Fréttir

Sjávarþörungar vannýtt auðlind á Íslandi

„Íslensku sjávarþörungarnir eru vannýtt auðlind að minnsta kosti hér á Íslandi, en það er ýmislegt í gangi sem tengist þörungum og þeir koma víða við í okkar rannsóknum,“ segir Jón Trausti Kárason sérfræðingur en hann er einn þeirra sem tengjast þörungarannsóknum hjá Matís.

Jón Trausti segir að um 8 vísindamenn hjá Matís starfi öðru fremur að þörungarannsóknum þó fleiri tengist þeim verkefnum með einum eða öðrum hætti. Meðal nýlegra afurða sem byggja á þörungarannsóknum vísindamanna Matís eru húðvörur sem sprotafyrirtækið Marinox hefur sett á markað en þær innihalda lífvirk andoxunarefni sem eru unnin úr þangi og þykja sérstaklega góð fyrir húðina. Af öðrum afurðum sem eru væntanlegar á markað innan tíðar nefnir Jón Trausti meðal annars þörungaskyr og byggpasta sem er bætt með þörungum.

„Reyndar var það hópur nemenda sem var hjá okkur í fyrrasumar sem byrjaði þróun þörungaskyrsins og afurðin keppti fyrir Íslands hönd í Ecotrophelia, sem er nemendakeppni í vistvænni nýsköpun í matvælaframleiðslu. Þetta gekk það vel að þróunarvinnunni var haldið áfram og núna er þörungaskyrið að koma á markað. Hér er á ferðinni matvara sem er skyr og þaramjöl í grunninn en bragðbætt með bláberjum og hunangi,“ segir Jón Trausti.

Nánari upplýsingar veitir Jón Trausti Kárason.

Fréttir

Vöruþróunarsetur sjávarafurða eykur verðmætasköpun

Það má segja að þetta sé nokkurs konar regnhlíf fyrir mörg smá verkefni sem unnin eru innan Matís í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga víða um land og miða að því að auka verðmæti sjávarfangs.

„Verkefnasjóður sjávarútvegsins gerði okkur kleift að veita nýjum og smáum verkefnum brautargengi án þess að þurfa að leita eftir stuðningi fyrir hvert þeirra með umsóknum til stærri sjóða,“ segir Páll Gunnar Pálsson, verkefnisstjóri, um tilurð Vöruþróunarseturs sjávarafurða.

„Oft er það þannig að við hér innan Matís erum í sambandi við einstaklinga eða fyrirtæki sem þurfa á aðstoð að halda til að koma hugmynd í framkvæmd eða hjálp til að ljúka verkefnum. Gjarnan eru þau þess eðlis að þau eru of lítil eða ekki komin á það stig að þau rími við áherslur samkeppnissjóðanna vegna styrkjaúthlutana. Við skynjuðum að mikil þörf var á nýjum farvegi fyrir þessi verkefni, enda höfum við innan Matís mikið að bjóða með okkar sérfræðiþekkingu og aðstöðu. Þetta getur því verið allt frá rannsóknum eða greiningum yfir í ráðgjöf um húsnæði, tæknilausnir, vöruþróun eða markaðsstarf. Í grunninn eru þetta lítil verkefni, afmörkuð í tíma, en þau geta síðan vissulega stækkað í framhaldinu og færst þá yfir á það stig sem hentar stuðningskerfi samkeppnissjóðanna,“ segir Páll Gunnar.

Páll Gunnar segir verkefnin sem Vöruþróunarsetur sjávarafurða vinnur að mjög fjölbreytt. Sum hver hafi þegar skilað afurðum á markað og séu jafnvel grunnurinn að stofnun lítilla fyrirtækja.

 „Sem dæmi má nefna þaraskyrið sem innan tíðar fer í framleiðslu, UNU húðvörur sem eru komnar á markað og byggja á notkun lífvirkra efna úr bóluþangi og Reykhöll Gunnu á Rifi sem fékk aðstoð við vöruþróun og gæðaeftirlit. Á þessu ári eru verkefnin komin vel á fjórða tuginn og er þar m.a. verið að vinna að bættri nýtingu á grásleppu, fæðubótarefnum úr þangi, fersklýsi úr lifur, umbúðum fyrir lifandi humar, upplýsingum um sjávarfang fyrir markaðs- og sölufyrirtæki svo eitthvað sé nefnt.

 Staðsetning starfsstöðva Matís vítt og breitt um landið hefur auðveldað frumkvöðlum að leita eftir samstarfi og stuðningi. Við tökum vel á móti öllum og leggjum okkur fram um að styrkja verkefnahugmyndirnar með okkar sérþekkingu svo árangurinn verði aukin verðmæti sjávarfangs.“

Nánari upplýsingar veitir Páll Gunnar.

Skýrslur

Gæðasalt í saltfiskverkun / Quality salt for curing of salted fish

Útgefið:

01/02/2013

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Helgi Sigurjónsson, Egill Þórir Einarsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi (R 11 088‐11) og Tækniþróunarsjóður Ísl. (110667‐0611)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Gæðasalt í saltfiskverkun / Quality salt for curing of salted fish

Meginmarkmið með verkefninu var að nýta jarðsjó á Reykjanesi til framleiðslu salts sem nota má til að framleiða hágæða saltfisk. Þróaður verður feril til að framleiða saltið með jarðhita á staðnum og til að geta stýrt efnasamsetningu þess þannig að verði hægt að tryggja rétta verkun saltfisks. Salt unnið úr jarðsjó var borið saman við innflutt salt frá Miðjarðarhafi við framleiðslu á söltuðum þorskflökum með pæklun sem forsöltunarstig og þurrsaltað í lokinn. Niðurstöður leiddu í ljós að hærri nýting fékkst í saltfiskverkun með salti unnið úr jarðsjó, ásamt því að verkunin tók styttri tíma þar sem upptaka salts í þorskvöðva var meiri í samanburði við innflutta saltið. Salt unnið úr jarðsjó var sambærilegt við innflutta saltið að gæðum.

The aim of the project was to utilize raw material and energy from a geothermal brine to produce salt which can be used to increase the value in production of salted fish. Imported salt from Tunis was compared with the salt from geothermal brine, by producing salted cod from pickle salting followed by dry salting. The results showed that higher yield was observed in production of salted fish, by using salt produced from geothermal brine. Also   curing took less time where the penetration of salt in the cod muscle was faster compared with the imported salt. The salt produced from geothermal brine is comparable with the imported salt.

Skýrsla lokuð til 01.02.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Extraction of hydrolases from Gadus morhua / Náttúruleg ensím úr slógi vinna verkin

Útgefið:

01/02/2013

Höfundar:

Eva María Ingvadóttir (nemandi), Sean M. Scully (nemandi), Jónína Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir, Ásbjörn Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (V 11 011‐11)

Extraction of hydrolases from Gadus morhua / Náttúruleg ensím úr slógi vinna verkin

Markmið verkefnisins var að vinna ensím úr bolfiskslógi til notkunar við losun himnu og hringorma af lifur fyrir niðursuðu. Framkvæmdar voru yfirgripsmiklar tilraunir með notkun mismunandi útdráttarbuffera og áhrif saltstyrks, sýrustigs, hitastigs og tíma á virkni fjögurra ensíma. Einnig voru rannsökuð áhrif ensím‐blöndu úr þorskslógi á losun hringorma og himnu af lifur samanborið við notkun Alcalasa 2.4G sem notað er við hefðbundna vinnslu.   Niðurstöður verkefnisins benda til þess að útdráttaraðferðir hafi víðtæk áhrif á virkni ensíma auk þess sem mismunandi ensímvirkni fékkst úr einstaka líffærum samanborið við í blöndum þeirra. Virkni trypsins mældist fremur há en virtist stjórnast af saltstyrk útdráttarlausna og hitastigi. Virkni trypsins virtist almennt samanburðarhæf við niðurstöður fyrri rannsókna á trypsinvirkni í fiskslógi. Virkni pepsíns var yfirleitt mjög lág og bendir til að ekki sé hagkvæmt að vinna pepsín úr þorskslógi, í það minnsta ekki við þær aðstæður sem prófaðar voru. Ekki er talið hentugt að vinna samhliða trypsin, collagenasa eða elastasa úr slógi þar sem hámarksvirkni ensímanna krefst mismunandi útdráttaraðstæðna.   Niðurstöður verkefnisins í heild sinni gefa vísbendingar um að hægt sé að einangra ensím úr þorskslógi með hagkvæmum hætti með aðferðum sem einungis kalla á einfaldan tækjabúnað og ódýrar lausnir. Einnig gefa niðurstöður tilrauna vísbendingar um að hægt sé að nota þessi ensím til þess að losa hringorma af lifur fyrir niðursuðu með svipuðum árangri og þær aðferðir sem nýttar eru í dag. Hins vegar er ekki ljóst hvort notkun þeirra sé hagkvæm fyrir fyrirtæki í lifrarvinnslu þar sem nauðsynlegt væri að breyta vinnsluferlinu til þess að ná hámarksvirkni ensímanna.

The aim of this project was to investigate and optimize methods for the extraction of proteases from the digestive tract of cod (Gadus morhua) in order to bring about membrane dissociation of cod liver prior to canning. Homogenized viscera were extracted using various salt solutions, buffers and pH adjusted solutions at different temperatures and time. The protein concentration and activities of trypsin, pepsin, collagenase, and elastase were analyzed. Selected extraction solutions where then used for the removal of liver membranes compared to traditional treatment with Alcalase 2.4G. The results indicate that enzyme activity is influenced by the extraction methods and different enzyme activity was furthermore obtained from different organs and their combinations. Trypsin activity seems to be governed by the salt concentration of the extract solutions and temperature. The trypsin activity was relatively high and comparable with those obtained from other experiments. Next steps may include further optimization of extraction depending on the target enzyme(s), whereas the optimum conditions for the extraction of trypsin seem to differ from that of collagenase.   The results indicate that the extraction of marine proteases, with the exception of pepsin, from North Atlantic cod (Gadus morhua) is potentially feasible using materials generally recognized as safe (GRAS) such as dilute, aqueous sodium chloride solutions with relatively simple equipment. The marine proteases did remove worms from the liver to a certain extent but no clear trend was observed when comparing membranes of enzyme treated livers and controls under the experimental conditions of this study.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta / Bleeding system for small vessels

Útgefið:

01/02/2013

Höfundar:

Sigurjón Arason, Gunnar Þórðarson, Magnea Karlsdóttir, Albert Högnason, Guðbjartur Flosason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða, AVS/V12008/12

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta / Bleeding system for small vessels

Miklar rannsóknir hafa farið fram á gæðamálum varðandi blóðgun á þorski og benda þær allar til að rétt meðhöndlun hafi umtalsverð áhrif á gæði afurða. Rannsóknir hafa sýnt að illa blóðgaður fiskur skilar verri afurðum, hvort sem um er að ræða fisk sem fer í fram‐leiðslu á ferskum, frosnum, söltuðum eða þurrkuðum afurðum4 . Með aukinni sókn smærri báta sem stunda línu‐  og hand‐færaveiðar hefur borið á vandamáli hvað varðar blóðgun enda eru margir hverjir ekki útbúnir blóðgunarkerum. Rannsóknir Matís benda til að fiskur sem er látin blæða nægilega lengi í miklum sjóskiptum, við náttúrlegt hitastig sjávar, strax eftir blóðgun, skilar betra hráefni en við hefðbundna meðhöndlun. Hefðbundin aðferð um borð í smábátum er að blóðga fiskinn beint af línunni ofan í krapaker í lest.   Matís, 3X Technology og Fiskvinnslan Íslandssaga hafa lokið verkefninu „Vinnsluferlar smábáta“ þar sem aðstæður um borð í smábátum voru skoðaðar með það fyrir augum að hanna búnað sem hentaði fyrir minni línubáta. Hönnun á búnaðinum (Rotex blæðingatankur FIFO) er lokið og smíði er hafin hjá 3X Technology. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka virkni Rotex aðferð‐arinnar á blæðingu þorsks með hlutlægri rannsókn. Þessi verk‐þáttur er unninn í samvinnu 3X Technology, Matís og Jakob Valgeirs ehf í Bolungarvík.   Sýni af þorski voru tekin í tveimur róðrum dagróðralínubáts þar sem notast var við mismunandi aðferðir við blóðgun og frágang. Sýni voru flökuð og hluti flakanna síðan send fersk til Matís á Vínlandsleið þar sem mismunandi aðferðum var beitt til að meta hráefnisgæðin. Hinn hlutinn var unnin á hefðbundin hátt þ.e. framleiðsla á léttsöltuðum, frosnum flakastykkjum, og þau síðan notuð til að fá fram áhrif mismunandi blóðgunaraðferða á gæði afurða við geymslu í frosti, í mislangan tíma og við mismunandi hitastig.Niðurstaða verkefnisins mun styðja aðrar rannsóknir á þessu sviði og er mikilvægt innlegg í umræðu um betri gæði afla smábáta.

Extensive research has been conducted on the quality of bleeding process of cod on board but the correct treatment can have a significant effect on the final product quality. Studies have shown that insufficient bled fish will result in low value products, whether in the case of fresh, frozen or dried production. This problem is mainly related with fish caught by long‐line, especially on smaller vessels that are not equipped with necessary equipment for the bleeding process such as bleeding tanks. Researches indicate that bleeding of fish with sufficient flow of fresh seawater in the bleeding tank will result in higher quality products. The traditional bleeding method on board small vessels is to bleed the fish directly in to slush ice tub in the ship convoy. Matis, 3X Technology and Icelandic Saga have finished the research project “Processing in small vessels” where conditions on board the small vessels were examined with the aim to design equipment suitable for smaller long‐liners. The output of that project was the design of new equipment “Rotex” (bleeding tank FIFO). This was completed and a production was launched by 3X Technology. Samples of cod were collected in two fishing trips from a long liner landing daily, using different methods of bleeding and handling. Samples were filleted and parts of it were sent fresh for research at Matis in Vínlandsleid where different methods were tested considering different product quality and the other parts were prepared with traditional production of lightly salted fillet pieces. The fillets were frozen and used to test the effect of different bleeding methods on product quality after storage in the freezer, using different storing time and different temperatures.   The aim of present project was to investigate the effect of the ROTEX bleeding process with an objective researches in collaboration with 3X Technology, Matis and the fish processor and boat owner, Jakob Valgeir Ltd. This project will support other researches in this area as well as to be an important input for disquisition about better quality of small boats catch.

Skýrsla lokuð til 01.08.2013

Skoða skýrslu

Fréttir

Þörungaþykkni með skilgreinda andoxunarvirkni

Matís og fyrirtækið Grímur kokkur hafa unnið saman að verkefnum um auðgun sjávarrétta með lífefnum eins og þörungaþykkni með skilgreinda andoxunarvirkni, hýdrólysötum til að auka próteininnihald og fiskiolíum til að auka omega-3 fitusýrur fyrst í verkefni styrktu af AVS sjóðnum (R 041-10) frá 2010 til 2012.

Fyrir um ári hófst tveggja ára  norrænt verkefni styrkt af Nordic Innovation.  Í norræna verkefninu eru einnig  fyrirtæki sem framleiða íblöndunarefni í matvæli sprotafyrirtækið Marinox sem framleiðir þörungaduft, fyrirtækið Norður með próteinhydrolysöt og  norska fyrirtækið BioActiveFoods sem nýverið hefur sett á markað bragðlaust omega-3 duft. Í verkefninu eru einnig rannsóknafyrirtækið VTT í Finnlandi ásamt finnsku fyrirtæki sem framleiðir sjávarrétti.

Fyrirtækið Grímur kokkur sem er landsþekkt fyrir  vörur sínar úr sjávarfangi flutti rekstur sinn nýverið í  nýtt húsnæði  í Eyjum sem innréttað er algjörlega að þörfum fyrirtækisins. Jafnframt hefur Sigurður Gíslason matreiðslumaður tekið til starfa í fjölskyldufyrrtækinu og mun efla áframhaldandi vöruþróun og nýsköpun. Í norræna verkefninu er vöruþróun á auðguðum sjávarréttum að fara í fullan gang og tveir meistaranemendur við matvæla- og næringarfræðideild HÍ í samstarfi við Rannsóknastofu í Næringarfræði munu vinna sín lokaverkefni innan verkefnisins. Miklar vonir eru bundnar við afrakstur þessa verkefnis en þarna vinna saman nýsköpunar- og matvælafyrirtæki í tengslum við háskóla og þekkingarfyrirtæki.   

Frétt á Eyjunni.

Mynd á fundi tekin í gær Sigurður Gíslason og Grímur Gíslason frá Grími kokki, Emilía Martinsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Rósa Jónsdóttir og Valgerður Lilja  Jónsdóttir  meistaranemi.

Fundur í Matís

Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir hjá Matís.

Fréttir

HACCP námskeið

HACCP námskeið verður haldið hjá Matís þann 6. og 7. febrúar nk.

Um er að ræða ítarlegt tveggja daga námskeið þar sem meðal annars verður farið yfir helstu hættur í matvælum og fyrstu aðgerðir við uppsetningu HACCP-kerfis.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Matís, Vínlandsleið 12,  6. og 7. febrúar frá kl. 9:00 til 16:00 báða dagana.

Fréttir

Suðurland er hjarta grænmetisframleiðslunnar

Í árslok 2012 var tekin ákvörðun um að ráða sameiginlegan starfsmann með Háskólafélagi Suðurlands að matarsmiðju Matís á Flúðum.

Haraldur Hallgrímsson, sviðsstjóri Nýsköpunar og neytenda, segir þetta mjög mikilvægt skref í uppbyggingu matarsmiðjunnar og til marks um aukið gildi hennar í nýsköpun og þróun matvælavinnslu á Suðurlandi.

„Starfsmaður matarsmiðjunnar kemur til með að kortleggja og styðja uppbyggingu á matvælatengdu námi á svæðinu, safna upplýsingum um þarfir fyrirtækjanna og vinna með þeim, jafnframt því að annast þau verkefni sem snúa beint að matarsmiðjunni. Þetta rímar mjög vel við þá áherslu sem við höfum í matarsmiðjunum og ég met það svo að á Suðurlandi séu mjög mikil tækifæri fyrir Matís til þess að styðja framþróun í matvælavinnslu. Við erum á Flúðum í hjarta grænmetisframleiðslunnar á Íslandi og eitt af því sem við horfum til er að nýta reynslu sem við getum yfirfært úr sjávarútvegi yfir í þá grein, t.d. hvað varðar vinnsluaðferðir, kælingu, dreifingartækni og svo framvegis.

Ég hef trú á að grænmetisframleiðslan eigi eftir að vaxa á Suðurlandi á komandi árum og við sjáum líka möguleika í nýsköpun tengdri bæði landbúnaði og sjávarútvegi á svæðinu. Kornræktin er dæmi um þetta og má í því samhengi benda á framleiðslu hjá bændunum á Þorvaldseyri. Matarsmiðja Matís á Suðurlandi hefur því farið vel af stað á fyrsta starfsárinu og við erum að stíga skref til að efla hana enn frekar,“ segir Haraldur.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Hallgrímsson.

Fréttir

Fjölgun starfa og hátt menntunarstig hjá Matís í Skagafirði

Matís er með starfsstöð í Skagafirði. Þar er svokölluð Líftæknismiðja staðsett og er lífvirkni hinna ýmsu efna úr íslenskum sjó rannsökuð þar.

Það sem er auk þess áhugavert við starfsstöðina er hversu hátt menntunarstig starfsmenn Matís hafa. Af þeim fimm starfsmönnum sem þar starfa eru þrír með meistaragráðu og tveir með doktorsgráðu. Með slíkri þekkingu er hægt að halda úti margþættri og áhugaverðri starfsemi sem skiptir máli fyrir nærumhverfið og ekki síður fyrir landið í heild.

Starfsemi Matís í Líftæknismiðjunni er margþætt. Í fyrsta lagi hefur Matís komið upp sérhæfðri rannsóknastofu á sviði líftækni og lífefna.  Í öðru lagi starfrækir Matís tilraunaverksmiðju í vinnslusal Líftæknismiðjunnar, þar sem fyrirtækið Iceprotein ehf. hefur byggt upp starfsemi sína. Að lokum vinnur starfsfólk Matís í Líftæknismiðjunni með fyrirtækjum í Skagafirði og NV-landi að ýmsum umbóta-og hagræðingarverkefnum.

Með Líftæknismiðjunni hefur skapast rannsóknaraðstaða með tilheyrandi vinnsluaðstöðu þar sem vísindamenn og frumkvöðlar í líftækni geta þróað vörur sínar og vinnsluferla í samvinnu við Matís. Á rannsóknastofu Líftæknismiðjunnar er unnið að mælingu á lífvirkum eiginleikum lífefna úr íslenskri náttúru. Líftæknismiðjan er opin öllum landsmönnum og þar geta einstaklingar og fyrirtæki fengið aðstöðu til skemmri tíma til framleiðslu afurða. Smiðjan verður nokkurs konar klakstöð nýrra sprotafyrirtækja í líftækni og mikilvæg í styttingu ferlis frá hugmynd til markaðar. Með vali á staðsetningu Líftæknismiðjunnar er litið til nærumhverfisins sem matarkistan Skagafjörður er.

Markviss uppbygging á rannsóknaaðstöðu á sér stað í Líftæknismiðju Matís, sem nú þegar er þátttakandi í víðtæku fjölþjóðlegu samstarfi. Líftæknismiðjunni er ætlað að leggja af mörkum sérhæfða rannsóknaraðstöðu, þróunaraðstöðu með vinnsluleyfi og sérfræðiþekkingu í samstarfsverkefnum framtíðarinnar. Í vinnslusal Líftæknismiðjunnar er m.a. aðstaða til að einangra prótein og þurrka. Líftæknismiðjunni er ætlað að vinna í nánu samstarfi við matvælafyrirtækjum á landinu.

Myndband um starfsstöðina má finna hér.

Stöðvarstjóri Matís á Sauðárkróki er Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri Vinnslu, virðisauka og eldi.


Matís á Sauðárkróki:

Háeyri 1, 550 Sauðárkrókur

Starfsmenn:

  • Arnljótur B. Bergsson, M.Sc., sviðsstjóri, sími 422 5013
  • Hólmfríður Sveinsdóttir, PhD, sérfræðingur, sími  422 5064
  • Patricia Y. Hamaguchi PhD, sérfræðingur, sími 422 5041
  • Hilma Eiðsdóttir Bakken, M.Sc., rannsóknarmaður, sími 422 5064
  • Annabelle Vrac, M.Sc., rannsóknarmaður, sími 422 5064

Fréttir

Verðmætasköpun er lykilorðið – Mikilvægt að þekkingin verði að vöru og verðmætum

Hjá Matís er lögð áhersla á hagnýtingu og markaðshugsun í öllum verkefnum og starfsemi fyrirtækisins því skjót útbreiðsla og hagnýting þekkingar er ekki síður mikilvæg en grunnrannsóknirnar sjálfar þegar koma á vörum á markað.

Mikil tækifæri liggja í því fyrir Matís að koma afrakstri rannsókna og þróunarverkefna í framkvæmd og á markað en slíkt leiðir til aukinnar verðmætasköpunar fyrir íslenskar atvinnugreinar og til hagsældar fyrir almenning á Íslandi.

Verðmætasköpun er því lykilorð í öllu starfi Matís hvort sem það er í samstarfi við aðila innanlands eða erlendis. Hér má sjá örfá dæmi um verkefni sem Matís hefur átt hlutverki að gegna og skilað hafa nú þegar verðmætum til handa þeirra aðila sem að verefnunum komu, hvort sem horft er til Matís sem fyrirtækis, starfsmanna þess, viðskiptavina eða eigenda, þ.e. íslenska ríkisins.

IS