Fréttir

Verða hugmyndir Íslendinga mikilvægur þáttur í endurskoðaðri fiskveiðistjórnun ESB?

Nú rétt í þessu var að ljúka fyrsta fundinum í nýju og umfangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan.

Á fundinum hefur m.a. verið rætt um hvort sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins hafi skilað þeim árangri sem ætlast var til. Nægir að nefna að hátt í 90% fiskistofna í lögsögu ESB-ríkja eru ofveiddir og þriðjungur stofnanna er í útrýmingarhættu vegna þess að þeir ná ekki að endurnýjast. Brottkast er stórfellt vandamál, til dæmis er áætlað að 30-55% þorskafla úr Norðursjó sé fleygt fyrir borð.

Evrópusambandið væntir þess að í EcoFishMan verkefninu verði þróuð ný aðferðafræði sem nýtist við breytingar og umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu.

Í framhaldi af þessum upphafsfundi verður lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla.  Eitt af markmiðum EcoFishMan verkefnisins er að greina það sem vel hefur tekist í íslenskri fiskveiðistjórnun og miðla þeirri reynslu áfram. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum.

Meðal íslenskra aðila, sem leitað verður til vegna faglegrar þekkingar eru  Fiskistofa, Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Hafrannsóknastofnunin, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Landssamband smábátaeigenda og nokkur íslensk fyrirtæki sem framleiða tæknibúnað fyrir sjávarútveginn, svo sem TrackwellVaki og Marel.

Þeir sem komu að þessum fyrsta fundi voru m.a. aðilar frá Matís, Eurofish (DK), CETMAR (ES), The Bitland Enterprise (FO), Háskóla Íslands, National Research Council / Institute of Marine Sciences (IT), Nofima Marin (NO), University of Tromsø (NO), Centro de Ciências do Mar (PT), IPIMAR (PT), MAPIX technologies Ltd (UK), Marine Scotland Science (UK) og Seafish (UK).

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Frétt frá fréttastofu Stöðvar 2 frá fundinum má finna hér.

EcoFishMan Kick-off Meeting 2011

Fréttir

Matís með mörg erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins 10. og 11. mars nk.

Fræðaþing landbúnaðarins 2011 verður haldið dagana 10. – 11. mars á Hótel Sögu. Þingið er samvinnuverkefni 9 stofnana sem tengjast landbúnaði með einum eða öðrum hætti.

Að þessu sinni verður eldgosið í Eyjafjallajökli m.a. í brennidepli en í málstofu um það verður m.a. rætt um áhrif þess á samfélag, búskap, dýralíf og gróður. Viðamikil dagskrá verður um hrossarækt og hestamennsku og horft verður til framtíðar varðandi skógrækt hér á landi. Hefðbundnar málstofur um búfjárrækt, jarðrækt, nýtingu afurða, aðbúnað og eftirlit verða á sínum stað. Þá verða vatnalífi og fiskrækt gerð skil í víðu samhengi.

Fréttir

Sameiginleg fiskveiðistefna ESB skilar ekki tilætluðum árangri – vísindamenn Matís og aðrir vísindamenn geta lagt sitt af mörkum

Matís gegnir forystuhlutverki í nýju og umfangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem 7. rammáætlun um rannsóknir og þróun innan Evrópu (FP7) hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan. Upphafsfundur verkefnisins fer fram hjá Matís dagana 8. og 9. mars.

Styrkur ESB hljóða upp á alls 3 milljónir evra, jafnvirði um 475 milljóna króna. Þar af er hlutur Matís alls 450.000  eða jafnvirði rúmlega 70 milljónir króna.  Að EcoFishMan verkefninu koma alls 13 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í átta Evrópulöndum, þar á meðal Háskóli Íslands og háskólinn í Tromsö í Noregi. Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, verður með henni í vísindanefnd verkefnisins.

Sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins skilar ekki þeim árangri sem til er ætlast af henni. Nægir að nefna að hátt í 90% fiskistofna í lögsögu ESB-ríkja eru ofveiddir og þriðjungur stofnanna er í útrýmingarhættu vegna þess að þeir ná ekki að endurnýjast. Brottkast er stórfellt vandamál, til dæmis er áætlað að 30-55% þorskafla úr Norðursjó sé fleygt fyrir borð.

Evrópusambandið væntir þess að í EcoFishMan verkefninu verði þróuð ný aðferðafræði sem nýtist við breytingar og umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi sínu. Lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla.  Eitt af markmiðum EcoFishMan verkefnisins er að greina það sem vel hefur tekist í íslenskri fiskveiðistjórnun og miðla þeirri reynslu áfram. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum.

Meðal íslenskra aðila, sem leitað verður til vegna faglegrar þekkingar eru  Fiskistofa, Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Hafrannsóknastofnunin, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Landssamband smábátaeigenda og nokkur íslensk fyrirtæki sem framleiða tæknibúnað fyrir sjávarútveginn, svo sem TrackwellVaki og Marel.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís.

Fréttir

Nokkrir nýir bæklingar frá Matís

Nokkrir nýir bæklingar hafa nú verið prentaðir og hægt er að nálgast rafrænar útgáfur á heimasíðu Matís.

Bæklinga sem hægt er að niðurhala án kostnaðar á eftirfarandi slóðum:

Sömuleiðis er bæklingurinn “Valuable facts about Icelandic seafood” kominn út en þann bækling ætti enginn sem selur íslenskt sjávarfang að láta fram hjá sér fara enda sýna tölurnar í bæklingnum að íslensk sjávarfang er hreint og ómengað. Bæklingurinn kostar kr. 3500/stk. og er hægt að nálgast hann með því að senda póst á matis@matis.is.

Sýnishorn af “Valuable facts about Icelandic seafood” má finna hér.

Fréttir

Eldi á beitarfiski – Matís í Landanum á RÚV

Eldi á beitarfiski (Tilapia) var til umfjöllunar í Landanum sl. sunnudag. Þar fjallaði Ragnar Jóhannsson, fagstjóri hjá Matís, um möguleika Íslendinga í greininni.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér (eldisumræðan kemur fyrst) og samantekt um þáttinn má finna hér.

Hjá Matís er unnið hörðum höndum að framþróun í eldismálum. Mikilvægur þáttur í þessu samhengi eru rannsóknir í þágu fiskeldis sem hafa að markmiði að bæta gæði og auka hagkvæmni atvinnugreinarinnar. Við rannsóknirnar er höfð náin samvinna við fyrirtæki, háskóla og innlenda rannsóknaraðila í þeim tilgangi að byggja upp sem víðtækastan þekkingargrunn sem nýtist bæði íslenskum jafnt sem erlendum eldisfyrirtækjum.

Markmið með rannsóknum Matís og samstarfsaðila er m.a.að bæta afkomu, vöxt og gæði sjávarfiska á fyrstu stigum eldis, þróa eldri og nýja tækni til að auka hagkvæmni við framleiðslu helstu nytjategunda í eldi og leita leiða til lækkunar fóðurkostnaðar í fiskeldi án þess að það komi niður á vexti fisksins eða gæðum afurða.

Fóðurkostnaður er ríflega helmingur af rekstrarkostnaði í fiskeldi og því mikilvægt að leita leiða til þess að lækka hann án þess að það komi niður á vexti og heilbrigði fisksins. Fóðurrannsóknir stuðla jafnframt að þróun markvissari næringar sem miðast að þörfum fisksins. Þá er lögð mikil áhersla á forvarnir á fyrsta stigi eldisins en það er megin flöskuhálsinn við eldi sjávarfiska og ráða þær miklu um lífslíkur lirfanna, og þar með árangri í eldinu.

Megin áhersla hefur verið lögð á notkun nýrrar ljósatækni til frestunar/útilokunar kynþroska við áframeldi á þorski. Við uppbyggingu þorskeldis hefur verið stuðst við þekkingu sem aflast hefur við eldi annarra tegunda en ljóst er að eldistækni er mikilvægt áherslusvið við eldi á þorski.

Nánari upplýsingar veit Ragnar Jóhannsson, fagstjóri hjá Matís.

Fréttir

Starfsmaður Matís með grein um uppsjávarfiska

Nú fyrir stuttu birtist grein um uppsjávarfiska í Euro Fish Magazine. Ásbjörn Jónsson frá Matís er einn höfunda.

Greinina má sjá hér.

Til uppsjávarfiska teljast sumar af algengustu fiskategundum sem veiddar eru, t.d.sardínur, makríll, síld, loðna og kolmuni. Uppsjávartegundir eru frekar fáar en þrátt fyrir það er aflinn oft meiri en frá öðrum fisktegundum samanlagt. Uppsjávarfiskar eru oftar frekar smáir þó svo að stærri tegundir tilheyri þessum flokki einnig, t.a.m. sverðfiskur og túnfiskur.

Nánari upplýsingar veitir Ásbjörn Jónsson hjá Matís.

Fréttir

Evrópsk háskólasamtök í heimsókn á Matís – BEST

Alls eru 85 evrópskir háskólar í 30 löndum aðilar að samtökunum, en íslenskt aðildarfélag var stofnað af nemendum Háskóla Íslands árið 2005 (www.BESTreykjavik.com).

Megintilgangur BEST er að bjóða nemendum aðildarháskólanna upp á aukreitis menntun í formi stuttra námskeiða ásamt því að gefa nemendum tækifæri á að kynnast menningu og tungumálum annarra þjóða.

Þess má geta að þeir nemendur sem komust að á þessu námskeiði þurfa einungis að greiða fyrir hluta fargjalds til og frá landinu en styrkur var fenginn frá Evrópu unga fólksins (Youth in Action) fyrir öllum öðrum kostnaðarliðum námskeiðsins fyrir hvern þátttakanda.

Gríðarlega mikill áhugi var fyrir námskeiðinu en alls sótti fjöldinn allur af evrópskum háskólanemum um þátttöku. Þar sem fjöldi þátttakanda var takmarkaður komst einungis hluti til Íslands að þessu tilefni. Fjöldi umsókna sýnir að mjög mikill áhugi er hjá menntuðum evrópskum ungmennum að læra af Íslendingum og kynnast landi og þjóð.

Nánari upplýsingar má finna á www.bestreykjavik.com.

BEST 1

Skýrslur

Forkönnun á vinnslu og markaðssetningu á íslenskum krabbategundum / Crab; fishing, processing and marketing. Preliminary study

Útgefið:

01/03/2011

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson, Davíð Freyr Jónsson, Gunnþórunn Einarsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Forkönnun á vinnslu og markaðssetningu á íslenskum krabbategundum / Crab; fishing, processing and marketing. Preliminary study

Verkefnið er forverkefni um tilraunaveiðar og vinnslu á krabba við Suðvesturland. Tilraunaveiðar skiluðu aukinni þekkingu/reynslu á veiðum á kröbbum við strendur Íslands. Þeir krabbar sem veiddust voru grjótkrabbi, bogkrabbi og trjónukrabbi. Unnið var að tillögum að verklags‐ og gæðareglum/leiðbeiningum fyrir krabbaveiðar á Íslandi.   Þróaðir voru verkunarferlar varðandi aflífun á kröbbum. Einnig voru vörur úr öðrum vinnsluferlum kynntar eins og t.d. heilfrystur, soðinn og frystur í heilu einnig hlutaður (cluster) og frystur eða hlutaður, soðinn og frystur. Tilraunamarkaðssetning á krabba á Íslandi tókst vel og betur en gert var ráð fyrir í upphafi verkefnisins.

This was a preliminary study on catching and processing of crab in Southwest Iceland. Knowledge and experience on how, where and when to catch crab was gained. The crabs that were caught were Atlantic rock crab, common shore crab and common spider crab. The first recommendations on procedures and quality guidelines for catching crab were issued.   Processes for killing crab were adapted from other countries and the products were developed e.g. frozen whole crab, boiled and frozen whole crab, portioned (cluster) and frozen or    portioned, boiled and frozen. The preliminary marketing of the crabs in Iceland was more successful than expected.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Útgefið:

01/03/2011

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007, makrílveiðar jukust hratt en árið 2009 voru heimildir til makrílveiða fyrst takmarkaðar. Á þessum árum hefur aflinn farið úr 232 tonnum í 121 þúsund tonn. Fyrst í stað fór aflinn allur í bræðslu en árið 2010 frystu Íslendingar 60% af aflanum til manneldis.   Í þessari skýrslu er fjallað um veiðar og vinnslu á makríl, búnað sem þarf fyrir makrílvinnslu til manneldis, meðhöndlun afla, mælingar á makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og markaði. Í verkefninu var sýnum safnað og þau formmæld, kyngreind og fituinnihald mælt. Á sumrin gengur makríll í íslenska lögsögu og veiðist þá með síld en báðar tegundir eru veiddar í flotvörpu. Þegar makríll er unninn til manneldis er hann hausaður og slægður en til að það sé hægt þarf auk hefðbundinnar vinnslulínu svokallaða sugu sem sýgur slógið innan úr makrílnum. Einnig þarf makríll lengri frystitíma en síld vegna þess hve sívalningslaga hann er. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu er oft 35‐40 cm langur og milli 300 og 600 g þungur. Helstu markaðir fyrir sumarveiddan makríl sem veiddur er hér við land eru í Austur‐ Evrópu en þar er hann áfram unninn í verðmætari afurðir.

In the year 2005 Icelanders first caught mackerel in Icelandic fishing grounds, but it wasn´t until 2007 that Icelandic vessels began to catch mackerel by purpose. The fishing of mackerel increased fast but in 2009 the government put a limit on the catching. In these years the catch has increased from 232 tons to 121.000 tons. At first, a meal was made from all the catch, but in 2010 60% of the catch was frozen for human consumption.   The subject of this report is the fishing and processing of mackerel, mechanism´s that are needed to process the mackerel for human consumption, handling of the catch, measurement of mackerels and markets. For this project samples were collected and geometrician measurements performed by qualified staff. In the summer mackerel can be caught in Icelandic fishing grounds together with herring, it´s caught in pelagic trawl. When mackerel are processed for human consumption it´s headed and gutted, to do that a suck has to be used to suck the guts out. Mackerel also need longer time in the freezing device because of their cylindrical shape. The mackerel caught here are often 35‐40 cm long and 300‐600 g of weight. The main markets for mackerel caught during the summer are in Eastern Europe where it´s processed into more valuable products.

Skoða skýrslu

Fréttir

Matís þátttakandi á ráðstefnu – “Lifandi auðlindir hafsins – langtíma stefnumótun og aflareglur”

Ráðstefna um langtímastefnumótun fyrir nýtingu lifandi auðlinda hafsins verður haldin í Bíósal á Hótel Loftleiðum föstudaginn 25. febrúar.

Hún hefst kl. 9:00 um morguninn og stendur til kl. 16:20. Ráðstefnan er haldin af Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Hafrannsóknastofnuninni og titill hennar er „Lifandi auðlindir hafsins – langtíma stefnumótun og aflareglur“.

Alls munu 14 fyrirlesarar fjalla um efnið frá ýmsum sjónarhornum. Þar á meðal verða tveir erlendir gestir, þeir Steve Murawsky frá NOAA í Bandaríkjunum sem mun fjalla um reynslu Bandaríkjamanna af mótun langtímastefnu við stjórnun fiskveiða og Paul Dengbol frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) sem mun fjalla um aðkomu ICES að mótun aflareglna fyrir stjórn á nýtingu fiskistofna í Norður-Atlantshafi.

DAGSKRÁ
Setning
Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Steve Murawski
On long-term harvesting goals in the US and results of fisheries management in recent years (Um langtíma nýtingu fiskistofna og árangur fiskveiðistjórnunar í Bandaríkjunum)

Kristján Þórarinsson
Alþjóðlegir sáttmálar, nýtingarstefna og varúðarleið við stjórn fiskveiða

Jóhann Guðmundsson
Markmið fiskveiðistjórnunar, íslensk löggjöf og viðhorf stjórnvalda

Friðrik Már Baldursson
Aflaregla í þorski – 15 ára reynslusaga

Daði Már Kristófersson
Sjávarútvegur og langtímasýn

Einar Hjörleifsson
Nýtingarstefna og aflareglur – frá stefnu til athafna

Matarhlé

Poul Degnbol
Management plans in the ICES advice – development and
experiences (Nýtingaráætlanir og ráðgjöf
Alþjóðahafrannsóknaráðsins – þróun og reynsla)

Björn Ævarr Steinarsson
Forsendur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar

Eggert B. Guðmundsson
Umhverfismerkingar og krafa markaðarins um sjálfbærar veiðar og langtíma nýtingarstefnu

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís
Nýting auðlinda sjávar

Atli Gíslason
Sjálfbær nýting auðlinda hafsins

Skúli Skúlason
Samráðsvettvangur fyrir þróun nýtingarstefnu

Jóhann Sigurjónsson
Nýting fiskistofna – framtíðarsýn

Sigurgeir Þorgeirsson
Samantekt á niðurstöðum ráðstefnu og ráðstefnuslit

Fundarstjórar
Hrefna Karlsdóttir og Erla Kristinsdóttir

Allir velkomnir!

Sjá nánar um ráðstefnuna á www.hafro.is/radstefna

IS