Skýrslur

Growth and digestibility study with an additional faeces consistency test in Atlantic Salmon (Salmo salar)

Útgefið:

21/10/2024

Höfundar:

Wolfgang Koppe, Sven-Ole Meiske, Georges Lamborelle & David Sutter

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð / This report is closed.

Skoða skýrslu

Fréttir

Nýr gagnagrunnur um örverur í matvælum og framleiðsluumhverfi

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Örverur eru hluti af matnum okkar. Þekking á því hvaða örverur finnast í matvælum og í framleiðsluumhverfi er þó enn takmörkuð. Nýleg rannsókn, sem Matís tók þátt í, hefur veitt nýja innsýn í þetta viðfangsefni. Niðurstöðurnar munu stuðla að betri skilningi á áhrifum örvera á ýmsa þætti matvæla, eins og geymsluþol, öryggi, gæði og bragð.

Rannsóknin var hluti af Evrópuverkefninu MASTER,  sem sameinaði 29 samstarfsaðila frá 14 löndum. Eitt af markmiðum verkefnisins var að skapa gagnagrunn utan um örverur í matvælum  með því að raðgreina erfðaefni úr 2533 sýnum sem tekin voru  úr ýmsum matvælum og framleiðsluumhverfi þeirra. Matís sá um að rannsaka sýni úr íslenskum fiskvinnslum en rannsóknarverkefnið náði til allra helstu fæðuflokka. Þetta er stærsta rannsókn sem hefur verið gerð á örverusamsetningu í matvælum og framleiðsluumhverfi en betri skilningur á þessum örverum gæti stuðlað að bættri heilsu fólks þar sem sumar örverur úr matvælum geta orðið hluti af örveraflóru okkar.

Alls voru 10899 fæðutengdar örverur greindar í þessum sýnum, þar sem helmingur þeirra voru áður óþekktar tegundir. Niðurstöðurnar sýndu að matvælatengdar örverur mynda að meðaltali um 3% af þarmaflóru fullorðinna en um 56% af þarmaflóru ungbarna.

„Þessar niðurstöður benda til þess að sumar örverur í þörmum okkar komi beint úr mat, eða að mannkynið hafi sögulega fengið þær úr  fæðunni, þar sem þær hafa síðar aðlagast og orðið hluti af þarmaflóru mannsins,“ segir Nicola Segata, örverufræðingur við háskólann í Trento og Evrópsku krabbameinsstofnunina í Mílanó.  Þótt 3% kunni að virðast lágt hlutfall, þá geta þessar örverur haft mikil áhrif á virkni þarmaflórunnar. Gagnagrunnurinn er því mikilvægt framlag til vísinda og lýðheilsu, þar sem hann mun nýtast við rannsóknir á áhrifum matvælatengdra örvera á heilsu okkar.

Þó að fáar sjúkdómsvaldandi örverur hafi verið greindar í matvælasýnunum, voru nokkrar tegundir sem geta verið óæskilegar vegna áhrifa þeirra á bragð eða geymsluþol matvæla. Þekking á því hvaða örverur tilheyra ákveðnum matvælum getur því verið gagnlegt  fyrir framleiðendur, bæði  stóra og smáa, til að bæta vörugæði. Einnig geta þessar upplýsingar aðstoðað við matvælaeftirlit við að skilgreina hvaða örverur ættu og ættu ekki að vera til staðar í tilteknum matvælum ásamt því að rekja og votta uppruna þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar 29. ágúst síðastliðinn í tímaritinu Cell Press og gagnagrunnurinn er nú aðgengilegur. Niðurstöður sem sérstaklega varða sjávarafurðir hafa einnig verið birtar í tímaritinu Heliyon sem er gefið út af Cell Press.  Rannsóknin er sem fyrr segir hluti af evrópska rannsóknaverkefninu MASTER og var styrkt af Horizon 2020, Horizon Europe, Utanríkisráðuneyti Ítalíu, Evrópska rannsóknarráðinu, Spænska vísinda- og nýsköpunarráðuneytinu, Vísindastofnuninni á Írlandi og Írska landbúnaðar-, matvæla- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Fréttir

Workshop on Catch Quality and Pricing in the Nordic Region

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Thursday November 7th 2024. Held in Ríma conference room in Harpa, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Supported by Nordic Council of Ministers – Working Group for Fisheries (AG-Fisk).

Workshop description:

The workshop is held to discuss and investigate factors that affect catch quality and pricing, how they interconnect and differ between the Nordic countries. This includes discussions on quality characteristics, how quality parameters currently are and should be measured, regulation frameworks and what affects pricing and market situations. The outcome of the workshop will outline the strengths of different strategies that relate to catch quality within the Nordic region and explore if there are opportunities to implement different methods  between regions to achieve higher overall catch quality and value.

Revised suggestions for topics in the workshop agenda are:

  • Price and catch value: What affects the prices? Are they reflected correctly by quality parameters?
  • Quality characteristics: What are the most important quality parameters (handling factors, fish size, condition factor,…)? How do we measure the catch quality parameters? Suggestions for standardization of quality assessment?
  • Fishing methods: How do different fishing strategies and methods affect catch quality?
  • Regulations and legal matters: How do regulation vary between the Nordic countries? How does the regulation work across the countries and are there lessons to be transferred?
  • Market aspects: How do prices differ between direct sales vs auction markets and Vertically integrated company’s vs fish market.

Program draft:

9:30 – 12:00 Workshop presentations and discussion

9:30 Opening and short introduction from Jónas R. Viðarsson, Matís

9:45 -10:45

  • Catch quality parameters and fishing gear, Sæmundur Elíasson from Matís and the University of Akureyri.
  • Price and catch value – Norway vs. Denmark market, Geir Sogn-Grundvåg from Nofima
  • Fishmarkets perspectives on price and quality, Bjarni R. Heimisson from the Icelandic fishmarkets (Reiknistofnun Fiskmarkaða)

10:45 Coffee break

11:00 -12:00

  • Can ecolabels tune a supply chain? The case of MSC certified haddock from Norway, Julia Bronnmann, University of Southern Denmark.
  • Pricing and markets, Direct sales vs. Auction, Freysteinn N. Mánason from the University of Akureyri

12:00 – 13:30 Lunch and networking with the Icelandic Seafood Conference

13:30 – 15:00 Group discussion and analysis

15:30 Round up

16:00 Refreshments with the Seafood Conference

Skýrslur

Improving gill and skin health in Atlantic salmon (salmo salar) post-smolts with increasing levels of dietary purified nucleotides – Method development

Útgefið:

02/10/2024

Höfundar:

Eric Seifert, Wolfgang Koppe, Sven-Ole Meiske, Georges Lamborelle & David Sutter

Tengiliður

Georges Lamborelle

Stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvar

georges@matis.is

Þessi skýrsla er lokuð. This report is closed.

Skoða skýrslu

Fréttir

Skyr sem líffræðilegur menningararfur: Hver er þín reynsla af skyri?

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Skyr er hefbundin íslensk afurð sem að öllum líkindum hefur verið gerð á Íslandi frá landnámi en mjólkurafurð undir þessu sama heiti var þá þekkt á öllum Norðurlöndunum. Skyrgerð virðist þó eingöngu hafa varðveist á Íslandi. Skyrgerð var leið til að varðveita mjólk og hámarka fæðugildi en skyrið var mikilvæg grunnfæða sem hjálpaði Íslendingum að lifa af. Áður fyrr þótti smjör vera úrvalsfæða en skyrið vera matur fátæka mannsins. Nú vitum við að vegna mikils próteininnihalds í skyri hafi það sannarlega verið hjálpræði fátækari heimila og gefið þá orku sem þurfti til daglegrar vinnu. Skyr er búið til úr undanrennu sem verður eftir þegar rjóminn er skilinn frá mjólkinni til smjörgerðar. Skyr er enn vinsæll matur og um aldir var það langalgengasta mjólkurvaran á Íslandi ásamt smjöri og mysu.

Líklega hefur skyrið á landnámsöld verið ólíkt því sem við þekkjum í dag, bæði súrara og þynnra. Mikil breyting hefur orðið á framleiðslu skyrs á síðustu öld með tilkomu verksmiðjuframleiðslu þess. Skyr er mikilvægur hluti af menningararfi okkar Íslendinga og því nauðsynlegt að öðlast meiri þekkingu á þessari afurð.

Nýverið hófu Matís og Háskóli Íslands rannsókn á íslensku skyri sem líffræðilegum menningararfi. Rannsóknin leiðir saman bændur, þjóðfræðinga, mjólkufræðinga, matvælafræðinga og líffræðinga og beinir sjónum að samvinnu tegundanna sem koma að því að búa til skyrið: menn, húsdýr og örverur. Lifandi skyrgerlar eru gott dæmi um hvernig samlífi örvera og manna í gegnum aldirnar hefur stuðlað að fjölbreyttri örveruflóru í skyri og í þörmum Íslendinga. Í verkefninu verður þessi fjölbreytileiki rannsakaður og stefnt að því að endurskapa afbrigði af skyri sem samsvara bragði og áferð fyrri tíma út frá minningum landsmanna um skyr og reynslu bænda og mjólkurfræðinga af skyrgerð. Markmiðið er að dýpka skilning á fjölbreytileika og seiglu líffræðilegs menningararfs með því að skoða margbreytileika og umbreytingu skyrs í gegnum tíðina.Óskað er eftir viðmælendum sem hafa reynslu af því að búa til skyr bæði fyrr og nú og viðmælendum sem hafa borðað skyr í marga áratugi og geta sagt frá skyri frá fyrri tíð og breytingum sem þeir hafa upplifað. Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni eru vinsamlegast beðin að hafa samband við Jón Þór Pétursson þjóðfræðing eða Þóru Valsdóttur matvælafræðing á netfangið skyrlifi@gmail.com eða í síma 853-5118. Sjá nánar um verkefnið á www.matis.is.

Skýrslur

Food industry communication with next generation consumers: knowledge, engagement, empowerment, food values

Útgefið:

29/12/2021

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir Matís og HÍ, Berglind Lilja Guðlaugsdóttir HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir HÍ, Eva Margrét Jónudóttir Matís, Þóra Valsdóttir Matís og Guðjón Þorkelsson Matís

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fólk færist sífellt fjær frumframleiðslu matvæla og tenging við hráefni og vinnslu þess er oft óljós. Ungt fólk er neytendur framtíðarinnar. Viðhorf þeirra og traust til matvæla skiptir matvælaframleiðendur því miklu máli. Þarfir og gildi ungs fólks eru ekki endilega þau sömu og eldra fólks. Markmið verkefnisins WeValueFood var að leita leiða til að auka skilning og þekkingu ungs fólks þannig að það átti sig á gildum og verðmætum matvæla og verði meðvitaðri um mat í víðu samhengi.

Þrjár vinnustofur voru haldnar á vegum Matís, þar sem nemendur á háskólastigi og íslenskur matvælaiðnaður voru leiddir saman. Vinnustofurnar beindust að núverandi samskiptamynstri og upplýsingagjöf iðnaðarins til neytenda og var markmiðið að styðja við samskipti matvælaiðnaðarins við neytendur framtíðarinnar. Ýmis matvælafyrirtæki og hagmunaaðilar komu að vinnustofunum og  unnu með ungum neytendum við að skilgreina matvælagildi og eiga samtal um samskiptaleiðir. Áhersla var lögð á að auka áhuga og þekkingu á matvælum til að stuðla að því að næstu kynslóðir taki skynsamlegar og upplýstar ákvarðanir í fæðuvali sínu. Vinnustofurnar þrjár fóru fram á netinu haustið 2020: 1) Með nemendum á háskólastigi – til að kanna matargildi þeirra og álit á núverandi samskiptaleiðum matvælaiðnaðar, 2) Með þátttakendum úr matvælaiðnaði – til að kanna hvernig þeir upplifa næstu kynslóð neytenda og hvernig matvælaiðnaður getur stutt við menntun/þekkingu og þátttöku í matartengdum málefnum og 3) Með nemendum á háskólastigi og þátttakendum úr matvælaiðnaði – til að kynna hugmyndir matvælaiðnaðar og samskiptaleiðir, og kanna viðbrögð nemenda.

Nemendur lögðu mikla áherslu á umhverfisáhrif, þar sem gegnsæi og heiðarleiki eru lykilatriði fyrir jákvæða ímynd og traust til matvælaframleiðenda. Ungt fólk vill vita meira um það hvernig matur er framleiddur og ekki síður hvað felst í framleiðsluferlinu. Þau vildu sjá meira um hvernig matvæli á Íslandi eru framleidd, hvort heldur sem er á samfélagsmiðlum, heimasíðum matvælafyrirtækja eða með merkingum matvæla. Það sem ungt fólk kallaði eftir voru meðal annars staðfestar upplýsingar um allt frá uppruna til matreiðslu og geymsluleiðbeininga. Áhersla var lögð á að upplýsingarnar þyrftu að vera staðfestar af hlutlausum aðilum eins og vísindafólki. Þátttakendur úr matvælaiðnaði voru almennt meðvitaðir um þarfir ungs fólks hvað varðar upplýsingar og samskiptaleiðir, en voru oft í erfiðleikum með að mæta þessum þörfum m.a. vegna kostnaðar og tíma. Matvælaiðnaðurinn kallaði eftir samstarfi við yfirvöld til að koma á móts við þarfir ungs fólks varðandi þekkingu og menntun til að tryggja að fullnægjandi og vísindalega sannreyndar upplýsingar verði aðgengilegar öllum. Ein þeirra lausna sem lögð var til af hálfu iðnaðarþátttakenda gæti hæglega svarað þörfum ungs fólks fyrir sértæka matvælaþekkingu, sem gæti á sama tíma stuðlað að auknum áhuga og þátttöku ungs fólks. Þessi lausn snéri að matarvísindavef, sem stýrt yrði af óháðum aðilum, svo sem háskólum, til að miðla vísindalega sannreyndum upplýsingum án hagsmunaárekstra. Með vinnustofunum skapaðist áhugavert samtal milli nemenda og matvælaframleiðanda, sem gaf mikilvæga innsýn bæði fyrir neytendur og matvælaiðnað. Mikilvægt er að fylgja vinnustofunum eftir og styrkja samtal og upplýsingaflæði milli neytenda og framleiðenda til að mæta þörfum neytenda framtíðarinnar.

WeValueFood var styrkt af Evrópusambandinu í gegnum EIT Food. Auk Matís og  Háskóla Íslands, komu Universidad Autónoma de Madrid og IMDEA Food Institute á Spáni, EUFIC í Belgíu, Koppert í Hollandi, University of Cambridge og University of Reading í Bretlandi, University of Helsinki í Finnlandi, University of Turin á Ítalíu, University of Warsaw í Póllandi og Flatev í Sviss að verkefninu. Verkefninu var í heild stýrt af Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, Norður Írlandi.
_____
Food consumption trends have increased the gap between primary food production. The proximity to production of raw materials and food processing has become more unclear to many consumers. Young people are the consumers of the future. Their attitude towards food is therefore important to food producers. Their needs and values are not necessarily the same as those of older consumers. The aim of the WeValueFood project was to find ways to increase the understanding and strengthen young people’s knowledge and understanding so that they better appreciate the values of food and become more aware of food in a wider context.

Three online workshops on food values of next generation consumers (NGCs) were carried out in Iceland in the autumn of 2020, by Matis in collaboration with the University of Iceland. The communication between university students of diverse study categories and food industry was explored within the three workshops: 1) With students –  to assess their food values and opinions on the current food industry communication; 2) With industry participants – to understand how they perceive the NGCs and how they can help to educate and engage them with food; 3) With students and industry – to present industry´s ideas of communication and receive students feedback on industries communication strategies.

The students emphasised environmental impact of foods, transparency, and honesty in communication for a positive image of and trust in food producers. They wanted to know more about how food is made, either on social media or food industry websites, or with food labels. Emphasis was placed on information about everything from origin and environmental labels to cooking and storage guidelines. Not less important, the information needed to be verified by a responsible independent third party, such as scientists. The food industry participants were generally aware of NGC’s information needs and communication channels, but struggled to meet these needs, mainly due to cost and time. The food industry needed cooperation with authorities to educate the next generation on food related issues, to fulfil the NGC needs for knowledge, with scientifically valid and trustworthy information available for everyone. One of the idea pitches from the industry summarised the overall need for knowledge and communication, both for food industry and NGC that could improve food involvement and engagement. The pitch was about food science website, supervised by independent parties, such as universities, to provide fact based, scientifically correct information, without any conflicts of interest.

WeValueFood, was supported by EU through EIT Food, was a two-year collaborative project between Matis, University of Iceland, Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) and IMDEA Food Institute in Spain, EUFIC í Belgium, Koppert in the Netherlands, University of Cambridge and University of Reading in England, University of Helsinki in Finland University of Turin in Italy, University of Warsaw in Poland and Flatev in Switzerland. The whole project was managed by Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, North Ireland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Krakkar Kokka: Prófun á skemmtimennt til aukinnar þekkingar og áhuga ungra nemenda á mat og matvæla- framleiðslu

Útgefið:

29/12/2021

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir Matís og HÍ, Berglind Lilja Guðlaugsdóttir HÍ, Anna Sigríður Ólafsdóttir HÍ, Rakel Halldórsdóttir Matís, Eva Margrét Jónudóttir Matís, Þóra Valsdóttir Matís og Guðjón Þorkelsson Matís og HÍ

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Krakkar kokka er verkefni sem hefur verið í þróun hjá Matís frá 2017 sem skref í átt að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.  Krakkar kokka var þróað út frá þeirri hugmynd að leikskólar og grunnskólar gætu nýtt verkefnið á auðveldan og áhrifaríkan hátt til kennslu um sjálfbærni og næringu matvæla í gegnum skemmtun og menntun (skemmtimennt). Verkefnið Krakkar kokka var fyrst prufukeyrt haustið 2018 í Skagafirði í Grunnskólanum austan vatna og í Varmahlíðarskóla. Árið 2020 var Krakkar kokka tengt Evrópuverkefninu WeValueFood, sem hafði það m.a. að markmiði að auka matarvitund, -áhuga og -þekkingu evrópskra barna.

Alls byrjuðu sex skólar innan og utan höfðuðborgarsvæðisins t í verkefninu í samvinnu við Matís og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Börn á aldrinum 11-12 ára lærðu þar um nærsamfélagsneyslu og sjálfbærni í gegnum skemmtimennt (Krakkar Kokka), sem tvinnar saman fræðslu, vettvangsferðir til hráefnaöflunar, matreiðslu og neyslu, auk heimildamynbandsgerð. Áhrif námsefnisins voru metin með spurningalista sem lagður var fyrir börnin fyrir og eftir skemmtimenntunina, og með viðtölum við kennara.

Vegna Covid-19 voru fjórir skólar af sex sem unnu verkefnið, og einungis einn skóli náði að klára innan tímaramma. Þó mátti merkja jákvæðar vísbendingar um breytingar, þar sem börnin sýndu matartengdu efni meiri áhuga eftir verkefnið, auk þess sem þau reyndu frekar að minnka matarsóun og tóku frekar eftir upplýsingum tengdum mat sem er framleiddur í nærumhverfinu. Kennarar voru almennt ánægðir með námsefnið og höfðu áhuga á að nota það áfram.

Verkefnislýsing Krakkar kokka fyrir skóla og myndbönd skólabarna frá framkvæmd verkefnisins er aðgengilegt á vefsíðu Matís: https://www.matis.is/krakkar-kokka/

WeValueFood, sem styrkt var af Evrópusambandinu í gegnum EIT Food, var tveggja ára samstarfsverkefni nokkurra evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og nýsköpunarfyrirtækja. Auk Matís í samstarfi við Háskóla Íslands, komu að verkefninu Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) og IMDEA Food Institute á Spáni, EUFIC í Belgíu, Koppert í Hollandi, University of Cambridge og University of Reading í Bretlandi, University of Helsinki í Finnlandi, University of Turin á Ítalíu, University of Warsaw í Póllandi og Flatev í Sviss. Verkefninu í held var stýrt af Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, Norður Írlandi.
____

Krakkar kokka (e. Kids Cuisine) is a project that has been in development at Matís since 2017 as a step towards reaching the sustainability goals of the United Nations. Krakkar kokka is designed from the viewpoint that primary schools can easily and effectively use the project in education on health, well-being and sustainability, through entertainment and education, combined in edutainment.

The first testing of the implementation of the project took place in the northern part of Iceland (Skagafjordur) during the school year 2018-2019. In autumn 2020, the project implementation was tested again, including evaluation of children´s food engagement and teacher´s feedback, as a part of the European project WeValueFood, that aimed at increasing European children’s food awareness, interest and knowledge.

A total of six schools within and outside the capital area participated in the project in collaboration with Matís and the University of Iceland’s Faculty of Education, where 11-12 year old children learned about local consumption and sustainability through edutainment (Krakkar Kokka). The concept was straight forward, combining education, field trips to gather raw material, cooking and consumption, as well as documentary filmmaking of the process. The impact of the curriculum was assessed with a questionnaire administered to children before and after the edutainment, together with interviews with teachers.

Due to Covid-19, four schools out of six completed the project, and only one school managed to finish within the time frame. However, positive signs of change could be seen, as the children showed more interest in food-related topics after the project, as well as they tried to reduce food waste and paid more attention to information related to food produced in the local environment. Teachers were generally satisfied with the learning material and were interested in continuing to use it.

Project description of the Krakkar kokka project for schools and videos of school children from the implementation of the project are available on Matís’ website: https://www.matis.is/krakkar-kokka/

WeValueFood, was supported by EU through EIT Food. It was a two year collaborative project between Matis, University of Iceland, Universidad Autónoma de Madrid (UAM-IMDEA) and IMDEA Food Institute in Spain, EUFIC í Belgium, Koppert in the Netherlands, University of Cambridge and University of Reading in England, University of Helsinki in Finland University of Turin in Italy, University of Warsaw in Poland and Flatev in Switzerland. The whole project was managed by Institute for Global Food Security, Queen’s University Belfast, North Ireland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Virtual reality in teaching / Sýndarveruleiki í kennslu

Útgefið:

29/12/2022

Höfundar:

Þóra Valsdóttir Matís, Kolbrún Sveinsdóttir Matís og HÍ, Svava Sigríður Svavarsdóttir HÍ og Anna Sigríður Ólafsdóttir HÍ

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Börn eru yfirleitt áhugasöm um nýja tækni og opin fyrir nýrri þekkingu, svo framarlega sem hún er sett fram á áhugaverðan hátt. Framkvæmd var íhlutunarrannsókn sem hafði það að markmiði að meta hvort sýndarveruleikamiðað fræðsluefni hafi meiri áhrif á nám og viðhorf barna á aldrinum 12-13 ára en hefðbundnari leiðir til að kynna efnið. Íhlutunin fól í sér fyrirlögn á nýju kennsluefni í sex grunnskólum þar sem lögð var áhersla á heilsusamlegt matarræði til að stuðla að eigin heilbrigði sem og jarðarinnar. Kennsluefnið innihélt glærupakka, sýndarveruleikamyndband og verklegar æfingar. Íhlutunin gekk undir vinnuheitinu “Tómataverkefnið” þar sem þemað var tómatar. Lögð var áhersla á sjálfbærni, uppruna matvæla, matvælatækni, matvælaframleiðslu, matarsóun o.fl. í tengslum við tómata. Spurningalisti var lagður fyrir börnin, bæði fyrir og eftir íhlutun, til að mæla áhrif kennsluefnisins á nám og viðtöl tekin við kennara að íhlutun lokinni til að meta gagnsemi kennsluefnisins í kennslu.

Niðurstöður íhlutunarinnar bentu til þess að notkun sýndarveruleika í kennslu geti aukið áhuga á matvælum og stuðlað að jákvæðum breytingum á viðhorfi barna til hollara og heilbrigðara matarræðis. Á heildina litið var ánægja með kennsluefnið meðal kennara, þeir kennarar sem höfðu notað sýndarveruleikagleraugun voru áhugasamastir. Íhlutunin sýndi einnig fram á að hægt er að samþætta notkun  sýndarveruleika við kennslu á öðru formi. Jákvæð námsupplifun og aukinn áhugi á hollu mataræði þ.m.t. á að borða tómata, kom fram í öllum tilvikum, óháð gerð kennsluefnis. Einnig voru kennarar ánægðir með kennsluefni sem innihélt svo fjölbreytt úrval hugtaka sem hægt var að sameina í þemanu og hvernig hægt væri að samþætta fræðilegt og hagnýtt nám. Reynsla kennara var sú að hægt væri að fara yfir mikið efni á tiltölulega stuttum tíma.
_____

Children are generally excited about new technology and open to consume knowledge if it is made interesting to them. An intervention study was performed which goal was to assess whether virtual reality-based educational material has a greater impact on children’s learning and attitudes than more traditional ways of presenting the material. The intervention involved the introduction of new teaching materials in six primary schools where the emphasis was on healthy eating for one’s own well-being and as well as of the planet. The teaching material included a slide pack, a virtual reality video and practical exercises. The intervention went under the working title “The Tomato Project” as the theme was tomatoes. Emphasis was placed on sustainability, food origin, food technology, food production, food waste, etc. in relation to tomatoes. The children filled in a questionnaire before and after the intervention to measure the effect of the teaching material on learning and interviews were conducted with teachers to evaluate the usefulness of the teaching material in teaching.

The results of the intervention indicated that the use of virtual reality in education can increase interest in food and contribute to changes in children’s attitudes towards healthier and healthier diets. Overall, there was satisfaction with the teaching material among teachers, those teachers who had used the virtual reality glasses were the most interested. The intervention also demonstrated that the use of virtual reality can be integrated with teaching in other forms. Positive learning experiences and increased interest in healthy eating, including eating tomatoes, were observed in all cases, regardless of the type of teaching material. Teachers were also pleased with the teaching material that contained such a wide range of concepts that could be combined in the theme and how theoretical and practical learning could be integrated. The teachers’ experience was that it was possible to cover a lot of material in a relatively short time.

Skoða skýrslu

Ritrýndar greinar

Sequence Segmentation of Nematodes in Atlantic Cod with Multispectral Imaging Data

Tengiliður

Hildur Inga Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

hilduringa@matis.is

Nematodes pose significant challenges for the fish processing industry, particularly in white fish. Despite technological advances, the industry still depends on manual labor for the detection and extraction of nematodes. This study addresses the initial steps of automatic nematode detection and differentiation from other common defects in fish fillets, such as skin remnants and blood spots. VideometerLab 4, an advanced Multispectral Imaging (MSI) System, was used to acquire 270 images of 50 Atlantic cod fillets under controlled conditions. In total, 173 nematodes were labeled using the Segment Anything Model (SAM), which is trained to automatically segment objects of interest from only few representative pixels. With the acquired dataset, we study the potential of identifying nematodes through their spectral signature. We incorporated normalized Canonical Discriminant Analysis (nCDA) to develop segmentation models trained to distinguish between different components within the fish fillets. By incorporating multiple segmentation models, we aimed to achieve a satisfactory balance between false negatives and false positives. This resulted in 88% precision and 79% recall for our annotated test data. This approach could improve process control by accurately identifying fillets with nematodes. Using MSI minimizes unnecessary inspection of fillets in good condition and concurrently boosts product safety and quality.

Skýrslur

NorwLobster: Proceedings from a workshop on Norway lobster fisheries in the Nordic countries, held in Copenhagen 13th and 14th of May 2024

Útgefið:

09/09/2024

Höfundar:

Gunnar Þórðarson and Sigurjón Arason

Styrkt af:

AG fisk (Nordic Council’s working group for fisheries cooperation)

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

There is considerable variation between countries how the species (Nephrops) is caught. Some countries rely largely on creeling (pot fishing) while bottom trawling is the common approach in other regions. Most common in Scandinavia is a combination of both systems, trawling in open sea and deep water, and pot fishing within fjords in shallow water. There are no considerable conflicts between the two groups.

There are pros and cons in both trap fishing and trawling for Nephrops. Both methods have some environmental impact, and both affect the Nephrops stock. Both methods need to respond to increased demands on awareness in environmental issues and sustainable fishing.

The effects of bottom trawling on potential habitat destruction were discussed. Recent developments in fishing gear technology were introduced and evaluation on future directions explored.

Common outcome from the meeting was a need for further research and lack of knowledge on stock assessment and biology. Another outcome was the need for all stakeholders to share information and increase cooperation in the future.

Participants agreed on the severity of the black market for Nephromas, and the damage it does for the value chain, and making stock assessment insignificant. Discharging is another important point regarding running an economical sustainable fishery. Homepage: https://norwlobster.com/

Skoða skýrslu
IS