Skýrslur

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnsla hráefnis frá norðanverðum Vestfjörðum / Production of raw material from North Westfjords

Um 10 þúsund tonn af hráefni er flutt frá norðanverðum Vestfjörðum til vinnslu annars staðar. Mest af þeim afla er flutt óslægt og því er það ekki bara flökunarvinnsla sem fer á mis við hráefni heldur jafnframt aðilar sem framleiða vöru úr aukaafurðum, t.d. hausaþurrkun og lifraframleiðendur. Hugmyndin um að skylda aðila til að slægja og hugsanlega hausa afla er því freistandi.   Niðurstaða þessa verkefnis er hins vegar sú að slíkt sé mjög óhagkvæmt og heildaráhrifin verði neikvæð. Í fyrsta lagi eru slægingarstuðlar á Vestfjörðum með þeim hætti að útgerðir myndu tapa kvóta með slægingarskyldu. Í öðru lagi eru kaupendur sunnanlands, sem vinna ferskan fisk í flug, tilbúnir að greiða aukalega um 20 kr/kg fyrir fisk sem nær flutningabílum sem aka afstað kl. 15:00 samkvæmt áætlun. Ef fiskur er slægður eftir löndun er útlokað að koma þeim afla í þennan flutning og bíður sá fiskur flutnings þangað til daginn eftir. Fiskur sem fer beint í flutning er komin í vinnsluhús á suðvestur svæðinu um kl. 04:00  og er búið að slægja hann fyrir vinnslu sem hefst kl. 07:00. Fiskurinn er síðan tilbúinn í flug sem í sumum tilfellum fer um hádegisbil frá Keflavíkurvelli. Hér er því um hagkvæmt fyrirkomulag að ræða sem hámarkar verðmætasköpun í sjávarútvegi á Íslandi.

About 10 thousand tons of whole round fish are trucked from northern Westfjords to fish processors in south/west region of Iceland. Most of the fish is exported un‐gutted and therefore it is not just the filleting factories missing raw materials, but also those producing side product like cod heads drying and liver canning. The concept idea of this project was to force vessels owners and fish markets to head and gut the fish before trucing and looked like a tempting idea. However, the outcome of this work is that this would be inefficient and the overall effect will be negative. Firstly, the gutting standard given by the Icelandic authority is 16% but the average radio in Westfjords is only 12%, so the vessel owners would lose the difference in quota.    Secondly the customers in the south/west are willing to pay extra 20 kr/kg for fish reaching the scheduled truck leaving the area at 15:00. If the fish would be headed or/and gutted it would not be ready for trucking, and be leaving the day after. Fish going straight from vessel at the harbor for trucking will be delivered in a fish plant in the south west at around 04:00 following morning. It will be ready for filleting at 07:00 and can be exported by airfreight around noon.   Here is an advantageous arrangement case that maximizes value for the fisheriesin Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Rannsóknir á ofurkælingu botnfisks / Research of superchilling of whitefish

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Hólmfríður Sveinsdóttir

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Rannsóknir á ofurkælingu botnfisks / Research of superchilling of whitefish

Fimm rannsóknir voru gerðar af rannsóknarteymi (ofurkælingateymi) sumarið 2014 til að prófa áhrif ofurkælingar á vinnslu‐  og afurðargæði hvítfisks. Þetta verkefni var byggt á erlendum vísindarannsóknum á ofurkælingu, sem unnar voru í rannsóknarstofum, en rannsóknir ofurkælingateymis voru unnar við vinnsluaðstæður. Niðurstaða rannsóknarteymis benda til enn meiri virkni en þær grunnrannsóknir sem byggt var á.   Helstu niðurtöður voru að með ofurkælingu strax eftir blóðgun og slægingu er hægt að tefja dauðastirðnun umtalsvert, en engir skemmdaferlar hefjast fyrr en henni lýkur. Þekkt er að helstu ástæður fyrir losi er hröð dauðastirðnun þar sem holdið rifnar með snöggum samdrætti sem togast á við beinagarð fisksins. Fiskur er 800 sinnum viðkvæmari en kjöt og því þolir hann mjög illa allt hnjask við meðhöndlun. Niðurstöður rannsókna ofurkælingarteymis sýna að við ofurkælingu stífnar holdið án þess að frjósa og þolir mun betur alla meðhöndlun, t.d. flökun, roðflettingu og snyrtingu. Ekki er aðeins um útlitsmun að ræða á ofurkældum flökum miðað við hefðbundin heldur var hlutfall þeirra sem fóru í dýrustu pakkningar umtalsvert meiri. Tilraun var gerð hjá Íslandssögu á Suðureyri og niðurstaðan var að aukið verðmæti vegna ofurkælingar var um 900 þúsund krónur á dag. Við vinnslu á ofurkældum flökum í ferskfisk útflutning skiluðu þau sér í pakkningar við ‐0,8 °C meðan hefðbundin vinnsla var við +2 til +5°C. Frysting á hluta af vatni í flökum (5‐30%) byggir upp mikla kæliorku sem viðheldur lágu hitastigi í gegnum alla vinnslu (flökun, roðrif og snyrtingu).   Niðurstöður rannsóknarteymis eru að með ofurkælingu um borð í veiðiskipi niður í  ‐1°C strax eftir blóðgun og slægingu verður notkun á  ís óþörf við geymslu í lest og lager í landi. Lest og kæliklefar verða keyrðar á ‐1°C sem dugar til að viðhalda ofurkælingu í langan tíma. Prófað var að geyma þorsk við þessar aðstæður í átta daga og niðurstöður rannsókna sýndu gæði hans við vinnslu hjá Fisk Seafood voru mikil og betri en með hefðbundinni vinnslu.

Five studies were conducted by a research team (superchill‐team) in the summer of 2014 to test the effects of superchilling on production and quality of whitefish. This project was based on published studies on superchilling, conducted in laboratories, but the superchill‐team conducted their study at industrialized conditions.   Conclusion of the research team suggests greater functionality than the scientific researches it was based on.   The main conclusion are that super‐chilling right after bleeding and gutting can significantly delay rigor mortis, but no spoilage take place before that process. It is well known that the main reasons for gaping in fish fillets are the contraction and relics causing by rigor mortis. Fish is 800 times more sensitive than meat, so it is perishables against handling in processing lines, like filleting, skinning and trimming.  One finding in these research is that by super chilling the fish before the process, the flesh is more stiff without being frozen, and can withstand handling in processing much better. The super chilled product is not only looking better compared to the traditional product, but the proportion of more valuable products were significantly higher.   A research made in the freezing plant Icelandic Saga in Sudureyri, gave a result were increased value due to super cooling was about 900 thousand ISK per day. In the same trial a temperature for fresh packed fillets for the British market, the product temp for super chill were  ‐0,8°C, but the traditional product were packed at +2 to +5 ° C. Freezing part of the water content of the fish, around 5‐30%, builds up a massive cooling energy that keeps low temperatures throughout the processing (filleting, skinning and trimming).   Results of the research team were thatsuper‐cooling fish on board a fishing vessel, down to ‐1°C immediately after bleeding and gutting make the use of ice in fish hold redundant.  The fish hold need to be run at ‐1 ° C which is sufficient to maintain the super‐cooling for a long time. The research team kept whole cod without ice for eight daysin container and ‐1°C, with exigent result and extremely good quality of product, significant better than the traditional process.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu

Fréttir

Líf og fjör á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi

Sjávarútvegssýningin er nú í fullum gangi. Matís er þátttakandi og ekki bara á sýningunni heldur tók Matís auk þess þátt í ráðstefnu um fullnýtingu fisks en ráðstefnan fór fram í gær. Matís heldur auk þess utan um ráðstefnu um sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf sem fram fer á morgun.

Á bás Matís, C50, var í gær boðið upp á krabbaborgara frá fyrirtækinu Walk the plank. Óhætt er að segja að borgarinn hafi slegið í gegn á meðal þeirra fjölmörgu sem smökkuðu.

Í dag kl. 14 verður svo boði upp á ómega-3 bættan plokkfisk a la Grímur kokkur. Grímur kokkur er landsþekktur framleiðandi hollustu úr hafinu og ætti enginn að missa af þessari kynningu.

Fréttir

Krabbaborgari frá „Walk the Plank“ genginu

Matís tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi 25.-24. sept. nk. Á bás Matís, nr. C50, verður margt um að vera og má þar nefna kynningu á krabbaborgurum, kynningu frá Grími kokk og kynningu á ómega-3 majónesi. 

Dagskrá kynninga hjá Matís, bás C50, er eftirfarandi:

  • Fimmtudagur 25. sept. kl. 13:30-15:00: Krabbaborgarasmakk | „Walk the plank“.
  • Föstudagur 26. sept. kl. 14:00-16:00: ómega-3 ríkur fiskur í brokkólí | Grímur kokkur
  • Laugardagur 27. sept. kl. 12:00-14:00: ómega-3 majónes | Marinox

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014

Ert þú með framúrstefnuhugmynd til að efla íslenskan sjávarútveg og tengdar atvinnugreinar?

Sjávarútvegsráðstefnan kallar eftir framúrstefnulegum nýsköpunarhugmyndum, sem veita á viðurkenningu fyrir á næstu ráðstefnu vettvangsins þann 20.-21. nóvember á Grand hótel. Markmiðið er að hugmyndirnar séu framsæknar og frumlegar og skapi umræðugrundvöll eða nýja hugsun.

Það sem þarf að hafa í huga

Framúrstefnuhugmynd skal setja fram á hnitmiðaðan hátt þar sem fram kemur lýsing á hugmynd, tillaga að framkvæmd, væntanlegur afrakstur og áhrif til góðs fyrir ímynd íslenskra afurða (hámark 2 bls). Allir geta sent inn hugmyndir. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Tímafrestur

Frestur til að skila inn umsóknum er 15. október 2014. 

Fréttir

Nýting Íslendinga á þorski vekur athygli hjá FAO

Í nýútkomnu riti FAO (Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna) sem ber heitið The State of World Fisheries and Aquaculture (SOFIA) er staðfest að Íslendingar séu ein af helstu fiskveiði þjóðum heims.

Ritið birtir lista yfir þær 18 þjóðir sem veiddu mest af fiski árið 2012. Efst á listanum er Kína með 13.869.604 tonn veidd. Næst kemur Indónesía með 5.420.247 tonn og í þriðja sæti eru Bandaríkin með 5.107.559 tonn. Ísland er í 17. sæti á listanum með samtals 1.449.452 tonn af fiski. Aðeins eitt annað Evrópuland kemst á listann en það er Noregur, sem vermir 11. sætið með 2.149.802 tonn veidd árið 2012.

Íslendingar eru leiðandi í nýsköpun

Í ritinu er kastljósinu einnig beint að mikilvægi rekjanleika fisks með það að markmiði að stuðla að fæðuöryggi og koma í veg fyrir svindl með matvæli. Þar eru rannsóknir Íslendinga sem Matís hefur komið að, nefnt sem dæmi um árangursrík verkefni af þessu tagi. Þá er talið að ekki sé hægt að rekja uppruna fisks á Evrópumarkiði í 25 – 50% tilfella.

Fullnýting Íslendinga á þorski er einnig umfjöllunarefni í ritinu, þar sem fjallað er um möguleikana á að nýta aukaafurðir fisks til manneldis. Fram kemur að Íslendingar hafi flutt út 11.540 tonn af þurrkuðum þorskhausum til Afríku árið 2011. Greint er frá því að auk hausa séu hrognin og lifrin nýtt til manneldis en afgangurinn fari mestmegins í fóður.

Ritið sem hér um ræðir er viðamesta útgáfa FAO og kemur út á tveggja ára fresti. Markmiðið með útgáfunni er að veita stefnumarkandi og opinberum aðilum auk þeirra sem þurfa að treysta á fiskiðnaðinn alhliða og hlutlausar upplýsingar um stöðu mála á heimsvísu og gefa hugmyndir um hvernig megi bregðast við þeim áskorunum sem fyrir eru. Hér má lesa nýjustu útgáfuna af SOFIA.

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís.

Fréttir

Plastið burt úr höfunum

Umhverfisstofnun stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um plast í hafi í Hörpu þann 24. september 2014. Hrönn Ólína Jörundsdóttir hjá Matís flytur erindi á ráðstefnunni og ber það heitið „Sewage treatment plants as sources for marine microlitter.“

Vertu með í að HREINSA PLASTIРúr heimshöfunum!


Ráðstefna í Hörpu, 24. september

Umhverfisstofnun stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um plast í hafi í Hörpu þann 24. september 2014. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að leggja til aðgerðir til að draga úr plastúrgangi í hafinu.

Taktu daginn frá!

Smelltu á tengilinn fyrir nánari upplýsingar (pdf). Einnig er hægt að setja sig í samband við Hrönn Ólínu Jörundsdóttur hjá Matís.

Fréttir

Rekjanleiki skilar sér í hærra vöruverði

Kröfur um rekjanleika matvæla aukast með degi hverjum, hvort sem um ræðir kjöt, fisk, grænmeti eða ávexti. Matís vinnur nú að verkefnum sem eiga að nýtast við rekjanleikaskráningu og tryggja þannig að hægt sé að staðfesta uppruna og vinnsluferli matvæla á markaði. Í fyrstu er kastljósinu beint að fiskafurðum.

Mikil vitundarvakning hefur orðið á síðust árum um mikilvægi þess að þekkja uppruna og vinnsluferli þeirra matvæla sem koma á markað. Á það ekki hvað síst við um þá markaði sem Íslendingar flytja hvað mestan fisk út til.

Matís vinnur nú að þrem verkefnum sem tengjast mikilvægi rekjanleika fisks og forvörnum gagnvart svikum í matvælaiðnaði.

Í tengslum við verkefnið WhiteFish hefur verið þróaður staðall sem gerir fyrirtækjum kleift að skrá og halda utanum upplýsingar um umhverfisáhrif framleiðslu sinnar. En með því að geta sýnt fram á umhverfisálag vörunnar og skipt því niður á lotur munu niðurstöður verkefnisins nýtast til að skapa framleiðendum þorsk- og ýsuafurða möguleika á að aðgreina sig á mörkuðum þar sem umhverfisáhrif veiða, vinnslu og flutnings skipta máli.

Í verkefninu WhiteFishMall hefur verið unnið að því að kanna hvaða upplýsingar geti nýst til að auka sölu á fiskafurðum úr N-Atlantshafi. Markaðskannanir leiddu í ljós að neytendur í Bretlandi vilja fá betri upplýsingar um hvaðan fiskurinn er að koma, hvort að hann sé veiddur á umhverfisvænan hátt, hvort stofnarnir séu sjálfvært nýttir, næringarinnihald og jákvæð jákvæð áhrif fiskneyslu á heilsu, uppskriftir o.s.frv. Til að uppfylla þessar kröfur neytenda hefur WhitFishMall verkefnið hannað veflausn sem getur mætt þessum kröfum. Útlit, uppsetning, gagnatekja og utanumhald um gögnin hefur verið sannreynd í nokkrum virðiskeðjum og hafur launin verið prófuð í nokkrum verslunum í Bretlandi.

Verkefnið Food Integrity eða Matar heilindi, sem hófst í byrjun árs 2014, miðar að því að nýta rannsóknir til að tryggja falsleysi evrópskra matvæla og þróa aðferðir til að greina og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði.

Rétt meðhöndlun og geymsla í gegnum allt framleiðsluferlið er undirstaða þess að matvælin séu hæf til manneldis, en við framleiðslu á matvælum vaknar ávalt spurningin um öryggi matvælanna gagnvart neytandanum, þar af leiðandi hafa kröfur um hreinlæti, góða framleiðsluhætti og rekjanleika aukist gífurlega hjá flestum þeim sem koma að virðiskeðju matvæla.


Nánari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson hjá Matís.

Fréttir

Ráðstefna um sjávarbyggðir, smábátaveiðar og byggðaþróun við N-Atlantshaf

Í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem fram fer í Kópavogi í lok september  verður blásið til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem ræða á stöðu sjávarbyggða, smábátaveiða og byggðarþróun við N-Atlantshaf.

Samfélög í sjávarbyggðum og smábátaútgerð tengjast sterkum böndum í þeim löndum sem liggja að N-Atlantshafi. Víðast hvar á svæðinu eiga sjávarbyggðir undir högg að sækja og smábátaútgerðir eiga í rekstrarvanda, ásamt því sem endurnýjun í greininni er takmörkuð. Þessar áskoranir, ásamt fleiri viðfangsefnum, verða rædd á ráðstefnunni og leitast við að greina framtíðarmöguleika sjávarbyggða við N-Atlantshaf.

Ráðstefnan er þannig uppbyggð að fyrst munu fulltrúar frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Nýfundnalandi flytja stutta fyrirlestra um stöðu þessara mála í þeirra löndum. Þá verður kynnt rannsóknarverkefni þar sem afkoma og laun smábátaútgerða í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi er greind og borið saman við aðrar atvinnugreinar. Þá munu íslenskir eigendur smábátaútgerðar í Noregi greina frá rekstrarumhverfi smábáta í Noregi, og bera það saman við Ísland; og loks mun stjórnarformaður Byggðarstofnunar greina frá starfi og stefnu stofnunarinnar, en Byggðastofnun hefur nýlega tekið til endurskoðunar aðferðafræði stofnunarinnar til að sinna sínu hlutverki betur.

Ráðstefnan fer fram í Smáranum (fundarsalur á efri hæð byggingar sem tengir Smárann og Fífuna) laugardaginn 27. September kl 10:15-14:00.  Ráðstefnan fer fram á ensku, aðgangur er gjaldfrjáls og opinn öllum, en fólk er þó beðið um að skrá sig með því að senda póst á jonas@matis.is.

Nánari upplýsingar er að finna á www.coastalfisheries.net eða hjá Jónasi R. Viðarssyni hjá Matís.

Fréttir

TASTE – nýting á matþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu

Í tilefni af lokum verkefnisins TASTE verður haldin opin málstofa þann 16. september á Matís um nýtingu á sjávarþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu.

Á málstofunni verða haldnir fyrirlestrar um sjávarþörunga á Íslandi og nýtingu þeirra, sjávarþörungiðnaðinn í Frakklandi, næringargildi þörunga og notkun þörunga í matvæli og aðrar neytendavörur. Málstofan fer fram á ensku. 

Dagskrá málstofunnar.

Skráning á málstofuna: vinsamlegast sendið póst á rosa@matis.is.

Nánari upplýsingar um TASTE verkefnið má finna á heimasíðu Matís og með því að hafa samband við Rósu Jónsdóttur og Þóru Valsdóttur hjá Matís.

IS