Skýrslur

Erfðabreytileiki, vöxtur, kynþroski og far, hjá steinbít (Anarhichas lupus L.) / Genetic diversity, growth, maturity and migration, of the Atlantic wolffish (Anarhichas lupus L.)

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Ásgeir Gunnarsson, Christophe Pampoulie, Sigurlaug Skírnisdóttir, Anna K. Daníelsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins (The Icelandic Fisheries Research Fund)

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Erfðabreytileiki, vöxtur, kynþroski og far, hjá steinbít (Anarhichas lupus L.) / Genetic diversity, growth, maturity and migration, of the Atlantic wolffish (Anarhichas lupus L.)

Í þessari rannsókn var arfgerð, kynþroski og vöxtur steinbíts frá Vestfjörðum og Austfjörðum rannsökuð. Við arfgerðarrannsóknina voru notuð 16 erfðamörk og genið Rhodopsin. Þrátt fyrir að steinbítur sé staðbundin fiskur og lítið rek sé á eggjum hans og lirfum fannst ekki munur á arfgerð hans milli svæða eða ára með þeim erfðamörkum sem rannsökuð voru. Erfðarannsóknirnar sýndu minnkun stofnstærðar steinbíts við Ísland. Í hlýja sjónum út af Vestjörðum vex steinbítur hraðar og verður kynþroska yngri og minni en steinbítur í kaldari sjónum út af Austfjörðum. Niðurstöðurnar voru skoðaðar út frá líffræði steinbíts, tímalengd sem steinbítur hefur verið aðgreindur milli svæða við Ísland og gildi rannsóknarinnar fyrir sjálfbærar veiðar.

The stock structure of the Atlantic wolffish was investigated at Icelandic fishing grounds from two areas with different temperature regimes, using 16 microsatellite loci and the Rhodopsin gene. Growth and maturity was also examined. Despite the potential of the Atlantic wolffish to exhibit genetic structure (lack of eggs/larval dispersal and adults are sedentary), the genetic tests applied in this study did not detected significant genetic differentiation among the samples analyzed. However, the results on genetic diversity revealed a significant decrease in population size (bottleneck effect). Atlantic wolffish grows faster and matures at a younger age and smaller size in the warmer sea west of Iceland than in the colder sea east of Iceland. These results are discussed in terms of biological characteristics of Atlantic wolffish, recent isolation of populations and their application to sustainable fisheries management issues.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Könnun á innanlandsmarkaði fyrir ferðamat og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi / Survey on domestic market for travel food and speciality diet from seafood

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Jón Trausti Kárason, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (V11004‐11)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Könnun á innanlandsmarkaði fyrir ferðamat og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi / Survey on domestic market for travel food and speciality diet from seafood

Niðursuðupokar eru sveigjanlegar umbúðir með loftþéttri lokun og ætlaðir fyrir venjuleg matvæli með hátt sýrustig. Pokarnir þola niðursuðu og innihaldið er hægt að dauðhreinsa. Helsti markaðurinn fyrir matvæli í niðursuðupokum er í Asíu og Evrópu. Um 5 milljarðar pakka af vörum í niðursuðupokum eru seldir í Norður Ameríku á ári. Þ.e. um 750 þúsund tonn að verðmæti um 750 milljarða króna. Markaðurinn hefur vaxið um 10% á ári. Mest er framleitt af gæludýrafóðri, matarskömmtum fyrir hermenn og til hjálparstarfs í þriðja heiminum. Mestur vöxtur er í matvælum og þar er tæknin orðin viðurkennd sem varðveislu‐  og pökkunaraðferð. Veitingahúsa‐  og mötuneytismarkaðurinn er einnig að opnast með þróun stærri poka sem koma í staðinn fyrir dósir. Netkönnun var gerð til að greina markhópa á Íslandi sem gætu haft áhuga á að kaupa og nota mat í    niðursuðupokum og að kanna hvers konar mat er áhugi fyrir að nota.  Netkönnun luku rúmlega 100 manns. Einnig var rætt við forsvarsmenn stóreldhúsa og útivistarfólk varðandi notkun niðursuðupoka.   Niðurstöður bentu til að meðal helstu markhópa eins og útivistafólks og stóreldhúsa virðist vera almennur áhugi til staðar fyrir þeirri nýjung sem matvælum pakkað í niðursuðupoka er á íslenskum markaði. Þarfir markhópanna eru misjafnar hvað varðar skammtastærðir. Almenningur hefur mjög fastmótaðar skoðanir á niðursoðnum matvörum og endurspeglast þær skoðanir e.t.v. af fyrri reynslu og því vöruúrvali sem til staðar hefur verið á Íslandi hingað til. Það er ljóst að til þess að markaðssetja tilbúna rétti í niðursuðupokum þarf að vanda sérstaklega valið á uppskriftum, hráefnum og meðhöndlun þeirra. Þetta á sérstaklega við ef  pakka á sjávarfangi með þessum hætti, en fiskmeti er afar viðkvæmt hráefni.

Canning bags are flexible containers with air‐tight sealing and intended for ordinary foods with high acidity. The food is canned in the bags. Most of the products in canning bags are pet foods, food portions for soldiers and aid activities in the Third World. The greatest growth is in food products and the technology has become recognized as a preservation and packaging process. The restaurant and canteen market is also opening up to development of larger bags to replace the cans. A web‐based survey was done to identify target groups in Iceland that could be interested in buying and using foods in canning bags and to explore what kind of food is of interest. Over 100 participants completed the survey. Representatives of big kitchens and outdoor enthusiast were interviewed on the use of canning bags.   Results indicated that among the major target groups widespread interest appears to be for such novelty food in the domestic market. The needs of different target groups vary in terms of size of packages. The public has a very firm view regarding canned foods probably reflected from past experience and past and current product ranges in the Icelandic market. It is therefore clear that in order to market ready meals in canning bags, the recipes and ingredients have to be chosen carefully. This is particularly important in the case of seafood as it is a very perishable raw material.

Skýrsla lokuð til 01.04.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Kyösti Pennanen, Raija‐Liisa Heiniö, Rósa Jónsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

Nordic Innovation

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Consumer’s evaluation of enriched seafood product concepts / Neytendakönnun á auðguðum sjávarréttum

Samanborið við neytendur annars staðar á Vesturlöndum virðast neytendur í Evrópu heldur tortryggnir gagnvart auðgun matvæla og þó heilsufullyrðingar í matvælum beri skilaboð um heilsufarsleg áhrif, verða   þær ekki endilega til að gera vöruna meira aðlaðandi í augum neytandans. Því krefst þróun auðgaðra matvæla skilnings á kröfum neytanda. Gerð var netkönnun til að meta viðbrögð neytenda við vöruhugmyndum um sjávarrétti sem auðgaðir höfðu verið með omega‐3, fiskipróteinum og þörungum með mismunandi upplýsingum um möguleg áhrif og virknieiginleika. Íslenskir neytendur (n = 460) mátu hugmyndir um þorskafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun slíkra sjávarrétta var raunhæfur möguleiki, sérstaklega með omega‐3. Þó upplýsingar um auðgun hefðu fremur neikvæð áhrif á upplifun fólks af vöruhugmyndum, höfðu upplýsingar um innihaldsefni og heilsufarsleg áhrif af neyslu, jákvæð áhrif á upplifun fólks og líkur á því að kaupa viðkomandi vörur. Áhrif slíkra upplýsinga voru nokkuð meiri meðal þeirra neytenda sem lögðu meiri áherslu á heilsu og höfðu jákvæð viðhorf til markfæðis. Finnskir neytendur (n = 432) mátu hugmyndir um laxaafurðir og niðurstöðurnar sýndu að auðgun sjávarrétta með þara kom einna best út, sérstaklega þegar upplýsingar um minnkun saltinnihalds fylgdu með. Af niðurstöðunum má álykta að auðgun sjávarrétta sé sé raunhæfur kostur. Hinsvegar er mjög mikilvægt að huga að merkingum og upplýsingum til neytenda um slíkar vörur.

Compared to consumers elsewhere in the Western world, European consumers generally seem to be more suspicious towards enrichment of food. Although health claims in food products communicate the health effect, it does not necessarily make the products more appealing to consumers. Therefore, development of enriched foods requires understanding of consumers’ demands. The aim of this study was to measure consumer responses towards various concepts of enriched seafood products. Web‐based questionnaires were used to study Icelandic and Finnish consumer´s responses towards concepts of convenience seafood products enriched with omega‐3, fish proteins and seaweed extracts with different information about possible effects/functional properties. Icelandic consumers (n = 460) evaluated cod product concepts and the results showed that enrichment of convenience seafood was a realistic option, especially with omega‐3. Although information about enrichment had rather negative effects, information about ingredients and health effects positively affected product perception and buying intention. The effect of information was greater among consumers which placed higher emphasis on health and expressed more positive attitudes towards functional foods. Two sets of Finnish consumers (n = 432) evaluated nine salmon product concepts. The results showed that products enriched with seaweed received relatively the highest scores, especially when information about salt reduction was provided.   To conclude, enrichment of convenience seafood products with marine based ingredients is a realistic option. However, it is very important to consider labelling and information provided to the consumers.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Björn Margeirsson, Valur Oddgeir Bjarnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 11 062‐11)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Meginmarkmið verkefnisins „Ofurkældur heill fiskur – fyrir dauðastirðnun“, sem hófst í júlí 2011, var að kanna hvort ofurkæling heils fisks um borð í veiðiskipi gæti lengt geymsluþol og aukið gæði afurðanna. Hæfilegra hita‐ og tímastillinga á roð‐ og snertikæli var leitað með fjórum kælitilraunum og bestu stillingarnar notaðar til ofurkælingar heilla fiska í geymsluþolstilraun. Niðurstöður geymsluþolstilraunar benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Samkvæmt skynmati var þó lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar, sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahóps með ofurkældum flökum úr ofurkældum heilum fiski virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐  og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðlagt að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt yrði eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C). Niðurstöður tölvuvæddrar varma‐  og straumfræði‐líkanagerðar gefa til kynna að þess lags líkön gætu nýst til áframhaldandi hönnunar á roð‐ og snertikæli fyrir heilan fisk.

The main aim of the R&D project „Superchilled round fish – pre‐rigor“, which was initiated in July 2011, was to investigate if superchilled processing of whole fish on‐board fishing ships could increase the product quality and prolong storage life. The appropriate temperature‐  and time‐settings for the superchilling equipment was studied in four cooling trials and the best settings applied when preparing samples for a storage life study. The results from the storage life study indicate that superchilled processing of whole cod can extend storage life by two days. However, differences in sensory scores between the fillet groups were small. Storage life was estimated between 16 and 18 days which is quite long storage life for cod fillets. However, the group with superchilled fillets from superchilled whole fish seemed to retain freshness a little longer than other groups. As in case of the whole cod, the differences in bacterial count, chemical and physical properties between the fillet groups were small. Very similar fish temperatures between both the whole fish and the fillet groups resulting from the superchilled storage conditions applied may be the main reason for the small differences obtained. Thus, another study with more common temperature conditions during transport and storage of fresh fish (chilled but not superchilled) should be performed. The results obtained in this study show that CFD modelling of fluid flow and heat transfer is a realistic and functional tool to simulate superchilling of whole fish in a CBC‐cooler. In future work CFD‐modelling can be used to determine optimal values for parameters such as holding time, chilling temperature and air velocity. 

Skoða skýrslu

Fréttir

Breyting á starfsemi Matís

Nú um mánaðarmót munu verða breytingar á starfsemi Matís, á sviði efnagreininga. Markmið breytinganna er að auka fjárhagslega hagkvæmni og efla faglegan grundvöll efnagreininga enn frekar. Mikill samdráttur hefur því miður verið í kaupum hins opinbera á sviði efnagreininga tengdum matvælaeftirliti, þrátt fyrir auknar kröfur í kjölfar innleiðingar matvælalöggjafarinnar árið 2011.

Mikilvægt er fyrir Matís að gæta ýtrustu hagkvæmni í rekstri, án þess að það bitni á faglegum þætti þessara sérhæfðu mælinga. Nú stendur fyrir dyrum uppbygging tækjabúnaðar til varnarefnamælinga sem Matís hefur fjármagnað með styrkumsóknum, en til að möguelgt sé að reka slíkan tækjabúnað er nauðsynlegt að öll sérfræðiþekking nýtist sem best. Því er sérfræðiþekkingu á sviði efnagreininga safnað saman á einn stað í Reykjavík. Varnarefnamælingar á ávöxtum og grænmeti eru mjög mikilvægar til að tryggja öryggi neytenda.

Há húsaleiga Matís að Borgum hefur auk þess haft áhrif á þessa niðurstöðu en það liggja ekki fyrir endanlegar ákvarðanir um aðrar breytingar á starfsemi fyrirtækisins á Akureyri. Matís hefur lagt áherslu á að hafa öfluga starfsemi sem víðast á landinu eins og sjá má á fjölda starfstöðva fyrirtækisins.

Fréttir

UNA húðvörur með lífvirkum efnum úr bóluþangi

Jákvæðar niðurstöður líftæknirannsókna Matís á undanförnum árum á þörungum og lífvirkni efna í þeim lögðu grunninn að fyrirtækinu Marinox sem nú hefur tekið til starfa.

Fyrstu framleiðsluvörurnar eru húðvörur undir vörumerkinu UNA. Þær eru nú þegar komnar á markað hér á landi en einnig er horft til framleiðslu fæðubótarefna og íblöndunarefna fyrir matvælaiðnað í framtíðinni.

Hörður Kristinsson, sviðsstjóri hjá Matís og Rósa Jónsdóttir, fagstjóri, stóðu að stofnun fyrirtækisins í samstarfi við Matís.

„Það má segja að Marinox sé formlegur farvegur fyrir okkar rannsóknir og rökrétt framhald af rannsóknum um margra ára skeið. Árið 2007 fórum við að skima fyrir efnum í þörungum með andoxunarvirkni og þær rannsóknir leiddu okkur að brúnþörungnum bóluþangi sem við ákváðum að vinna betur með. Nú erum við komin á það stig að hafa einangrað lífvirk efni úr bóluþanginu sem við höfum gert tilraunir með sem fæðubótarefni í matvælavinnslu og til framleiðslu á UNA húðvörunum. Andoxunarvirknin hjálpar húðinni að vinna á móti óæskilegum áhrifaþáttum sem við verðum fyrir í umhverfi okkar, vinnur á móti öldrun húðarinnar og þannig má áfram telja,“ segir Rósa en eiginleikar lífvirku efnanna í matvælavinnslu birtast meðal annars í auknu geymsluþoli, auk þeirra jákvæðu áhrifa sem neytandinn hefur af neyslunni.

„Hugmyndin með Marinox er að framleiða fæðubótarefni og innihaldsefni fyrir matvælaframleiðendur en einnig að þróa eigin framleiðsluvörur sem innihalda þessi jákvæðu lífvirku efni. Með UNA húðvörunum höfum við því stigið nýtt skref í ferlinu en rannsóknir á þörungum og lífvirkni efna í þeim munu halda áfram hjá okkur enda um að ræða mikla auðlind sem Íslendingar geta nýtt í framtíðinni,“ segir Rósa Jónsdóttir, fagstjóri.

Fréttir

Saltfiskhandbók fyrir framleiðendur

Nýlokið er við að taka saman hagnýtar upplýsingar fyrir saltfiskframleiðendur. Þessi handbók byggir á rannsóknum og þróunarverkefnum sem unnin hafa verið á Matís í samvinnu við saltfiskframleiðendur undanfarin ár.

Fyrir allnokkrum árum tók Dr. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur, saman handbók fyrir saltfiskframleiðendur. Sú bók naut mikilla vinsælda og þótti geyma mikinn og gagnlegan fróðleik. Upplag bókarinnar gekk til þurrðar fyrir nokkrum árum og hafa saltfiskframleiðendur óskað eftir nýju riti sem lýsti betur þeim aðferðum sem notaðar hafa verið á síðustu árum.

Rannsókna- og þróunarverkefni fyrir saltfiskframleiðendur hafa lengi verið fyrirferðamikil í starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og síðar Matís. Afrakstur þessara verkefna hefur verið birtur í allmörgum skýrslum og nú þótti tímabært að draga fram það helsta á einn stað.

Þessi handbók byggir því á rannsóknum margra einstaklinga og hæpið að telja þá alla upp, en þó ber að nefna að Sigurjón Arason, verkfræðingur hjá Matís og kennari við Háskóla Íslands, hefur verið nokkurs konar samnefnari margra þeirra, Dr. Kristín Anna Þórarinsdóttir, matvælafræðingur, vann við saltfiskrannsóknir um árabil og lauk doktorsprófi að rannsóknum loknum. Gerð þessarar handbókar og samantekt efnisins var að stórum hluta í höndum Kristínar Önnu áður en Páll Gunnar Pálsson, matvælafræðingur, tók við og sá um að koma handbókinni á þetta form. En handbókin verður aðeins fáanleg á rafrænu formi (pdf), sem gefur tækifæri til að bæta og breyta með litlum tilkostnaði.

Handbókina má nálgast á heimasíðu Matís (www.matis.is/saltfiskhandbokin)

Fréttir

Sjávarþörungar vannýtt auðlind á Íslandi

„Íslensku sjávarþörungarnir eru vannýtt auðlind að minnsta kosti hér á Íslandi, en það er ýmislegt í gangi sem tengist þörungum og þeir koma víða við í okkar rannsóknum,“ segir Jón Trausti Kárason sérfræðingur en hann er einn þeirra sem tengjast þörungarannsóknum hjá Matís.

Jón Trausti segir að um 8 vísindamenn hjá Matís starfi öðru fremur að þörungarannsóknum þó fleiri tengist þeim verkefnum með einum eða öðrum hætti. Meðal nýlegra afurða sem byggja á þörungarannsóknum vísindamanna Matís eru húðvörur sem sprotafyrirtækið Marinox hefur sett á markað en þær innihalda lífvirk andoxunarefni sem eru unnin úr þangi og þykja sérstaklega góð fyrir húðina. Af öðrum afurðum sem eru væntanlegar á markað innan tíðar nefnir Jón Trausti meðal annars þörungaskyr og byggpasta sem er bætt með þörungum.

„Reyndar var það hópur nemenda sem var hjá okkur í fyrrasumar sem byrjaði þróun þörungaskyrsins og afurðin keppti fyrir Íslands hönd í Ecotrophelia, sem er nemendakeppni í vistvænni nýsköpun í matvælaframleiðslu. Þetta gekk það vel að þróunarvinnunni var haldið áfram og núna er þörungaskyrið að koma á markað. Hér er á ferðinni matvara sem er skyr og þaramjöl í grunninn en bragðbætt með bláberjum og hunangi,“ segir Jón Trausti.

Nánari upplýsingar veitir Jón Trausti Kárason.

Fréttir

Vöruþróunarsetur sjávarafurða eykur verðmætasköpun

Það má segja að þetta sé nokkurs konar regnhlíf fyrir mörg smá verkefni sem unnin eru innan Matís í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga víða um land og miða að því að auka verðmæti sjávarfangs.

“Verkefnasjóður sjávarútvegsins gerði okkur kleift að veita nýjum og smáum verkefnum brautargengi án þess að þurfa að leita eftir stuðningi fyrir hvert þeirra með umsóknum til stærri sjóða,“ segir Páll Gunnar Pálsson, verkefnisstjóri, um tilurð Vöruþróunarseturs sjávarafurða.

„Oft er það þannig að við hér innan Matís erum í sambandi við einstaklinga eða fyrirtæki sem þurfa á aðstoð að halda til að koma hugmynd í framkvæmd eða hjálp til að ljúka verkefnum. Gjarnan eru þau þess eðlis að þau eru of lítil eða ekki komin á það stig að þau rími við áherslur samkeppnissjóðanna vegna styrkjaúthlutana. Við skynjuðum að mikil þörf var á nýjum farvegi fyrir þessi verkefni, enda höfum við innan Matís mikið að bjóða með okkar sérfræðiþekkingu og aðstöðu. Þetta getur því verið allt frá rannsóknum eða greiningum yfir í ráðgjöf um húsnæði, tæknilausnir, vöruþróun eða markaðsstarf. Í grunninn eru þetta lítil verkefni, afmörkuð í tíma, en þau geta síðan vissulega stækkað í framhaldinu og færst þá yfir á það stig sem hentar stuðningskerfi samkeppnissjóðanna,“ segir Páll Gunnar.

Páll Gunnar segir verkefnin sem Vöruþróunarsetur sjávarafurða vinnur að mjög fjölbreytt. Sum hver hafi þegar skilað afurðum á markað og séu jafnvel grunnurinn að stofnun lítilla fyrirtækja.

 „Sem dæmi má nefna þaraskyrið sem innan tíðar fer í framleiðslu, UNU húðvörur sem eru komnar á markað og byggja á notkun lífvirkra efna úr bóluþangi og Reykhöll Gunnu á Rifi sem fékk aðstoð við vöruþróun og gæðaeftirlit. Á þessu ári eru verkefnin komin vel á fjórða tuginn og er þar m.a. verið að vinna að bættri nýtingu á grásleppu, fæðubótarefnum úr þangi, fersklýsi úr lifur, umbúðum fyrir lifandi humar, upplýsingum um sjávarfang fyrir markaðs- og sölufyrirtæki svo eitthvað sé nefnt.

 Staðsetning starfsstöðva Matís vítt og breitt um landið hefur auðveldað frumkvöðlum að leita eftir samstarfi og stuðningi. Við tökum vel á móti öllum og leggjum okkur fram um að styrkja verkefnahugmyndirnar með okkar sérþekkingu svo árangurinn verði aukin verðmæti sjávarfangs.“

Nánari upplýsingar veitir Páll Gunnar.

Skýrslur

Gæðasalt í saltfiskverkun / Quality salt for curing of salted fish

Útgefið:

01/02/2013

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Helgi Sigurjónsson, Egill Þórir Einarsson, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi (R 11 088‐11) og Tækniþróunarsjóður Ísl. (110667‐0611)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Gæðasalt í saltfiskverkun / Quality salt for curing of salted fish

Meginmarkmið með verkefninu var að nýta jarðsjó á Reykjanesi til framleiðslu salts sem nota má til að framleiða hágæða saltfisk. Þróaður verður feril til að framleiða saltið með jarðhita á staðnum og til að geta stýrt efnasamsetningu þess þannig að verði hægt að tryggja rétta verkun saltfisks. Salt unnið úr jarðsjó var borið saman við innflutt salt frá Miðjarðarhafi við framleiðslu á söltuðum þorskflökum með pæklun sem forsöltunarstig og þurrsaltað í lokinn. Niðurstöður leiddu í ljós að hærri nýting fékkst í saltfiskverkun með salti unnið úr jarðsjó, ásamt því að verkunin tók styttri tíma þar sem upptaka salts í þorskvöðva var meiri í samanburði við innflutta saltið. Salt unnið úr jarðsjó var sambærilegt við innflutta saltið að gæðum.

The aim of the project was to utilize raw material and energy from a geothermal brine to produce salt which can be used to increase the value in production of salted fish. Imported salt from Tunis was compared with the salt from geothermal brine, by producing salted cod from pickle salting followed by dry salting. The results showed that higher yield was observed in production of salted fish, by using salt produced from geothermal brine. Also   curing took less time where the penetration of salt in the cod muscle was faster compared with the imported salt. The salt produced from geothermal brine is comparable with the imported salt.

Skýrsla lokuð til 01.02.2015

Skoða skýrslu
IS