Fréttir

Forverkefni með ensímmeðhöndlun á lifur lokið á Matís – niðurstöðurnar lofa góðu

Á Matís er lokið forverkefni sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði Rannís í samstarfi við niðursuðuverksmiðjuna Ice-W ehf. Grindavík. Verkefnið fjallaði um ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu. Markmið verkefnisins var að auka arðsemi við niðursuðu á lifur með því að lækka framleiðslukostnað og auka gæði afurða.

Markmiði verkefnsisins var náð með því að þróa og prófa tækni sem fjarlægir himnu og hringorma af yfirborði lifrar með ensímum. Einnig var þróuð aðferð til pækilsöltunar á lifur fyrir niðursuðu í stað þess að setja salt beint í dósir með hráefninu, eins og gert er í dag.

Niðurstöður verkefnisins lofa góðu þar sem tókst að fækka hringormum í lifur um 80%, og mýkja himnuna verulega. Tilgangurinn með því að fjarlægja eða mýkja himnuna sem umlykur lifrina var sá að með því fæst betri og jafnari skömmtun í dósir og nýtingin eykst, auk þeirrar hagræðingar í vinnsluferlinu sem af því hlýst. Hægt er að fækka stöðugildum við hreinsun á lifrinni, ásamt því að auka afköstin um 100%, með þessari aðferð. Fengist hefur styrkur frá AVS til að vinna frekar að þessum málum.

Afrakstur og ávinningur verkefnisins felst aðallega í nýrri tækni við fjarlægingu á lifrarhimnu og hringormum, sem leiðir til endurbætts verklags og hagræðingar í vinnslunni. Pækilsöltun á lifur fyrir niðursuðu leiðir af sér betri og jafnari gæði á afurð. Í kjölfarið eykst virðisauki á niðursoðinni lifur sem skapar aukið verðmæti sjávarafurða bæði fyrir fyrirtækið og þjóðina í heild.

Verkefnisstjóri er Ásbjörn Jónsson, sérfræðingur hjá Matís.

Fréttir

Heimsókn frá Japan til Matís

Á morgun, fimmtudaginn 4. september, fær Matís til sín góða gesti. Það er 11 manna sendinefnd frá Hokkaido-eyju í Japan sem kemur hingað til lands á vegum METI, en það er skammstöfun fyrir Ministry of Economics, Trade and Industry. Hópurinn mun kynna sér starfsemi Matís, einkum líftæknisvið fyrirtækisins, og fer móttakan fram í húsnæði Líftæknisviðs að Gylfaflöt 5, Grafarvogi. Þar verða kynnt fyrir þeim ýmis verkefni sem Matís hefur unnið að undanfarið ásamt því sem fyrirtækið verður kynnt í víðara samhengi.

Auk þess að heimsækja Matís mun hópurinn kynna sér starfsemi MS, bæði í Reykjavík og Selfossi, ásamt því að heimsækja Bændasamtökin, Útflutningsráð og Japanska sendiráðið.

Sendinefndina skipa eftirtaldir:

Mr Mitsuo Izumi, Chief Technical Officer and Factory Director, Hokkaido Milk Product Co.,Ltd.
Mr Yoshinori Okada, Senior Managing Director, Obihiro Shinkin Bank.
Mr Takuma Kameda, Associate Plant Manager, NAGANUMA Ice CO.,LTD.
Mr Makoto Kawakami, Supervisor Livestock Product Section, Hokkaido Food Processing Research Center
Mr Toshio Sato, CEO, Managing Director, BETSUKAI NYUGYO KOUSYA CO., LTD.
Mr Hideyuki Nagasawa, President, National University Corporation Obihiro University of Agriculture and Verterinary Medicine
Mr Yohsinoru Nagata, Deputy Director General, Hokkaido Food Processing Research Center
Mr Tadashi Nagamura, Senior Assistant Professor, National University Corporation Obihiro University of Agriculture and Verterinary Medicine
Mr Hiroshi Nishino, Director International Exchange Department, Institute for International Studies and Training
Mr Toshihiro Hirahata, Deputy-Director International Affairs Division Industries Department, Hokkaido Bureau of Economy, Trade and Industry Ministry of Economy, Trade and Industry
Mr Kiyoshi Yamaguchi, Director Administration Bureau, National University Corporation
Obihiro University of Agriculture and Verterinary Medicine.

Skýrslur

Effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life of fresh cod (Gadus morhua) loins of different degrees of freshness at packaging

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life of fresh cod (Gadus morhua) loins of different degrees of freshness at packaging

Tilgangur þessarar tilraunar var að meta áhrif loftskiptra umbúða (MAP) og ofurkælingar á gæðabreytingar og geymsluþol þorskbita af misfersku hráefni sem var unnið og pakkað eftir 2 og 7 daga frá veiði. Tilraunin var gerð í samvinnu við Samherja, Dalvík og Norðlenska, Akureyri í október og nóvember 2007. Fiskurinn var geymdur heill í ís fram að pökkun við -0.2 ± 0.1°C (2 dagar frá veiði) og -0.2 ± 0.2°C (7 dagar frá veiði). Hnakkastykki voru skorin í tvennt og þeim var síðan pakkað (350-550 g) í loftskiptar umbúðir. Samsetning gasblöndunnar var eftirfarandi: 50% CO2, 5% O2 og 45% N2. Pakkaðir þorskbitar voru geymdir í kæligeymslu við -0.6 ± 1.4°C og sýni tekin yfir 3ja vikna geymslutíma og metin með skynmati, örveru- og efnamælingum. Aldur hráefnis við pökkun hafði greinileg áhrif á skynmat bitanna. Pökkun eftir 2 daga leiddi til lengingar á ferskleikaeinkennum framan af geymslu. Auk þess komu skemmdareinkenni mun síðar fram en í bitum sem pakkað var 7 daga frá veiði. Geymsluþol bita eftir pökkun á 7. degi má gróflega áætla 4-8 dagar en a.m.k. 19 dagar í bitum pökkuðum á 2. degi. Þetta stutta geymsluþol bita frá 7. degi má skýra með þróun örveruflórunnar og myndun rokgjarnra skemmdarefna ásamt hitastigsferli á heilum fiski fyrir pökkun. Áhrif mismunandi pökkununardags hafði veruleg áhrif á örveruflóruna. Þannig var heildarörverufjöldi mun minni í bitum sem pakkað var eftir 2 daga heldur en á 7. degi (log 3.7 vs 5.4/g). Þennan mun má að miklu leyti rekja til mismikils fjölda Photobacterium phosphoreum (Pp) í holdi rétt eftir pökkun, en hann greindist ekki við fyrri pökkun á 3. tilraunadegi (undir log 1.3/g) og á 8. degi var fjöldinn aðeins log 2.4/g. Á þeim degi var fjöldi Pp 1000x meiri í bitum pökkuðum á 7. degi og voru þeir ríkjandi út geymslutímann í þessum hópi. Á 8. degi var fjöldi annarra skemmdarörvera (H2S-myndandi gerla og pseudomonads) nokkru hærri (Δ log 0.6-0.7/g) í þessum hópi miðað við hópinn sem pakkað var á 2. degi. Þessar niðurstöður staðfesta að P. phosphoreum sé ein af aðalskemmdarörverum í gaspökkuðum þorskbitum en einnig í kældum, heilum þorski. Niðurstöður TVB-N and TMA mælinga voru í góðu samræmi við örverumælingar en þó sérstaklega Pp. Low Field Nuclear Magnetic Resonance (LF-NMR) tækni var notuð til að mæla “relaxation times” í sýnum yfir geymslutímann. Marktækt hærri “relaxation times” mældust í bitum sem pakkað var eftir 7 daga frá veiði en í bitum sem pakkað var 2 daga frá veiði. Það gefur til kynna meiri bindingu vatnssameinda við umhverfið í 7 daga bitunum. Þetta er í samræmi við almennt hærri vatnsheldni og vatnsinnihald í þeim sýnum yfir geymslutímann. Í heildina sýna niðurstöður mikilvægi þess að nota sem ferskast hráefni til MA-pökkunar og tryggja þannig meiri gæði og lengra geymsluþol sem ætti að skila sér í hærra verði vörunnar.

The aim of this study was to evaluate the effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life and quality changes of fresh loins prepared from Atlantic cod (Gadus morhua) of different freshness, i.e. processed 2 or 7 days post catch. The study was performed in cooperation with Samherji (Dalvík, Iceland) and Norðlenska (Akureyri) in October and November 2007. The average fish temperature during storage prior to processing on days 2 and 7 was -0.2 ± 0.1°C and -0.2 ± 0.2°C, respectively. Cod loins (350-550 g) were packed in trays under modified atmosphere (50% CO2/ 5% O2/ 45% N2), stored at -0.6 ± 1.4°C and sampled regularly over a three-week period for sensory, microbiological and chemical analyses. The results show that the raw material freshness clearly influenced the sensory characteristics of packed loins. Processing 2 days post catch resulted in more prominent freshness sensory characteristics the first days of storage. In addition, sensory indicators of spoilage became evident much later compared to MApacked fillets from raw material processed 5 days later. The expected shelf life of the MA-packed cod loins could be roughly calculated as 4-8 days when processed 7 days post catch, but at least 19 days when the cod was processed 2 days post catch. This reduced shelf life of MAP products processed at a later stage was also explained by the temperature profile of the whole fish prior to processing, microbial development and volatile amine production observed. In fact, the day of packaging had a major effect on the microflora development, with lower total viable counts (TVC) in loins processed earlier in relation to time from catch (log 3.7 vs 5.4/g). This difference could be linked to large variations in levels of Photobacterium phosphoreum (Pp) in the flesh at processing times, being below detection (log 1.3/g) 2 days post catch but found to increase to log 2.4/g in early processed loins 6 days later, in contrast to 1000-fold higher Pp levels in loins processed later. Pp was found to quickly dominate the microflora of loins processed 7 days post catch. Similarly, slightly higher levels (Δ log 0.6- 0.7/g) of other spoilage bacteria, H2S-producing bacteria and pseudomonads, were found 8 days post catch in loins processed later. These results confirm that P. phosphoreum is one of the main spoilage organisms in cod, unprocessed as MA-processed. TVB-N and TMA production corresponded well to the microbial development, especially counts of P. phosphoreum. Low Field Nuclear Magnetic Resonance (LF-NMR) was used to measure the relaxation times of the samples during storage. The samples packed 7 days after catch showed significantly higher relaxation times than samples packed 2 days after catch. This indicates stronger bindings of the water molecules to their environment in samples packed at a later stage. This is in agreement with the generally higher water holding capacity and water content in the samples during storage. Finally, the results demonstrated that delaying processing of raw material is undesirable if it is intended to be MA-packed and sold as more valuable products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; þarfagreining og vinnsluferlar / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; requirements analysis and manufacturing processing

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; þarfagreining og vinnsluferlar / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; requirements analysis and manufacturing processing

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var gerð þarfagreining á hvað þarf til að vinna makríl um borð í skipum sem veiða hann yfir sumartímann á Íslandsmiðum. Einnig voru vinnsluferlar á tveimur frystiskipum skráðir.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrical measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing ground during the summer. In this part requirements analysis was carried out about what is needed to process mackerel on board vessels caught during summertime on Icelandic fishing grounds. Furthermore, manufacturing processing methods aboard two freezer vessels were documented.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Leit að bætibakteríum / Searching for putative probionts in the production system of halibut larvae

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Eyrún Gígja Káradóttir (MS nemi), María Pétursdóttir, Jennifer Coe, Heiðdís Smáradóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís (2006-2008) / Technology Development Fund of Rannís, the Icelandic Centre for Research (2006-2008)

Leit að bætibakteríum / Searching for putative probionts in the production system of halibut larvae

Heildarmarkmið verkefnisins er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun með notkun bætibaktería. Við samsetningu bætibaktería fyrir fisk hefur gjarnan verið horft til eldis hlýsjávartegunda og hafa þær bakteríutegundir sem notaðar hafa verið reynst ná illa fótfestu við þær umhverfisaðstæður sem um ræðir í eldi kaldsjávartegunda eins og t.d. lúðu. Í þessu verkefni er leitað að og borin kennsl á bakteríur sem eru ríkjandi í lúðulirfum úr eldiseiningum sem gengið hafa vel m.t.t. afkomu og gæða myndbreytingar lirfa. Gerðar voru rannsóknir á eiginleikum einangraðra bakteríustofna m.t.t. vaxtarhamlandi áhrifa á þekkta sýkingarvalda fyrir fisk svo og ríkjandi bakteríutegunda úr lúðulirfum í eldiseiningum þar sem afkoma og gæði lirfa reyndust undir meðallagi. Einangraðar voru ríkjandi bakteríur úr lirfum í öllum eldiseiningum Fiskey hf. á tveimur mismunandi tímabilum auk þess sem sýni voru tekin úr seiðum í útflutningsstærð. Niðurstöður rannsókna á vaxtarhamlandi áhrifum einangraðra stofna leiddu í ljós 18 bakteríustofna sem reyndust hindra vöxt þekktra sýkingarvalda og/eða bakteríustofna sem einangraðir höfðu verið úr eldisumhverfi lirfa. Niðurstöður raðgreininga leiddu í ljós góða samsvörun við 6 mismunandi bakteríutegundir. Í framhaldinu verður meðhöndlað með valinni blöndu bætibaktería á fyrstu stigum lúðueldis.

The overall aim of this project is to use probiotic bacteria to promote increased survival of halibut larvae during first feeding. Previous studies indicated that the microbial load of larvae and their environment represents a problem and the objective of this project was to search for possible candidates for probiotic bacteria to promote survival and growth of larvae use during the first and most sensitive phase of the production. Potential probiotic strains were selected on the basis of dominance in the gut of larvae from production units with successful growth, development and survival. The growth inhibiting activity was tested against known fish pathogens as well as bacteria dominating the intestinal community of larvae from production units with poor overall success. We isolated dominating bacteria in the gut of larvae from all production units of two different spawning groups at Fiskey Ltd. and also from export-size fingerlings. Growth inhibition studies revealed 18 bacterial isolates that inhibited growth of known fish pathogens and/or dominating bacterial isolates from the gut of larvae of an overall poor quality. 16S rRNA sequencing revealed a reasonable correlation to 6 bacterial species and presently. As a next step, halibut eggs and larvae will be treated with selected strains to test their potentiality as probionts during the first production stages of halibut aquaculture.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería / Treatment of halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) eggs and larvae using putative probionts isolated from the production system

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, Eyrún Gígja Káradóttir, Eydís Elva Þórarinsdóttir, María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís (2006-2008) / Technology Development Fund of Rannís, the Icelandic Centre for Research (2006-2008)

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería / Treatment of halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) eggs and larvae using putative probionts isolated from the production system

Markmið verkefnisins í heild sinni er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun og nota til þess umhverfisvænar aðferðir þar sem hrogn og lirfur eru meðhöndluð með nýrri blöndu bætibaktería sem einangraðar hafa verið úr eldisumhverfi lúðulirfa. Mikil afföll verða á fyrstu stigum lúðueldis og því mikilvægt að skapa ákjósanlegt umhverfi á þessum fyrstu og viðkvæmustu stigum eldisins. Notkun bætibaktería er ein leið til þess en bætibakteríur geta með ýmsum hætti haft jákvæð áhrif á hýsil sinn, s.s. komið í veg fyrir að óæskilegar bakteríur nái fófestu í meltingarvegi hans, örvað ónæmissvörun og bætt jafnvægi í meltingarvegi hans. Framkvæmdar voru þrjár aðskildar tilraunir í eldisstöð Fiskeyjar hf. þar sem meðhöndlað var með blöndu bætibaktería á mismunandi stigum eldisins. Áhrif meðhöndlunar voru metin m.t.t. afkomu og gæða hrogna og lirfa en samsetning bakteríuflóru eldisins var einnig skoðuð. Bætibakteríum var bætt út í eldisumhverfi hrogna en lirfur voru meðhöndlaðar í gegnum fóðurdýrin. Helstu niðurstöður benda til þess að meðhöndlun með nýrri blöndu bætibaktería geti haft áhrif á samsetningu bakteríuflóru hrogna, lirfa og fóðurdýra þeirra en að meðhöndla þurfi tíðar en gert var í rannsókninni ef viðhalda á áhrifum til lengri tíma. Endurtekin meðhöndlun á hrognastigi virtist lækka tíðni gallaðra kviðpokalirfa auk þess sem meðhöndlun frá upphafi frumfóðrunar virtist hafa jákvæð áhrif á afkomu lirfa í lok frumfóðrunar.

Poor survival of larvae during the first feeding phases calls for measures to create optimal environmental conditions during the first and most sensitive phases of the larval production. The overall aim of the project was to promote increased survival and quality of halibut larvae, using putative probionts isolated from halibut production units. Probiotic bacteria can affect their host in various ways, e.g. by preventing the attachment of unfavourable bacteria, stimulating the immune system and promoting increased stability in the gastrointestinal tract. In this project three separate experiments were carried out at a commercial halibut farm, Fiskey Ltd. in Iceland. Different treatment schedules were used for treatment of eggs from fertilization and larvae throughout first feeding. A mixture of equal concentration of three selected strains was added to the tank water environment of eggs or through grazing of the live feed. The effects of treatment were evaluated with respect to the overall success of eggs and larvae as well as with respect to chances in the bacterial community structure. The results indicate that treatment may affect the bacterial community of eggs, larvae and live feed but more frequent treatments seem to be needed than examined in the present study. Repeated treatment of eggs resulted in reduced incidence of jaw deformation (gaping) amongst yolk sac larvae and treatment from the onset of exogenous feeding resulted in improved survival of larvae compared to sibling tank units.

Skoða skýrslu

Fréttir

Góðir gestir hjá Matís: Joint Research Center í heimsókn

Þann 27. ágúst sl. tók Matís á móti 7 manna hópi frá Joint Research Center (JRC) en Sameiginlega Rannsóknamiðstöðin – JRC – samanstendur af nokkrum rannsóknarmiðstöðvum sem fjámagnaðar eru af 7. Rammaáætlun og ætlað er að styðja við stefnumótun, þróun og framkvæmd stefnumála Evrópusambandsins. Móttakan fór fram í húsnæði Líftæknisviðs Matís, Prokaria, að Gylfaflöt í Grafarvogi.

Hópurinn kynnti sér starfsemina og fékk til þess kynningu á fyrirtækinu frá Sjöfnu Sigurgísladóttur, forstjóra Matís, og einnig kynningu á Líftæknisviði frá Ragnari Jóhannssyni, sviðsstjóra. Að kynningunum loknum leiddi Ragnar hópinn um húsnæðið, sýndi þeim rannsóknarstofur Líftæknisviðsins og sagði nánar frá helstu þáttum starfseminnar. Að lokum kom hópurinn saman í matsal fyrirtækisins og tók óformlegt spjall, en líflegt, ásamt því að njóta léttra veitinga.

Hópinn sem heimsótti Matís að þessu sinni skipuðu meðal annarra: Elke Anklam, forstjóri Heilbrigðis- og neytendamálastofnunar EU, Roger Hurst frá Orkustofnun EU, Frank Raes frá stofnun um umhverfismál og sjálfbærni innan EU, og Thomas Barbas frá stofnun um öryggi og verndun þegna innan EU.

Fréttir

Ráðstefna um notkun kjarnspunatækni í rannsóknum á matvælum í september

Dagana 15.-17 september n.k. verður ráðstefnan 9th International Conference on the Application of Magnetic Resonance in Food Science haldin í Norræna húsinu í Reykjavík. Það er Matís sem hefur veg og vanda af undirbúningi hennar. Að sögn Maríu Guðjónsdóttur, sem hefur haft veg og vanda af undirbúningi ráðstefnunnar hafa tæplega 100 manns, víðs vegar að úr heiminum þegar boðað þátttöku sína á ráðstefnuna.

Ráðstefnan er sú níunda í röð vinsællar ráðstefnuraðar, sem haldin er á tveggja ára fresti. Þar koma helstu sérfræðingar innan kjarn- og rafeindaspunarannsókna (Magnetic Resonance) í matvælarannsóknum í heiminum í dag, saman ásamt þátttakendum frá matvælaiðnaði og fleirum. Að þessu sinni verður lögð áhersla á notkun þessarar tækni í fiski- og kjötrannsóknum og hvernig nýta megi tæknina í framleiðsluferlum matvæla almennt.

Þó svo að kjarn- og rafeindaspunarannsóknir séu ekki nýjar af nálinni hefur tæknin aðeins verið notuð við matvælarannsóknir í takmörkuðum mæli hér á landi til þessa. Með því að halda ráðstefnuna hér á Íslandi er leitast við að kynna þá miklu möguleika og kosti sem þessi tækni býr yfir fyrir íslenskum rannsóknamönnum og matvælaiðnaði og dýpka þannig skilning íslensks matvælaiðnaðar og rannsóknamanna á hegðun og þeim breytingar sem matvæli verða fyrir í framleiðsluferlum sínum.

Erindi sem flutt verða á ráðstefnunni verða einnig birt í formi vísindagreina í glæsilegu ráðstefnuriti, sem dreift verður til allra þátttakenda. Ritið er gefið út af the Royal Society of Chemistry í Bretlandi. Einnig verða öll veggspjöld sem kynnt verða á ráðstefnunni birt á heimasíðu hennar að ráðstefnunni lokinni.

Þess má geta að síðast þegar ráðstefnan var haldin, sem var í Nottingham í Englandi í júlí 2006, var Maríu boðið að flytja fyrirlestur um verkefnið “Low field NMR study of the state of water at superchilling and freezing temperatures and the effect of salt on freezing processes of water in cod mince” sem hún kynnti á veggspjaldi og var valið eitt af fjórum áhugaverðustu veggspjöldum ráðstefnunar.

Frekari upplýsingar um dagskrá og erindi ráðstefnunnar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar www.matis.is/mrinfood2008 Tekið er við skráningum og fyrirspurnum á netfangið mrinfood2008@matis.is eða í síma 422 5091 (María Guðjónsdóttir).   

Ráðstefnan er styrkt af Matís ohf., Háskóla Íslands, Nordic Marine Academy, Bruker Optics, Stelar, Woodhouse Publishing og Royal Society of Chemistry í Bretlandi.

Fréttir

Matís á Landbúnaðarsýningunni á Hellu 22.-24. ágúst

Í tilefni af 100 ára afmæli Búnaðarsambands Suðurlands 2008 verður haldin glæsileg og viðamikil landbúnaðarsýning á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 22.-24. ágúst 2008. Matís mun á sýningunni kynna ýmis landbúnaðartengd verkefni sem fyrirtækið vinnur að.

Ennfremur munu þeir framleiðendur lambakjöts fá upplýsingar um könnun um áhuga á samstarfi í þróunarverkefni um reykt og þurrkað lambakjöt, sem kynnt var á ytri vef Matís fyrr í vikunni.

Loks gefur Matís krökkunum glaðning sem ætti að gagnast í skólanum, sem hefst víðast hvar í næstu viku.

Þeir sem eiga erindi austur fyrir fjall ættu því að staldra við og fylgjast með hrútaþukli og taka þátt í töðugjöldum og, koma við á sýningarbás Matís.

Fréttir

Hangikjöt: Sambærileg vara og Parmaskinka, San Daniels og Serrano?

Matís er að undirbúa verkefni um reykt og þurrkað lambakjöt og óskar eftir samvinnu við lítil, staðbundin fyrirtæki vegna þróunar reyktra og þurrkaðra afurða úr lambakjöti. Loftþurrkað lambakjöt ætti að skipa sama sess og loftþurrkuð skinka (s.s. Parma, San Daniels og Serrano) gerir í Suður-Evrópu.

Matís kannar áhuga framleiðenda á að vera með í þróunarverkefni um reykt og þurrkað lambakjöt. Verkefnið skiptist í tvennt, annars vegar fræðslu og vöruþróun sem snýr að staðbundinni matvælaframleiðslu og matarferðamennsku á Íslandi og hins vegar samstarf við aðila í Færeyjum og Noregi um þróun á loftþurrkuðum/reyktum afurðum úr lambakjöti.

Fyrsti hluti verkefnisins er greiningu á stöðu mála á Íslandi, þ.e. úttekt á því hversu margir eru að framleiða eða hafa áhuga á að framleiða reykt og/eða þurrkað kindakjöt og að átta sig á þörfinni og áhuga á fræðslu, ráðgjöf og samstarfi um vöruþróun og kynningu/markaðssetningu á þessum afurðum.

Sem hluti af verkefninu hefur nú verið útbúin könnun sem hefur það markmið að kanna hver áhugi er á og núverandi staða framleiðsla á loftþurrkuðu lambakjöti er hér á landi. Matís hvetur alla sem að hafa áhuga á málefninu að taka þátt. Könnunin verður opin til þátttöku til 5. september.

IS