Fréttir

Starfsmaður Matís í áhrifastöðu hjá SAFE

Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri Viðskiptaþróunar hjá Matís, hefur tekið við starfi aðalritara SAFE. Mikill heiður er fyrir Odd persónulega og fyrir Matís að hann skuli hafa verið valinn til þess að sinna þessu mikilvæga starfi en SAFE Consortium er net rannsóknafyrirtækja og stofnana um matvælaöryggi.

Val Odds í aðalritarastöðuna sýnir best stöðu Matís þegar kemur að matvælaöryggismálum en eitt af hlutverkum Matís samkvæmt lögum er að tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu.

Auk þess að fara með stöðu aðalritara SAFE þá veitir Matís netinu formennsku og hefur umsjón með öllum rekstri þess.

„Eitt af því sem við gerum í netinu er að efna til nýrra verkefna sem snúa að matvælaöryggi og undanfarið höfum við leitt þessa vinnu sem formennskuaðili,“ segir Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Matís og aðalritari SAFE.

Nánari upplýsingar veitir Oddur Már.

Heimasíða SAFE Consortium: www.safeconsortium.org/

Fréttir

Flotbryggjur festar tryggilega, án kafara, niður á allt að 100 metra dýpi

Fyrir stuttu afhenti Króli ehf Fjallabyggð formlega nýja flotbryggju í Innri Höfn á Siglufirði. Þetta er fyrsta flotbryggjan frá Króla ehf þar sem notast er við skrúfuakkeri sem Hafbor ehf hefur þróað, til að festa bryggjuna í sjávarbotninn. Um er að ræða samstarf Króla, Hafbors, Rannís og Matís.

Við það tækifæri var undirritaður samningur milli Hafbor ehf á Siglufirði og Króla í Garðabæ og tengdra aðila um markaðssetningu á tæknilausnum Hafbor fyrir aðila sem starfrækja eða setja upp hafnir, flotbryggjur og sambærileg mannvirki annars vegar og hinsvegar aðila sem starfrækja eða reisa vindorkuver á erlendum markaði.

KRÓLI ehf, sem er í eigu Kristjáns Óla Hjaltasonar, hefur undanfarin ár byggt upp sérhæfða þjónustu með steinsteyptar flotbryggjur og búnað fyrir íslenskar hafnir en með fyrstu bryggjunum voru einingar sem hafa þjónað Siglfirðingum vel yfir 20 ár. Flotbryggjurnar eru sænsk hönnun en fyrir 2 árum var undirritaður samningur við hönnuð eininganna að hefja framleiðslu hérlendis. Framleiðslan er í höndum Loftorku í Borgarnesi ehf en þar er í öllu farið eftir gæðakröfum SF Marina AB í Svíþjóð sem hefur verið í fremstu röð bryggjuframleiðanda á heimsvísu. Siglufjarðarhöfn er fyrsti kaupandi á steinsteyptum 12 metra fingrum sem er nýjung í viðlegu við flotbryggjur en fingurnir eru hentugir till viðlegu stórra yfirbyggðra báta sem kalla eftir auknu rými við bryggjur.

Hafbor ehf á Siglufirði sem er í eigu Erlings Jónsonar, Hilmars Erlingssonar og Gunnars Júlíussonar hefur undanfarin þrjú ár hannað, þróað og prófað búnað sem festir skrúfuakkeri í sjávarbotn með nýrri tækni í samstarfi við Matís, Rannís ofl. Tæknin gerir kleift að setja niður öflugar festingar í sjávarbotn án kafara á allt að 100 metra dýpi. Tæknin er miðuð að notkun fyrir kræklingarækt og fiskeldi á miklu dýpi en nýtist einnig við ýmsar aðrar aðstæður og notkun þar sem festa þarf hluti við sjávarbotn.

Samningurinn veitir Króla ehf leyfi til markaðssetningar á tæknilausnum Hafbor í gegnum alþjóðlegt tengslanet SF Marina AB og Seaflex AB en þessir aðilar hafa þegar lýst áhuga sínum og væntingum til hinns nýja búnaðar og er þess vænst að með samning þessum eflist innlend framleiðsla og þekking.

Hafbor ehf mun einbeita sér að markaðssetningu gagnvart fiskeldi af öllum gerðum og þess má geta að nú er samningagerð á lokastigi við KZO Seafarms og Catalina Seafarms í Californiu í um uppsetningu á fyrstu kræklinga og ostrurækt í Bandaríkjunumsem staðsett er utan 3. mílna fylkislögsögu, á alríkishafsvæði átta mílur frá Los Angeles. Stefnt að undirritun samninga á næstu vikum og að framkvæmdir hefjist í byrjun janúar 2013. Kræklingarækt KZO og Catalina Seafarms verður undir ströngu eftirliti vísindamanna næstu árin og miklar kröfur gerðar um allan búnað sem notaður er á svæðinu. Fyrsti áfangi felur í sér uppsetningu á 90 kræklingalínum á tveimur svæðum og ef leyfi fæst er stefnt að því að tífalda línufjölda á næstu fimm til sex árum.

Framkvæmdarstjóri Hafbor ehf er Ingvar Erlingsson og er fyrirtækið með aðsetur að Gránugötu 5 á Siglufirði.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Gunnar Þórðarson stöðvarstjóri á Ísafirði.

Fréttir

Horft til framtíðar – Sjávarútvegsráðstefnan 2012

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík 8.-9. nóvember 2012 og ber heitið ,,Horft til framtíðar“. 

 Á ráðstefnunni verða haldin rúmlega 30 erindi og málstofur verða eftirfarandi: 

  •  Íslenskur sjávarútvegur
  • Eiga Íslendingar að vera með sameiginlegt markaðsstarf?
  • Framtíðartækifæri í fiskeldi
  • Allt  hráefni á land?
  • Er framtíð í fullvinnslu á Íslandi?
  • Heimsframboð samkeppnistegunda botnfiska
  • Framboð samkeppnistegunda uppsjávarfiska í N-Atlantshafi
  • Fishery management and harvesting in Iceland and the EU

Nú er hægt að sækja dagskrá Hér.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar, sjavarutvegsradstefnan.is/

Fréttir

Afgerandi gæðamunur þegar fiskur er látinn blæða með Rotex búnaði

3X Technology, Matís og fiskvinnslan Jakob Valgeir ehf. hafa sameiginlega staðið fyrir rannsóknarverkefni í sumar þar sem nýr búnaður, Rotex, hefur verið prófaður við blóðgun á þorski.

Nú liggja fyrir fyrstu niðurstöður sem sýna með afgerandi hætti gæðamun á lönduðum fiski sem hefur verið látin blæða út í Rotex búnaði.  Hefðbundin blóðgun um borð í línubátum í smábátakerfinu er með þeim hætti að fiskur er blóðgaður í krapa í keri sem er síðan losað við löndun yfir í annað ker áður en fiskur er tekin til slægingar. 3X Technology hefur þróað blóðgunarbúnað, Rotex, þar sem blóðgunarferli er stýrt áður en gengið er frá fiski í krapakeri í lest og hefur fyrirtækið þegar fengið einkaleyfi á búnaðinum.

Eykur gæði landaðs afla
„Nú liggja fyrir niðurstöður rannsókna á ferskum afurðum sem benda allar til þess að Rotex búnaður geti aukið gæði landaðs afla verulega. Fiskurinn var hvítari, minna blóð mældist í honum og gæði þess hráefnis sem fór í gegnum búnaðinn reyndust mun jafnari. Þrjár aðferðir eru notaðar til að meta gæðin; skynmathópur sem treystir á huglægt mat sérfræðinga, litgreining með sérstökum búnaði þar sem treyst er á hlutlægt mat á gæðum og að síðustu nýjustu aðferðir við mat á blóðtæmingu, mælingar á rauðublóðkornum. Áfram verður fylgst með áhrifum blóðgunar á frosnar afurðir næstu átján mánuðina og þær niðurstöður birtar seinna,“ segir Gunnar Þórðarson, stöðvarstjóri Matís á Ísafirði.

Augljóst er að hér er um mikla hagsmuni að ræða þar sem landaður afli smábáta er upp undir 100 þúsund tonn á ári, og aukin gæði þess afla getur skipt sjávarútveg og samfélagið miklu máli. Lífsgæði þjóðarinnar eru að miklu leyti byggð á afkomu mikilvægustu auðlindar hennar, og því mikilvægt að hámarka þau verðmæti sem sjávarútvegurinn gefur af sér.

Framtíðin byggir á rannsóknum og þróun
„Segja má að samvinna aðila á markaði sé burðarás árangurs í slíkum verkefnum. Í þessu tiltekna verkefni hafa unnið saman; tækjaframleiðandinn 3X Technology, fiskframleiðandinn Jakob Valgeir ehf. og rannsóknarfyrirtækið Matís. Slík verkefni verða hins vegar ekki til án aðkomu rannsóknasjóða en verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði og Vaxtarsamningi Vestfjarða. Framtíð íslensk sjávarútvegs mun byggja á rannsóknum og þróun til að treysta samkeppnishæfni á markaði og tryggja sölu á hæst borgandi mörkuðum í framtíðinni.

Fyrir utan blóðgun getur kæling á hráefni, strax eftir veiðar, skipt miklu máli. 3X Technology hefur þegar þróað í samvinnu við Íslandssögu á Suðureyri, krapabúnað fyrir stærri báta til að snögg kæla aflann eftir blóðgun. Slíkt seinkar dauðastirðnun, en engir skemmdaferlar hefjast fyrir en eftir að henni lýkur. Með seinkun á dauðastirðnun er hægt að tryggja að slæging, sem er framkvæmd í landi, eigi sér ekki stað á meðan hún stendur yfir, en slíkt veldur mikilli gæðarýrnun á hráefni. Fyrirtækið mun áfram þróa búnað sem hentar um borð í bátum í smábátakerfinu,“ segir Gunnar að lokum.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Þórðarson, stöðvarstjóri hjá Matís.

Skýrslur

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Gulldepla hefur sést í litlum mæli við Ísland undanfarin ár, en óvenju mikið hefur sést af henni við suðurströnd Íslands veturna 2008/2009 og 2009/2010. Nokkur skip byrjuðu með tilraunir til að veiða hana í desember 2008 og janúar 2009 með þokkalegum árangri og fór aflinn í bræðslu. Í verkefninu var ýmsum möguleikum velt upp hvað varðar nýtingu á gulldeplunni og væri áhugavert að skoða sumar þeirra betur með tilliti til verðmætaaukningar sem þær gætu leitt af sér. Farið var yfir möguleikann á að nýta gulldeplu í surimi, niðursuðu, fóður í fiskeldi, beitu, gæludýranammi eða framleiðslu lífvirkra efna. Sérstaklega var áhugavert að sjá hversu ljósar afurðir úr gulldeplu reyndust verða þegar lífvirk efni voru unnin úr henni, miðað við upphafshráefnið og einnig hvað bragð og lykt reyndist vera ásættanlegt.

Mueller‘s pearlside has not historically occurred on Icelandic fishing grounds, but from 2008 pelagic fishers found an increase on the south coast of the country. Exploratory fishing trips were undertaken by a few ships in December 2008 and January 2009. The catch rate was acceptable and the catch was processed into fishmeal. In the project, multiple potential uses for pearlside were investigated and some produced results that indicated it would be worth to research further due to the increased value they may lead to. For example, applications included surimi, canning, aquaculture feed, bait, pet treats or products with bioactivity. The most interesting result was how light the fish protein extracts were compared to the raw mince material when the bioactivity was explored, and also that the taste and smell were very acceptable.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þurrverkað hrefnukjöt-hrefnunasl / Dry curing of whale meat

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Þurrverkað hrefnukjöt-hrefnunasl / Dry curing of whale meat

Markmið verkefnisins var að auka atvinnuþróun og nýsköpun í heimabyggð, innan Akraneskaupstaðar, með því að aðstoða við þróun vöru úr þurrverkuðu hrefnukjöti, með vel skilgreinda eðlisog bragðeiginleika. Þróaðar voru tvær frumgerðir af vöru; Frumgerð 1 byggir á þurrverkuðum strimlum úr hrefnuvöðva og Frumgerð 2 byggir á hökkuðu hrefnukjöti sem er mótað í bita eða lengjur og þurrverkað. Í þessari skýrslu er farið yfir vöruþróunarferilinn á þessum frumgerðum.

The aim of this project was to increase employment development and innovation in Akranes, by developing a prototype of dry cured whale meat, with defined physical properties and flavour. Two prototypes were developed, prototype 1 based on dry cured muscle slips from whale meat, and prototype 2 based on formed minced dry cured whale muscle. In this report an overview of the product development is described.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Björn Margeirsson, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Óðinn Gestsson, Emilía Martinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AtVest (Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða)

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Mikill ávinningur er í bættri stjórn á virðiskeðju útflutnings á ferskum fiskhnökkum til dreifingar í verslanakeðjum í Bretlandi. Með bættum aðferðum við pökkun væri hægt að auka geymsluþol vöru, sem er grundvallaratriði í þessum viðskiptum. Með loftæmdum umbúðum væri hægt að flytja vöru í krapakeri með lágu hitastigi (niður í -1 °C) sem bæði myndi lækka flutningskostnað verulega og gæti jafnframt lengt geymsluþol vörunnar. Einnig gefur aðferðin möguleika á pökkun með neytendaupplýsingum sem gerir frekari pökkun erlendis óþarfa. Í flutningi með flugi væri hægt að pakka allri vöru í 12 kg frauðplastkassa í stað 3 kg, eins og algengast er í dag, og spara þannig verulegan flutningskostnað. Notast var við hitamælingar, skynmat, efna- og örverumælingar og lífsferilsgreiningu til að bera saman mismunandi pakkningalausnir fyrir sjó- og fluflutning. Ferskir ýsubitar í lofttæmdum umbúðum í keri með krapaís, sem geymt var við dæmigerðan hita í gámaflutningi, reyndist hafa 3–4 dögum lengra geymsluþol en hinir tilraunahóparnir, væntanlega aðallega vegna betri hitastýringar. Samræmi milli niðurstaðna skynmats og örverumælinga var almennt gott. Lægstu umhverfisáhrif allra hópa voru kerahópsins með sjófluttar, lofttæmdar umbúðir en þá útfærslu mætti enn frekar bæta með tilliti til blöndunar ískrapans og fiskhitastýringar og þar með geymsluþols.

The aim of the project was to compare alternative packaging methods of fresh fish loins to the traditional packaging. Comparison was made between packages in terms of temperature control and product storage life by simulating air and sea transport from Iceland to UK in air climate chambers. The evaluation was made by the sensory panel and microbialand chemical analysis by the Matís laboratory in Reykjavík. Furthermore, the environmental impact of the aforementioned transport modes and packaging methods was assessed by means of LCA (Life Cycle Assessment). About 70–75% of Iceland’s exports of fresh fillets and loins are transported by air and the rest by container ships. Increased knowledge on the advantages and disadvantages of the packages used for this fresh fish export will facilitate the selection of packages and improve the quality and storage life of the products. By using vacuum-packaging it is possible to use 12 kg packages in air freight instead of the traditional 3– 5 kg packages; but the market is increasingly demanding smaller individual packages. Sea transported larger packages use less space in shipping, lowering freight cost and environmental impact. Vacuum packed haddock loins immersed in slurry ice in a fish tub stored at sea transport temperature conditions proved to have a 3–4 day longer storage life than all the other experimental groups, probably mainly because of better temperature control. Good agreement was obtained between the sensory- and microbial evaluation. Finally, the sea transport-tub-group was found to be the most environmental friendly and could be improved with regard to product temperature control and thereby storage life.

Skoða skýrslu

Fréttir

Gríðarlegur áhugi á þarapasta úr íslensku byggi

Vísindavaka Rannís 2012 var haldin föstudaginn 28. september. Mikill fjöldi fólks sótti vísindavökuna og er óhætt að segja að aldrei hafi fleiri, en einmitt nú, heimsótt bás Matís.

Íslenskur þari og íslenskt þang var þemað hjá Matís að þessu sinni og var bás Matís skreyttur í þeim anda. Mikil tækifæri liggja í þaranum og þanginu og má reikna með því að á allra næstu árum verði mýmörg matvæli sem innihaldi hvorttveggja í einhverri mynd. 

Á Vísindavökunni var þarapasta úr íslensku byggi kynnt og fólki leyft að smakka. Ásóknin í þessa nýju vöru var ótrúleg og þurfti að leita að ílátum í Háskólabíói til þess að fólk gæti smakkað. Svo mikill var áhuginn að þau 200 ílát sem upphaflega áttu allt kvöldið kláruðust á fyrsta klukkutímanum.

Einnig voru húðkremin frá UNA Skincare kynnt en UNA Skincare línan er á allra vörum og gengur sala þessa lífvirka andlitskrems mjög vel (unaskincare.com/)

Svo var þaraskyrið að sjálfsögðu kynnt en nú styttist óðum í að skyrið komi á markað.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands – forstjóri Matís stjórnar fundi 16. október nk!

Matvæladagur MNÍ 2012 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík á alþjóðlegum fæðudegi Sameinuðu þjóðanna, þriðjudaginn 16. október, kl. 13-17. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Matvælaöryggi og neytendavernd – Hvar liggur ábyrgðin?“

Búið er að opna fyrir skráningu á Matvæladaginn á vef Matvæla- og næringarfræðafélagsins, www.mni.is. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar og dagskrá. Allir eru velkomnir á Matvæladaginn, þátttökugjald er kr. 7.000 en 3.500 fyrir nemendur.

Matvælaöryggi og neytendavernd Hvar liggur ábyrgðin?
Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) boðar til Matvæladags MNÍ þriðjudaginn 16. október næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík. Matvæladagurinn er árviss viðburður sem haldinn hefur verið frá árinu 1993 og er nú haldinn í 20. sinn.

Með innleiðingu nýrrar matvælalöggjafar ESB er lögð aukin áhersla á ábyrgð framleiðenda á matvælaöryggi. Matvælaeftirlit skal jafnframt byggjast á áhættumati. Fyrr á árinu var mikil umræða í fjölmiðlum og víðar í tengslum við ákveðin mál sem upp komu í eftirliti í matvælaiðnaði og urðu uppspretta vangaveltna og umræðna um öryggi matvæla á Íslandi. Í framhaldi af því telur MNÍ að þörf sé fyrir ábyrga umræðu og aukna fræðslu til allra þeirra sem koma að slíkum málum og hefur því valið matvælaöryggi og neytendavernd sem yfirskrift Matvæladagsins í ár með von um að leggja með því sitt af mörkum til uppbyggilegra umræðna á opinberum vettvangi. Megininntak dagsins þetta árið er áhættumat í matvælaframleiðslu og eftirliti, ábyrgð framleiðenda og neytenda sjálfra á meðhöndlun matvæla. Einnig verður rætt um ábyrgð fjölmiðla í umfjöllun um matvæli og markaðssetningu þeirra.

Steingrímur J. Sigfússon, nýsköpunar og atvinnuvegaráðherra, mun setja ráðstefnuna og fundarstjóri er Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Við setningu ráðstefnunnar mun Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, afhenda Fjöregg MNÍ, en það er verðlaunagripur sem veittur er fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla-framleiðslu og manneldis. Gripurinn er hannaður og smíðaður af Gleri í Bergvík og hefur frá árinu 1993 verið gefinn af Samtökum iðnaðarins.

Þátttöku á ráðstefnuna þarf að tilkynna á vefsíðu MNÍ, www.mni.is, en skráningu lýkur kl. 24:00, mánudaginn 15. október. Almennt þátttökugjald er 7000 kr., en nemar þurfa aðeins að greiða 3.500 kr.. Ráðstefnugögn og léttar veitingar eru innifaldar í verði en dagskráin stendur frá kl. 13:00 til 17:00 og er birt á heimasíðu MNÍ. Þar birtast einnig fréttir af ráðstefnunni þegar nær dregur svo og listi yfir þá sem kynna munu sínar vörur og rannsóknir á þessu sviði.

Matvæladagurinn er opinn almenningi og er áhugafólk um matvæli, næringu og neytendavernd hvatt til að mæta.

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, s. 898-8798, frida@lsh.is.

Fréttir

Vísindavaka Rannís – Matís með þara- og þangbás!

Vísindavaka Rannís fer fram í Háskólabíói föstudaginn 28. september nk. Úrval spennandi rannsóknaverkefna verða kynnt á Vísindavökunni í ár eins og undanfarin ár.

Þema Matís í ár verður þari. Boðið verður upp á að smakka pasta sem framleitt er m.a. úr íslensku byggi og íslenskum þara. Einnig mun UNA Skincare kynna dag- og næturkremslínu sína sem einmitt er m.a. framleidd úr íslensku þangi.

Nánari upplýsingar um Vísindavökuna og Vísindakaffi, sem munu fara fram alla vikuna, má finna á vef Rannís, http://www.rannis.is/visindavaka/visindavaka/

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

IS