Skýrslur

Kryddjurtir – Eiginleikar og áhrif á geymsluþol matvæla / Herbs – Properties and effects on shelf-life of foods

Útgefið:

09/12/2024

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Léhna Labat, Þóra Valsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

Matvælasjóður / Icelandic Food Innovation Fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Markmið verkefnisins um kryddjurtir var að rannsaka áhrif kryddjurta á geymsluþol matvæla en mikill áhugi er á hagnýtingu náttúrulegra hráefna í stað rotvarefna til að ná viðunandi geymsluþoli matvæla. Í verkefninu var athyglinni fyrst og fremst beint að einni kryddjurt, sítrónumelissu. Ljóst er að sítrónumelissan býr yfir andoxunarvirkni samkvæmt mælingum í verkefninu. Andoxunarefnin gegna mikilvægu hlutverki fyrir heilsu, þau sporna gegn myndun skaðlegra efna í líkamanum og draga úr óæskilegum breytingum.

Í verkefninu kom í ljós að þættir í sítrónumelissu geta hamlað fjölgun örvera og að sítrónumelissa er því meðal mögulegra hráefna sem geta lengt geymsluþol matvæla. Á þessu stigi er þó ekki tímabært að nota sítrónumelissu alfarið í stað rotvarefna sem fram til þessa hafa verið nauðsynleg fyrir matvælaöryggi. Þessa þróun ætti að taka í varfærnum skrefum og fylgjast með öryggi afurðanna. Hafa má í huga að notkun sítrónumelissu í matvæli treystir hollustuímynd varanna vegna andoxunarefna, vítamína og annarra næringarefna. Í tilraunum kom í ljós að sítrónumelissa hamlaði gegn vexti örvera við vissar aðstæður. Pressaður safi úr sítrónumelissu var til skoðunar og býður hann upp á hagnýtingu. Við geymslu á sítrónumelissu og fleiri kryddjurtum við 3-4 °C kom í ljós að skemmdarferlar gengu hægt fyrir sig.
_____
Lemon balm is a plant that belongs to the group of herbs. In this project the properties of lemon balm were studied to test if the plant could be used to prolong shelf life of processed foods and thus replace food additives.

Considerable antioxidant activity was measured in lemon balm. It was also found that lemon balm can act as an antimicrobial agent to delay the growth of bacteria in fish balls and meat balls. The antimicrobial activity was dependent on the form of lemon balm. Lemon balm juice can be used in product development.

Lemon balm added to processed foods will provide increased content of antioxidants and vitamins. The use of lemon balm to replace preservatives should only be used stepwise and safety of the food should be checked during changing of recipes.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sýnatökur á jarðhitasvæðum 2024: Skýrsla Matís til NÍ vegna eftirlits með framkvæmd rannsóknaleyfis og upplýsingagjöf um sýni og niðurstöður

Útgefið:

12/12/2024

Höfundar:

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Styrkt af:

Horizon Europe

Tengiliður

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð.

Skoða skýrslu

Ritrýndar greinar

Is renewing Icelandic demersal trawling vessels resulting in lower greenhouse gas emissions?

Tengiliður

Guðrún Svana Hilmarsdóttir

Sérfræðingur

gudrun.svana@matis.is

Understanding and reducing the greenhouse gas emissions of bottom trawl fisheries is of importance, as it directly impacts efforts to mitigate climate change and promotes sustainable fishing practices. As a considerable part of global landings is fished using demersal trawls and vessel renewal is often mentioned as an important mitigation measure. This study compares the greenhouse gas emissions of older and newer trawlers in the Icelandic fleet, using Life Cycle Assessment methodology with the functional unit “1 kg of demersally trawled fish at landing”. The global warming potential (kg CO2-eq) from older Icelandic bottom trawlers was assessed and compared to the newer ones, where older vessels were in some cases being decommissioned. A total of 11 trawlers were assessed, providing a cross section of the Icelandic bottom trawler fleet, with respect to age, size, catch composition and onboard operations. The results show that freezer trawling was more energy-intensive compared to trawlers landing their catches chilled/superchilled. Fleet renewal alone does not explain the reduction in fuel use and greenhouse gas emissions in the Icelandic bottom trawl fleet between 2012 and 2022, highlighting the need for a comprehensive approach considering multiple factors such as catch composition, fishing ground, and vessel characteristics, which explained 87% of the emissions. Catching indicated increased fuel consumption compared to steaming. The greenhouse gas emissions allocated to each demersal fish species ranged on average from 0.5 to 1.0 kg CO2-eq/kg of the weight of demersal fish landed, and from 1.4 to 2.7 kg CO2-eq/kg of the edible part of demersal fish landed (mass allocation), where redfish stood out as having the highest emissions.

Skýrslur

Könnun á hraðvirkum aðferðum til að mæla fitu í lambavöðvum / On line technologies to measure intramuscular fat in lamb carcases

Útgefið:

04/12/2024

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Þróunarfé sauðfjárræktar

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Fitusprenging hefur ekki verið mæld við gæðamat á lamba- og ærskrokkum því ekki er hægt að sjónmeta vöðva þar ekki er skorið á skrokkana eftir kælingu í sláturhúsum.  Það er að breytast. Ástralía stærsti útflytjandi á lambakjöti í heiminum hefur tekið innanvöðvafitu upp sem kynbótamarkmið.  Til að kynbæta fyrir og greiða bændum fyrir fitu í vöðvum lambaskrokka þarf hraðvirkar og sjálfvirkar mælingar á heitum skrokkum á sláturlínunni.  Meat and Livestock Australia og opinberir aðilar hafa stutt þróun og prófun á mælum sem byggja á mismunandi tækni.  Einn mælir  hefur verið vottaður og er í prófun/notkun í nokkrum sláturhúsum í Ástralíu og Nýja Sjálandi.  Mælirinn er frá Meqprobe og byggir á að nemum er stungið í heitan hryggvöðva á sláturlínu, sem meta innanvöðvafitu með leysitækni.

Aðrir mælar t.d. ljósmælir (OCT), sem byggir á aðlögun nála sem notaðar hafa verið við myndgreiningar í læknisfræði til að mæla innanvöðvafitu og aðra eiginleika,  og segulómmælir  (NMR) eru enn í þróun.

Tilgangurinn með að taka innanvöðvafitu inn í gæðamatið er að skapa lambakjöti frá Ástralíu sérstöðu á kröfuhörðum mörkuðum í öðrum löndum sem eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir meiri bragðgæði.

Í skoðun er hvort kynbæta eigi fyrir innanvöðvafitu í íslensku sauðfé.  Aðstæður á Íslandi eru allt aðrar en í Ástralíu þar sem slátrað er um 25 milljón lömbum á ári,  aldur við slátrun er 6-8 mánuðir, meðalfallþungi 25 kg og um 70% framleiðslunnar er selt út landi. Sláturhúsin á Íslandi gætu verið of lítil til að standa undir kostnaði við hlutlægt mat á fitu í vöðva og einnig er spurning hvort það þjóni einhverjum tilgangi bæði gagnvart bændum og ólíkum mörkuðum.  Annar kostur er að einbeita sér að kynbótum og mæla innanvöðvafitu í hryggvöðva lamba frá afkvæmarannsóknabúum  daginn eftir slátrun í kælum sláturhúsa.  Þá þyrfti að skera á skrokkana til að komast að hryggvöðvum lambanna og nota NIR-mæla eða myndgreiningu til að mæla fitu í vöðva.

NIR mælir frá fyrirtækinu  SOMA OPT hefur hlotið vottun í Ástralíu til að mæla innanvöðvafitu í hryggvöðvum lambaskrokka. Þá er verið að aðlaga myndgreiningarbúnað fyrir nautakjöt yfir á lambakjöt. Einnig er áhugavert að fylgjast með þróun á tækni fyrir myndgreiningu með venjulegum farsímum.

Einnig er áhugavert að fylgjast hvort hægt verði að nota ómskoðun á lifandi fé til að segja til um innanvöðvafitu. Skýrsla þessi er samantekt um þróun mælibúnaðar í tengslum við innanvöðvafitu í lömbum í Ástralíu og Nýja Sjálandi.  Hún er hluti af verkefninu „Fitusprenging í lambakjöti sem styrkt er af Þróunarfé í sauðfjárrækt.
_____

Marbling of muscle is now a sheep breeding objective in Australia and New Zealand. Marbling has in breeding programmes been evaluated in the loin muscles of carcasses of lambs from progeny testing either by sampling muscle for chemical analysis or measuring samples or muscle surfaces by Near Infrared Reflectance (NIR) instruments.  Rapid, accurate and reliable techniques for measuring intramuscular fat in loin muscles of lamb carcasses are needed if it is to be included in price to farmers, grading and further processing and marketing. This is being done in Australia and New Zealand.  Different technologies have been developed and tested with the support of MLA (Meat and Livestock Australia).

Online technologies of interest include:

“MEQ (Meat Eating Quality) probe” is an industry applicable technology to estimate intramuscular fat (IMF) percent in lamb inserting laser-based probes in the loin muscle of hot carcases. It has been granted conditional AUS-MEAT accreditation to measure IMF% in hot lamb carcases and is being used and tested in abattoirs in Australia and New Zealand.

The start up company Miniprobes has developed a needle with a fibre optic probe to measure IMF based on optical coherence tomography (OCT).

The company AMPC is developing the Marbl™ technology using a single-sided nuclear magnetic resonance sensor alongside the longissimus muscle to capture IMF measurements without penetrating the carcass.

NIR analyser from the company SOMA OPT has been accredited Australia for estimating intramuscular fat in lamb loin muscles. It is based on cut carcases technology which can be used in research and progeny testing.

Including intramuscular fat as a breeding goal in sheep production in Iceland is being considered. It is still too early to say if it is feasible. Data must be collected from progeny testing for many years using the SOM OPT NIR meter or similar tools to see if there is enough genetic variation to justify intramuscular fat as a breeding objective. The small size of sheep production in Iceland with around 400 thousand lambs slaughtered in 8 weeks each year in 3-4 abattoirs will probably make it too expensive to adapt sophisticated online technologies to measure and use intramuscular fat to control and improve the eating quality of the meat.

Skoða skýrslu

Námskeið

Meðhöndlun matvæla fyrir starfsfólk eldhúsa og mötuneyta

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Matís býður upp á námskeið, varðandi meðhöndlun á matvælum, hreinlæti, helstu áhættur og matvælaöryggi, sem er sérstaklega miðað að starfsfólki í mötuneytum, eldhúsum og veitingahúsum. Tilgangur námskeiðanna er að tryggja að þekking og skilningur aðila sem meðhöndla matvæli á matvælaöryggi og hreinlæti, sé gott, til að lágmarka áhættu á að skaðlegar sýkingar berist í matvæli og ógni þar með heilbrigði og öryggi neytenda. Námsefnið er viðurkennt af Matvælastofnun. Boðið verður upp á námskeiðið bæði sem staðnámskeið og vefnámskeið.

Matís og sérfræðingar þess eru bakhjarlar þessa verkefnis, en námsefnið er viðurkennt af Matvælastofnun. Fræðsluefnið er unnið úr ýmsum gögnum s.s. þeim lögum og reglugerðum sem fjalla um matvæli, úr fyrri rannsóknum og því náms- og kynningarefni sem útbúið hefur verið hjá Matís og Matvælastofnun.

Áætlað er að tvær til þrjár kennslustundir (3×45 mín) taki nemanda að lesa yfir og tileinka sér það sem borið er fram og að taka próf í lok námskeiðs. Hafi þátttakandi staðist prófið, er gefið út vottorð s.k. matvælaöryggis skírteini. Skírteinið er staðfesting á að þátttakandi hafi aflað sér staðgóðrar þekkingar vegna vinnu við meðhöndlun matvæla samkvæmt kröfum þeirra reglugerða sem mötuneytum og veitingahúsum ber að fara eftir. Krafist er 80% réttrar svörunnar og mögulegt er að endurtaka prófið tvisvar.

Farið er í eftirfarandi þætti:

Matvælaöryggi

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni deyja um 240 þúsund manns ár hvert af völdum matarsýkinga eða matareitranna, og þriðjungur eru börn undir fimm ára aldri. Það má því segja að matvælaöryggi sé dauðans alvara. Í þessum hluta er farið yfir helstu hættur í matvælum og hver er hugsanlegur uppruni þeirra. Sérstök áhersla er lögð á sjúkdómsvaldandi örverur, hverjar eru þær helstu og hvernig komast þær í matvæli. Þá er einnig rætt um hvernig þær ná að fjölga sér og hverjar eru helstu afleiðingar nái þær að sýkja neytendur.

Fjallað er um hvaða hættur tengjast matvælum og farið yfir flokkana (eðlis-, efna- og líffræðilegar hættur, þar sem fjallað er um hvers konar hættur þar er að finna og hvar þær gætu verið). Þá er fjallað um hvernig á að verjast því að hætturnar komið í matvæli og neytendur. Farið er yfir meðhöndlun og geymslu matvæli og einnig fjallað um þrif og umgengni um matvæli. Að lokum er farið yfir nauðsyn skráninga.

Meðhöndlun og geymsla matvæla

Í þessum hluta er fjallað um hvernig verja má matvæli frá utanaðkomandi smiti. Þá fariðyfir mikilvægi rétts hitastigs við matreiðslu, framreiðslu, kælingu og geymslu matvæla.

Hreinlæti

Farið yfir mikilvægi þrifa og sótthreinsunar á umhverfi og áhöldum sem notuð eru við tilbúning matar og sérstök áhersla lögð á hreinlæti og heilbrigði þeirra sem meðhöndla óvarin matvæli.

Hættugreining og mikilvægir stýristaðir (HACCP)

Matvælareglugerðir kveða á um að öll meðhöndlun og vinnsla matvæla skuli byggð á HACCP hugmyndafræðinni. Farið er yfir hvað það þýðir og hvaða kröfur eru gerðar til mismunandi fyrirtækja og stofnana.

5 Ofnæmisvaldar

Ákveðin matvæli og innihaldsefni geta kallað fram sterk ofnæmisviðbrögð hjá vissum einstaklingum. Fjallað er um hvaða matvæli og innihaldsefni það eru og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem bjóða fram matvæli sem innihalda slík efni.

Upplýsingar um námskeið (PDF)

Verð á vefnámskeiði eru 22 þúsund krónur. Dagsetningar verða auglýstar síðar.

Frekari upplýsinar veitir Óli Þór Hilmarsson, olithor@matis.is.

Fréttir

Námskeið um meðhöndlun matvæla fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Matís býður upp á námskeið, varðandi meðhöndlun á matvælum, hreinlæti, helstu áhættur og matvælaöryggi, sem er sérstaklega miðað að starfsfólki í mötuneytum, eldhúsum og veitingahúsum. Tilgangur námskeiðanna er að tryggja að þekking og skilningur aðila sem meðhöndla matvæli á matvælaöryggi og hreinlæti, sé gott, til að lágmarka áhættu á að skaðlegar sýkingar berist í matvæli og ógni þar með heilbrigði og öryggi neytenda. Námsefnið er viðurkennt af Matvælastofnun. Boðið verður upp á námskeiðið bæði sem staðnámskeið og vefnámskeið.

Matís og sérfræðingar þess eru bakhjarlar þessa verkefnis, en námsefnið er viðurkennt af Matvælastofnun. Fræðsluefnið er unnið úr ýmsum gögnum s.s. þeim lögum og reglugerðum sem fjalla um matvæli, úr fyrri rannsóknum og því náms- og kynningarefni sem útbúið hefur verið hjá Matís og Matvælastofnun.

Áætlað er að tvær til þrjár kennslustundir (3×45 mín) taki nemanda að lesa yfir og tileinka sér það sem borið er fram og að taka próf í lok námskeiðs. Hafi þátttakandi staðist prófið, er gefið út vottorð s.k. matvælaöryggis skírteini. Skírteinið er staðfesting á að þátttakandi hafi aflað sér staðgóðrar þekkingar vegna vinnu við meðhöndlun matvæla samkvæmt kröfum þeirra reglugerða sem mötuneytum og veitingahúsum ber að fara eftir. Krafist er 80% réttrar svörunnar og mögulegt er að endurtaka prófið tvisvar.

Farið er í eftirfarandi þætti:

1 Matvælaöryggi

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni deyja um 240 þúsund manns ár hvert af völdum matarsýkinga eða matareitranna, og þriðjungur eru börn undir fimm ára aldri. Það má því segja að matvælaöryggi sé dauðans alvara. Í þessum hluta er farið yfir helstu hættur í matvælum og hver er hugsanlegur uppruni þeirra. Sérstök áhersla er lögð á sjúkdómsvaldandi örverur, hverjar eru þær helstu og hvernig komast þær í matvæli. Þá er einnig rætt um hvernig þær ná að fjölga sér og hverjar eru helstu afleiðingar nái þær að sýkja neytendur.

Fjallað er um hvaða hættur tengjast matvælum og farið yfir flokkana (eðlis-, efna- og líffræðilegar hættur, þar sem fjallað er um hvers konar hættur þar er að finna og hvar þær gætu verið). Þá er fjallað um hvernig á að verjast því að hætturnar komið í matvæli og neytendur. Farið er yfir meðhöndlun og geymslu matvæli og einnig fjallað um þrif og umgengni um matvæli. Að lokum er farið yfir nauðsyn skráninga.

2 Meðhöndlun og geymsla matvæla

Í þessum hluta er fjallað um hvernig verja má matvæli frá utanaðkomandi smiti. Þá fariðyfir mikilvægi rétts hitastigs við matreiðslu, framreiðslu, kælingu og geymslu matvæla.

3 Hreinlæti

Farið yfir mikilvægi þrifa og sótthreinsunar á umhverfi og áhöldum sem notuð eru við tilbúning matar og sérstök áhersla lögð á hreinlæti og heilbrigði þeirra sem meðhöndla óvarin matvæli.

4 Hættugreining og mikilvægir stýristaðir (HACCP)

Matvælareglugerðir kveða á um að öll meðhöndlun og vinnsla matvæla skuli byggð á HACCP hugmyndafræðinni. Farið er yfir hvað það þýðir og hvaða kröfur eru gerðar til mismunandi fyrirtækja og stofnana.

5 Ofnæmisvaldar

Ákveðin matvæli og innihaldsefni geta kallað fram sterk ofnæmisviðbrögð hjá vissum einstaklingum. Fjallað er um hvaða matvæli og innihaldsefni það eru og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem bjóða fram matvæli sem innihalda slík efni.

Verð á vefnámskeiði eru 22 þúsund krónur. Dagsetningar verða auglýstar síðar.

Frekari upplýsinar veitir Óli Þór Hilmarsson, olithor@matis.is.

Mynd: Shutterstock

Ritrýndar greinar

Environmental impacts of different single-use and multi-use packaging systems for fresh fish export

Tengiliður

Guðrún Svana Hilmarsdóttir

Sérfræðingur

gudrun.svana@matis.is

The production and pollution of plastic present a significant threat to global ecosystems, where annual plastic emissions in aquatic ecosystems are projected to triple between 2020 and 2030. Currently, plastics are widely used for food packaging but depending on the polymers, properties, the recyclability ratio of the plastics varies. Polymers, such as polyethylene (PE), polyurethane (PUR), and expanded polystyrene (EPS), are widely used for packaging and transporting foods such as fresh fish, where multi-use fish tubs often consist of PE and/or PUR and single-use boxes of EPS. This study evaluated the environmental impacts of reusable tubs of different volumes and sizes made of PE/PUR vs single-use EPS boxes, transporting 1000 tons (T) of fresh fish from Iceland to Europe, per year based on life cycle assessment methodology. This is to identify the packaging solution with the lowest environmental impact. The overall results show that multi-use tubs had lower environmental impacts when transporting 1000 T of fresh fish from Iceland to Europe per year, even during first year of usage. For Global warming impacts, producing and using EPS boxes for transporting 1000 T of fresh fish was 141 T CO2-eq and ranged from 4 to 46 T CO2-eq for variating multi-use packaging solutions for one year. The weight of the raw materials (plastics) and size of the tubs were key factors affecting the environmental impacts when transporting the tubs.

Ritrýndar greinar

Near-Infrared Spectroscopy and Chemometrics for Effective Online Quality Monitoring and Process Control during Pelagic Fishmeal and Oil Processing

Tengiliður

María Guðjónsdóttir

Verkefnastjóri

mariag@matis.is

Near-infrared spectroscopy has become a common quality assessment tool for fishmeal products during the last two decades. However, to date it has not been used for active online quality monitoring during fishmeal processing. Our aim was to investigate whether NIR spectroscopy, in combination with multivariate chemometrics, could actively predict the changes in the main chemical quality parameters of pelagic fishmeal and oil during processing, with an emphasis on lipid quality changes. Results indicated that partial least square regression (PLSR) models from the NIR data effectively predicted proximate composition changes during processing (with coefficients of determination of an independent test set at 𝑅2𝐶𝑉RCV2 = 0.9938, RMSECV = 2.41 for water; 𝑅2𝐶𝑉RCV2 = 0.9773, RMSECV = 3.94 for lipids; and 𝑅2𝐶𝑉RCV2 = 0.9356, RMSECV = 5.58 for FFDM) and were successful in distinguishing between fatty acids according to their level of saturation (SFA (𝑅2𝐶𝑉=0.9928, 𝑅𝑀𝑆𝐸𝐶𝑉=0.24) RCV2=0.9928, RMSECV=0.24), MUFA (𝑅2𝐶𝑉=0.8291, 𝑅𝑀𝑆𝐸𝐶𝑉=1.49)RCV2=0.8291, RMSECV=1.49), PUFA (𝑅2𝐶𝑉=0.8588, 𝑅𝑀𝑆𝐸𝐶𝑉=2.11)RCV2=0.8588, RMSECV=2.11)). This technique also allowed the prediction of phospholipids (PL 𝑅2𝐶𝑉=0.8617, 𝑅𝑀𝑆𝐸𝐶𝑉=0.11RCV2=0.8617, RMSECV=0.11, and DHA(𝑅2𝐶𝑉=0.8785, 𝑅𝑀𝑆𝐸𝐶𝑉=0.89) RCV2=0.8785, RMSECV=0.89)  and EPA content 𝑅2𝐶𝑉=0.8689, 𝑅𝑀𝑆𝐸𝐶𝑉=0.62)RCV2=0.8689, RMSECV=0.62) throughout processing. NIR spectroscopy in combination with chemometrics is, thus, a powerful quality assessment tool that can be applied for active online quality monitoring and processing control during fishmeal and oil processing.

Fréttir

Matís leitar eftir metnaðarfullum sérfræðingi í matvælaörverufræði

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá Matís starfar um 100 manna öflugur hópur starfsfólks sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs og tryggja matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almennar örverurannsóknir með faggildum aðferðum
  • Þátttaka í færni-prófunum á sviði matvæla og lyfja
  • Þátttaka í innri samanburðarsýnaprófunum á ýmsum matvælasýklum
  • Þátttaka í verkefnum sem heyra undir tilvísunarrannsókna fagsviðsins
  • Uppbygging faglegrar áherslu varðandi þjónustumælinga í örverufræði

Hæfnikröfur

  • Menntun í matvælafræði, lífeindafræði, líffræði eða skyldum greinum er skilyrði
  • Reynsla af rannsóknum og mælingum er æskileg
  • Jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum eru skilyrði
  • Samstarfshæfni og sveigjanleiki
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Góð almenn íslensku- og enskukunnátta bæði í tali og riti.
  • Góð almenn tölvukunnátta

Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu Matís við Vínlandsleið 12, Reykjavík.

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Upplýsingar veitir Sæmundur Sveinsson, fagstjóri örverumælinga og erfðagreininga, saemundurs@matis.is, 422 5130.

Fréttir

E. coli STEC í nauthakki – Uppruni matarborins smits staðfestur með heilraðgreiningu á Matís

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Matís getur greint hvort E.coli STEC sé í matvörum

Undanfarnar tvær vikur hafa sérfræðingar Matís unnið hörðum höndum að því að rekja uppruna hópsýkingar af völdum E. coli STEC sem upp kom í leikskóla í Reykjavík um miðjan október. Rannsóknin var unnin í nánu samstarfi við Matvælastofnun, Sóttvarnarlækni, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Fjöldi matvæla, sem lágu undir grun, voru skimuð fyrir
E. coli STEC en þessi baktería getur leynst víða. Fljótlega kom í ljós að hakk, sem notað var í matseld á leikskólanum, var langlíklegasti uppruni smitsins. Mikill fjöldi bakteríustofna var ræktaður úr hakkinu og að lokum tókst að einangra þrjá stofna sem innihéldu einkennandi meinvirknigen og voru af sömu sermisgerð og stofn sem einangraður var úr sjúklingi. Erfðamengi þessara fjögurra stofna var að lokum heilraðgreint á Matís. Sú greining leiddi í ljós að stofnar úr hakkinu og sjúklingi voru erfðafræðilega eins. Matís var brautryðjandi í innleiðingu þessarar aðferðafræði hér á landi til að rekja uppruna matarborinna sýkinga.

Matís vill að lokum vekja athygli á að fyrirtækið býður upp á greiningar á E. coli STEC í matvælum. Matís er tilvísunarrannsóknastofa (NRL) í þessum greiningum hér á landi. Það þýðir að Matís uppfærir sífellt aðferðir sínar í samræmi við nýjustu þekkingu og aðferðir í Evrópu. E. coli STEC er baktería sem getur valdið alvarlegum veikindum.

Fréttatilkynning MAST

IS