Ritrýndar greinar

Development of Quality Index Method (QIM) scheme for fresh cod (Gadus morhua) fillets and application in shelf life study

The aim was to develop and evaluate a Quality Index Method (QIM) scheme for fresh cod fillets. Cod fillets were stored at 0–1 °C on ice up to 14 days. Total viable counts (TVC) and counts of H2S-producing bacteria were done. A QIM scheme for fresh cod fillets to evaluate freshness was proposed. A high correlation between the Quality Index (QI) and storage time on ice was found. The remaining storage time could be estimated with accuracy of ±1.3 days when the cod fillets were evaluated with QIM. The maximum storage time was estimated 8 days based on Quantitative Descriptive Analysis and H2S-producing bacteria counts.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

The role of volatile compounds in odor development during hemoglobin-mediated oxidation of cod muscle membrane lipids

The effect of hemoglobin from Atlantic cod (Gadus morhua) and Arctic char (Salvelinus alpinus) on formation of volatile compounds in washed cod model system was studied by GC analysis during chilled storage. Pro-oxidative effect of cod hemoglobin compared to char hemoglobin was observed as higher initial levels of hexanal, cis-4-heptenal and 2,4-heptadienal contributing to higher rancid odor sensory scores. This was in agreement with TBARS and changes in color indicating faster initial oxidation catalyzed by cod hemoglobin. The aldehydes appeared to decline towards the end of the storage time in agreement with TBARS; however, levels of 2,4-heptadienal were considerably higher after 4 days of storage in the arctic char hemoglobin catalyzed system.

Hlekkur að grein

Fréttir

Matís svarar kalli Tesco um koldíoxíðmerkingar

Matís (Matvælarannsóknir Íslands) vinnur að verkefni sem munu nýtast íslenskum útflytjendum við að koma til móts við kröfur Tesco um koldíoxíðmerkingar matvæla.

Tesco, sem er ein stærsta verslanakeðja Bretlands, hyggst koldíoxíðmerkja allar vörur sem seldar eru í verslunum keðjunnar í þeim tilgangi að gera neytendum kleift að afla sér upplýsinga um hversu mikil koldíoxíðlosun hafi fylgt framleiðslu vörunnar, flutningi hennar í verslunina og sölu. Um er að ræða áætlun Tesco er miðar að því að bregðast við loftslagsbreytingum.

Fiskur2

Sveinn Margeirsson, deildarstjóri hjá Matís, segir umræðu um koldíoxíðmerkingu matvæla vera hluta af umræðu um sjálfbæra þróun. ,,Matís stýrir vestnorrænu verkefni sem nefnist “Sustainable Food Information” sem hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu. Þátttakendur í verkefninu munu funda hér á landi þann 14. júní næstkomandi með íslenskum og færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum, þar sem umfjöllunarefnið eru þau sóknarfæri sem felast í sjálfbærri þróun fyrir íslenskan sjávarútveg.”

Sjálfbær þróun mikilvæg fyrir íslenskan matvælaiðnað

matur

“Seljendur og neytendur gera kröfu um að hægt sé að sýna fram á að framleiðsla sjávarafurða sé með þeim hætti að ekki sé gengið á fiskistofna eða að mikil losun koldíoxíðs (CO2) fylgi framleiðslunni. Áætlun Tesco er einfaldlega eitt dæmi af mörgum sem sýnir hver þróunin er í þessum málum. Það er mín skoðun að sjálfbær þróun verði eitt af lykilmálunum fyrir íslenskan matvælaiðnað í framtíðinni, enda eru fleiri verkefni á þessu sviði í burðarliðnum hjá okkur.”

Sveinn segir að í þessu sambandi skipti miklu máli að geta sýnt fram á hvernig varan hefur farið í gegnum virðiskeðjuna því annars sé ekki hægt að segja til um hversu mikið “lífsferill” vörunnar hafi aukið magn koldíoxíðs í andrúmslofti.

“Það er ekki nóg að einblína á einn hlekk í virðiskeðjunni. Í Bretlandi er í dag talsverð umræða um losun koldíoxíðs vegna flutnings lífrænt ræktaðra ávaxta frá fjarlægum heimshornum. Eru umhverfisleg áhrif slíkra matvæla jákvæð eða neikvæð? Ein leiðin til að bera saman matvæli hvað þetta varðar er svokölluð vistferilgreining (LCA). Til þess að geta beitt henni er nauðsynlegt að geta rakið leið vörunnar í gegnum virðiskeðjuna, en þar standa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki vel að vígi. Einn af hagnýtingarmöguleikum þessarar sterku stöðu er að geta sýnt fram á hver losun koldíoxíðs er í tengslum við framleiðslu afurðanna.”

Fréttir

Mikill áhugi á vinnufundi um sjálfbærni

Mikill áhugi er fyrir alþjóðlegum vinnufundi um sjálfbærni í sjávarútvegi, sem fram fer á Sauðárkróki þann 14. júní næstkomandi. Um 20 manns frá fyrirtækjum í Færeyjum eru væntanlegir til landsins í tengslum við vinnufundinn. Vinnufundurinn er hluti af vestnorrænu verkefni sem nefnist “Sustainable Food Information” sem hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í matvælaiðnaði, svo sem sjávarútvegsfyrirtækjum, að sýna fram á sjálfbærni í veiðum, vinnslu og sölu.

Neytendur erlendis gera sívaxandi kröfur um að seljendur sjávarafurða byggi veiðar sínar á sjálfbærni; að ekki sé gengið á auðlindir hafsins og að mengun við veiðar, vinnslu og flutning sjávarafurða sé haldið í lágmarki. Vörur sem byggja á sjálfbærni skipta því miklu máli fyrir framleiðendur til framtíðar því þær eru aðgöngumiði að hágæða- eða dýrum verslunarkeðjum erlendis.

sjalfbaerni

Þá er mikil áhersla lögð á rekjanleika í umræðu um sjálfbærni í fiskiðnaði. Með rekjanleika fást nákvæmar upplýsingar um vöruna og geta seljendur sem búa yfir gæ ðaafurð aðgreint sig betur frá öðrum á markaði. Rekjanleiki er þar af leiðandi mikilvægur hlekkur í umhverfismerkingum sjávarafurða.

Nánar um vinnufundinn hér.

Fréttir

Lyktað af misgömlum fiski – Matís á Hátíð hafsins

Fjölmenni hefur lagt leið sína á Hátíð hafsins á miðbakknum í Reykjavík um helgina. Þar kynna fyrirtæki og stofnanir starfsemi og þjónustu sína fyrir gestum. Meðal þess sem í boði er á miðbakkanum er svokallað skynmat hjá Matís (Matvælarannsóknir Íslands) þar sem gestum gefst tækifæri á því að giska á lykt úr lyktarglösum og skoða mismunandi gamlan fisk, annars vegar nýjan og svo hins vegar nokkurra daga gamlan, með tilliti til ferskleika, áferðar og lyktar.

Skynmat er nauðsynlegur þáttur í gæðaeftirliti matvæla. Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla. Skynmat er ekki eingöngu notað á matvæli heldur einnig í tenglsum við þróun á ilmvötnum, hreinlætisvörum og í bílaiðnaði svo dæmi séu tekin.

Hatid_hafsins_2

Hátíð hafsins lýkur síðdegis í dag, sunnudag.

Mynd: Gestir skoða misgamlan fisk á bás Matís á Hátíð hafsins.

Skýrslur

Erfðagreiningasett fyrir þorsk / Genotyping kits for Atlantic cod

Útgefið:

01/06/2007

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Inga Schulte, Sigurbjörg Hauksdóttir, Kristinn Ólafsson, Steinunn Magnúsdóttir, Klara Björg Jakobsdóttir, Christophe Pampoule, Guðmundur Ó. Hreggviðsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Erfðagreiningasett fyrir þorsk / Genotyping kits for Atlantic cod

Markmið verkefnisins var að þróa ný erfðagreiningasett fyrir þorsk (Gadus morhua) sem væru byggð á endurteknum DNA stuttröðum (microsatellites). Alls voru 118 erfðamörk rannsökuð. Tvö tíu erfðamarkasett voru þróuð (CodPrint10a og CodPrint10b) og búið er að leggja inn einkaleyfisumsókn fyrir þessum erfðamörkum. Tæplega 300 íslensk sýni sem tilheyrðu 3 mismunandi sýnatökusvæðum (N-Ísland, SV- Ísland (grunnsævi) og SV-Ísland (djúp) voru greind með þessum 20 erfðamörkum, en til samanburðar voru sýnin einnig greind með níu vel þekktum og mikið notuðum erfðamörkum. Þessir þrír sýnahópar greindust betur í sundur með CodPrint10a og CodPrint10b erfðamörkum en með áður þekktu erfðamörkunum. Rannsóknirnar sýna að nýju erfðamörkin henta bæði í stofnrannsóknir og í foreldragreiningar.

The goal of the project was to develop new genotyping kits for Atlantic cod (Gadus morhua) based on microsatellite markers. A total of 118 markers were analyzed. Two 10 microsatellite markers sets were developed (CodPrint10a and CodPrint10b) and they were used to analyze approximately 300 samples that were collected in the Northeast Iceland, Southwest inshore Iceland and Southwest offshore Iceland. As a comparison the samples were also analyzed with nine previously known markers. A comparison of the new microsatellite loci and the nine previously used, showed that the power of individual discrimination was much stronger with the new microsatellite loci. Indeed, the discrimination of the samples was clearer with much less overlap of the individuals. Together, these results suggest that the new microsatellite loci are powerful and suitable for both population genetic analysis and paternity analysis, due to their high polymorphism and resolution power.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. First Annual Report

Útgefið:

01/06/2007

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Lynn Frewer, Bjorn Þorgilsson, Heiða Pálmadóttir, Andy Hart

Styrkt af:

Evrópusambandið (ESB), Matis, CSL, RIVM, WU, UPATRAS, Altagra, IPIMAR

QALIBRA-Heilsuvogin. First Annual Report

Þessi skýrsla er fyrsta ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1. apríl 2006 til 31. mars 2007. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís ohf) stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Makmið QALIBRA- verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna. Markmiði era ð þessar aðferðir muni verða settar fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Portúgal og Ungverjalandi.

This is the first periodic activity and management report for the project QALIBRA – “Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits”. The report covers the period from 01.04.06 to 31.03.07. QALIBRA is partly funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It began in April 2006 and will end in 2009. The objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. The participants in the project are: Matís, Iceland, coordinator, Central Science Laboratory, United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service, Hungary, National Institute for Agriculture and Fisheries Research, Portugal.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Niðurstöður mælinga á kjöthlutfalli svínakjöts

Útgefið:

01/06/2007

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson, Stefán Vilhjálmsson

Styrkt af:

Svínaræktarfélag Íslands

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Niðurstöður mælinga á kjöthlutfalli svínakjöts

Haustið 2004 unnu sérfræðingar Matra að því að rannsaka kjöthlutfall í svínaskrokkum hér á landi með það að markmiði að athuga möguleikana á því að taka upp rafrænt mat á svínaskrokkum. Niðurstöður voru birtar í Matra skýrslu númer 04:08 2004. Þar kom fram að ólokið væri úttekt á þykkt fitu og vöðva á tilteknum mælistöðum, sem nauðsynlegt væri að gera til að kanna breytileika íslenskra svína innan stofnsins sem og á milli einstakra búa. Síðan þyrfti að meta þær niðurstöður sem fengjust með úttekt tiltekins fjölda svína og bera þær saman við samsvarandi úttekt á norskum svínum. Niðurstöður þeirrar úttektar sem þessi skýrsla fjallar um sýna að aðstæður hér á landi eru með þeim hætti að hægt er með góðu móti að innleiða rafrænt kjötmat svína. Það er m.a. staðfest með umsögn norska yfirkjötmatsins, sem var okkur til halds og trausts í þessu máli. Það er einnig staðfest með mæliniðurstöðum að breytileiki íslenska svínastofnsins er það lítill að ekki er um veruleg frávik að ræða þótt sama reikniformúla sé notuð, eftir mælitækjum, á öll svín.

Skoða skýrslu

Fréttir

Starfsmenn Lýsis hf í skynmati hjá Matís

Fyrir nokkrum dögum var lítill hópur starfsmanna frá Lýsi hf. á námskeiði í skynmati á Matís. Markmið námskeiðsins var að þjálfa starfsmennina í aðferðum við að gæðameta lýsi.

Á námskeiðinu var m.a. fjallað um skynmat, grunnbragðefni og skynmatsaðferðir og einnig fékk starfsfólkið verklega þjálfun í notkun aðferða við mat á þráalykt og -bragði af lýsi.
Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla.

Skynmat er nauðsynlegur þáttur í gæðaeftirliti. Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði hefur um langt skeið verið stundað á skipulagðan hátt, einkum sem þáttur í gæðaeftirliti.

Matís hefur í mörg ár aðstoðað fyrirtæki við að koma sér upp skynmati, veitt ráðgjöf í skynmati og framkvæmt geymsluþolsrannsóknir í þeim tilfellum þar sem skynmat er mjög veigamikill þáttur.

Starfsfólk Lýsis í skynmati hjá Matís

Þeim fyrirtækjum sem áhuga hafa á að nýta sér þessa þjónust Matís er bent á að hafa samband við Emilíu Marteinsdóttur í síma: 422 5032 eða í netfangið emilia.martinsdottir@matis.is

Fréttir

Fundur í EuroFIR verkefninu

Ísland er aðili að evrópsku öndvegisneti (Network of Excellence) um efnainnihald matvæla og leiðir til að miðla upplýsingunum með gagnagrunnum og interetinu. Verkefnið gengur undir heitinu EuroFIR og heyrir undir 6. rammaáætlun ESB. Matís stýrir íslenska hluta verkefnisins og nú stendur yfir tveggja daga fundur í verkefninu, sem haldinn er í húsakynnum Matís á Skúlagötu 4. Á fundinum er fjallað um lífvirk efni í matvælum, en unnið er að sérstökum evrópskum gagnagrunni um þessi efni.

Hannes Hafsteinsson, verkefnastjóri á Matís, sér um þennan þátt verkefnisins og stendur fyrir fundinum.

Fundur á Matís í EuroFIR-verkefninu 25. maí 2007

Verkefið EuroFIR (European Food Information Resource Network) hófst 2005 og lýkur árið 2009 og þátttakendur eru 40 stofnanir frá 21 Evrópulandi, en yfirumsjón verkefnisins er hjá Institute of Food Research í Norwich í Bretlandi. Markmið verkefnisins er að byggja heilsteyptan og aðgengilegan gagnagrunn um innihaldsefni evrópskra matvæla, m.t.t. næringargildis þeirra og nýlegra lífvirkra efna sem kunna að hafa heilsubætandi áhrif.

EuroFIR fundur 25. maí 2007
Matvælarannsóknir Keldnaholti (Matra) var upphaflega íslenski þátttakandinn og hefur Matís nú tekið við þessu hlutverki. Byggt var upp samstarfsnet hér á landi vegna verkefnisins með þátttöku Rf (nú Matís), Rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands, Lýðheilsustöðvar, Umhverfisstofnunar og Hugsjár ehf. Ólafur Reykdal, Matís, er verkefnisstjóri íslenska hlutans.

Nokkur af markmiðum EuroFIR verkefnisins eru:

Samræming evrópskra gagnagrunna um efnainnihald matvæla.
Netvæðing gagna.
Aukin gæði gagnanna og Evrópa verði í forystu í heiminum á þessu sviði.

Mikilvægi verkefnisins fyrir Íslendinga felst meðal annars í eftirfarandi þáttum:

Verkefnið styrkir Íslendinga faglega með beinum samanburði við það sem er gert erlendis.
Auknar kröfur verða gerðar til gagna um efnainnihald matvæla og það kemur notendum til góða (neytendum, atvinnuvegum, rannsóknafólki, skólum o.fl.). Vinna við matarhefðir og lífvirk efni getur varpað ljósi á sérstöðu íslenskra matvæla. Tengsl við erlenda vísindamenn og stofnanir er mikilvæg.
Verkefnið er gott dæmi um það að innlendir aðilar verða að leggja saman krafta sína til að þátttaka í stórum erlendum verkefnum gangi upp.

Ísland tekur þátt í vinnu við sex undirverkefni EuroFIR verkefnisins:

1.      Þróun, samhæfing og netvæðing gagnagrunna um efnainnihald matvæla.

2.      Aðferðir til að meta samsetningu unninna matvæla.

3.      Samsetning og framleiðsla hefðbundinna matvæla

4.      Mat á gögnum um lífvirk efni.

Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) var lykilatriði þegar unnið var að því að komast inn í verkefnið. Uppbygging gagnagrunnsins hófst hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins 1987 en hann nú vistaður hjá Matís.

Nánari upplýsingar um EuroFIR- verkefnið veita Ólafur Reykdal og Hannes Hafsteinsson.Vefsíða EuroFIR

IS