Fréttir

Ekkert annað kjöt en nautakjöt er að finna í íslensku nautahakki sem selt er í búðum

Gagnstæðar fullyrðingar hafa því ekki við rök að styðjast. Þetta er niðurstaða gæðakönnunar sem Matís gerði fyrir Neytendasamtökin og Landsamband kúabænda. Sagt er frá könnuninni og niðurstöðum hennar á vefsíðu Neytendasamtakanna.

Í framhaldi af umræðum um gæði á nautahakki ákváðu Landssamband kúabænda og Neytendasamtökin að gera gæðakönnun á þessari vöru. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytið styrkti verkefnið að hluta. Matís sá um framkvæmd könnunarinnar, sem náði til átta tegunda nautahakks.

Skýrsluna og niðurstöður könnunarinnar má í heild sinni finna hér.

Nánari upplýsingar veita Ólafur Reykdal, olafur.reykdal@matis.is og Óli Þ. Hilmarsson, oli.th.hilmarsson@matis.is.

Fréttir

Útskrift Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna

Þriðjudaginn 9. mars sl. luku 18 nemendur námi sínu frá Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna og er þetta 12. árgangurinn sem hefur lokið sex mánaða námi við skólann.

Skólinn er samstarfsverkefni fjögurra stofnana/fyrirtækja: Hafrannsóknastofnunar, Matís, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, en auk þess kemur  Hólaskóli að samstarfinu. Daglegur rekstur skólans heyrir undir Hafrannsóknastofnun og er Tumi Tómasson forstöðumaður skólans.  

Hjá Matís hafa allir nemendur skólans fengið kennslu í grunnáfanga um gæði og vinnslu fisks og í beinu framhaldi hafa nemendur á gæðalínu skólans, sem í ár voru fimm, fengið kennslu og verklega þjálfun. Fjórir af þessum fimm nemendum hafa unnið lokaverkefni sín hjá Matís í Reykjavík. Í ár fjölluðu verkefnin um gerð gæðastuðulsskala (QIM) fyrir makríl, áhrif sorbats, chitosans á geymsluþol makríls, kennsluefni fyrir gerð HACCP kerfis til notkunar í fiskiðnaði í Norður-Kóreu og uppsetningu kerfis rekjanleika sem myndi henta á innanlandsmarkaði í Kína. Nemendurnir vinna að jafnaði verkefni með þarfir í eigin heimalandi í huga.

Hér að neðan eru talin upp þessi verkefni, höfundar og leiðbeinendur.

Gæðastjórnum við meðferð fisks og fiskvinnslu:

Patricia J. Nobre leite Miranda Alfama – Cape Verde

UNU-FTP Project title: Quality Index Method (QIM) for frozen-thawed Atlantic mackerel (Scomber scombus) stored in ice: development and application in a shelf life study
Supervisor: Emilía Martinsdóttir, Matís and Kolbrún Sveinsdóttir, Matís
Specialist line: Quality Management of Fish Handling and Processing
Lanlan Pan – China
UNU-FTP Project title: A Model of traceability of fish products for the domestic market in China based on traceability studies in Iceland and China
Supervisor: Margeir Gissurarson, Matís
Specialist line: Quality Management of Fish Handling and Processing

Mun Hyok Ho – DPR Korea
UNU-FTP Project title: The effect of dipping treatments on preservation of fish (mackerel) using chitosan, sorbate and acetic acid.
Supervisor: Heiða Pálmadóttir, Matís , Irek Klonowski, Ingibjörg Rósa Þorvaldsdóttur and Páll Steinþórsson, Matís
Specialist line: Quality Management of Fish Handling and Processing

Kwang Bok Jo – DPR Korea
UNU-FTP Project title: The understanding of the HACCP and the application method of the HACCP system in DPR of Korea
Supervisor: Margeir Gissurarson, Matís
Specialist line: Quality Management of Fish Handling and Processing

Nánari upplýsingar um útskriftina og skólann má finna hér

Fréttir

Tilkynning frá Matís vegna umfjöllunar um skýrslu sem félagið vann nýlega fyrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið

Vegna umfjöllunar um skýrslu sem Matís vann nýlega fyrir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið, og birst hefur á vef- og fréttamiðlum undanfarna daga, vill Matís taka skýrt fram að í skýrslunni er ekki tekin afstaða til eins útgerðarforms á kostnað annars. 

Skýrslunni er ætlað að draga fram staðreyndir um nýtingu hráefnis í íslenskum sjávarútvegi, svo mögulegt væri að móta skynsamlega stefnu um nýtingu sjávarafla til framtíðar og hvernig skapa megi sem mest verðmæti úr honum.

Það er lykilmál fyrir aukna verðmætasköpun á Íslandi að nýting sjávarafla verði með sem besta móti.  Það eru á hinn bóginn ýmsir aðrir þættir en nýting sem skipta máli varðandi verðmætasköpun, svo sem meðferð afla, val á vinnsluleiðum og afurðum, aðgengi að markaði og viðskiptasambönd.  Þá má ljóst vera að líta þarf til kostnaðar, til jafns við tekjur, enda er það arðsemi af veiðum, vinnslu og markaðssetningu sem standa þarf undir nauðsynlegri framtíðarfjárfestingu, t.a.m. vegna rannsókna og þróunar.

Íslenskur sjávarútvegur stendur vel á alþjóðlega vísu þegar kemur að samanburði á arðsemi og nýtingu afla.  Það er ánægjuefni að skýrslu Matís sé sýndur áhugi og hvet ég alla til að kynna sér efni hennar.  Það er von mín að í framhaldinu muni fara fram opin og heiðarleg umræða um þær leiðir sem mögulegar eru til að auka nýtingu, verðmætasköpun og arðsemi enn frekar.

Skýrsluna má nálgast hér: Bætt nýting sjávarafla, 2. útgáfa

Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.

Fréttir

Norræn ráðstefna á Íslandi um mat – Matís skipuleggur

Matís skipuleggur ráðstefnu um skynmat 20. og 21. maí nk. á Hilton Reykjavík Nordica Hotel. Ráðstefnan fjallar um samskipti ólíkra hópa eins og matvælaframleiðenda, veitingamanna, markaðsfólks, vísindafólks og neytenda.

Meðal annars verður lögð áhersla á hvernig matvælafyrirtæki og veitingahús geta nálgast eða talað við sína viðskiptavini og neytendur og komast að því hvað þau vilja. Einnig verður fjallað um innri samskipti í fyrirtækjum, svo sem milli vöruþróunar- og markaðsfólksins.

Í umræðunni verða gæði matvæla mæld með skynmati, neytendarannsóknir og þýðing þeirra fyrir matvælafyrirtæki og veitingamenn.

Meðal fyrirlesara er Ulf Larsson frá Háskólanum í Örebro í Svíþjóð og hann mun fjalla um hversu miklu máli lýsing á mat getur skipt t.d. á matseðlum. Peter Kreiner frá NOMA Restaurant í Kaupmannahöfn mun tala um hvernig hægt er að koma norrænum gildum í matargerðarlist á framfæri. Valdimar Sigurðsson frá Háskólanum í Reykjavík ætlar að segja frá hegðun neytenda og hvernig markaðssetningu er háttað í verslunum. Johan Unuger frá Saltå Kvarn sem mun fjalla um hvernig hægt sé að nota fjölmiðla í samskiptum við neytendur. Nokkrir fyrirlesarar koma frá stórum norrænum fyrirtækjum, eins og Arla Foods og Valio og finnska markaðsrannsóknafyrirtækinu Taloustutkimus.

Ef fyrirtæki hafa á því áhuga þá er boðið upp á lógó-merkingar fyrirtækja á efni ráðstefnunnar þeim að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu, ofl. má finna á ensku síðu Matís, www.matis.is/nsw2010.

Fréttir

Matís, ásamt fleirum, skoðar viðhorf neytenda til heilsufarsfullyrðinga um matvæli

Á Íslandi má einungis nota fullyrðingar um innihaldsefni matvæla ef það er heimilað í viðeigandi reglugerðum eða að leyfi fyrir slíku hafi fengist hjá Matvælastofnun (MAST).

Áður en fyrirtæki/einstaklingar dreifa matvælum sem merkt eru með fullyrðingum, t.d. fitusnautt, kólesterólfrítt, hitaeiningasnautt eða öðrum fullyrðingum, skal athuga hvort slíkt sé heimilt. Ef heimild er ekki að finna innan reglugerðarinnar þarf að sækja um fullyrðinguna til Matvælastofnunar á sérstökum eyðublöðum sem finna má á heimasíðu stofnunarinnar, www.mast.is. Leyfi hafa fengist fyrir nokkrum fullyrðingum hér á landi sem einnig má sjá á heimasíðu MAST.  

Matís tók þátt í norrænu verkefni þar sem markmiðið var að að Norðurlöndin kæmu fram með sameignlega skoðun á hvers konar merkingar yrðu leyfðar sem “jákvæðar merkingar”. Viðhorfskönnun var gerð meðal norrænna neytenda um heilsufullyrðingar, hvernig neytendur skilja þær og um merkingar matvæla og hvernig áhrif þær hafa í markaðssetningu.

Matís framkvæmdi könnunina á Íslandi og túlkaði niðurstöður ásamt því að halda  fundi með hagsmunaaðilum fulltrúum matvælafyrirtækja og neytendasamtaka. Í haust kom út ritrýnd grein sem skýrir frá niðurstöðum neytendarannsóknanna. Greinin nefnist  Perception of Health Claims Among Nordic Consumers og er birt í tímaritinu Journal  of Consumer PolicyGreinina má nálgast hér. 

Nú var að koma út önnur grein úr þessari rannsókn í tímaritið Food Policy sem nefnist Impact of helath-related claims on the perception of other product attributes. Greinina má nálgast hér.

Fréttir

Búnaðarþing 2010 – hátíðarræða Sjafnar Sigurgísladóttur forstjóra Matís

Búnaðarþing var sett við hátíðlega athöfn í Bændahöllinni í dag. Þar héldu ávörp Haraldur Benediktsson formaður BÍ, Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Brita Skallerud annar tveggja varaformanna norsku bændasamtakanna Norges bondelag og Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís.

Einnig voru veitt landbúnaðarverðlaun sem ábúendurnir á bæjunum Hraun á Skaga og Grænhóli í Ölfusi hlutu að þessu sinni. Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi kom sá og sigraði með hressilega fiðlutóna.

Niðurstöður úr skoðanakönnun Capacent:
Framtíð íslensks landbúnaðar hefur áhrif á afstöðu fólks til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, en 55,9% landsmanna eru andvígir inngöngu landsins í Evrópusambandið en 33,3% hlynntir aðild. Hátt í 60% landsmanna segjast ekki bera neitt eða lítið traust til sttjórnvalda þegar kemur að því að gæta hagsmuna þjóðarinnar í umsóknarferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í ræðu Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands, við setningu Búnaðarþings 2010 fyrr í dag, en yfirskrift búnaðarþingsins  er „Aftur kemur vor í dal”.

Í ræðu sinni skýrði Haraldur frá niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Capacent vann fyrir Bændasamtökin. Um var að ræða fimm spurningar í spurningavagni Capacent. Niðurstöður könnunarinnar undirstrikar mikilvægi íslensks landúnaðar og neikvæða afstöðu til aðildar Íslendinga að Evrópusambandinu.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru:

  • 95,7% svarenda telja að það skipti miklu máli að landbúnaður verði stundaður hér á landi til framtíðar.
  • 84,3% telja að það skipti miklu máli að Íslendingar séu ekki öðrum háðir um landbúnaðarafurðir.
  • 55,9% aðspurðra eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu, 33,3% eru hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu og 10,8% óákveðin.
  • 62,8% segja að framtíð íslensks landbúnaðar hafi mikil eða nokkur áhrif á afstöðu sína til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
  • 57,9% svarenda segist treysta íslenskum stjórnvöldum illa eða alls ekki til að gæta hagsmunum þjóðarinnar í umsóknarferlinum um aðild Íslands að Evrópusambandinu, aðeins 26,8% segjast treysta stjórnvöldum vel eða að öllu leyti.

Skýrslur

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Hugrún Lísa Heimisdóttir (nemandi HA), Friðbjörn Möller, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Dýrasvif er mikilvægasta fæða fyrir seiði okkar helstu fiskistofna og er rauðáta algengasta dýrasvifstegundin hér við land en Acartia tegundir er ennfremur að finna í svifi nær allt árið um kring. Markmið verkefnisins var að rækta valdar tegundir náttúrulegs dýrasvifs sem algengar eru hér við land (rauðáta og Acartia) og framleiða dvalaregg til að tryggja framboð þess árið um kring.   Í tengslum við verkefnið hefur verið sett upp aðstaða til ræktunar á dýrasvifi og lifandi þörungum sem nýttir voru sem fóður fyrir svifdýrin. Villtu dýrasvifi hefur verið safnað með ýmsum aðferðum og ræktunartilraunir framkvæmdar við mismunandi umhverfisaðstæður. Einnig hafa verið framkvæmdar tilraunir með klak dvalareggja Acartia tonsa í tveimur aðskildum tilraunum. Helstu niðurstöður benda til þess að dýrin séu mjög viðkvæm fyrir hverskyns meðhöndlun svo og hitastigsbreytingum við innsöfnun. Mikil afföll urðu fyrstu dagana eftir innsöfnun og erfitt reyndist að halda dýrunum á lífi lengur en nokkrar vikur. Næring hefur víðtæk áhrif á æxlun dýranna, afkomu og framleiðni og gefa niðurstöður vísbendingar um að þörungaþykkni sem notað var henti ekki við ræktun dýrasvifs en mun betri árangur fékkst með notkun lifandi þörunga. Klak dvalareggja gekk vel og tókst að fá þau dýr til að framleiða egg. Í framhaldinu er fyrirhugað að kanna áhrif ýmissa þátta s.s. næringarinnihalds fæðu, fæðuframboðs og þéttleika á þroskun, kynjahlutfall og eggjaframleiðslu dýranna.

Zooplankton is the food source of our fish stocks, with Calanus finmarchicus being the most abundant species in the marine ecosystem around Iceland in addition to Acartia that may be found in the zooplankton throughout the year. The overall goal of this project was to culture natural zooplankton species (Calanus finmarchicus and Acartia) for production of eggs that is the basis for commercial production of copepods. Facilities for culturing zooplanktonic species and live algae have been set up as a part of the project. Natural zooplankton has been collected using various approach and attempts have been made to culture copepods under various conditions. Eggs of Acartia tonsa have furthermore been hatched and cultured in two separate experiments. The main results indicate that zooplankton species are extremely sensitive to handling and temperature changes during collection and trasnport. Significant losses were observed during the first days following collection and the copepod cultures only survived through a few weeks. Previous studies show that nutrition profoundly affects reproduction, survival and productivity of zooplankton species. The present results indicate that the algae paste used did not fulfil the nutritional requirements of the copepods but improved results were achieved using live algae cultures. Hatching of dormant eggs proved successful and eggs have been collected from the experimental units. Further experiments are planned with the aim to study the effects of nutrition, food supply and copepod densities on the development, sex ratio and productivity of the cultures.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Landssamband kúabænda, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, Neytendasamtökin

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Gæðakönnun á nautahakki í janúar 2010 / Evaluation of the quality of minced beef in January 2010

Um miðjan janúar 2010 var gerð könnun á innihaldi og merkingum nautahakks. Átta sýni voru tekin af forpökkuðu nautahakki í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Merkingar á umbúðum voru kannaðar með tilliti til ákvæða í reglugerðum. Gerðar voru mælingar á kjöttegundum, sojapróteini, fitu, próteini og vatni. Lagt var mat á viðbætt vatn og viðbættar trefjar/kolvetni með útreikningum. Meginniðurstöður könnunarinnar eru þær að öðrum kjöttegundum var ekki blandað saman við nautahakkið og sojaprótein greindist ekki. Samkvæmt útreikningum var viðbætt vatn í 6 sýnum af 8 en fyrir eitt af sýnunum sex var vatn ekki í innihaldslýsingu. Á umbúðir tveggja sýna var merkt 12% viðbætt vatn en útreikningar gáfu ekki svo mikið viðbætt vatn til kynna. Samkvæmt innihaldslýsingum er kartöflutrefjum aukið í 4 vörur af 8. Trefjarnar binda vatn en notkun á slíkum efnum er heimil samkvæmt reglugerð. Samanburður við næringargildismerkingar leiddi í ljós að fita var í þremur tilfellum yfir uppgefnu gildi og prótein var í tveimur tilfellum undir merktu gildi. Merkingar á umbúðum uppfylltu í nokkrum tilfellum ekki kröfur í reglugerðum. Næringargildismerkingu vantaði fyrir tvö sýni. Nokkuð vantaði upp á að merkingar á heimilisfangi og undirheiti væru fullnægjandi. Álykta má að þörf sé á að bæta merkingar á umbúðum fyrir nautahakk. Reglugerð um kjöt og kjötvörur nr. 331/2005 er óljós um atriði eins og viðbætt vatn og því er full ástæða til að endurskoða reglugerðina.

A survey on the composition and labelling of minced beef was carried out in January 2010. Eight products of prepacked minced beef were sampled from supermarkets in Reykjavik. The labels were compared to provisions in regulations. The products were analyzed for meat species soy protein, fat, protein, ash and water. Added water and added carbohydrates/fiber were calculated from analytical values. The main results of the survey were that other meat species were not added to the minced beef and soy protein was not detected. According to calculations, water was added to 6 out of 8 samples but for one of the samples water was not listed as an ingredient. In two products added water was less than the 12 percentage stated on the label. Potato fibers were according to the labels added to 4 products. This is in accordance with regulations. Fat percentage was higher than declared in three products and protein was less than declared in two products. Labelling did not fulfil regulation requirements in some cases. Nutrient labelling was lacking in 2 samples. Addresses of producers and subtext in the name of the products were sometimes missing. The Icelandic regulation on meat and meat products No. 331/2005 is unclear on how to estimate and calculate added water and needs to be revised.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

Klasar (Nýsköpunarmiðstöð Íslands)

Matvælaklasi í Ríki Vatnajökuls / The Food Cluster “Region of Vatnajökull”

Í verkefninu var stutt við uppbyggingu Matvælaklasa í Ríki Vatnajökuls. Helstu markmið voru að byggja upp skilvirka grasrótarstarfsemi innan klasans, vinna að þróun á sameiginlegri ímynd, vinna kynningarefni fyrir Matvæli í Ríki Vatnajökuls og síðast en ekki síst að vinna að skilgreindum vöruþróunarverkefnum til að styrkja úrval staðbundinna sælkeramatvæla á svæðinu. Verkefnið heppnaðist í alla staði vel. Þátttakendur í matvælaklasanum vinna náið saman í framhaldi verkefnisins. Byggð hefur verið upp sameiginleg og skýr ímynd afurða úr Ríki Vatnajökuls. Meðal annars var gefin út matreiðslu‐ og upplifunarbók þar sem fjallað erum um afurðir, framleiðendur og umhverfi þeirra í Ríki Vatnajökuls. Bókin hefur nú selst í um 2000 eintökum. Verkefnið leiddi til þess að hópurinn réðist í að reka sameiginlega heimamarkaðsbúð í Pakkhúsinu á Höfn sumarið 2009 sem breyttist í vikulegan markað yfir veturinn 2009‐2010. Fjöldi afurða er nú tilbúinn til sölu eftir vöruþróunarferli.

In the project the focus was on strengthening the infrastructure of the Food Cluster “Region of Vatnajökull”. The main aims were to ensure efficient collaboration between different food industry entrepreneurs and designing a strong joint image for the cluster. Other aim was to publish fully designed promotion material for the initiative and to carry out product development to further strengthen local food products catalog. We succeeded in fulfilling all the major aims of the project. The cluster is now very capable of strong collaboration. A strong joint image for the cluster has been designed and applied for promotional purposes. The cluster published recipe and experience local food‐book covering the local products, producers and culture. The cluster operated a local food store in the town of Höfn during the summer of 2009. The store was changed into a weekly local food market in the winter 2009‐2010. Various new products were also developed to increase the local food diversity of the region.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur / Using saithe in ready to eat fish product

Útgefið:

01/03/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS‐sjóðurinn / R 09075‐09

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nýting ufsa í tilbúnar fiskvörur / Using saithe in ready to eat fish product

Nánast allur ufsi veiddur við Ísland er fluttur út lítið unninn, einkum til Evrópu og Bandaríkjanna. Þar er hann að miklu leyti unninn áfram í neytendavörur sem hefur töluverða virðisaukningu í för með sér.   Mikilvægt er að kanna leiðir til að auka verðmæti þess ufsa sem fluttur er út. Með því að vinna ufsann að fullu eða að mestu leyti í neytendavörur hér á Íslandi kemur hærra hlutfall virðisaukningarinnar í hlut innlendra aðila.   Í þessari samantekt er lögð áhersla á markaðsaðstæður og helstu framleiðsluaðferðir brauðaðar fiskvara sem hafa lengi verið ein algengasta áframvinnsla á íslenskum ufsa erlendis.   Markaðsækifæri eru í dag fyrir vörur sem eru á hagstæðu verði, að góðum gæðum, þægilegar og fljótlegar. Brauðaðar ufsavörur falla vel að þessum kröfum neytenda. Þegar við bætist jákvæð ímynd íslenskra matvæla út frá umhverfissjónarmiðum má áætla að góðir möguleikar séu til markaðssetningar á íslenskum neytendavörum erlendis. Mikilvægt er þó að hafa í huga að velja og þekkja vel þann markað sem stefnt er á. Brauðaður fiskur telst til tiltölulega hefðbundinna matvæla en breytileiki innan vörutegundarinnar er þó töluverður og ræðst mikið af smekk neytenda í hverju landi fyrir sig.

Most of the saithe caught in Icelandic waters is exported as raw material, mostly to Europe and the USA, where it is further processed to consumer products of higher value.   In this summation emphasis is put on the market situation and processing methods of breaded fish products, which are probably the most common end‐ product of Icelandic saithe abroad. Today is an opportunity for marketing of products which are economical, of high quality, convenient and quick to serve. Breaded fish products fulfil those requirements by ensuring raw material quality, processing and handling conditions. Great variety is within this product category which is now categorized as conventional food. Local preferences can vary greatly. Thorough selection and knowledge of markets is essential.   There is a great potential for further processing of saithe into consumer products for export within Iceland due to proximity to the raw material and local knowledge of handling, ensuring the quality of the product. By further processing of the raw material higher proportion of the value of the final product will fall to the local producers, increasing the export value of saithe caught in Icelandic waters.     

Skoða skýrslu
IS