Skýrslur

Litur á ofurkældum tálknum

Útgefið:

15/07/2020

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Margrét Geirsdóttir og Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Litur á tálknum hefur um langan tíma verið notaður til að meta ferskleika á fiski, en þekkt er að við geymslu breytist litur og þau dökkna. Þegar ofurklæling á laxi var tekin upp sem bætti gæði framleiðslu, fylgdi böggull skammrifi aðferðinni þar sem tálknin dökknuðu við kælinguna; en litabreytingin getur valdið erfileikum á markaði og gefið  ranglega til kynna að ferskleiki sé ekki nægilega góður.

Það var því mikilvægt að fá svör við því hvers vegna þessi litabreyting á sér stað við ofurkælingu, sem er skilgreind sem kæling undir 0 °C og minna eða jafnt og en 20% af vatnsinnihaldi vöðvans sé frosið. Rannsóknarspurningin var því hvort það væri saltið eða kuldinn í  kælimiðli sem orsökuðu litabreytingu. Niðurstaða verkefnisins er ótvírætt að kælingin er orsakavaldur og litur tálkna breytist við að frjósa við kælingu sem er miðuð við að kælimiðill sé -2,5 °C og kælitími um 80 mínútur. 
____

The colour of the gills has long been used to evaluate the freshness of fish, but it is known that during storage, the colour changes and they darken. When super chilling of salmon was introduced which improved the quality of production, a problem followed by the gills darkening during chilling; but the colour change can cause difficulties in the market and incorrectly indicate that freshness is not satisfactory.

It was therefore important to obtain answers as to why this discoloration occurs during supercooling, which is defined as cooling below 0 ° C and less or equal to 20% of the water content of the muscle being frozen. The research question was whether it was the salt or the cold in the refrigerant that caused the colour change.The result of the project is unequivocally that the cooling is the cause and the colour of the gills changes when it freezes during cooling, which is based on a refrigerant of -2.5 ° C and a cooling time of about 80 minutes.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif dauðastirðnunar á fiskgæði ll

Útgefið:

15/08/2019

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 17 019-17)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Áhrif dauðastirðnunar á fiskgæði ll

Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að rannsaka áhrif ofurkælingar á dauðstirðnunarferli þorsk- og laxaflaka og bera saman við hefðbundna kælingu; og hins vegar að skoða hvort flökun á mismunandi tímasetningu í dauðastirðnunarferli (fyrir dauðastirðnun, í dauðastirðnun og eftir að ferlinu lýkur) hefði á afurðagæði. Fyrir lax var gerð fortilraun sem megintilraunin var byggð á, en í þorski var tilraun gerð á villtum þorski og eldisfiski.

Ofurkæling á þorski er miðuð við kælingu niður í -0,8 °C og laxi í -1,2 °C en hefðbundin kæling er miðuð við 0 °C fyrir báðar tegundir. Skoðaður var mismunur milli hópa og einnig borinn saman mismunur innan hópa. Lítill munur innan hópa bendir til nákvæmari og trúverðugri niðurstöðu.

Niðurstöður úr könnun sem var framkvæmd af skynmatshópi sýna að áhrif ofurkælingar eru töluverð þar sem um minni samdrátt er að ræða í dauðastirðnunarferlinu, og áhrif á gæði því minni. Munur er milli villts þorsks og eldisþorsks enda þekkt að vatnsinnihald milli fruma er minna í eldisþroski en villtum. Áhugavert gæti verið að skoða muninn milli eldislax og villts lax, en það var utan við markmið þessarar rannsóknar.

Draga má þá ályktun að með ofurkælingu væri hægt að vinna lax fyrir dauðastirðnun án gæðarýrnunar, sem gæti skipt máli við markaðssetningu á ferskum afurðum í framtíðinni, þar sem hægt væri að fullvinna laxinn strax við slátrun og auka þannig geymsluþol á erlendum mörkuðum.

Eitt af markmiðum verkefnisins var að útbúa kynningarefni um dauðastirðnunarferlið og áhrif þess á gæði afurða fyrir framleiðendur á laxi og þorski á Íslandi sem gæti gagnast þeim í framtíðinni við að takast á við nýjar áskoranir í framleiðslu á hágæða afurðum.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of food container depth and coverage on the quality of superchilled rainbow trout

Útgefið:

01/09/2018

Höfundar:

Magnea Karlsdóttir, Erwan Queguiner, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of food container depth and coverage on the quality of superchilled rainbow trout

Ferskur eldisfiskur er almennt slægður og pakkað í frauðplastkassa með ís fyrir útflutning í kæligámum. Í ljósi þess að mikil þróun hefur átt sér stað hvað varðar ofurkælingu og jákvæð áhrif hennar á gæði fiskafurða, þá hafa aðrar hagkvæmari og umhverfisvænni pökkunarlausnir verið skoðaðar, þar á meðal einangruð matvælaker. Meginmarkmið verkefnisins var að meta áhrif mismunandi pökkunaraðferða á gæði fersks regnbogasilungs. Slægðum fisk með haus var pakkað í frauðplastkassa og einangruð ker af mismunandi dýpt (29-60 cm). Auk samanburðar á misdjúpum kerum, þá voru mismunandi útfærslur við lokun á kerum einnig skoðaðar. Fylgst var með tilraunafiskum efst og neðst í hverju keri. Kerin voru geymd í hitastýrðu umhverfi við um -1 °C og gerðar mælingar eftir 8 og 13 daga frá pökkun. Sá fiskur sem pakkað var í frauðplastkassa var ýmist ofurkældur fyrir pökkun eða kældur á hefðbundinn hátt með ís. Það var gert til að meta áhrif ofurkælingar á ferskan regnbogasilung. Til að meta gæði regnbogasilungsins var fylgst með örveruvexti, áferð og losi í flökum. Niðurstöðurnar sýndu að þær pökkunarlausnir sem skoðaðar voru í verkefninu höfðu tiltölulega lítil áhrif á heildarörverufjölda, en ekki reyndist marktækur munur á milli tilraunahópa við lok geymslutímabilsins. Almennt var lítill sem enginn munur á milli hópa m.t.t. áferðar og loss í flökum. Aftur á móti sýndu niðurstöðurnar að nauðsynlegt er að loka kerunum, en tegund loks hafði ekki marktæk áhrif. Ofurkæling fyrir pökkun hafði marktæk áhrif á los. Fiskur sem var kældur á hefðbundinn hátt og pakkað í frauðplastkassa með ís hafði marktækt meira los samanborið við þegar hann var ofurkældur og pakkað í ker eða frauðplastkassa án íss. Niðurstöðurnar sýna að ekki er marktækur munur á milli frauðplastkassa og kera af mismunandi dýpt miðað við þær gæðabreytur sem skoðaðar voru í þessu verkefni. Þær gefa því til kynna að flutningur á ofurkældum regnbogasilungi í kerum er raunhæfur möguleiki m.t.t. stöðuguleika hráefnisins og afurðargæða.

The overall aim of the study was to explore the effects of different packaging solutions on the quality of fresh rainbow trout. Different packaging methods included expanded polystyrene boxes (EPS), insulated food containers of 29 to 60 cm depth with various combination of covers. Each container was split up into two groups, top- and bottom layer. Both fish chilled on ice and superchilled fish were considered. Microbial growth and sensory characteristics (fillet gaping, softness and elasticity) were used to evaluate the quality of the rainbow trout fillets after 8 and 13 days of storage at around -1 °C. The different packaging solutions had no effects on the microbial quality of the fish. Moreover, no listeria activity was detected. Sensory evaluation showed minor differences between containers of different depths and/or EPS boxes, as well as between top and bottom layers. However, the presence of cover proved to be of great importance, but the type of cover turned out to be not relevant. The effects of superchilling before packaging on fillet gaping was evident in present study since fish packed in EPS box with ice resulted in more gaping than superchilled fish packed in EPS boxes and/or containers without ice.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of food container depth on the quality and yield of superchilled and iced Atlantic salmon / Áhrif dýptar matvælaumbúða á gæði og nýtingu ofurkælds og ísaðs eldislax

Útgefið:

01/09/2018

Höfundar:

Rúnar Ingi Tryggvason, Magnea Karlsdóttir, Björn Margeirsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061), The Icelandic Student Innovation Fund (185693- 0091)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

The effects of food container depth on the quality and yield of superchilled and iced Atlantic salmon / Áhrif dýptar matvælaumbúða á gæði og nýtingu ofurkælds og ísaðs eldislax

Markmið verkefnisins var að bera saman gæði eldislax, sem var annarsvegar ísaður og hinsvegar ofurkældur, og geymdur í mismunandi umbúðalausnum. Misstór einangruð ker (32, 42 og 60 cm djúp) og EPS kassar voru notuð til að flytja og geyma eldislaxinn. Gæði voru rannsökuð eftir 4, 10 og 14 daga geymslu við ofurkældar aðstæður, þar sem lagt var mat á vatnstap, áferð, suðunýtingu og skynmatsþætti. Vatnstap á ofurkældum laxi var marktækt meira í dýpri umbúðum miðað við grynnri umbúðir eftir 10 til 14 daga geymslu við -1 °C. Ísaður lax geymdur í EPS tapaði minna vatni heldur en ofurkældur lax í EPS, líklega vegna ónákvæmrar hitastýringar við ofurkælingu. Skynmat, áferðarmælingar og suðunýting sýndu lítinn mun á laxi sem geymdur var í misdjúpum umbúðum. Ísför voru sýnilegri í ísuðum laxi geymdum í djúpum kerum miðað við EPS kassa. Los var sýnilegra í ísuðum laxi miðað við ofurkældan lax. Niðurstöðurnar útiloka ekki notkun djúpra kera við flutning og geymslu á ferskum laxi, en tilgreina ekki hámarksstærð umbúða. Stærð og rúmmálsnýting umbúða hefur áhrif á vatnstap og flutningskostnað. Ofurkæling getur haft marga kosti fyrir framleiðendur og neytendur en nauðsynlegt er að hafa góða stýringu á ofurkælingunni til að tryggja virkni hennar.

The aim of the study was to compare quality differences of farmed Atlantic salmon, both iced and superchilled, that was stored in different sized packaging solutions. Different sized insulated containers (32, 42 and 60 cm deep) as well as EPS boxes were used to transport and store the fish. The quality was evaluated after 4, 10 and 14 days of storage, where drip loss, texture, cooking yield and sensory evaluation were performed. Increased container depth significantly increased the drip loss of superchilled salmon during 10 to 14 days storage at -1 °C. Iced storage of salmon in EPS resulted in less drip loss compared to superchilled salmon stored in EPS, most likely due to uncontrolled superchilling conditions. Sensory evaluation, texture analysis and cooking yield did not reveal any major differences between salmon stored in containers of different depths. In case of iced salmon, pressure marks were more prominent with increased depth of containers. Gaping was more noticeable in iced salmon compared to superchilled salmon. The results did not rule out the use of large insulated containers, but they do not specify the maximum recommended depth of containers intended for salmon packaging. The size and volume of packaging containers affect drip loss as well as transportation costs. Superchilling of fresh foods can have many benefits for producers and consumers but a controlled and optimised superchilling process is needed to ensure its effectiveness.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla

Útgefið:

01/07/2018

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 025-11), Rannís

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla

Tilgangur verkefnisins var að aðlaga vinnslu að ofurkældu hráefni, til að tryggja einsleitni hráefnis með það að markmiði að bæta afurðargæði, auka nýtingu og lágmarka flakagalla. Í verkefninu var ný tegund af roðflettivél þróuð og síðan prófuð við raunaðstæður. Gerður samanburður á ofurkældu og hefðbundnu (ísuðu) hráefni. Ofurkælt hráefni er stífara en hefðbundið, og sama má segja um flök sem kæld eru eftir flökun til að tryggja pökkun í ferskar pakkningar við lágt hitastig, helst undir 0 °C. Hefðbundnar roðflettivélar hafa illa ráðið við slíkt hráefni en nýja vélin hefur þegar verið tekin í notkun og reynist vel. Samanburðartilraun var framkvæmd á milli ofurkældrar ýsu sem var sex daga gömul og hefðbundins hráefnis úr sama afla. Í framhaldi var gerð samanburðarrannsókn á þorsk, úr ofurkældu og hefðbundnu hráefni. Borin var saman nýting, flakagæði og -gallar ásamt afurðarskiptingu eftir niðurskurð í flakabita, ásamt því að skráðir voru hitaferlar við vinnslu í báðum hópum. Niðurstöðurnar voru mjög góðar fyrir ofurkælt hráefni, bæði hvað varðar gæði, nýtingu og hitastig á afurðum.

The purpose of the project was to customize processing of sub-chilled raw materials to ensure uniformity of raw materials with the aim of improving product quality, increasing utilization and minimizing fillet defects. A new skinning machine for demersal fish was designed and tested in this project, especially to work with sub-chilled raw material. Sub-chilled raw material is more rigid than traditional raw material and can withstand more handling and give better quality of the finished product. Sub-chilled raw material also provides lower product temperature in packed fresh fish production, at 0 °C or even below it. Traditional skinning machines have not been able to handle sub-chilled fillets. A comparative experiment with six-day old haddock where sub-chilled raw material were compared with traditional one, from same catch, were processed. Built on that outcome a follow-up, a comparative study of cod was processed with sub-chilled and traditional raw material. In both experiments a comparison of yield, fillets quality, fillets defects and temperature throughout the production into final packaging were recorded. The results were excellent in favour of sub-chilled raw material, both in terms of quality, yield and temperature of products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sub chilling of fish

Útgefið:

17/07/2017

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason, Magnea Karlsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Sub chilling of fish

Markmið verkefnisins var að nýta þekkingu á ofurkælingu á fiski sem þróuð hefur verið í rannsóknastofum undanfarna áratugi; iðnvæða hugmyndina og þróa aðferðir og búnað til að stýra kælingunni. Mikilvægt er að kæla hráefni niður undir frystimörk eða rétt niður fyrir það hitastig þar sem fyrstu ískristalar myndast í viðkomandi fisktegund, nægilega hratt til að stórir kristalar myndist ekki í vöðvum og valdi frumuskemmdum. Mikilvægt er að stýra kælingunni rétt og eins að viðhalda ofurkældu ástandi við geymslu og í flutningi, en sveiflur í hitastigi geta valdið gæðarýrnun. Niðurstöður rannsókna sýna að íslaus flutningur og geymsla á ofurkældum fiski er raunhæf lausn sem dregur úr kostnaði við veiðar og vinnslu ásamt því að lækka kostnað við flutning og dregur verulega úr sótspori við framleiðslu á ferskum fiski. Ferskur lax hefur verið fluttur íslaus en ofurkældur um styttri og lengri veg og geymdur í viku fyrir vinnslu með framúrskarandi árangri. Í tengslum við verkefnið hefur ofurkæling verið notuð í stórum stíl á Sauðárkróki, þar sem togarinn Málmey SK 1 hefur landað yfir 15 þúsund tonnum undanfarin tvö ár af ofurkældum afla og þ.a.l. ekki notað ís um borð eða við geymslu fyrir framleiðslu í fiskvinnslu.

The project objective was to utilize knowledge of sub chilling of fish developed in laboratories for the past decades; and to industrialize the concept and to develop methods and means for centralising the process. The control of the chilling process is important, to chill raw material sufficiently without freeze out more than 20% of its water and without developing large ice crystals in the muscles. It is also important to keep storage temperature under control and stable and for the same reason temperature fluctuation can cause growth of ice crystals in the muscle. Based on results obtained in present project it can be concluded that sub chilling provides opportunities to use ice-free value chain for fresh fish, lowering cost of production, logistic and considerably the carbon footprint for the final products. Fresh salmon without any external refrigerant (ice) has been transported for long distance, by trucks and airplanes, and stored for long time with acceptable results. The trawler used in this project has landed over 15 thousand tonnes of sub chilled fish for the last two years without using any ice for chilling and storage. The fish is stored in the fish plant and processed without using any ice preservation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif dauðastirðnunar á gæði fiskflaka / The effect of rigor mortis on fillet quality

Útgefið:

01/10/2016

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Anton Helgi Guðjónsson

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 16 014-16)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Áhrif dauðastirðnunar á gæði fiskflaka / The effect of rigor mortis on fillet quality

Tilgangur rannsóknarinnar var annars vegar að rannsaka áhrif ofurkælingar á dauðstirðnun og bera saman við hefðbundna kælingu og hins vegar að útbúa kynningarefni sem hægt væri að nota til að kynna hagsmunaaðilum í sjávarútvegi mikilvægi þess að stýra dauðastirðnunarferlinu. Rannsókn var gerð á þorski og laxi og hún framkvæmd á tveimur mismunandi árstímum fyrir þorsk, en mikill munur getur verið á ástandi hráefnis eftir því hvenær og hvar fiskur er veiddur. Rannsóknin var tvíþætt þar sem annars vegar var aflað gagna um áhrif kælingar á dauðastirðnunarferlið þar sem hóparnir voru bornir saman; ofurkældur og hefðbundinn, og hins vegar að túlka niðurstöður fyrir kynningarefni. Ofurkæling í þorski er miðuð við kælingu niður í -0,8 °C og laxi í -1,5 °C en hefðbundin kæling er miðuð við 0 °C fyrir báðar tegundir. Bæði var skoðaður mismunur milli hópa ásamt því að bera saman mismun innan hópa. Lítill munur innan hópa bendir til nákvæmari og trúverðugri niðurstöðu. Niðurstöður sýna að mikill munur er á samdrætti fiskvöðva við að fara í gegnum dauðstirðnunarferlið eftir því hvort hann er ofurkældur eða notast er við hefðbundna kælingu. Draga má þá ályktun að mikill gæðaávinningur sé í notkun ofurkælingar fyrir dauðastirðnun, sem dregur úr samdrætti og þar af leiðandi úr spennu milli vöðva og hryggs. Við of hraðan og mikinn samdrátt við dauðastirðnun getur vöðvi auðveldlega orðið fyrir skemmdum eins og losi, stinnleiki flaka minnkar o.fl.

The purpose of this project was to study the effect of superchilling on rigor mortis process and compare it to traditional chilling with ice. Also to prepare promotional material to enlighten the fishery industry on the importance of managing the process of rigor mortis for product quality. A study was conducted on cod and salmon, including seasonality effect on rigor mortis for cod. The definition on sub chilling in this study is; for cod it is based on cooling to -0.7 °C and for salmon down to -1.5 °C and for traditional chilling by ice is targeted at 0 °C for both species. The rigor process was studied between groups, sub-chilled and traditional, and within groups to investigate standard deviation between samples to sample credibility of outcome. The results indicate a large difference in the contraction process on whether the fish is super chilled or traditional cooling used. The conclusion of the study indicates that sub chilling, which reduces the contraction and consequently the tension between muscle and backbone in the process, can have a large effect on fillet quality, less gaping and a firmer product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sub-chilling of salmon

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Gunnar Thordarson, Magnea Karlsdottir, Roger Pedersen, Magnus Johannsson, Albert Hognason

Styrkt af:

Norske Forskningsrådet

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Sub-chilling of salmon

Markmið verkefnisins var að auka gæði við framleiðslu á ferskum laxi, með því að bæta kælikeðju við framleiðslu og í flutningi. Með því að nota aðferðir ofurkælingar munu laxaframleiðendur geta lækkað framleiðslukostnað sinn vegna minni flutningskostnaðar og um leið bæta gæði framleiðslunnar. Laxinn var kældur niður í -1.5 °C sem jók líftíma og gæði vörunnar. Ásamt því að bæta framleiðslu við slátrun, slægingu og pökkun getur ofurkæling jafnframt skapað tækifæri fyrir áframvinnslu; flökun, reykingu, bitaskurð o.s.frv. til að bæta sína framleiðslu með aukinni nýtingu og verðmætum ásamt ánægðari viðskiptavinum. Meðal annars gefur ofurkæling möguleika á að flytja kælimiðilinn inn í fiskholdið í stað þess að nota ís við flutning. Í verkefninu var gerður samanburður á kælikeðju ofurkælds lax og hefðbundins. Sá fyrrnefndi var fluttur án íss en sá hefðbundni með ís, til áframvinnslu í Finnlandi og Noregi. Einnig var slíkur samanburður gerður á ofurkældum og hefðbundnum laxi sem fluttur var annarsvegar til Íslands í gegnum Osló og hinsvegar til Tokyo í gegnum Osló. Niðurstöður gefa tilefni til bjartsýni um notkun ofurkælingar í flutningakeðju á laxi, bæði til að lækka flutningskostnað og eins til að tryggja gæði afurða.

The ultimate goals of the project was to increase quality of fresh salmon products, give a more secure cold chain of fresh product, and lower production and logistic costs. Having the fish in a sub-chilled state throughout the production, will give Grieg Seafood several quality advantage including firmer raw material and lower bacteria and enzyme activity in the fresh fish. Fish was packed in a sub-chilled state of -1.5 °C, hence extending shelf-life and quality. This will have several advantages for the primary producer, resulting in products with higher yield and more value, and in products of higher quality for their customer of secondary processing. Secondary processors will have better control of the product logistic and extended time for selling fresh product with longer shelf-life. Using the sub-chilling method, no ice will be needed during logistic, saving enormous transportation costs, especially in airfreight. Comparison between the cold-chain of sub-chilled and traditional produced salmon was executed in this project, with the former transported without additional ice. The salmon was trucked from Simanes to a secondary processors in Finland and Denmark with excellent result. The two groups were also flown to Iceland, via Oslo, and also to Tokyo via truck to Oslo. The result of this comparisons demonstrates that the sub-chilling method could be used to minimize transportation cost and secure the product quality during logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Rannsóknir á ofurkælingu botnfisks / Research of superchilling of whitefish

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Hólmfríður Sveinsdóttir

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Rannsóknir á ofurkælingu botnfisks / Research of superchilling of whitefish

Fimm rannsóknir voru gerðar af rannsóknarteymi (ofurkælingateymi) sumarið 2014 til að prófa áhrif ofurkælingar á vinnslu‐  og afurðargæði hvítfisks. Þetta verkefni var byggt á erlendum vísindarannsóknum á ofurkælingu, sem unnar voru í rannsóknarstofum, en rannsóknir ofurkælingateymis voru unnar við vinnsluaðstæður. Niðurstaða rannsóknarteymis benda til enn meiri virkni en þær grunnrannsóknir sem byggt var á.   Helstu niðurtöður voru að með ofurkælingu strax eftir blóðgun og slægingu er hægt að tefja dauðastirðnun umtalsvert, en engir skemmdaferlar hefjast fyrr en henni lýkur. Þekkt er að helstu ástæður fyrir losi er hröð dauðastirðnun þar sem holdið rifnar með snöggum samdrætti sem togast á við beinagarð fisksins. Fiskur er 800 sinnum viðkvæmari en kjöt og því þolir hann mjög illa allt hnjask við meðhöndlun. Niðurstöður rannsókna ofurkælingarteymis sýna að við ofurkælingu stífnar holdið án þess að frjósa og þolir mun betur alla meðhöndlun, t.d. flökun, roðflettingu og snyrtingu. Ekki er aðeins um útlitsmun að ræða á ofurkældum flökum miðað við hefðbundin heldur var hlutfall þeirra sem fóru í dýrustu pakkningar umtalsvert meiri. Tilraun var gerð hjá Íslandssögu á Suðureyri og niðurstaðan var að aukið verðmæti vegna ofurkælingar var um 900 þúsund krónur á dag. Við vinnslu á ofurkældum flökum í ferskfisk útflutning skiluðu þau sér í pakkningar við ‐0,8 °C meðan hefðbundin vinnsla var við +2 til +5°C. Frysting á hluta af vatni í flökum (5‐30%) byggir upp mikla kæliorku sem viðheldur lágu hitastigi í gegnum alla vinnslu (flökun, roðrif og snyrtingu).   Niðurstöður rannsóknarteymis eru að með ofurkælingu um borð í veiðiskipi niður í  ‐1°C strax eftir blóðgun og slægingu verður notkun á  ís óþörf við geymslu í lest og lager í landi. Lest og kæliklefar verða keyrðar á ‐1°C sem dugar til að viðhalda ofurkælingu í langan tíma. Prófað var að geyma þorsk við þessar aðstæður í átta daga og niðurstöður rannsókna sýndu gæði hans við vinnslu hjá Fisk Seafood voru mikil og betri en með hefðbundinni vinnslu.

Five studies were conducted by a research team (superchill‐team) in the summer of 2014 to test the effects of superchilling on production and quality of whitefish. This project was based on published studies on superchilling, conducted in laboratories, but the superchill‐team conducted their study at industrialized conditions.   Conclusion of the research team suggests greater functionality than the scientific researches it was based on.   The main conclusion are that super‐chilling right after bleeding and gutting can significantly delay rigor mortis, but no spoilage take place before that process. It is well known that the main reasons for gaping in fish fillets are the contraction and relics causing by rigor mortis. Fish is 800 times more sensitive than meat, so it is perishables against handling in processing lines, like filleting, skinning and trimming.  One finding in these research is that by super chilling the fish before the process, the flesh is more stiff without being frozen, and can withstand handling in processing much better. The super chilled product is not only looking better compared to the traditional product, but the proportion of more valuable products were significantly higher.   A research made in the freezing plant Icelandic Saga in Sudureyri, gave a result were increased value due to super cooling was about 900 thousand ISK per day. In the same trial a temperature for fresh packed fillets for the British market, the product temp for super chill were  ‐0,8°C, but the traditional product were packed at +2 to +5 ° C. Freezing part of the water content of the fish, around 5‐30%, builds up a massive cooling energy that keeps low temperatures throughout the processing (filleting, skinning and trimming).   Results of the research team were thatsuper‐cooling fish on board a fishing vessel, down to ‐1°C immediately after bleeding and gutting make the use of ice in fish hold redundant.  The fish hold need to be run at ‐1 ° C which is sufficient to maintain the super‐cooling for a long time. The research team kept whole cod without ice for eight daysin container and ‐1°C, with exigent result and extremely good quality of product, significant better than the traditional process.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks / Comparison of wild and farmed cod muscle characteristics

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, María Guðjónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Kristján Jóakimsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Samanburður á eiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks / Comparison of wild and farmed cod muscle characteristics

Markmið verkþáttarins var að gera samanburð á eiginleikum þorskafurða sem unnar voru úr villtum þorski fyrir og eftir dauðastirðnun og aleldisþorski fyrir dauðastirðnun. Einnig að gera tilraunir með lageringu í krapa, ísprautun á saltpækli og ofurkælingu (-2,4°C) á eldisfiski til að kanna hvernig eiginleikar holdsins breytast við ólíka meðhöndlun. Dauðastirðnun hafði veruleg áhrif á þyngdaraukningu og saltupptöku við sprautun og lageringu. Upptaka pre-rigor sýnanna var frekar lág á meðan upptaka post-rigor villta þorsksins var umtalsverð. Pre-rigor fiskurinn var með undir 5% upptöku eftir pæklun á meðan villtur post-rigor var með tæplega 9% upptöku. Svipað munstur sást eftir sprautun, þar fékkst langmesta upptakan hjá villtum post-rigor fiski eða 16,5%. Saltinnihald flestra sýna var á bilinu 0,3-0,4%. Ekki sást neinn marktækur munur á milli ósaltaðra sýna. Í sprautusöltuðum hópum var aðeins saltupptaka í villtum þorski sem sprautaður var eftir dauðastirðnun. Hins vegar var saltupptaka í fiski sem var sprautaður fyrir dauðastirðnun óveruleg og átti það bæði við villtan þorsk og aleldisþorsk. Vatnsinnihald var hærra í villtum þorski samanborið við aleldisþorsk og einnig leiddi sprautusöltun til hærra vatnsinnihalds. Mælingar úr NMR mælingum gáfu vísbendingar um að munur væri á hreyfanleika vatnssameinda og mögulega staðsetningu vatns en það getur haft áhrif á vatnsheldnieiginleika vöðvans. Fiskflökin komu yfirleitt ágætlega út í hefðbundnu gæðamati, hvort sem um var að ræða sprautuð flök eða ómeðhöndluð flök. Los jókst ekki eins mikið yfir geymslutímann og búist var við, þó var töluvert los komið í aleldis pre- og villtan post á þrettánda geymsludegi. Í fyrri tilraunum hefur litur afurða úr aleldisfiski verið mjög hvítur þrátt fyrir að þær væru orðnar óneysluhæfar. Hins vegar gulna afurðir úr villtum þorski með geymslutíma. Niðurstöður í þessari tilraun staðfestu ekki þennan mun milli aleldisþorsks og villts þorsks.

Mikill munur kom fram á skynmatseiginleikum aleldisþorsks og villts þorsks eftir suðu, fyrst og fremst í áferð þar sem villtir hópar voru mun meyrari, maukkenndari og mýkri. Aleldishópar höfðu kjötkennd munnhrif, voru gúmmíkenndari og stamari, auk þess að hafa sætara bragð og mun meira kjötbragð og –lykt. Geymsluhitastig hafði almennt þau áhrif að skemmdareinkenni komu fyrr fram í afurðum sem geymdar voru við +1°C samanborið við -2,4°C. Geymsluþol aleldisþorsks sem geymdur var við -2,4°C var a.m.k 5 dögum lengra en sambærilegs hóps sem geymdur var við +1°C. Áhrif geymsluhitastigs komu einnig fram í örverufjölda sem ásamt sprautusöltun leiddu til meiri örverufjölda. Hins vegar var lítill munur á afurðum m.t.t. þess hvort vinnsla fór fram fyrir eða eftir dauðastirðnun. Rannsóknin var hluti af verkefninu „Vinnslu – og gæðastýring á eldisþorski, nánar tiltekið samantekt fyrir verkþátt 2 og 4.

Production of farmed cod is increasing rapidly, but quality appraisals show that farmed cod has different characteristic from wild cod. These different characteristics make traditional production methods not suitable for farmed cod and therefore it is necessary to analyse those characteristics and adjust production methods especially for farmed cod. Matis ohf has been involved in farmed cod research from its foundation and the company built its foundation on the work which was done by its predecessors. The aim of this project was to look at these different characteristics between farmed and wild cod, pre and post rigor. The aim was also to do experiments with injection of brine and superchilling (-2,4°C) and detect the impact of different methods. NMR was used to analyse difference in longitudinal relaxation time (T1), between the samples, farmed cod had lower values for T1 than wild one. Therefore the mobility of water indicates difference in structure between the samples. High levels of glycogen are usually found in farmed cod which results in sharp fall of pH after slaughter. This low pH affects texture, because of collagen degradation which results in gap formation. The low pH also affects water holding capacity of the farmed cod. Measurements have shown higher pH in wild cod and this difference continues through low temperature storage. Texture measurements after 2 days storage indicates that farmed cod is lower in firmness than wild one, regardless whether the fish is filleted pre- or post rigor. Sensory panels have also detected difference between wild and farmed cod. Wild cod is more tender and mushier, while the farmed one has more meaty texture, is more rubbery and has a clammy texture. Also the farmed fish has sweeter taste and more meaty taste and smell. Farmed cod is different from wild cod in many aspects. Therefore it is necessary to know those aspects and adjust processes especially for production of consumer goods from farmed cod.

Skýrsla lokuð til desember 2011 / Report closed until December 2011

Skoða skýrslu
IS