Fréttir

Bakteríu eytt með háþrýstimeðhöndlun

Matís (Matvælarannsóknir Íslands) hefur tekist að þróa aðferð sem eyðir á skömmum tíma bakteríu í sýktum laxi. Aðferðin, sem felst í háþrýstimeðhöndlun, tryggir öruggari neyslu á laxi og lengra geymsluþol án þess að hafa neikvæð áhrif á lit og áferð. Um er að ræða nýja nálgun á háþrýstingsmeðferð, sem var þróuð í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Með nýrri tækni er hægt að ná tilskyldum árangri á innan við 10 sekúndum í stað 15 mínútna áður.

Með nýju aðferðinni er hægt að eyða bakteríunni Listeríu í reyktum laxi. Listería er afar sjaldgæf í laxi en getur valdið sýkingum hjá neytendum sem borða lax sem inniheldur bakteríuna.

Niðurstöður rannsóknar Matís leiða í ljós að háþrýstingur þurfi að vera 700-900 MPa til að eyða bakteríunni. Háþrýstingur hefur lítilsháttar áhrif á myndbyggingu, lit og áferð afurðar. Með aðferðinni er hægt að tryggja neytendum reyktan lax sem hefur lengra geymsluþol og er laus við Listeríu og jafnvel snauður af öðrum bakteríum. Þekkingarlegur ávinningur mun leiða til frekari framþróunar og nýrra nýtingarmöguleika á þessari nýju tækni.

Hefðbundin kaldreyking á laxi nægir ekki til að drepa Listeríu og getur hún því verið vandamál hjá bæði framleiðendum og neytendum. Með auknu hreinlæti og bættri gæðastýringu hefur þó tekist að ná góðum árangri, en til að tryggja að reyktur lax innihaldi ekki bakteríuna er nauðsynlegt að þróa nýja tækni eins og háþrýsting. Þátttakendur í verkefninu voru frá Matís (áður Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Matvælarannsóknir Keldnaholti).

Skýrslan í heild sinni.

Fréttir

Reykjagarður velur Matís

Reykjagarður, framleiðandi Holta kjúklings, hefur gert eins árs samning við Matís (Matvælarannsóknir Íslands) um mælingar á sýnum vegna öryggis- og gæðaeftirlits fyrirtækisins. Um er að ræða lögbundnar mælingar á Salmonella og Campylobacter í saursýnum frá kjúklingaeldishópum. Einnig verður safnað sýnum frá öðrum búum sem láta slátra alifuglum hjá Reykjagarði.

Reykjagarður selur Holta vörur sínar til verslunarkeðja, veitingahúsa, skyndibitastaða og mötuneyta.

Sýni frá Reykjagarði verða rannsökuð á Matvælaöryggissviði Matís. Helstu rannsóknaverkefni Matvælaöryggissviðs eru á sviði örveru- og efnarannsókna á matvælum, fóðri og umhverfi. Örverurannsóknir taka til flestra mikilvægustu sýkla sem fundist geta í matvælum. Á Matvælaöryggissviði er markvisst unnið að því að auka samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og fyrirtæki í gegnum alþjóðleg rannsókna- og þróunarverkefni.

„Rannsóknastofur Matís eru faggiltar og geta veitt þjónustu á breiðu sviði örveru- og efnamælinga. Fyrirtækið leggur áherslu á skilvirka og áreiðanlega þjónustu og veitir viðskiptavinum hagstæða þjónustusamninga þar sem sérstaklega er tekið tillit til umfangs verkefna sem samið er um,“ segir Franklín Georgsson sviðsstjóri Matvælasviðs Matís.

Fréttir

Sjávarútvegsráðherra Líberíu heimsækir Matís

Dr. Chris Toe sjávarútvegsráðherra Líberíu heimsótti Matís (Matvælarannsóknir Íslands) í ferð sinni hingað til lands. Starfsfólk Matís kynnti ráðherranum fyrir starfseminni og rannsóknarstofum fyrirtæksins á Skúlagötu. Þá var ráðherra fræddur um líftæknirannsóknir Prokaria, sem er hluti af Matís.

Toe ræddi einnig við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, heimsótti Hafrannsóknastofnun og fræddist um Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna, sem er með aðsetur við Skúlagötu. Ennfremur mun Toe og fylgdarlið heimsækja fjölmörg önnur fyrirtæki hér á landi.

Franklín Georgsson sviðsstjóri á Matvælaöryggi Matís ræðir við sendinefndina frá Líberíu.

MYND: Chris Toe, lengst til vinstri, hlýðir á Franklín Georgsson sviðsstjóra hjá Matís.

Nánar um Líberíu á Wikipediu.

Skýrslur

Dried fish as health food

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Guðjón Þorkelsson, Hannes Magnússon, Ólafur Reykdal, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS-rannsóknasjóður, (AVS-Fund)

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Dried fish as health food

Eitt meginmarkmið verkefnisins var að afla grunnupplýsinga um eiginleika íslensks harðfisks og að upplýsingarnar yrðu opnar og þannig öllum harðfiskframleiðendum á Íslandi til hagsbóta. Megin niðurstaða verkefnisins er að harðfiskur er mjög ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald. Amínósýrurnar voru mældar og bornar saman við amínósýrur í eggjum. Niðurstaðan er að harðfiskprótein eru af miklum gæðum. Þessar niðurstöður styðja við markaðssetningu á harðfiski sem bæði heilsusamlegum mat og þjóðlegum mat. Mikilvægt er að skoða saltinnihald í harðfiski betur og reyna að minnka það til að auka hollustu harðfisks sérstaklega í inni-heitþurrkuðum harðfiski þar sem það var mun hærra en í öðrum harðfiski. Mælingar á snefilefnum leiddu í ljós að magn þeirra í harðfiski er vel innan marka miðað við ráðlagðan dagskammt (RDS) nema í selen. Magn þess í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt. Það er þó ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

The main object of this project was to provide information of the quality in Icelandic dried fish to be of benefit for all producers in Iceland. The main results showed that dried fish was a very rich source of proteins, containing 80-85% protein. Amino acids were measured and compared to the amino acids in eggs. It was concluded that the proteins in the dried fish were of high quality. This supports the marketing of dried fish in the health foods and traditional food markets. It is important to analyze better the salt content in dried fish and reduce it to improve balanced diet in dried fish, especially for indoor produced dried fish, which salt content is rather high. The trace elements in dried fish showed minimal content, except for selen where the content was threefold the recommended daily allowance (RDA). This is not hazardous for people in any way.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskneysla 17 til 49 ára Íslendinga á mismunandi fisktegundum og -afurðum

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fiskneysla 17 til 49 ára Íslendinga á mismunandi fisktegundum og -afurðum

Þessi skýrsla er hluti af AVS verkefninu “Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða – Áhættusamsetning og áhætturöðun”. Markmið hennar er að veita ítarlega og aðgengilega samantekt á þeim upplýsingum sem tiltækar eru um fiskneyslu Íslendinga, og byggir á upplýsingum sem aflað var í viðhorfs- og neyslukönnun AVS verkefnisins “Viðhorf og fiskneysla ungs fólks: Bætt ímynd sjávarafurða” sem gerð var árið 2006. Fengið var landsúrtak fólks á aldrinum 17-49 ára frá Hagstofu Íslands og alls bárust svör frá 2198 manns. Niðurstöður er vörðuðu heildarfiskneyslutíðni, neyslutíðni fisktegunda og -afurða, hlutfallslega neysla feitra og magurra fisktegunda voru skoðaðar m.t.t. aldurs, kyns og búsetu. Einnig voru viðhorf fólks til hollustu og áhættu fiskneyslu könnuð. Þrátt fyrir að fólk virðist almennt vel upplýst og sannfært um hollustu og öryggi sjávarfangs er fiskneysla minni en ráðlagt er. Fólk í elsta aldurshópnum (40-49 ára) borðar fisk 1,9 sinnum í viku að jafnaði en fiskneysla er minni í yngsta aldurshópnum (17-29 ára) eða 1,3 sinnum í viku. Íslendingar borða hvað mest af mögrum fiski á borð við ýsu og þorsk, og það má áætla að 50% fisks sem við borðum sé magur, um 25% meðalfeitur en um 20% feitur fiskur eins og t.d. lax, silungur og síld. Neysla á pökkuðum, tilbúnum fiskréttum, kældum og frystum var óveruleg og minna en 10% fólks borða þessa rétti einu sinni í mánuði eða oftar. Hinsvegar borða 30% fólks hálf-tilbúna kælda fiskrétti úr ferskfiskborði einu sinni í mánuði eða oftar. Nokkur munur var á neyslu mismunandi fisktegunda og afurða eftir aldri. Val yngra fólks er ekki eins fjölbreytt og þeirra sem eldri eru, og yngra fólk borðar oft ekki fisktegundir og -afurðir sem eldra fólk hefur vanist, eins og t.d. marineraða síld og kavíar. Stór hluti yngsta aldurshópsins borðar skyndibita tvisvar í viku eða oftar. Töluverður munur er á neyslu fólks eftir búsetu. Fólk á höfuðborgarsvæðinu borðar sjaldnar fisk, fólk á landsbyggðinni borðar frekar hefðbundnar fisktegundir eins og ýsu, en langtum oftar frosinn fisk og saltfisk. Höfuðborgarbúar borða hinsvegar oftar hálf-tilbúna fiskrétti úr ferskfiskborði.

The beneficial effects of fish on health are well known. Access to accurate information about fish consumption, fish species and -products, the percentage of lean vs fat fish species is very important in order to estimate the value and safety of Icelandic seafood products. This report is a part of the project Food safety and added value of Icelandic seafood products, funded by the AVS Fund of the Ministry of Fisheries in Iceland. The aim of this report is to provide detailed overview of the available information on fish consumption in Iceland. The information was collected in the project Young consumer attitudes and fish consumption: Improved image of seafood, an attitude and consumption survey in 2006 which was funded by AVS. A representative sample of the population in Iceland was provided by Statistics Iceland and answers from 2198 people 17-49 years were received. Results concerning total fish consumption frequency, fish species and -products, the relative consumption of fat vs lean fish species, attitudes towards the wholesomeness and risks of fish consumption were analyzed with regard to age, gender and residence. Although, people are generally well informed and convinced that seafood is wholesome and safe, fish consumption is below recommendations. People in the oldest age group (40-49 years) consume fish 1,9 times per week on average, but the youngest age group (17-29 years) consumes even less fish, only 1,3 times per week. Lean fish species, such as haddock and cod, is the most popular and it can be estimated that more than half of the fish consumed is lean, approx. 25% medium fat species but only 20% fat fish species such as salmon, trout and herring. Consumption of packed fish meals, chilled and frozen, is very low, less than 10% consume such products once a month or more frequently. However, 30% consume chilled ready-to-cook fish meals bought from fishmongers or fresh fish counters at supermarkets. Differences in consumption of fish species and -products were observed with age, the preferences of younger people tended to be more limited range and they often did not consume some of the fish species and -products which older people were accustomed to, such as marinated herring and caviar. Differences in consumption were also observed depending on residence. People in the capital area are likely to consume fish less frequently, whilst people living in the countryside are more inclined to prefer traditional fish species such as haddock, but much more often frozen- and salted fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Útgefið:

01/09/2007

Höfundar:

Heimir Tryggvason, Guðrún Anna Finnbogadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Úrlausnir vegna umhverfisáhrifa við losun slógs

Á undanförnum árum og áratugum hefur verið leitað að viðunandi lausnum við losun á slógi. Talsverð áhersla hefur verið lögð á á að finna leiðir til að vinna slógið í nýtanlegar afurðir sem hægt væri selja. Hefur þessi vinna einkum verið unnin af einstaklingum, samtökum og stofnunum. Í þessu sambandi má nefna áætlanir um meltuvinnslu úr slógi til fóðurgerðar, en þær tilraunir voru komnar vel á veg um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Segja má að vandamálið við vinnslu slógs sé tvíþætt. Slógið skemmist mjög hratt, sem veldur því að erfitt er að nýta það í vissar afurðir. Í öðru lagi er flutningskostnaður hár miðað við verðmæti þeirrar vöru sem unnin er úr slógi. Mjög misjafnt er eftir aðstæðum á hverjum stað hvernig losun slógs er háttað, en vaxandi áhersla á umhverfismál á undanförnum árum hefur kynt undir gamlar hugmyndir um nýtingu slógs.

In recent years, a considerable effort has been made to ensure a proper disposal of viscera from fish processing. The emphasis has been on processes that could return a marketable product. In the late 20th Century a lot of this work was focused on silage production. There are mainly two major problems with regard to the processing of viscera: Firstly, viscera spoils very rapidly, which makes it difficult to use in many products. Secondly, the cost of transportation is very high compared to the value of the products processed from viscera. Handling of viscera is very diverse in different places but increased emphasis on environmental issues has raised the issue of utilization again.

Skoða skýrslu

Fréttir

Svínakjöt: Nákvæmari niðurstöður með rafrænu mati

Nú hafa skapast forsendur til þess að innleiða rafrænt mat á svínaskrokkum í sláturhúsum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Matís um niðurstöður mælinga á kjöthlutfalli svínakjöts. Með rafrænu mati, sem mælir hlutfall kjöts á svínaskrokkum, fást nákvæmari niðurstöður en hægt hefur verið að birta hingað til. Það auðveldar öll samskipti á milli sláturhúsa og bænda sem og sláturhúsa og kjötvinnslna þar sem verðlagning og kjöthlutfall verður látið haldast í hendur.

Þá kemur fram í skýrslunni að breytileiki íslenska svínastofnsins er það lítill að ekki er um veruleg frávik að ræða þótt sama reikniformúla sé notuð, eftir mælitækjum, á öll svín.

Ástæða þess að nú sé mögulegt að taka upp rafænt mat er sú að ræktun svínabænda hér á landi er orðin markviss og að notast er við sama svínastofn á öllum búum. Búið er að gera úttekt á þykkt fitu og vöðva á tilteknum mælistöðum með rafrænum mælitækjum og bera þær niðurstöður saman við upplýsingar frá norska yfirkjötmati. Slíkt var nauðsynlegt til að kanna breytileika íslenskra svína innan stofnsins sem og á milli búa. Svínastofnar hér á landi eru sambærilegir og í Noregi.

Verkefnið var unnið fyrir Svínaræktunarfélag Íslands.

Fréttir

Mikilvægt að landa afla tímanlega

Mikilvægt er að afla sé landað tímanlega svo hægt sé að nýta hann betur því um leið og fiskur er veiddur rýrnar hann og tapar ferskleika. Þetta er umfjöllunarefni Guðbjargar Heiðu Guðmundsdóttur í meistaraverkefni sínu, sem nefnist Áætlanagerð fyrir hámarkshagnað í íslenska þorskiðnaðinum, í véla- og iðnaðarverkfræðiskor. Guðbjörg mun halda opinn fyrirlestur um verkefni sitt þann 24. september.

Eftir að fiskur hefur verið veiddur rýrnar hann um borð í fiskiskipum og tapar ferskleika. Þessi rýrnun minnkar vinnslumögleika og nýtingu á flökum fisksins. Það er því mikilvægt að aflanum sé landað tímanlega til að hægt sé að nýta hann betur. Ennfremur að tekið sé tillit til vinnslunnar við skipulagningu útgerðar þannig að vinnslan geti unnið fiskinn jafnóðum og komið honum ferskum á markað. Stærðfræðilíkan sem skipuleggur veiðiferðir fiskiskipa og framleiðslu í fiskvinnslu er sett fram. Rekstrarhagnaður vinnslunnar og útgerðarinnar er hámarkaður með tilliti til rýrnunar á aflanum. Aðrir þættir í bestunarlíkaninu eru birgðastaða og flæði í vinnslu.

IMG_0393

Markmið verkefnisins er að hanna hugbúnað sem sjávarútvegsfyrirtæki geta nýtt til aðstoðar við ákvarðanatöku. Möguleikinn á að nýta líkanið er sýndur með því að beita líkaninu á íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki. Áhrif lengdar veiðiferða á rýrnun er kannað auk annarra áhrifaþátta.

Samstarf við Matís

Verkefni Guðbjargar Heiðu er unnið í samstarfi við Matís og hefur verkefnið verið hluti af stærra verkefni, Vinnsluspá þorskafla, sem styrkt er af Rannís og AVS.

Verkefnið er unnið undir leiðsögn Páls Jenssonar, prófessors við Véla- og iðnaðarverkfræðiskor HÍ og Sveins Margeirssonar doktorsnema í Véla- og iðnaðarverkfræði og deildarstjóra á Matís ohf. Prófdómari er Snjólfur Ólafsson, prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

Staður og stund: Guðbjörg mun halda opinn fyrirlestur um verkefni sitt þann 24. september næstkomandi klukkan 12 í stofu 157 í VR-II í húsi Verkfræði- og raunvísindadeilda við Hjarðarhaga 4.

Fréttir

Erindi um nýja norræna matargerð

Matvæli á Norðurlöndum eru talin búa yfir sérstökum eiginleikum sem bæta heilsu fólks. Helstu einkenni norrænna hráefna eru talin vera hreinleiki, bragðgæði og hollusta. Mads Holm, yfirmatreiðslumaður Norræna hússins, verður með erindi þann 25. ágúst um hvernig það hyggst vinna með hugmyndir og lögmál hinnar nýju norrænu matagerðar.

Samstarfsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, sem nefnist “Nýr norrænn matur og matargerðarlist”, er ætlað að skýra möguleika til verðmætasköpunar í matvælaframleiðslu og matarmenningu Norðurlanda. Einnig er markmiðið að efla samstarf landanna á sviði matvælaframleiðslu og tengja hana verkefnum á sviði ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu, byggðaþróunar og viðskipta.

Mads Holm mun flytja erindi sitt í Norræna húsinu þann 25. ágúst klukkan 15.

Fréttir

Heilsufullyrðingar: Dregið úr innsendum svörum

Nú er búið að draga úr innsendum svörum vegna könnunar um heilsufullyrðingar á matvælum. Hægt er að skoða vinningsnúmerin hér.

Vinningsnúmer

  • 1531 – 30.000 kr. frá Mjólkursamsölunni
  • 516 – 15.000 kr. frá Mjólkursamsölunni
  • 551 – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
  • 1183 – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
  • 2193 – Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
  • 419 – Kristall frá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson
  • 2205 – Kristall frá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson
  • 2475 – Heilsukarfa frá Lýsi
  • 90 – Gjafabréf frá Myllunni

Gunnþórunn Einarsdóttir og Emilía Martinsdóttir veita frekari upplýsingar um vinningana í síma 422 5000.

Nánar um heilsufullyrðingar.


Matís vill þakka föllum yrir þátttökuna.

IS