Skýrslur

Prófun á gæðakerfi Meat Standards Australia. Samanburður á gæðum ófrosins og frosins lambakjöts.

Útgefið:

23/03/2023

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Aðalheiður Ólafsdóttir og Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Þróunarfé sauðfjárræktar

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Teknar voru taka saman upplýsingar um gæða- og markaðskerfi Meat Standards Australia (MSA) fyrir lambakjöt og aðferðafræði þeirra við neytendaprófanir var prófuð og borin saman við hefðbundið skynmat á ferskum og þíddum lambahryggvöðvum. Ferska kjötið var bæði ljósara og rauðara en þiðna kjötið. Þetta skiptir máli í smásölu þegar neytendur velja sér kjöt til eldunar.  Rýrnun í geymslu og rýrnun við hitun var mun meiri í þídda kjötinu. Ferska kjötið var með meiri mýkt, meyrni og safa en þídda kjötið. Frosna/þídda kjötið var ekki látið meyrna eins og ferska kjötið. Þetta sýnir mikilvægi meyrnunar fyrir eða eftir frystingu. Hins vegar var enginn munur á mati  neytenda á meyrni, safa, bragði og heildargeðjun milli fersks og þiðins lambakjöts. Trygging bragðgæða með stjórnun á mikilvægum stýristöðum, aðgreining kjötskrokka, stykkja og vöðva og verðlagning og merking eftir bragðgæðum eru grundvallaratriði í starfsemi MSA.  Kerfinu var komið á til að bregðast við minnkandi sölu og óánægju neytenda með bragðgæði kjötsins en einnig til að ná til nýrra markhópa neytenda sem tilbúnir eru að borga hærra verð fyrir mikil gæði og stuðla þannig að auknum verðmætum í virðiskeðju lambakjöts. Hér ættu að vera tækifæri í allri virðiskeðju lambakjöts á Íslandi.


Information on Meat Standards Austraila (MSA) cut based lamb classification and marketing scheme were collected and analyzed. MSA consumer testing protocol was tried on fresh and frozen lamb loins and compared with traditional sensory analysis. The fresh loin muscles had lighter and redder colour than the thawed loins. The thawed loins had higher storage and cooking loss. The fresh loins were in sensory analysis softer, more tender, and juicier.  The thawed meat was not aged before heating whereas the fresh meat was aged for 6 days. This shows the importance of aging the meat before freezing or after thawing. This was not demonstrated in consumer testing where there was no difference between fresh and thawed meat in tenderness, juiciness, flavour and overall liking.  

The MSA cut and cooking method based scheme was developed through collaboration between industry and research by defining best practices through the identification and monitoring of critical control points for eating quality. It covers all aspects of the supply chain from producers, processors, and retailers to foodservice operators. This allows product quality to be improved and match customer requirements. The MSA schemes for both beef and lamb were designed to respond to declining sales and consumer complaints about variable and sometimes poor quality of the meat. It is also designed to classify meat based on eating quality and to identify consumers groups willing to pay more for high quality meat and thereby adding value to all links in the supply chain. This approach should also be applicable and create new opportunities to increase value in the lamb supply chain in Iceland. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Einar Matthíasson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Markmið verkefnisins er að leggja grunn að veiðum og vinnslu á öfugkjöftu og skapa grundvöll fyrir atvinnustarfsemi og aukinn vöxt sem byggir á nýtingu þessa fiskistofns. Rannsakaður var veiðanleiki og verðþróun á öfugkjöftu á Íslandi eftir mánuðum og árum. Einnig var nýting hráefnisins til vinnslu rannsökuð með það að markmiði að fullnýta hráefnið eins mikið og unnt er til þess að skapa sem mest verðmæti út úr hverju kg af öfugkjöftu sem berst að landi á Íslandi.

The aim of the project is to analyze and develop knowledge of catching and processing Megrim sole in Iceland and create value from the usage of the fish stock. The catching pattern of Megrim sole in Iceland was analyzed depending on years and months in order to recognize the catching pattern over a longer time period as well as the price development on the fishmarket in Iceland. The utilization in land processing of the fish was analyzed with the aim to develop a full utilization method in the land manufacturing process of the fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif biðtíma frá slátrun að vinnslu á nýtingu og gæði eldisþorsks / Effect of post‐slaughter time intervals on yield and quality of farmed cod

Útgefið:

01/11/2011

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Hannes Magnússon, Kristján G. Jóakimsson, Sveinn K. Guðjónsson

Styrkt af:

AVS (R 11 006‐010)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Áhrif biðtíma frá slátrun að vinnslu á nýtingu og gæði eldisþorsks / Effect of post‐slaughter time intervals on yield and quality of farmed cod

Tilgangur tilraunarinnar var að kanna hvort biðtími (0, 2, 4 klst) frá slátrun að vinnslu hefði áhrif á þyngdarupptöku við sprautun og eiginleika frystra flaka. Auk þess var lagt mat á breytingar á þíddum flökum við geymslu í kæli. Fylgst var með breytingum á þyngd, efnainnihaldi, vatnsheldni, örveruvexti og magni niðurbrotsefna, auk þess sem flökin voru sett í skynmat. Til samanburðar voru notuð ómeðhöndluð flök. Þyngdaraukning var meiri eftir því sem biðtími var lengri. Söltun jók vatnsheldni flakanna og dró úr rýrnun við þíðingu og suðu samanborið við ómeðhöndluð flök. Sprautuðu flökin voru því einnig safaríkari. Hærri vatnsheldni sprautaðra flaka skýrst af því að hærra hlutfall vatns var innan vöðvafruma í sprautuðu flökunum meðan millifrumuvökvi var meiri í ómeðhöndluðum flökum og hlutfallslega meira vatn því laust bundið. Fjöldi örvera var meiri í sprautuðum flökum eins og við var búist þar sem sprautunin dreifir örverum um allan vöðvann í stað þess að þær séu eingöngu að finna á yfirborði vöðvans eftir flökun. Skemmdareinkenni urðu því meira áberandi í sprautuðum flökum eftir því sem leið á geymslu þíddra flaka yfir 2 vikna tímabil, þrátt fyrir að flökin væru ekki metin slakari í upphafi. Þránun var meiri í söltuðu flökunum samkvæmt TBA‐gildum en áhrif hennar voru ekki merkjanleg við skynmat. Hærra saltinnihald var talið auka dauðastirðnun í sprautuðu flökunum og skila gúmmíkenndari og stamari áferð samanborið við ómeðhöndluð flök. Útlit sprautaðra flaka var lakara, þau voru heldur dekkri og misleitari en ómeðhöndluð flök.

The aim of the experiment was to evaluate the effect of post‐slaughter time intervals on injection yield and characteristics of frozen cod fillets. In addition, to evaluate changes in thawed fillets during chilled storage. Weight gain by injection was higher as the waiting time was longer. Salting increased water retention during storage and cooking in comparison to untreated fillets. Therefore, the injected fillets were also juicier. The higher water retention of injected fillets was explained by a higher percentage of water within the muscle cells while the ration of intercellular fluid was higher in untreated fillets. Spoilage became more pronounced in injected fillets over 2 weeks of chilled storage of the fillets after thawing. Oxidation was higher in salted complex as expressed by higher TBARS‐values, but the effect was not observed in sensory analysis. Higher salt content seemed to increase rigor contraction in injected fillets and result in a more rubbery texture of the injected fillets, which were also slightly darker and more heterogeneous than untreated fillets.

Skýrsla lokuð til 01.01.2015

Skoða skýrslu
IS