Ritrýndar greinar

Bacterial diversity of terrestrial crystalline volcanic rocks, Iceland

Bacteria inhabiting crystalline rocks from two terrestrial Icelandic volcanic lava flows of similar age and from the same geographical region, but differing in porosity and mineralogy, were characterised. Microarray (PhyloChip) and clone library analysis of 16S rRNA genes revealed the presence of a diverse assemblage of bacteria in each lava flow. Both methods suggested a more diverse community at the Dómadalshraun site (rhyolitic/andesitic lava flow) than that present at the Hnausahraun site (basaltic lava flow). Proteobacteria dominated the clone library at the Dómadalshraun site, while Acidobacteria was the most abundant phylum in the Hnausahraun site. Although analysis of similarities of denaturing gradient gel electrophoresis profiles suggested a strong correlation of community structure with mineralogy, rock porosity may also play an important role in shaping the bacterial community in crystalline volcanic rocks. Clone sequences were most similar to uncultured microorganisms, mainly from soil environments. Of these, Antarctic soils and temperate rhizosphere soils were prominent, as were clones retrieved from Hawaiian and Andean volcanic soils. The novel diversity of these Icelandic microbial communities was supported by the finding that up to 46% of clones displayed <85% sequence identities to sequences currently deposited in the RDP database.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Comparison of Campylobacter jejuni isolates from human, food, veterinary and environmental sources in Iceland using PFGE, MLST and fla-SVR sequencing

Aims: Campylobacter jejuni isolates from various sources in Iceland were genotyped with the aim of assessing the genetic diversity, population structure, source distribution and campylobacter transmission routes to humans.

Methods and Results: A collection of 584 Campylobacter isolates were collected from clinical cases, food, animals and environment in Iceland in 1999–2002, during a period of national Campylobacter epidemic in Iceland. All isolates were characterized by pulse field gel electrophoresis (PFGE), and selected subset of 52 isolates representing the diversity of the identified PFGE types was further genotyped using multilocus sequence typing (MLST) and fla-SVR sequencing to gain better insight into the population structure.

Conclusions: The results show a substantial diversity within the Icelandic Campylobacter population. Majority of the human Campylobacter infections originated from domestic chicken and cattle isolates. MLST showed the isolates to be distributed among previously reported and common sequence type complexes in the MLST database.

Significance and Impact of the Study: The genotyping of Campylobacter from various sources has not previously been reported from Iceland, and the results of the study gave a valuable insight into the population structure of Camp. jejuni in Iceland, source distribution and transmission routes to humans. The geographical isolation of Iceland in the north Atlantic provides new information on Campylobacter population dynamics on a global scale.

Hlekkur að grein

Skýrslur

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Útgefið:

06/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Eiginleikar sölva. Áhrif staðsetningar og árstíma / Properties of dulse. Influence of location and season

Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum rannsóknar á sölvum sem var safnað frá júní til október 2010 á tveimur ólíkum vaxtarstöðum sölva, á klettaog hnullufjöru (Bolaklettar) og á áreyrum (Fossárvík). Markmið var að fá áreiðanlegar upplýsingar um áhrif staðsetningar og árstíma á útlit, næringargildi, magn snefilefna og steinefna í sölvum á þessum stöðum. Áhrif árstíma og staðsetningar mældust á flesta mæliþætti sem greindir voru, bæði samsetningu og eiginleika. Hversu mikill breytileikinn er, er misjafnt eftir um hvaða þátt er að ræða. Í sumum tilfellum getur það skipt verulegu máli og því mikilvægt að safna sölvum á þeim stöðum og tíma ársins sem hagstæðast er.

Dulse was collected from June to October 2010 at two different locations, rocky shore and at sandbank were the sea was mixed with fresh water. The aim was to collect data on the influence of location and season on the appearance and chemical composition of dulse. Significant differences were found on several attributes. Knowledge of the variability in i.e. colour and protein content assist processors in selecting the most favourable raw material for their product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Málþing um matþörunga 26. febrúar 2011. Greinargerð / Symposium on seaweed for food February 26th 2011. Summary

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson, Róbert A. Stefánsson, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Málþing um matþörunga 26. febrúar 2011. Greinargerð / Symposium on seaweed for food February 26th 2011. Summary

Opið málþing, Forðabúr fjörunnar, var haldið í Stykkishólmi í febrúar 2011 í því markmiði að hvetja til aukinnar nýtingar þörunga hér við land, tengja saman þá aðila sem hafa verið að vinna á þessu sviði og fá fram hugmyndir að aðgerðum og verkefnum sem stuðla að framþróun í þörungavinnslu. Á málþinginu voru m.a. kynntar niðurstöður nýlegra rannsókna á sviði matþörunga, fyrirtæki kynntu sig og hvatt var til umræðna um tækifæri og stefnumörkun í tengslum við nýtingu á matþörungum við Íslandsstrendur. Tæplega 50 þátttakendur voru á málþinginu og sköpuðust fjölbreyttar umræður. Á málþinginu kom m.a. fram tillaga að stofnun hagsmunasamtaka aðila sem starfa í þörungaiðnaði sem hefði m.a. það hlutverk að stuðla að öflun og miðlun þekkingar og reynslu til og milli félagsmanna.

Symposium on utilisation of seaweed for food was held in Stykkishólmur February 26th 2011. The aim of the symposium was to encourage utilisation of seaweed in Iceland, give stakeholders opportunity to meet and elicit ideas for actions and projects which can contribute to further development of the seaweed industry in Iceland. At the symposium results from recent research on seaweed and seaweed companies were presented. Opportunities and strategy for improved utilisation and value of seaweed were discussed. The first step in establishing Icelandic seaweed consortium was taken.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Markmið tilraunarinnar var að bera saman ferskleika, gæði og geymsluþol undirkældra (CBC) þorskhnakka við geymslu í lofti og í loftskiptum pakkningum (MAP) við stýrt hitastig til að líkja eftir hitasveiflum við flutninga og dreifingu á Evrópumarkaði. Fylgst var með breytingum á samsetningu gassins í pakkningunum og gert skynmat og örveru‐  og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur í botnvörpu að vorlagi og unninn þremur dögum frá veiði. Tveggja daga lenging varð á ferskleikatímabili og eins dags á geymsluþoli fisks í loftskiptum pakkningum (2,7 kg í bakka) miðað við loft (3,1 kg) í frauðplasti þrátt fyrir að 0.5 °C munur hafi verið á meðalhitastigi hópanna og var lofthópurinn geymdur við lægra hitastig  (‐0.3 ± 0.9 °C). Mestu hitasveiflurnar leiddu til mestrar styttingar á ferskleika‐ tíma í loftskiptum pakkningum. Þorskhnakkar sem geymdir voru undirkældir við ‐1.1 ± 0.1 °C höfðu 13 daga geymsluþol. Niðurstöður örverutalninga og efnamælinga sýndu hversu mikilvæg Photobacterium phosphoreum er við TMA‐myndun í skemmdarferli þorskhnakka við geymslu bæði í lofti og loftskiptum pakkningum. MAP og undirkæling hægðu á og breyttu skemmdarferlinu. MAP jók drip um 2% á seinni stigum geymslunnar.

The aim of this study was to compare freshness, quality deterioration and shelf life of CBC (combined blast and contact)‐treated cod loins packaged in bulk under different atmospheres (air or modified atmosphere, MA) and stored under different temperature profiles to mimic temperature changes during transport and distribution to European markets. Sensory, chemical, microbial and headspace gas composition analyses were performed regularly. The fish was caught by trawler in the spring and processed 3 days post catch. Following simulation of current sea freight conditions and distribution to European markets, a 2‐day and 1‐day increase in freshness period and shelf life of MA‐packaged fish (2.7 kg in trays), respectively, was observed compared to air‐stored loins (3.1 kg in EPS boxes). This is despite a mean product temperature difference of 0.5 °C between the products, being lower (‐0.3 ± 0.9 °C) for air‐stored fish. Abusive conditions had the greatest impact on the reduction of the freshness period for MAP fish. Superchilled storage of MAP loins (‐1.1 ± 0.1 °C) resulted in a 13‐day shelf life. Evaluation of microbial and chemical indicators emphasised the importance of Photobacterium phosphoreum and TMA formation in the deterioration of cod loins stored in air or MA, while superchilled MAP storage delayed as well as modified the spoilage pattern. MAP increased drip loss by about 2% at late storage.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Áhrif þurrkaðferða á eiginleika sölva / Influence of drying methods on the properties of dulse

Þekking á breytum sem stýra gæðum og eiginleikum þurrkaðra sölva (Palmaria palmata) er tiltölulega lítil og á fárra vitorði. Ef auka á nýtingu og breikka notkunarmöguleika á sölvum er mikilvægt er að rannsaka nánar þessar breytur og skjalfesta þær. Þessi skýrsla greinir frá niðurstöðum tilrauna sem höfðu það að meginmarkmiði að bera saman áhrif þriggja ólíkra þurrkaðferða á næringargildi og eðliseiginleika þurrkaðra sölva. Þurrkunaraðferðirnar sem voru bornar saman voru sólþurrkun, ofnþurrkun og frostþurrkun auk þess að áhrif verkunar á sólþurrkuðu sölin voru metin. Sambærilegar breytingar mældust á næringarefnum eftir þurrkaðferð. Helsti munur m.t.t. þurrkaðferða greindist í magni C-vítamíns. Þá var sjáanlegur munur á lit og áferð. Bragðeiginleikar voru ekki mældir en talið er að einhvern mun sé þar að finna. Þrátt fyrir að niðurstöðurnar hafi gefið ákveðin svör þá vöknuðu margar spurningar við túlkun á þeim. Þörf er því talin á því að afla meiri þekkingar á eiginleikum sölva og samspili þeirra við mismunandi vinnsluþætti.

The influence of three different drying methods on selected nutritional and physiochemical properties of dulse were compared; sun drying, oven drying and freeze drying. Similar influence was found on nutritional components. The main difference was found on C-vitamin retention. Difference was found as well in colour and texture. Flavour characteristics were not analysed, however some differences are expected. Despite giving some answers, the results raised many questions on their interpretation. There is a need for extended knowledge on the properties of dulse and their interplay with different processing parameters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla á þurrkuðum sölvum til manneldis. Gæðaþættir og gæðaviðmið / Processing of dried dulse for consumption. Quality parameters and requirements.

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Vinnsla á þurrkuðum sölvum til manneldis. Gæðaþættir og gæðaviðmið / Processing of dried dulse for consumption. Quality parameters and requirements.

Að mörgu þarf að huga þegar skal afla og vinna söl og aðra þörunga til manneldis. Mismunandi kröfur og viðmið eru meðal vinnsluaðila, kaupenda og neytenda varðandi hvernig söl eiga að vera og hver æskileg gæði þeirra eru. Í þessari skýrslu er upplýsingum safnað saman um opinberar kröfur og þekkt viðmið um vinnslu á þurrkuðum sölvum til manneldis sem vinnsluaðilar og kaupendur geta nýtt sér til að setja vöru- og gæðaviðmið fyrir þessar vörur. Þrátt fyrir að um hefðbundna vöru sé að ræða er enn mikið verk óunnið til að öðlast fullnægjandi þekkingu á mörgum þáttum í framleiðslu á þurrkuðum sölvum og hvernig best er að stýra þeim (s.s. varðandi geymslu á fersku hráefni). Leiðbeiningar um vinnslu á þurrkuðum sölvum munu því halda áfram að þróast og breytast eftir því sem þekkingu fleygir fram.

Many things need to be considered when collecting and processing dulse and other seaweed for human consumption. Requirements on how dried dulse should be and their required quality, vary between buyers and consumers. Information was collected on official requirements and known paradigms on the processing of dried dulse. Despite being a traditional product, extended knowledge on the influence of different processing parameters on the properties of dried dulse and how they can be controlled, is needed. Instructions on processing of dried dulse will therefore continue to develop as knowledge on the matter extends.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Afurðir úr matþörungum. Hugmyndir að vörum / Food products from seaweed

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Afurðir úr matþörungum. Hugmyndir að vörum / Food products from seaweed

Í dag eru þeir stórþörungar sem nýttir eru til matar hér við land einkum seldir þurrkaðir og verkaðir. Lítil þróun hefur verið í vinnslu og verkun þeirra til dagsins í dag. Í því markmiði að hvetja til aukinnar nýtingar og nýsköpunar á þessu sviði var upplýsingum safnað um afurðir úr stórþörungum á markaði í öðrum löndum. Það sem einkum hamlar vexti markaðar með matþörunga hér á Íslandi og í nágrannalöndunum er hvað hefðin fyrir notkun þeirra hefur verið takmörkuð við litla og afmarkaða þjóðfélagshópa. Það eru því fjölmargir neytendur sem þekkja lítið til notkunar matþörunga og hafa oftar en ekki neikvætt viðhorf til þeirra. Yfirfærsla fleiri hefðbundinna vinnsluaðferða á grænmeti yfir á þörunga og blöndun í þekktar, almennar, vörur s.s. pasta og hrísgrjón eða í tilbúna rétti getur verið leið til þess að kynna matþörunga fyrir stærri hópi neytenda.

Today seaweed exploited for food production in Iceland is mainly sold dried and/or cured according to tradition. With the aim to stimulate utilisation and innovation in the sector, information was collected on seaweed products in several countries.

Skoða skýrslu

Fréttir

Íslenskt bygg er of gott til að nota ekki til manneldis

Um 20 manns á námskeiði um vinnslu korns til manneldis sem Matís ohf. stóð fyrir í Verinu vísindagörðum á Sauðárkróki í samstarfi við Leiðbeiningamiðstöðina með stuðningi starfsmenntaráðs.

Eyfirðingar, Húnvetningar og Skagfirðingar fræddust um meðhöndlun korns, sýnt var fram á fjölbreytilegt notagildi íslensks korns og farið yfir nýleg dæmi um þróun á nýjum vörum úr íslensku korni. Þá gæddu gestir sér á gæða brauði úr skagfirsku byggi sem og brauð til hvers skagfirskt hveiti var nýtt við baksturinn. Áhugasamur kornræktandi kom með sýnishorn af sinni framleiðslu, hafrar, bygg og hveiti, hvort tveggja heilt og malað. Ólafur Reykdal verkefnisstjóri hjá Matís flutti erindið fræddi viðstadda og svaraði spurningum.

Innlent korn til manneldis Ólafur Reykdal

Nánari upplýsingar veita Arnljótur Bjarki Bergsson og Ólafur Reykdal.

Fréttir

Þrávirk lífræn efni í íslenska þorskinum

Miðvikudaginn 1. júní heldur Vordís Baldursdóttir meistaravörn sína á sviði líftækni. Vörnin fer fram kl. 10:00 og verður í stofu M101 á Sólborg.

Meistaravörn við Auðlindadeild Viðskipta- og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri

Miðvikudaginn 1. júní heldur Vordís Baldursdóttir meistaravörn  sína á sviði líftækni. Vörnin fer fram kl. 10:00 og verður í stofu M101 á Sólborg. Verkefni Vordísar ber heitið: „Occurrence of different persistent organic pollutants in Atlantic cod (Gadus morhua L.) in Icelandic waters”.

Verkefni Vordísar var samstarfsverkefni Matís ohf., Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.

Verkefnið var hluti af verkefninu, „Grandskoðum þann Gula frá miðum í maga – rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla“, sem m.a. var styrkt af AVS Rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Meistaranám Vordísar var ennfremur styrkt af Matís ohf. og BYR Sparisjóði.

Í ritgerðinni fjallar Vordís um þrávirk lífræn efni í íslenska þorskinum. Skoðað var magn og breytileiki þrávirkra lífrænna efna og hvort þættir á borð við kyn, aldur, kynþroska, fiskimið og árstíma hefðu áhrif á magn efnanna. Einnig hvort þær mæliaðferðir sem þróaðar hafa verið á tækjabúnað Matís ohf. á Akureyri til mælinga á þrávirkum lífrænum efnum í fiskafurðum væru sambærilegar við þær aðferðir sem beitt er annarsstaðar. Mæld voru nokkur þrávirk lífræn efni í holdi 64 þorska og lifrum 38 þeirra. Lítið magn þrávirkra lífrænna efna greindist í þorskinum. Magn sem mældist í lifrum var u.þ.b. 300 sinnum meira en í holdi, en efnin fylgja fitunni og þorskvöðvi er afar fitulítill. Sú mæliaðferð sem notast var við stenst fullkomlega samanburð við þær aðferðir sem verið er að nota annarsstaðar, og virðist aðferðin ennfremur  nýtanleg til að greina sömu efni í kjúklingi.

Vordís Baldursdóttir lauk bakkalár (B.Sc) prófi í líftækni frá Háskólanum á Akureyri árið 2008 og hóf störf sem sérfræðingur hjá Matís ohf. vorið 2010. Hún hefur unnið að rannsóknavinnunni og ritgerðarskrifum síðustu þrjú ár.

Aðalleiðbeinandi var Dr. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands.

Meðleiðbeinendur voru Dr. Rannveig Björnsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri og fagstjóri Matís ohf. svo og Dr. Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri Matís ohf. og Dr. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, verkefnastjóri  Matís ohf., sem jafnframt voru umsjónaraðilar verkefnisins.

Andmælandi er Dr. Stefán Einarsson, sérfræðingur um loftslagsmál og hnattræn mengunarmál hjá Umhverfisráðuneytinu. Stefán hefur m.a. starfað við þróun aðferða fyrir greiningar á þrávirkum lífrænum efnum og tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi vegna Stokkhólmssamningsins um þrávirk lífræn efni, m.a. við að semja leiðbeiningar um bestu fáanlega tækni til að takmarka losun þrávirkra lífrænna efna út í umhverfið.

IS