Alls eru 85 evrópskir háskólar í 30 löndum aðilar að samtökunum, en íslenskt aðildarfélag var stofnað af nemendum Háskóla Íslands árið 2005 (www.BESTreykjavik.com).
Megintilgangur BEST er að bjóða nemendum aðildarháskólanna upp á aukreitis menntun í formi stuttra námskeiða ásamt því að gefa nemendum tækifæri á að kynnast menningu og tungumálum annarra þjóða.
Þess má geta að þeir nemendur sem komust að á þessu námskeiði þurfa einungis að greiða fyrir hluta fargjalds til og frá landinu en styrkur var fenginn frá Evrópu unga fólksins (Youth in Action) fyrir öllum öðrum kostnaðarliðum námskeiðsins fyrir hvern þátttakanda.
Gríðarlega mikill áhugi var fyrir námskeiðinu en alls sótti fjöldinn allur af evrópskum háskólanemum um þátttöku. Þar sem fjöldi þátttakanda var takmarkaður komst einungis hluti til Íslands að þessu tilefni. Fjöldi umsókna sýnir að mjög mikill áhugi er hjá menntuðum evrópskum ungmennum að læra af Íslendingum og kynnast landi og þjóð.
Forkönnun á vinnslu og markaðssetningu á íslenskum krabbategundum / Crab; fishing, processing and marketing. Preliminary study
Verkefnið er forverkefni um tilraunaveiðar og vinnslu á krabba við Suðvesturland. Tilraunaveiðar skiluðu aukinni þekkingu/reynslu á veiðum á kröbbum við strendur Íslands. Þeir krabbar sem veiddust voru grjótkrabbi, bogkrabbi og trjónukrabbi. Unnið var að tillögum að verklags‐ og gæðareglum/leiðbeiningum fyrir krabbaveiðar á Íslandi. Þróaðir voru verkunarferlar varðandi aflífun á kröbbum. Einnig voru vörur úr öðrum vinnsluferlum kynntar eins og t.d. heilfrystur, soðinn og frystur í heilu einnig hlutaður (cluster) og frystur eða hlutaður, soðinn og frystur. Tilraunamarkaðssetning á krabba á Íslandi tókst vel og betur en gert var ráð fyrir í upphafi verkefnisins.
This was a preliminary study on catching and processing of crab in Southwest Iceland. Knowledge and experience on how, where and when to catch crab was gained. The crabs that were caught were Atlantic rock crab, common shore crab and common spider crab. The first recommendations on procedures and quality guidelines for catching crab were issued. Processes for killing crab were adapted from other countries and the products were developed e.g. frozen whole crab, boiled and frozen whole crab, portioned (cluster) and frozen or portioned, boiled and frozen. The preliminary marketing of the crabs in Iceland was more successful than expected.
Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels
Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007, makrílveiðar jukust hratt en árið 2009 voru heimildir til makrílveiða fyrst takmarkaðar. Á þessum árum hefur aflinn farið úr 232 tonnum í 121 þúsund tonn. Fyrst í stað fór aflinn allur í bræðslu en árið 2010 frystu Íslendingar 60% af aflanum til manneldis. Í þessari skýrslu er fjallað um veiðar og vinnslu á makríl, búnað sem þarf fyrir makrílvinnslu til manneldis, meðhöndlun afla, mælingar á makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og markaði. Í verkefninu var sýnum safnað og þau formmæld, kyngreind og fituinnihald mælt. Á sumrin gengur makríll í íslenska lögsögu og veiðist þá með síld en báðar tegundir eru veiddar í flotvörpu. Þegar makríll er unninn til manneldis er hann hausaður og slægður en til að það sé hægt þarf auk hefðbundinnar vinnslulínu svokallaða sugu sem sýgur slógið innan úr makrílnum. Einnig þarf makríll lengri frystitíma en síld vegna þess hve sívalningslaga hann er. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu er oft 35‐40 cm langur og milli 300 og 600 g þungur. Helstu markaðir fyrir sumarveiddan makríl sem veiddur er hér við land eru í Austur‐ Evrópu en þar er hann áfram unninn í verðmætari afurðir.
In the year 2005 Icelanders first caught mackerel in Icelandic fishing grounds, but it wasn´t until 2007 that Icelandic vessels began to catch mackerel by purpose. The fishing of mackerel increased fast but in 2009 the government put a limit on the catching. In these years the catch has increased from 232 tons to 121.000 tons. At first, a meal was made from all the catch, but in 2010 60% of the catch was frozen for human consumption. The subject of this report is the fishing and processing of mackerel, mechanism´s that are needed to process the mackerel for human consumption, handling of the catch, measurement of mackerels and markets. For this project samples were collected and geometrician measurements performed by qualified staff. In the summer mackerel can be caught in Icelandic fishing grounds together with herring, it´s caught in pelagic trawl. When mackerel are processed for human consumption it´s headed and gutted, to do that a suck has to be used to suck the guts out. Mackerel also need longer time in the freezing device because of their cylindrical shape. The mackerel caught here are often 35‐40 cm long and 300‐600 g of weight. The main markets for mackerel caught during the summer are in Eastern Europe where it´s processed into more valuable products.
Ráðstefna um langtímastefnumótun fyrir nýtingu lifandi auðlinda hafsins verður haldin í Bíósal á Hótel Loftleiðum föstudaginn 25. febrúar.
Hún hefst kl. 9:00 um morguninn og stendur til kl. 16:20. Ráðstefnan er haldin af Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Hafrannsóknastofnuninni og titill hennar er „Lifandi auðlindir hafsins – langtíma stefnumótun og aflareglur“.
Alls munu 14 fyrirlesarar fjalla um efnið frá ýmsum sjónarhornum. Þar á meðal verða tveir erlendir gestir, þeir Steve Murawsky frá NOAA í Bandaríkjunum sem mun fjalla um reynslu Bandaríkjamanna af mótun langtímastefnu við stjórnun fiskveiða og Paul Dengbol frá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) sem mun fjalla um aðkomu ICES að mótun aflareglna fyrir stjórn á nýtingu fiskistofna í Norður-Atlantshafi.
DAGSKRÁ Setning Herra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Steve Murawski On long-term harvesting goals in the US and results of fisheries management in recent years (Um langtíma nýtingu fiskistofna og árangur fiskveiðistjórnunar í Bandaríkjunum)
Kristján Þórarinsson Alþjóðlegir sáttmálar, nýtingarstefna og varúðarleið við stjórn fiskveiða
Jóhann Guðmundsson Markmið fiskveiðistjórnunar, íslensk löggjöf og viðhorf stjórnvalda
Friðrik Már Baldursson Aflaregla í þorski – 15 ára reynslusaga
Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur og langtímasýn
Einar Hjörleifsson Nýtingarstefna og aflareglur – frá stefnu til athafna
Matarhlé
Poul Degnbol Management plans in the ICES advice – development and experiences (Nýtingaráætlanir og ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins – þróun og reynsla)
Björn Ævarr Steinarsson Forsendur ráðgjafar Hafrannsóknastofnunarinnar
Eggert B. Guðmundsson Umhverfismerkingar og krafa markaðarins um sjálfbærar veiðar og langtíma nýtingarstefnu
Matís, Hafrannsóknastofnunin og Náttúrustofa Vesturlands boða til fundar um matþörunga til að ræða þau tækifæri og möguleika sem eru til nýtingar á þeim á Íslandi.
Markmið málþingsins er að vekja áhuga og fá fram hugmyndir að aðgerðum/verkefnum sem stuðla að framþróun í nýtingu á matþörungum hér við land. Málþingið er opið öllum, hvort sem um er að ræða fyrirtæki sem eru í vinnslu á matþörungum eða hafa hug á því, kaupendur á matþörungum eða áhugasaman almenning.
Má finna ónýtt tækifæri til verðmætasköpunar í matþörungum á Íslandi? Aukins áhuga gætir hér á landi á nýtingu matþörunga en á heimsvísu er verslun og nýting þeirra mikil og sívaxandi. Þörunga má nýta beint til matargerðar og úr þeim má einnig vinna ýmsar afurðir sem nýttar eru í matvælaiðnaði, landbúnaði, iðnaði, snyrtivöruiðnaði, læknisfræði, til framleiðslu lífvirkra efna og margt fleira. Við strendur Íslands vaxa fjölmargar tegundir þörunga og nokkrar þeirra í töluverðum mæli en nýting þeirra hefur hins vegar verið takmörkuð. Með aukinni þekkingu á vinnslu efna og matvæla úr þörungum skapast tækifæri fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem annað hvort afla þörunga eða vinna úr þeim afurðir. Mikilvægt að kanna möguleika á þróun þessarar atvinnugreinar hérlendis með það að markmiði að auka fjölbreytni atvinnulífsins og auka verðmætasköpun.
Nánari upplýsingar:www.matis.is, www.hafro.is og www.nsv.is Fundarstaður: Hótel Stykkishólmur Tími: Laugardagurinn 26. febrúar 2011, kl. 13-16Aðgangur ókeypis.
Dagskrá: Þörunganytjar á Íslandi; nýtanlegar tegundir. Karl Gunnarsson, Hafrannsóknastofnuninni Markaður fyrir matþörunga. Auðun Freyr Ingvarsson, Green in Blue Þörungar sem matvæli. Þóra Valsdóttir, Matís Hollusta, lífvirk efni í matþörungum. Rósa Jónsdóttir/Hörður Kristinsson, Matís Umræður
Kynningar frá Íslenskri bláskel, Íslenskri hollustu, Þörungaverksmiðjunni, Íslenska Kalkþörungafélaginu, Hafkalki, Seaweed Iceland og Gullsteini auk þess sem Rúnar Marvinsson, matreiðslumeistari á Langaholti, sýnir hvernig nota megi matþörunga í matreiðslu.
Fundarstjóri Róbert A. Stefánsson, Náttúrustofu Vesturlands
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið palmi@nsv.is.
Hugmyndina að þáttunum átti Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís og Brynhildur Pálsdóttir.
Þættirnir „Fagur fiskur“ unnu til verðlauna á Edduhátíðinni 2011 sem Menningar- eða lífsstílsþáttur ársins. Matís framleiddi þættina ásamt Sagafilm. Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá Gunnþórunni Einarsdóttur matvælafræðingi hjá Matís og Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuði. Þær fengu Sagafilm, Svein Kjartansson matreiðslumann, Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og Hrafnhildi Gunnarsdóttur leikstjóra í lið með sér til þess að láta hugmyndina verða að veruleika.
Gerð þáttanna var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.
Hægt er að nálgast uppskriftir, fróðleik og horfa á þættina á heimasíðunni www.fagurfiskur.is, einnig er hægt að kíkja á Facebook síðu þáttanna.
Matvælastofnun heldur fræðslufund um erfðabreytt matvæli þriðjudaginn 22. febrúar kl. 15:00 – 16:00. Á fundinum verður fjallað um nýja reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og fóðurs.
Fjallað verður um hvaða matvæli og fóður falla undir reglugerðina, hverjar eru algengustu erfðabreyttu nytjaplönturnar og tekin verða dæmi um erfðabreytt matvæli unnin úr þeim.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu og nálgast upptöku af fundinum á vef MAST undir ÚTGÁFA – FRÆÐSLUFUNDIR.
Fyrirlesari: Helga M. Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun
Fræðslufundurinn verður haldinn í umdæmisskrifstofu stofnunarinnar í Reykjavík að Stórhöfða 23. Gengið er inn í húsnæði MAST að norðanverðu (Grafarvogsmegin).
Skýrslur Matís undanfarinna ára um niðurstöður mælinga á magni eitraðra mengunarefna í íslenskum sjávarafurðum sýna svo ekki verður um að villst að okkar íslenska sjávarfang er langt undir viðmiðunarmörkum sem gilda um þessi efni.
Undanfarna daga hefur átt sér stað umræða um eiturefni í sjávarfangi þá sérstaklega í eldislaxi og var frétt á fréttaveitu RÚV um þetta efni nú fyrir stuttu.
Niðurstöður rannsókna sýna að ætilegur hluti fisks sem veiddur er á Íslandsmiðum inniheldur mjög lítið magn af lífrænum mengunarefnum eins og díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum og varnarefnum (skordýraeitri og plöntueitri), samanborið við þau hámörk sem Evrópulöndin hafa viðurkennt. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfirstíga leyfileg mörk fyrir viss efni.
Einnig hafa verið tekin sýni af íslenskum eldisfiski til greiningar á mengunarefnum (sjá skýrslu hér). Matís hefur sömuleiðis um árabil fylgst með innihaldi mengunarefna í íslensku sjávarfangi og birtir árlega skýrslu um niðurstöður þeirrar vöktunar á heimasíðu sinni (nýjasta hér). Árið 2010 var jafnframt gefinn út bæklingur á ensku sem kallast „Valuable facts about Icelandic seafood“. Í honum er að finna samantekt vöktunargagna frá 2003-2008 um helstu mengunarefni sem fylgst er með og niðurstöður fyrir 10 tegundir sjávarfangs bornar saman við hámarksgildi Evrópusambandsins (ESB) fyrir þessi efni (þennan bækling má nálgast með því að senda póst á matis@matis.is).
Einnig má nefna að í Noregi er fylgst náið með þessum málum í sjávarfangi og eldisafurðum samanber eftirfarandi slóð: www.nifes.no/
Allar ofannefndar heimildir og upplýsingar benda til þess að innihald díoxína og PCB sé langt undir þeim mörkum sem gerðar eru til heilnæms sjávarfangs úr Atlantshafi eða úr eldi sem stundað er á Norðurlöndum.
Síðustu mánuði hefur verið unnið að standsetningu aðstöðu og öflun og uppsetningu tækjabúnaðar í húsnæði Matarsmiðjunnar á Flúðum. Þá er verið að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Starfsemin mun svo hefjast í mars. Hugmyndin með Matvælasmiðjunni er að aðstoða fólk með hugmyndir að matvælaframleiðslu með faglegri aðstoð og aðstöðu. Jafnframt lærir það um grundvalaratriði öryggis matvæla þ.m.t. að setja upp innra eftirlit og sækja um framleiðsluleyfi fyrir sína vöru til leyfisveitenda. Með þessu móti er hægt að prófa hugmyndir að framleiðslu og markaðssetja vöru án þess að leggja út í mikinn kostnað. Smiðjan er ætluð fyrir vinnslu og framleiðslu á alls konar matvælum auk fræðslu fyrir smáframleiðendur matvæla. Þar verður aðstaða og búnaður:
til þurrkunar á matvælum
til framleiðslu á nasli
til niðurlagningar og niðursuðu (sultugerð, súrsun matvæla ofl.)
blautaðstaða til meðhöndlunar á hráefni (kjöti, grænmeti ofl.)
lítið tilraunaeldhús (Soðnar vörur)
kælir og frystir
til pökkunar
til fræðslu og námskeiðshalds
Samband verður haft við þá aðila sem þegar hafa sýnt áhuga á að vinna að hugmyndum sínum í Matarsmiðjunni á Flúðum til að ræða og skipuleggja verkefnin. Allir sem áhuga hafa á að kynna og nýta sér ráðgjöfina og aðstöðuna á Flúðum eru hvattir til að hafa samband við starfsmann Matarsmiðjunnar Vilberg Tryggvason í síma 8585133 eða senda honum tölvupóst á netfangið vilberg.tryggvason@matis.is
Matarsmiðjan á Flúðum er í samstarfi sveitafélaganna í uppsveitum Árnessýslu, Matís ohf., Háskólafélags Suðurlands og Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
Framadagar heppnuðust ótrúlega vel og er fjöldinn sem sótt dagana í ár sá mesti í sögu þessarar hátíðar.
Vel yfir 2000 eru talin hafi sótt sýninguna í Háskólabíói og var mikil umferð um bás Matís enda hann einstaklega vel staðsettur. Mikill fjöldi nema hafði áhuga á að vita meira um Matís og í kjölfarið hefur umsóknum um sumarstarf og framtíðarstarf beinlínis rignt inn til mannauðsstjóra Matís.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Framadögum 2011.
Við notum vafrakökur til að tryggja almenna virkni, mæla umferð og tryggja bestu mögulegu upplifun notenda á matis.is.
Functional
Alltaf virkur
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.