Skýrslur

Status of Cereal Cultivation in the North Atlantic Region / Staða kornræktar í löndum við norður Atlantshaf

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jónatan Hermannsson, Peter Martin, Sigríður Dalmannsdóttir, Rólvur Djurhuus, Vanessa Kavanagh, Aqqalooraq Frederiksen

Styrkt af:

NORA, the Nordic Atlantic Cooperation. NORA project number 515-005

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Status of Cereal Cultivation in the North Atlantic Region / Staða kornræktar í löndum við norður Atlantshaf

Í skýrslunni er gerð grein fyrir úttekt á kornrækt í löndum við Norður Atlantshaf. Skýrslan er hluti af verkefninu Norrænt korn – Ný tækifæri sem styrkt er af NORA-sjóðnum. Þátttakendur eru Matís, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bioforsk Nord í Noregi, Landbúnaðarmiðstöðin í Færeyjum, Landbúnaðarstofnunin í Orkneyjum og Forestry & Agrifoods Agency á Nýfundnalandi. Sambandi hefur einning verið komið á við Landbúnaðarþjónustuna í Grænlandi. Svæðin sem voru til skoðunar eru mjög breytileg með tilliti til þarfa kornræktar. Breytileiki í hitastigi og úrkomu geta skapað vandamál við kornræktina. Þegar litið er á svæðin í heild, er fjöldi kornbænda um 1.100 og rækta þeir um 40.000 tonn af korni á ári á um 9.400 hekturum. Mesta kornframleiðslan var í Orkneyjum. Mögulegt er að auka kornframleiðsluna, sérstaklega á Íslandi, Nýfundnalandi og í N-Noregi.

This review of Cereal Cultivation in the North Atlantic Region is a part of the project Northern Cereals – New Opportunities supported by the Nordic Atlantic Cooperation (NORA). Participants are Matis – Icelandic Food and Biotech R & D, The Agricultural University of Iceland, Bioforsk North Norway, Agricultural Centre Faroe Islands, Agronomy Institute Orkney Scotland and Forestry & Agrifoods Agency, Newfoundland and Labrador, Canada. Cooperation has also been established with The Agricultural Consulting Services in Greenland. Partner regions are very diverse with respect to conditions for cereal production. Temperature and rainfall are very variable and therefore a challenge for cereal producers. About 1,100 farmers grow cereals on 9,400 ha in the partner regions. Yearly cereal production is estimated to be about 40,000 tons. Greatest production occurs in Orkney. It is possible to increase the cereal production in most regions, particularly in Iceland, Newfoundland and N-Norway.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Einar Matthíasson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Markmið verkefnisins er að leggja grunn að veiðum og vinnslu á öfugkjöftu og skapa grundvöll fyrir atvinnustarfsemi og aukinn vöxt sem byggir á nýtingu þessa fiskistofns. Rannsakaður var veiðanleiki og verðþróun á öfugkjöftu á Íslandi eftir mánuðum og árum. Einnig var nýting hráefnisins til vinnslu rannsökuð með það að markmiði að fullnýta hráefnið eins mikið og unnt er til þess að skapa sem mest verðmæti út úr hverju kg af öfugkjöftu sem berst að landi á Íslandi.

The aim of the project is to analyze and develop knowledge of catching and processing Megrim sole in Iceland and create value from the usage of the fish stock. The catching pattern of Megrim sole in Iceland was analyzed depending on years and months in order to recognize the catching pattern over a longer time period as well as the price development on the fishmarket in Iceland. The utilization in land processing of the fish was analyzed with the aim to develop a full utilization method in the land manufacturing process of the fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Útgefið:

01/02/2012

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Þuríður Ragnarsdóttir, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Nýting og efnainnihald grásleppu / Utilization and composition of lumpfish

Niðurstöður sem eru birtar í þessari skýrslu eru hluti verkefnisins Bætt nýting hrognkelsafurða. Á vertíðinni 2011 voru tekin sýni af grásleppu sem veidd var í Húnaflóa, Skagafirði og Skjálfanda. Einnig voru fengin sýni af slægðri grásleppu frá tveimur fyrirtækjum. Grásleppan var skorin í fimm hluta og einstakir hlutar voru vegnir. Flakanýting var að meðaltali 14% af heildarþyngd, hrogn voru 30%, lifur 3%, hryggur 6%, slóg 6% og hvelja ásamt haus og sporði 40%. Grásleppuflök voru fiturík (8‐18 g/100g) en lág í próteinum (8‐9 g/100g). Hveljan var aftur á móti fitulítil. Hrogn voru sérstaklega selenrík en þungmálmarnir kvikasilfur, kadmín og blý voru ekki mælanlegir.  

Results in this report are a part of the project Increasing utilization of lumpfish. Sampling was carried out in March to June 2011 in Húnaflói, Skagafjörður and Skjálfandi. Samples were also obtained from two companies. The lumpfish were cut into five parts and the parts were weighed. Fillets were 14% of lumpfish weight, roe were 30%, liver 3%, spine 6%, viscera 6% and skin together with head and tail 40%. Fillets were rich in fat (8‐18 g/100g) but low in proteins (8‐9 g/100g). The skin was however low in fat. Roe were very rich in selenium but the heavy metals mercury, cadmium and lead were below the quantification limits.

Skoða skýrslu
IS