Viðburðir

Kjötframleiðsla og kjötvinnsla – rannsóknir og nýsköpun

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís býður aðilum í kjötframleiðslu og kjötiðnaði  til samtals!

  • Hvernig getur Matís komið að liði við að sýna fram á sérstöðu, stuðla að dýravelferð, tryggja öryggi, auka gæði, verðmæti og minnka sóun í íslenskri kjötframleiðslu og iðnaði?
  • Hvernig getur Matís orðið að liði í þeim áskorunum sem felast í aukinni samkeppni, umhverfismálum og viðhorfum neytenda?
  • Hvar liggur sérfræðiþekking Matís og hvernig geta starfsfólk  og innviðir fyrirtækisins nýst innlendri kjötframleiðslu og kjötiðnaði á næstu árum?

Við erum til þjónustu reiðubúin.

Innan Matís starfa sérfræðingar á mörgum sviðum. Fyrirtækið hefur yfir að ráða aðstöðu til efna- og örverumælinga, skynmats, framleiðslu- og geymsluþolstilrauna. Sérfræðingar Matís hafa áratuga reynslu af alls konar rannsókna-, þróunar- og fræðsluverkefnum. Verkefnin hafa verið unnin í nánu samstarfi við búgreinafélög, sláturhús, kjötvinnslur, smáframleiðendur og menntastofnanir  í landinu.

Dæmi um árangursríkt samstarfs:

  • Íslenska gagnagrunninn um efnasamsetningu matvæla. Kjötbókina.  Matís online námskeið um vinnslu á kindakjöti

Og verkefni um:

  • erfðamælingar. Uppruni. Kynbætur.
  • örverur.  Smitrakning
  • dýravelferð.  Þ.e. sláturlamba og galtargrísa
  • kælingu og geymsluþol á kjöti
  • sérstöðu afurða. Næringargildi. Bragð og beitarhagar.
  • viðhorf næstu kynslóðar neytenda.  Krakkar kokka.  We value food
  • stuðning við smáframleiðslu á kjöti. t.d. við stofnun á handverkssláturhúsum

Matís er einnig í verkefnum sem snúa að því hvernig matvælaiðnaður getur brugðist við áskorunum framtíðararinnar:

  • Mun sérfræðiþekking í vinnslueiginleikum kjöts og fagþekking í kjötiðnaði nýtast við framleiðslu á kjötlausum vörum. ”Eftirlíkinum”? Mun íslenskur kjötiðnaður taka þátt í þeirri þróun?  Nextgen prótein.
  • Hvernig þjálfum við ung fagfólk í að verða frumkvöðlar og stunda nýsköpun til að mynda í kjötiðnaði. EIT Food Inspire.
  • Hvað með erfðir (erfðamengjaúrval)? og umhverfismál (Nýting hliðarafurða, Vistspor)?

Dagskrá fundar

  1. Yfirlit um verkefni um rannsóknum og nýsköpun sem tengjast kjöti. Guðjón Þorkelsson og Óli Þór Hilmarsson
  2. Skynmat og neytendarannsóknir. Bragð og beitarhagar.   Kolbrún Sveinsdóttir og Aðalheiður Ólafsdóttir
  3. Erfðarannsóknir og kjötframleiðsla. Sæmundur Sveinsson
  4. Viðhorf kjötvinnslufyrirtækja.  Norðlenska. Bára Eyfjörð Heimisdóttir
  5. Viðhorf kjötvinnslufyrirtækja Benedikt Benediktsson. Sláturfélag Suðurlands
  6. Umræður

Fundurinn verður haldinn þann 26. maí frá kl. 9:00 – 10:00. Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum.

Hér er hlekkur á viðburðarsíðu fundarins á facebook.

Þessi viðburður er hluti af áherslufundaröð sem haldin er í kjölfar ársfundar til þess að gefa frekari innsýn í starfsemi Matís sem veitir mismunandi geirum og greinum atvinnulífsins stuðning.

IS