Skýrslur

Future Fish: New and innovative ready to use seafood products by the use of 3D printing

Útgefið:

26/10/2021

Höfundar:

Valsdóttir, Þóra; Kristinsson, Holly T.; Napitupulu, Romauli Juliana; Ólafsdóttir, Aðalheiður; Jónudóttir, Eva Margrét; Kristinsson, Hörður; Halldórsdóttir, Rakel; Jónsdóttir, Rósa

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður & AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

In this report the results of work on development of new and innovative ready to use seafood products using a revolutionary technology, 3D food printing, are described. The aim of the work was to develop quality, safe and stable ready-to-use seafood products for 3D food printers and additional applications from low value byproducts. Key results included: (a) development of 3D printed seafood formulations, including parameters to make quality product (b) ready to use base formulations for 3D food print cartridge applications (c) showcase recipes and designs for introductions of 3D food printing and seafood to future end users (d) course/ educational material to educate people in the use of 3D printing of underutilized seafood sources. 

The outcome of this work can be applied to further research areas such as how new innovative processing and preparation appliances can be adapted to complex raw materials like byproducts from seafoods. The findings can as well be applied in HORECA environments where appealing and nutritious custom-made 3D printed portions and dishes can be created from low value byproduct seafood raw materials. The methods and procedures developed and the learning from the work can be applied to other complex raw materials and new innovative emerging food raw materials (e.g. algae, single cell protein, insects etc) to make consumer friendly products in a format that is appealing to consumers.
_____

Í þessari skýrslu er lýst niðurstöðum vinnu við þróun nýrra sjávarafurða með byltingarkenndri tækni, þrívíddar matvælaprentun. Markmiðið var að þróa nýjar og frumlegar sjávarafurðir úr verðlitlu aukahráefni til notkunar í 3D matvælaprenturum. Helstu niðurstöður voru: (a) þróun á uppskriftum og ferlum til að þrívíddarprenta mismunandi sjávarfang (b) tilbúnar grunnformúlur fyrir 3D prenthylki (c) sýningaruppskriftir og hönnun til að kynna þrívíddarprentun og sjávarfang fyrir framtíðarnotendum (d) námsefni / fræðsluefni til að fræða fólk um notkun þrívíddarprentunar á vannýttum sjávarafurðum.

Niðurstöður þessarar vinnu er hægt að nýta í frekari rannsóknir svo sem hvernig hægt er að aðlaga nýja tækni að flóknum hráefnum eins og aukaafurðum úr sjávarfangi. Niðurstöðurnar geta einnig verið notaðar í veitingarekstri þar sem hægt er að búa til aðlaðandi og næringargóða sérsmíðaða 3D prentaða skammta og rétti úr verðlitlum sjávarafurðum. Þá er hægt að yfirfæra aðferðirnar sem voru þróaðar í verkefninu á önnur flókin og/eða nýstárleg hráefni (t.d. þörunga, einfrumuprótein, skordýr osfrv.) til að útbúa  neytendavænar vörur á formi sem höfðar til neytenda.

Skoða skýrslu

Fréttir

Sjálfbær fóðurhráefni fyrir evrópskt fiskeldi

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

SUSTAINFEED er verkefni til tveggja ára og að því standa fimm samtarfsaðilar, þar af tveir frá Íslandi. Verkefnið hlaut styrk European Institute of Innovation and Technology (EIT Food) fyrr á þessu ári og hófst formlega í síðustu viku með fundi samstarfsaðila á Matís í Reykjavík.

Í verkefninu á að þróa innihaldsefni í fóður fyrir fisk með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Lækkun hlutfalls fiskimjöls og olíu í fiskafóðri hefur verið markmið í Evrópu í yfir 20 ár. Þessu hlutfalli er skipt út með hráefnum úr plönturíkinu eins og soja, hveiti og maís. Aukin eftirspurn eftir þessum hráefnum í fóður og matvæli þýðir að þróun á umhverfisvænum og sjálfbærum innihaldsefnum halda áfram. Hluta lausnarinnar er hægt að finna í hliðarafurðum korn- og grænmetisframleiðslu sem og nýjum hráefnum sem framleidd eru í skilvirkum framleiðslukerfum sem eru óháð árstíðarsveiflum og skila jöfnum gæðum.

SUSTAINFEED mun einblína á þróun örþörunga úr hátækni framleiðslukerfi VAXA sem nýtir koltvíoxið útblástur frá Hellisheiðarvirkjun fyrir vöxt, sem og endurnýjanlega orku og heitt og kalt vatn sem rennur til og frá virkjuninni, sem og þróun aukaafurða frá korn- og grænmetisfarmleiðslu. Hráefnin munu vera blönduð í hágæða fóður fyrir fiskeldi og skipta út hráefnum sem gætu annars verið nýtt í matvæli.

Markmiðið er að hið nýja fóður verði eins umhverfisvænt og kostur er, með mun minni kolefnisspor en þekkist, en jafnframt innihalda öll helstu næringarefni fyrir vöxt fiska.

Á næstu tveimur árum munu því fjöldi tilrauna fara fram með þróun innihaldsefnanna, blöndun þeirra í fóður og mati á vexti og velferð fiska.

Vefsíða verkefnisins er enn í vinnslu en á næstu mánuðum verður hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins hér: SUSTAINFEED vefsíða.

Samstarfsaðilar SUSTAINFEED á upphafsfundi á Vínlandsleið.

Fréttir

Innlent korn til matvælaframleiðslu

Matís hefur í mörg ár unnið með kornbændum og Landbúnaðarháskólanum að nýtingu innlends korns til matvælaframleiðslu.

Bygg er ræktað víða hér á landi, mest til fóðurgerðar en það hefur einnig verið nýtt í ýmis matvæli. Nú á síðustu árum hefur náðst góður árangur við ræktun hafra og eru hafrar frá Sandhóli seldir í matvöruverslunum. Neytendur hafa tekið höfrunum mjög vel og ástæða er til að ætla að vöruþróun byggð á íslenskum höfrum leiði til fjölbreytts úrvals af matvörum. Ekki má gleyma íslensku repjuolíunni sem hefur talsvert verið rannsökuð. Ætla má að repjuolían verði hráefni í margar vörur í framtíðinni. 

Ánægjulegt er að sjá umfjöllun frá Erni Karlssyni á Sandhóli um kosti íslensku hafranna á visir.is.

Frekari upplýsingar um rannsóknir Matís á nýtingu innlends korns til matvælaframleiðslu.

Fréttir

Matís og Hafrannsóknastofnun undirrita samstarfssamning

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Oddur M. Gunnarsson forstjóri Matís skrifuðu undir samstarfssamning 27. október sl. til að styrkja og efla samstarf stofnananna um rannsóknir og samnýtingu innviða.

Lykilstoðir farsæls árangurs í vísindum og nýsköpun er gott aðgengi að rannsóknarinnviðum og skapar aukið samstarf án efa veruleg tækifæri fyrir báða aðila á tímum mikilla áskoranna, t.d í fiskeldi, erfðafræði og vegna umhverfisbreytinga á norðurslóðum.

Gott samstarf stofnananna hefur um langan tíma átt sér stað, allt frá þeim árum sem þær deildu saman húsnæði að Skúlagöu 4 í Reykjavík. Þá hefur einnig mikil og góð samvinna átt sér stað milli Matís og Sjávarútvegsskóla GRÓ sem Hafrannsóknastofnun heftur hýst í fjölda ára. Samningurinn formfestir það góða samstarf auk þess að skapa frekari tækifæri í rannsóknum hafs og vatna.

Fréttir

Koffínneysla framhaldsskólanema – ný skýrsla Áhættumatsnefndar

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Að beiðni Matvælastofnunar hefur Áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru rannsakað hvort neysla orkudrykkja sem innihalda koffín hafi neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum.

Skýrslan sýnir að vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna er meira en sést hefur í sambærilegum erlendum rannsóknum. Meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar og 10-20% framhaldsskólanema drekka orkudrykki daglega. Þeir nemendur sem neyta orkudrykkja eru um sex sinnum líklegri til að fara yfir viðmiðunarmörk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) um það magn koffíns sem hefur áhrif á svefn og öryggismörk koffíns fyrir hjarta og æðakerfið til samanburðar við þá nemendur sem ekki neyta orkudrykkja.

Niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að tilefni sé til að takmarka aðgengi framhaldsskólanemenda að orkudrykkjum þar sem framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja virðist skila sér í að neysla íslenskra framhaldsskólanema er meiri en æskilegt er.

Áhættumatsnefndin gaf út sambærilega skýrslu fyrir ári síðan sem tekur til neyslu ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum. Niðurstöður sýna að hlutfall nemenda sem neytir orkudrykkja tvisvar sinnum í viku eða oftar eykst með aldri, þar sem um tíundi hver nemandi í áttunda bekk neytti orkudrykkja oftar en tvisvar sinnum í viku en annar hver framhaldsskólanemi á aldrinum 18-20 ára. Athygli vekur að yngri ungmenni eru líklegri til að fá orkudrykki að gjöf í tengslum við íþróttir og hópastarf (40-70%) en eldri ungmenni (10%). Nýlega hafa fjölmiðlar fjallað um skýrslu áhættumatsnefndar frá 2020 annars vegar hér: Algengt að börn fái orkudrykki gefins og hins vegar hér: Innbyrða tólffalt koffínmagn og upplifa vanlíðan.

Fjallað hefur verið um skýrsluna í fréttum undanfarið en umfjöllun Rúv má finna hér: Íslensk ungmenni þamba orkudrykki sem aldrei fyrr og umfjöllun Vísis hér: Börn þurft að leita á bráða­mót­töku eftir neyslu orku­drykkja

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sviðstjóri hjá Matís, er formaður áhættumatsnefndar.

Frekari upplýsingar og helstu niðurstöður má finna í frétt Matvælastofnunar hér: Mikil neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum gefur tilefni til að takmarka aðgengi.

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér: Skýrsla um heilsufarslega áhættu vegna neyslu íslenskra ungmenna í framhaldsskólum á koffíni í drykkjarvörum.

Fréttir

Viggó Þór Marteinsson sæmdur orðu frá franska sendiráðinu

Vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson hlaut orðuna Or­dre nati­onal du mé­rite.

Viggó lærði líffræði við Háskóla Íslands og lauk þar BS-prófi. Hann fór til Frakklands í framhaldsnám og varði doktorsritgerð við Université de Bretagne Occidentale í ársbyrjun 1997. Viggó er sérfræðingur í örverufræði og prófessor við Matvæla- og næringardeild Háskóla Íslands ásamt því að vera faglegur leiðtogi á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf.

Eftir að hafa lokið doktorsprófi frá Université de Bretagne Occidentale hefur verið í góðu samstarfi við franskt vísindasamfélag. Þessi tengsl hafa leitt til þess að fjölmargir franskir stúdentar hafa komið til Íslands og unnið í lengri og skemmri tíma að verkefnum sem hafa verið hluti af þeirra verkefnum til meistara- eða doktorsgráðu.

„Þó nokkrir hafa lokið eða eru að ljúka doktorsnámi undir minni handleiðslu við HÍ og hafa unnið rannsóknarverkefni sín hjá rannsóknarstofnunum eins og Matís,“ segir Viggó. „Sumir af þessum nemum hafa ílengst hér eftir nám og eru með rannsóknarstöður hjá Matís. Þetta gæfuríka samstarf þjóðanna á sviði raunvísinda heldur áfram og ég geri fastlega ráð fyrir að það muni eflast um ókomna framtíð.“

Orðan var gefin út 20. nóv 2020 en vegna Covid-19 þá var orðuveitinginn þann 9. Júní 2021.

Matís óskar Viggó innilega til hamingju með orðuna.

Fréttir

Matís á Arctic Circle

Ráðstefnan Arctic Circ­le, Þing Hring­borðs Norður­slóða var haldin í Hörpu um síðustu helgi. Ráðstefnan var fyrsti alþjóðlegi viðburðurinn sem haldinn var í Evrópu frá upp­hafi Co­vid-19 far­aldursins.

Matís tók þátt í ráðstefnunni og fólst þátttakan meðal annars í panelumræðum um hið bláa hagkerfi og þá aðallega í umræðum um þau tækifæri sem felast í bláa lífhagkerfinu á norðurslóðum. Panellinn var skipulagður af Arctic Economic Council. Hann snerist um samtal um það hvernig atvinnulífið hefur komið að því að finna lausnir á ýmsum samfélagslegum áskorunum gegnum nýsköpun og verðmætasköpun.

Þátttakendur í panelnum voru:

  • Bryndís Björnsdóttir frá Matís
  • Leslie Canavera frá PolArctic
  • Patrick Arnold frá New England Ocean Cluster
  • Mads Qvist Frederiksen frá Economic Council

Umræðurnar sem fram fóru voru teknar saman í teiknaðri mynd sem sjá má hér:

Fréttir

Heiðursmálþing fyrir Sigurjón Arason

Á fimmtudaginn, þann 21. október næstkomandi, fer fram heiðursmálþing fyrir Sigurjón Arason í Veröld, húsi Vigdísar

Sigurjón Arason hefur starfað hjá Matís frá stofnun og sinnir hann nú starfi yfirverkfræðings hjá fyrirtækinu. Á heiðursmálþinginu verður meaðl annars farið yfir þau mörgu og fjölbreyttu verkefni sem hann hefur sinnt í gegnum tíðina í þágu þróunar matvæla.

Dagskrá viðburðarins er útlistuð hér að neðan.

Fréttir

Hackathon um nýtingu hliðarafurða matvæla á Matís næsta laugardag 16. október frá kl. 10-18

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

14 nemendur frá Póllandi og Íslandi eru um þessar mundir að ljúka námskeiði um nýtingu hliðarafurða matvæla.

Námskeiðinu lýkur með hackaþoni á laugardaginn þar sem þátttakendum er skipt í lið til að finna lausnir á vandamálum þriggja matvælafyrirtækja á nýtingu tiltekinna matvæla.

Dagskrá hackaþonsins:

10.00                     Welcome. Allocating teams to problem

10:30                     Ideation and selecting idea

12:00                     Lunch and inspirational talk

13:00                     Team working on ideas. Prototyping

14:00                     Other kind of activity

14:15                     How to pitch

14:45                     Team working on pitches

16:30                     Pitching in front of jury

17:30                     Prices. Certificates. Thank you and farewell. 

Allt áhugasamt fólk er hvatt til þess að taka þátt. Ef þið viljið skrá ykkur eða fá frekari upplýsingar má hafa samband við Guðjón Þorkelsson í gegnum tölvupóstfangið gudjont@matis.is 

Veitt eru verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar.

Ritrýndar greinar

Characterization of Antioxidant Potential of Seaweed Extracts for Enrichment of Convenience Food

In recent years, there has been a growing interest in natural antioxidants as replacements of synthetic compounds because of increased safety concerns and worldwide trend toward the usage of natural additives in foods. One of the richest sources of natural antioxidants, nowadays largely studied for their potential to decrease the risk of diseases and to improve oxidative stability of food products, are edible brown seaweeds. Nevertheless, their antioxidant mechanisms are slightly evaluated and discussed. The aims of this study were to suggest possible mechanism(s) of Fucus vesiculosus antioxidant action and to assess its bioactivity during the production of enriched rye snacks. Chemical and cell-based assays indicate that the efficient preventive antioxidant action of Fucus vesiculosus extracts is likely due to not only the high polyphenol content, but also their good Fe2+-chelating ability. Moreover, the data collected during the production of Fucus vesiculosus-enriched rye snacks show that this seaweed can increase, in appreciable measure, the antioxidant potential of enriched convenience cereals. This information can be used to design functional foods enriched in natural antioxidant ingredients in order to improve the health of targeted consumers.

IS