Fréttir

Klárast fiskurinn? Hvernig skal bregðast við?

Vitað er, að ætli Íslendingar að höndla með líkt hlutfall alins fiskmetis og við höfum aflað, má reikna með að tvöhundruðfalda þurfi eldisframleiðslu hér við land. Búist er við aukinni eftirspurn á heimsvísu eftir lagarafurðum, matvælum sem eiga uppruna ýmist í fersku vatni eða söltum sjó. Hin aukna eftirspurn mun knýja á um aukna framleiðslu, nýjar lausnir og betri nýtingu.

Rannsóknir á umhverfisáhrifum í virðiskeðjum matvæla eru og verða mikilvægar í framtíðinni því með sífellt vaxandi mannfjölda, álagi á auðlindir jarðarinnar ásamt vaxandi umhverfisáhrifum er þörf á róttækum breytingum og nýjum nálgunum í framleiðsluaðferðum.

Birgir Örn Smárason hjá Matís hefur hafið doktorsnám við Háskóla Íslands á sviði umhverfis- og auðlindafræða. Starfsaðstaða Birgis er í starfsstöð Matís á Akureyri á Borgum við Norðurslóð, hvar áhersla er lögð á sjálfbæra nýtingu auðlinda norðurslóða. Doktorsnám Birgis er í anda nýlegs rammasamnings Matís og Háskólans á Akureyri þá einkum um að samþætta rannsókna- og þróunarverkefni á sviði sjálfbærrar auðlindanýtingar.

Í doktorsnáminu er lagt upp með að greina möguleika á notkun nýrra hráefna í fiskafóður úr annarskonar lífefnum en hefbundin notkun miðast við. Því verður umhverfisálag virðiskeðja fiskveiða og fiskeldis skoðað með vistferilsgreiningu m.t.t. auðlindanotkunar í samanburði við aðra matvælaframleiðslu. Greining þessara virðiskeðja, verður tvíþætt því með nýjum hugmyndum og lausnum í nýtingu auðlinda er nauðsynlegt að hafa mælanlegan samanburð til að meta áhrif af breytingum í virðiskeðjunum. Þá verður greind þróun og möguleikar lífefna í fóður út frá nýtingu auðlinda, samsetningu fóðurs og líf- og næringafræði, ásamt því að þróa nýjar fóðurtegundir.

Eitt af lykilatriðunum í hagsæld til framtíðar litið eru rannsóknir og þróun í lífhagkerfinu (e. Bioeconomy). Lífhagkerfið vísar til þess að notkun takmarkaðra auðlinda, eða óendurnýjanlegra auðlinda er lágmörkuð eða skipt út með notkun endurnýjanlegra auðlinda, sjálfbærra lifnaðarhátta og framleiðslu þar sem efni og orka eru endurnýjuð eins hratt og við notum þau. Styrkingu hnattræns lífhagkerfis fylgja jákvæðar afleiðingar, s.s. hagvöxtur og fjölgun starfa í dreifbýli, minni notkun og eftirspurn á jarðefnaeldsneyti, bætt fæðuöryggi og bætt efnahagsleg og umhverfisleg sjálbærni frum-framleiðslu og framleiðslufyrirtækja ásamt því að tryggja betur áframhaldandi tilvist umhverfisins.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri Auðlinda og afurða hjá Matís.

Fréttir

Íslendingar leiða rannsóknaverkefni upp á tæpan einn milljarð króna – fiskveiðistjórnunin í Evrópu í brennidepli

Ísland fer með forystuhlutverk í nýju fjölþjóðaverkefni sem 7. rannsóknaráætlunin í Evrópu styrkir og er metið á 943 milljónir króna (6 milljónir evra).

MareFrame verkefnið: “Co-creating Ecosystem-based Fisheries Management Solutions“

Matís og Háskóli Íslands gegna forystuhlutverki í nýju umfangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem 7. rannsóknaráætlun Evrópu hefur ákveðið að styrkja til fjögurra ára. Stuttheiti verkefnisins er MareFrame og ber enska titilinn: „Co-creating Ecosystem-based Fisheries Management Solutions“. Styrkurinn hljóðar upp á 6 milljónir evra, en heildarkostnaður við verkefnið er 7.8 milljónir evra. Hlutur Íslands í verkefninu nemur um 275 milljónum íslenskra króna sem skiptast á milli Matís, Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar. Styrkurinn er meðal stærstu verkefnastyrkja sem veittir eru í Evrópu á þessu sviði.

Matís er verkefnastjóri MareFrame, en í því felst að Matís ber m.a. ábyrgð á að stjórna framgangi verkefnisins og samskiptum við fjármögnunaraðila. Allt styrktarféð rennur til Matís sem síðan greiðir innlendum og erlendum samstarfsaðilum sínum. Mikil samkeppni er um rannsóknarstyrki 7. rannsóknaráætlunarinnar. MareFrame hlaut 14 stig af 15 mögulegum í mati fagnefndarinnar, sem er frábær árangur. Með þessu festa íslenskir vísindamenn sig enn frekar í sessi í alþjóðlegu vísindasamstarfi.

Í MareFrame verkefninu verður þróað fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi og fundnar leiðir til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu. Áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Einnig er lögð áhersla á samstarf við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.

Þrír af hverjum fjórum fiskistofnum Evrópusambandsins eru ofveiddir í dag, þar af 47% stofna í Atlantshafi og 80% í Miðjarðarhafinu því er mikil þörf fyrir nýjar leiðir í fiskveiðistjórnun. Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er í endurskoðun og er m.a. verið að leita leiða til að stemma stigum við ofveiði.

Eitt af markmiðum MareFrame verkefnisins er að byggja á því sem vel hefur tekist í fiskveiðistjórnun, m.a. notkun á íslenska fjölstofnalíkaninu „Gadget“ sem er einnig notað víða erlendis. Jafnframt því er horft til aukins samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum sem og annarra hagsmunaaðila við þróun fiskveiðistjórnunarkerfa, en það er lykilatriði við innleiðingu fiskveiðistjórnarkerfisins.  MareFrame mun m.a. þróa sjónrænt viðmót, tölvuleiki og tölvustudda námstækni til að koma niðurstöðum og stjórnunarleiðum á framfæri, en sú námstækni er að hluta til afrakstur íslenskra rannsókna.

Að MareFrame verkefninu koma alls 28 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í 10 Evrópulöndum (Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Pólland, Bretland, Spánn, Ítalía, Rúmenía, Noregur og Ísland) ásamt vísindamönnum frá Suður Afríku, Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Gunnar Stefánsson, prófessor hjá Raunvísindadeild Háskóla Íslands er vísindalegur verkefnisstjóri.

Upphafsfundur MareFrame verkefnisins verður haldinn í húsakynnum Matís í Reykjavík dagana 11. – 13. febrúar 2014.

Þurrkhandbókin

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Þurrkun á fiski

Matís hefur að undanförnu unnið að því að auka framboð af aðgengilegu fræðsluefni sem tengist framleiðslu sjávarafurða. Fyrir nokkru var gefin út rafræn handbók um framleiðslu á saltfiski og nú birtist handbók um þurrkun á fiski.

Þurrkun er ein mikilvægasta framleiðsluaðferðin til að varðveita matvæli og hér á landi hefur þessi aðferð örugglega verið notuð frá upphafi landnáms. Þekkingin og kunnáttan gekk mann fram af manni þar sem hvert heimili þurfti að sinna sinni eigin matvælaframleiðslu. Nú á tímum er þessi þekking langt í frá að vera jafn almenn og því nauðsynlegt að draga mikilvægustu þætti þurrkunar saman í fræðslurit sem nýst getur framleiðendum, almenningi í fróðleiksleit eða sem kennslurit í skólum.

Gerð þessarar bókar var fjármögnuð af Matís og AVS- sjóðurinn styrkti einnig útgáfuna.

Handbókina má nálgast hér: Þurrkhandbókin – Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um þurrkun á fiski.

Fréttir

Mjög vel heppnaðir samráðsfundir

Matís, Matvælastofnun (MAST) og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið buðu í gær til samráðsfundar um örugg matvæli | Neytendavernd og viðskiptahagsmunir

Örugg matvæli | Neytendavernd og viðskiptahagsmunir

Gríðarlega góð mæting var á fundinn sem haldinn var í Sjávarútvegshúsinu Skúlagötu 4, sem og samskonar fund sem Matvælastofnun bauð til eftir hádegi á Selfossi. Húsfyllir var á báðum fundum og miklar og góðar umræður sköpuðust. Tilgangur þessara samráðsfunda var að kynna verkefnið Örugg matvæli og ræða stöðu matvælaöryggis á Íslandi.

Verkefnið Örugg matvæli var upphaflega hluti af IPA áætlun vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB, en hefur nú verið hrint úr vör í formi tvíhliða verkefnis milli þýskra og íslenskra stjórnvalda. Staða matvælaöryggis á Íslandi verður rædd í ljósi þess að geta selt matvæli bæði innanlands og á alþjóðlegum markaði.Fundargestum verður gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum og fyrirspurnum á framfæri í pallborðsumræðum í lok fundar.

Verkefninu Örugg matvæli er ætlað að tryggja matvælaöryggi og vernda íslenska neytendur. Verkefnið gerir íslenskum yfirvöldum, Matvælastofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna betur kleift að framfylgja löggjöf um matvælaöryggi og neytendavernd. Örugg matvæli er unnið í samvinnu Matís, Matvælastofnunar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Federal Ministry of Food and Agriculture (BMEL), Federal Institute for Risk Assessment (BfR) og Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES) í Þýskalandi.

Örugg matvæli | Food safety

Verkefnið Örugg matvæli verður án vafa mikill stökkpallur fyrir íslenska neytendur, eftirlitsaðila og ekki hvað síst fyrir framleiðendur og söluaðila. Neytendur vilja nánari upplýsingar um efnin sem eru og eru ekki í matvælum sem þeir neyta og framleiðendur og söluaðilar vilja einnig fá þessar upplýsingar til að auka enn frekar traust neytenda á þeirra vörum.

Nánari upplýsingar má nálgast í skjalinu Örugg matvæli | Aðgerðir og afrakstur og hjá Margréti Björk Sigurðardóttur frá Matvælastofnun (MAST) og hjá Helgu Gunnlaugsdóttur frá Matís.

Fréttir

Matís á Framadögum háskólanna 2014

Framadagar Háskólanna 2014 verða haldnir þann 5. febrúar í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík á milli kl 11-16.

Að venju verður Matís með stóran bás og mun kynna starfsemi sína allan daginn.

Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Framadaga og hjá Jóni Hauki Arnarsyni, mannauðsstjóra Matís eða Steinari B. Aðalbjörnssyni, markaðsstjóra Matís.

Um Framadaga

Framadagar er árlegur viðburður í háskólalífinu þar sem nokkur af helstu fyrirtækjum landsins kynna starfsemi sína fyrir háskólanemendum. AIESEC stúdentasamtökin skipuleggja Framadaga á hverju ári. Framadagar Háskólanna árið 2014 verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 5. febrúar frá kl. 11-16. Þar mæta nemendur allra háskóla á landinu á staðinn til að kynnast mannauðsstjórum helstu fyrirtækja landsins – og vonandi ef heppnin er með í för – sækja um vinnu.

Framadagar 2014

Þetta árið hafa 60 spennandi fyrirtæki boðað komu sínu og margir fyrirlestrar komnir á dagskrá. Hér er hægt að skoða bækling Framadaga 2014.

Fréttir

Nha Trang University in Vietnam and Matís gera með sér samstarfssamning

Samstarfssamningurinn er byggður á samningsdrögum (MoU) sem Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (United Nations University-Fisheries Training Programme) og Nha Trang University (NTU) undirrituðu 30. maí 2013. Samningur Matís og Matvælafræðadeildar Nha Trang University kveður á um fimm ára samstarf (2013-2018).

Matvælafræðadeild NTU var komið á fót í Vietnam árið 1959. Deildin hefur á þessum rúmlega 50 árum byggt upp mikla þekkingu í rannsóknum og kennslu og hefur útskrifað rúmlega 5000 matvælaverkfræðinga, rúmlega 1000 matvælafræðinga (BSc) og fleiri hundruð tæknilegra sérfræðinga í sjárvarútvegfræðum og matvælafræði. NTU er í samstarfi við yfir 300 fyrirtæki í Vietnam og framalag háskólans til þróunar matvælaframleiðslu í landinu er mjög mikið.

Starfsmenn Matvælafræðadeildar NTU eru um 60 og þar af hafa 90% meistara- eða doktorsgráðu. Margir þeirra hafa hlotið menntun sína í Japan, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Ástralíu, Rússlandi og víðar. Nemendur við Matvælafræðideildina eru nú rúmlega 3000 á öllum stigum, frá nemum í tækniþróun til doktorsnema.

Matís er það mikil ánægja að kynna samstarf við Nha Trang University í þeirri vissu að samstarfið verður árangursríkt.

Frekari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Skýrslur

Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó / Use of canola oil in winterdiets for Atlantic salmon

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Jón Árnason, Jón Örn Pálsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Arnþór Gústafsson

Styrkt af:

AVS sjóðurinn tilvísunarnr. R 089‐12

Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó / Use of canola oil in winterdiets for Atlantic salmon

Tilraun var gerð með mismunandi magn repjuolíu (0, 50 og 80%) í vetrarfóður fyrir 570 gramma lax sem alinn var í sjó með 28,2‰    seltu (26  ‐  34‰) við meðalhita 4,5˚C (3,8 – 5,6˚C). Fiskurinn tvöfaldaði þunga sinn á 152. daga tilraunatíma. TGC3 var að meðaltali 2,9. Fitugerð fóðursins hafði mjög lítil áhrif á vöxt, fóðurtöku, fóðurnýtingu og magnefna innihald í fiskflökum. Samsetnig fóðurfitunnar hafði ekki mikil áhrif á lit í flökum þó svo að fiskur sem fékk fóður með eingöngu lýsi gæfi marktækt (p= 0,017) ljósari flök en fiskur sem fékk fóður með repjuolíu. Fitugerðin í fóðrinu hafði hins vegar veruleg áhrif á fitusýrusamsetningu fitu í bæði fóðri og fitu í flökum einkum á það við um innihald EPA, DHA og hlutfall n‐6 og n‐3 fitusýra. Niðurstöðurnar sýna þó að áhrifin í flaka fitunni eru mun minni en í fóður fitunni, einkum á þetta við fitusýruna DHA. Svo virðist sem stýri DHA    úr fóðurfitunni í flakafitu fremur en að nota hana sem orkugjafa.

An experiment with different inclusion of Canola oil (0, 50 and 80%) in diets for 570 grams Atlantic salmon that was reared in sea water with average salinity of 28,2‰  (26 ‐ 34‰) at average temperature of 4,5˚C (3,8 – 5,6˚C). The fish doubled its weight during the 152 days trial period. TGC3 was on average 2,9. The fat type had had only minor effects on growth, feed intake, feed conversion and nutrient content in filet. The fat type in the diet did not have much effect on the filet colour even though the fish that got feed with fish oil was significantly (p= 0,017) lighter in filet colour than fish that got diets with Canola oil. Composition of the diets had market effect on the fatty acid composition of both dietary fat and filet fat in particular the content of EPA and DHA and the n‐6 to n‐3 ratio. However the results show lower effect in the filet fat than in the dietary fat, particularly regarding the content of DHA indicating that the fish is directing that fatty acid towards the storage lipid in the filet rather than using it as energy source.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Könnun á ólífrænum snefilefnum og arómatískum fjölhringjum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2013 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2013

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Norðurál hf, Elkem hf

Könnun á ólífrænum snefilefnum og arómatískum fjölhringjum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2013 / Evaluation of inorganic trace elements and aromatic hydrocarbons (PAHs) in blue mussel (Mytilus edulis) and sediment at Grundartangi, Hvalfjörður, 2013

Markmið rannsóknarinnar er að meta hugsanleg mengunaráhrif iðjuvera á Grundartanga á lífríki sjávar í Hvalfirði. Umhverfisvöktun hófst árið 2000 og var endurtekin árin 2004, 2007 og 2011 ásamt því að framkvæmd vöktunar var endurskoðuð, m.a. bætt við sýnatökustöðum og mæliþáttum fjölgað. Í þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum vöktunarmælinga á sýnum frá 2013.   Villtum kræklingi (Mytilus edulis) var komið fyrir í búrum á sjö mismunandi stöðvum við ströndina við Grundartanga, norðanmegin í Hvalfirði, þar með talið einum viðmiðunarstað við Saurbæjarvík. Kræklingabúrin voru síðan tekin upp og rannsökuð tveimur mánuðum síðar. Til að meta náttúrulegar sveiflur í styrk efna og stærð kræklinga, þá var eitt viðmiðunarsýni tekið og fryst um leið og kræklingurinn var lagður út til ræktunar   Dánartíðni og vöxtur kræklinga ásamt meginefnaþáttum (vatni, fitu, ösku og salti) við lok rannsóknarinnar voru mæld. Einnig voru eftirfarandi ólífræn snefilefni og lífræn efnasambönd mæld í mjúkvef kræklings; arsen, kadmín, kopar, sink, króm, nikkel, kvikasilfur, selen, blý, vanadín, ál, járn, flúor og 18 fjölhringja kolvatnsefni (PAH efni). PAH efni voru einnig mæld í setsýnum sem tekin voru á sömu stöðum og kræklingasýnin. Ekki var um mikinn mun að ræða á milli stöðva hvorki hvað varðar líffræðilega þætti né meginefnaþættina í kræklingi. Dánartíðni var lág og almennt virtist kræklingurinn þrífast ágætlega. Ólífræn snefilefni voru í svipuðum styrk eða lægri borið saman við fyrri rannsóknir og mældust í svipuðum styrk og í kræklingi frá ómenguðum stöðum umhverfis landið og alltaf í lægri styrk en viðmiðunarmörk Norðmanna fyrir menguð svæði. Kadmín (Cd) mældist þó yfir lægstu viðmiðunarmörkunum Norðmanna, en styrkur þess í kræklingnum lækkaði hins vegar meðan á eldinu við verksmiðjusvæðin stóð. Því er ekki talið að hár kadmín styrkur tengist iðjuverunum á Grundartanga, heldur tengist náttúrulega háum bakgrunnstyrk í íslenskri umhverfi. Í þeim tilvikum þar sem til eru hámarksgildi fyrir ólífræn snefilefni í matvælum (Cd, Hg, Pb) varstyrkur þeirra í kræklingi eftir tvo mánuði í sjó nálægt iðjuverunum ávallt langt undir hámarksgildunum fyrir matvæli. Aðeins greindust 4 PAH efni yfir magngreiningarmörkum í kræklingi sem eru fleiri en árið 2011. Perylene og pyrene voru ávallt í hæsta styrk af þeim 4 PAH efnum sem greindust en phenanthrene og fluoranthena í lægri styrk. Styrkur PAH efna í kræklingi var þó ávallt undir norskum viðmiðunarmörkum fyrir menguð svæðihvað krækling varðar. PAH greindist í öllum setsýnum nema einu og líklegt að þessi PAH efni í setinu tengist iðnaðarstarfssemi og skipaumferð á svæðinu. Ef borið er saman við norsk viðmiðunargildi flokkast allir mældir sýnatökustaðir fyrir set, fyrir utan viðmiðunarstað, sem mild áhrifasvæði þar sem mæld er hækkun á PAH styrk miðað við skilgreiningu á bakgrunnssvæði. Þetta er í fyrsta sinn sem mælingar eru framkvæmdar á PAH efnum í setsýnum í þessari umhverfisvöktun fyrir iðjuverin á Grundartanga og því ekki hægt að bera saman niðurstöður við fyrri mælingar. Áhrif iðjuveranna á krækling í kringum Grundartanga virðast takmörkuð ef tekið er tillit til þeirra efna sem mæld voru í þessari rannsókn. Áhrif á lífríkisetsins gætu verið einhver en þó lítil, miðað við norsk og kanadísk mörk.  Því er nauðsynlegt að fylgjast vel með og vakta umhverfið og lífríkið áfram til að greina breytingar á mengunarálagi á þessu svæði. Mælt er með að bæta við öðrum viðmiðunarstað utarlega í Hvalfirði.

The aim of this study is to estimate potential impacts of organic and inorganic pollutants on the costal marine ecosystem in proximity to the industrial activities at Grundartangi. The monitoring started in the year 2000 and hassince then been revised in terms of additional sample sites and measured elements and repeated in 2004, 2007 and 2011. This report summarises the results obtained in the study performed in 2013.   Caged mussels (Mytilus edulis) from a homogenous population were positioned at seven different locations along the coast close to Grundartangi industries including a reference cage at Saurbæjarvík. The mussel cages were then taken up after a two month monitoring period. In order to enable assessment of natural changes in compound concentration and mussel size over time, a reference sample was taken from the mussel pool when the cages were initially deployed at their monitoring sites. Death rate and growth of mussels as well as their main constituents (water, fat, ash and salt) were evaluated at the end of the monitoring period. Similarly, were the following trace elements and organic compounds analysed in the soft mussel tissue: As, Cd, Cu, Zn, Cr, Ni, Hg, Se, Pb, V, Al, Fe, F and 18 PAHs. PAHs were also analysed in sediment samples taken from the same sites. Little variation was observed in main constituents and biological factors between the different sample sites. Death rate was low and the mussels thrived well. In general, inorganic trace elements were similar or in lower concentration compared to previous years and always below the Norwegian environmental standards, except in the case of cadmium (Cd) that exceeded the lowest Norwegian environmental limit. The Cd concentration decreased in the mussels during the monitoring period which indicates that the Cd concentration is not related to the industrial activity at Grundartangi, but rather to a natural high Cd background concentration in the Icelandic environment. However, Cd as well as Hg and Pb meet the EU maximum limits for food consumption. Only 4 PAH congeners were detected above limits of quantification in the mussel samples. Perylene and pyrene were always in highest concentration of the 4 PAH congeners detected while phenanthrene and fluoranthrene were in lower concentration. The PAH concentration never exceeded the Norwegian standards for total PAH concentration for mussels. All or most PAHs were detected in all sediment samples except that no PAHs were detected at one sample site (S6). All sites except for the reference site fall into the category slight or moderate impactsites due increase in PAH concentration when compared to Norwegian reference values and below occasional effect levels compared to Canadian criteria. This is the first time that PAHs are analysed in sediment samples to monitor the impact of the industrial activities at Grundartangi and thus it is not possible to compare these results with previous monitoring results. In conclusion, the effects of the industries at Grundartangi appear to be limited for the chemical compounds analysed in the mussels. The impact on sediment biota seems to be low to moderate.  Therefore, it is important to maintain frequent monitoring studies of the marine ecosystem near the Grundartanga industrial activities in order to be able to detect changes in pollution burden. An additional reference site in the outer parts of Hvalfjörður is recommended.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif blóðgunar á gæði og stöðugleika þorsk‐ og ufsaafurða / Effects of bleeding methods on quality and storage life of cod and saithe products

Útgefið:

01/02/2014

Höfundar:

Magnea G. Karlsdóttir, Nguyen Van Minh, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Paulina E. Romotowska, Arnjótur B. Bergsson, Stefán Björnsson

Styrkt af:

AVS (R 11 087‐11)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif blóðgunar á gæði og stöðugleika þorsk‐ og ufsaafurða / Effects of bleeding methods on quality and storage life of cod and saithe products

Markmið verkefnisins var að skoða áhrif mismunandi blóðgunaraðferða á gæði og geymsluþol mismunandi þorsk‐ og ufsaafurða. Með því að greina kjöraðstæður við blóðgun, slægingu og blæðingu er hægt að koma í veg fyrir afurðargalla vegna blóðs og um leið auka stöðugleika afurðanna í flutningi og  geymslu.   Fiskarnir voru ýmist blóðgaðir í höndum og í vél. Blæðing fór fram í krapa eða sjó og voru áhrif mismunandi blæðingartíma skoðuð. Einnig var lagt mat á áhrif biðtíma á dekki fyrir blóðgun, sem og að blóðga og slægja fiskinn í einu skrefi eða tveimur skrefum (slæging framkvæmd eftir blæðingu). Þær afurðir sem voru rannsakaðar í þessu verkefni voru kældar og frystar þorsk‐  og ufsaafurðir, sem og saltaðar þorskafurðir. Af þeim breytum sem rannsakaðar voru í þessu verkefni þá var mikilvægi þeirra mismunandi m.t.t. því hvaða fisktegund átti í hlut sem og hver lokaafurðin var. Þegar bornir eru saman sambærilegir sýnahópar af þorsk og ufsa, sést að mismunandi aðstæður henta hvorri tegund. Þetta rennir stoðir undir þær kenningar að líklega er ekki hægt að yfirfæra bestu blóðgunaraðferð þorsks yfir á ufsa og öfugt. Biðtími fyrir blæðingu og tegund blæðingarmiðils (krapi vs. sjór) hafði afgerandi áhrif á stöðugleika þorsk‐ og ufsaafurðanna sem voru skoðaðar. Þorskafurðir, bæði kældar og frystar, úr hráefni sem blætt var í krapa skilaði sér almennt í bættum gæðum og stöðugleika samanborið við ef blætt var í sjó. Andstætt við þorsk, þá skilaði blæðing ufsa í sjó sér almennt í stöðugri lokaafurð.   Hvernig staðið var að blóðgun og slægingu fiskanna hafði einnig afgerandi áhrif á lokaafurðirnar. Í tilfelli frosinna þorskafurða, þá skilaði hráefni sem var blætt og slægt í einu skrefi almennt stöðugri afurð samanborið við hráefni sem var slægt eftir að blæðing hafði átt sér stað (tvö skref). Saltaðar afurðir voru aftur á móti mun stöðugri í geymslu ef hráefnið var slægt eftir að blæðing hafði átt sér stað. Mismunandi niðurstöður fengust einnig fyrir ufsa eftir því hvaða lokaafurð átti í hlut. Blóðgun og slæging ufsa í vél hafði jákvæð áhrif á geymsluþol kældra afurða samanborið við ef gert var að í höndum. Blóðgun og slæging í vél skilaði sér aftur á móti í mun óstöðugri afurði í frosti. Niðurstöður verkefnisins sýna að áhrif mismunandi blæðingaaðferða eru töluvert háð hráefni sem og því hvaða lokaafurð á í hlut.

The main objective of the project was to study the effects of different bleeding methods on quality and storage life of various cod and saithe products. Products defects due to blood residues can be prevented by optimising bleeding protocols, and hence increase the quality and storage life of the products. For this, fishes were either bled and gutted by hand or by machine. The bleeding (blood draining) was carried out with seawater or slurry ice, and were the effects of different bleeding times in the tanks also investigated. Moreover, the effects of waiting time (on deck) before bleeding, as well as the procedure of bleeding technique (bleeding and gutting in one procedure vs. gutting after blood draining) were investigated. The various products evaluated were chilled and frozen cod and saithe products, and salted cod products. The importance of the different parameters investigated in this project varied considerably with regard to fish species and the final products. Comparison of parallel treatments groups of cod and saithe demonstrated that optimum bleeding procedures are different for each species. Waiting time on deck and bleeding media (slurry ice vs. seawater) significantly affected the storage life of the cod and saithe products. Cod products, both chilled and frozen, from fish bled in slurry ice resulted generally in improved quality and storage life compared to fish bled in seawater. In contrast to cod, bleeding of saithe in seawater resulted however in more stable products. The procedure during bleeding and gutting had also great impact on the storage life of the various products studied. Shorter storage life of salted cod products was generally observed when the raw material was bled and gutted in one step compared to when gutting was performed after bleeding (two steps). Rather conflicting results were, however, observed for saithe and were depending on the type of final product. Bleeding and gutting of saithe by machine improved the storage life of chilled products compared to when the saithe was bled and gutted by hand. The machine procedure had, however, negative effects on the storage life of the frozen saithe products. Overall, the results of this project indicate that the effects of different bleeding methods are highly relative to fish species as well the final product of interest.

Skoða skýrslu

Fréttir

Undirritun samstarfssamnings HA og Matís

Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, og Ögmundur Knútsson, forseti viðskipta- og raunvísindasvið HA, skrifuðu undir samstarfssamning nú fyrir stuttu.

Samningurinn leggur grunn að frekari eflingu rannsókna og menntunar í sjávarútvegsfræðum, matvælafræðum og líftækni auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna, með það að markmiði að vera í fararbroddi á Íslandi á þeim fræðasviðum sem tengjast sjávarútvegsfræði og líftækni, sem bæði eru kennd við HA. Eitt af markmiðum samningsins er að efla kennslu og rannsóknir á sviði sjávarútvegsfræða, matvælafræða og líftækni, m.a. með sókn í alþjóðlega sjóði og samstarf á sviði nýtingar auðlinda norðurslóða.

Markmið hans er einnig að fjölga þeim sem stunda nám og rannsóknir á þessum fræðasviðum, samþætta rannsókna- og þróunarverkefni á sviði sjálfbærrar auðlindanýtingar, vinnslutækni, líftækni, matvælaöryggis og lýðheilsu, að virkja fleiri starfsmenn Matís í kennslu við HA og gefa viðkomandi starfsmönnum Matís kost á því að fá faglegt akademískt mat hjá HA/Viðskipta- og raunvísindasviði og möguleika á gestakennarastöðum, enda verða greinar birtar undir hatti beggja samningsaðila, ásamt því að samnýta aðstöðu, húsakost og tækjabúnað.

Háskólinn á Akureyri er íslenskur rannsóknaháskóli sem tekur virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi. Í háskólanum eru um 1600 nemendur í grunn- og framhaldsnámi, í staðarnámi og fjarnámi. Sjávarútvegsfræði hefur verið kennd við HA síðan 1990 og líftækni frá árinu 2002, námsgreinarnar eru nú kenndar við Auðlindadeild Viðskipta og raunvísindasviðs HA sem auk þess hefur boðið upp á meistaranám í sjávarútvegs og auðlindafræðum. Vegna eðlis námsins hefur kennsla í sjávarútvegsfræði frá upphafi farið fram í samstarfi við innlend sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki í tengdum greinum.

Matís er stærsta rannsóknastofnun landsins sem sinnir rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla og líftækni í þágu atvinnulífsins, lýðheilsu og matvæla- og fæðuöryggis. Matís gegnir umfangsmiklu hlutverki varðandi þjónustu á sviði rannsókna, menntunar og nýsköpunar. Lögð hefur verið áhersla á að mæta þörfum matvælaframleiðenda og frumkvöðla, í samstarfi menntakerfið, m.a. í formi hagnýtra verkefna með þátttöku nemenda.

Á myndinni eru Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, Ögmundur Knútsson, forseti viðskipta- og raunvísindasviðs HA, Rannveig Björnsdóttir, dósent við auðlindadeild HA og fagstjóri hjá Matís, og Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri.

Frétt skrifuð af Hjalta Þór Sveinssyni og birt fyrst á vefsvæði Háskólans á Akureyri, www.unak.is.

IS