Fréttir

Aðalfundur Matís

Aðalfundur Matís ohf. fyrir 2006 var haldinn þriðjudaginn 8. maí í samræmi við lög. félagsins Um var að ræða fund vegna undirbúningstímabisins 14 september sl. til áramóta þegar unnið var að undirbúningi að stofnun Matís en félagið tók til starfa 1. janúar 2007.

Stjórn félagsins var endurkjörin til eins árs og er Friðrik Friðriksson formaður stjórnar.
Aðrir í stjórn eru:

  • Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
  • Jón Eðvald Friðriksson
  • Sigríður Sía Jónsdóttir
  • Einar Matthíasson
  • Arnar Sigurmundsson
  • Ágústa Guðmundsdóttir

Fréttir

Ný Matísskýrsla um rannsóknir á mýósíni úr þorski

Skýrslan ber titilinn Characterization of cod myosin aggregates using static and dynamic light scattering og fjallar um rannsóknir sem gerðar voru á Matís á mýósín úr þorski.

Mýósín er eitt aðal byggingarefni vöðva, bæði land- og sjávardýra. Ef þverrákóttar vöðvafrumur eru skoðaðar í smásjá má sjá einhvers konar rákir eða bönd innan í frumunum. Í þessum böndum eru aðallega svokölluð samdráttarprótein sem gera samdrátt vöðvans mögulegan. Meginsamdráttarpróteinin eru myósín og aktín. Í vöðvanum eru sameindir hvors próteins vafið saman í þræði, mýósín-þræðirnir eru mun þykkari og heita því þykku þræðirnir. Aktín-þræðirnir, eða þunnu þræðirnir, hafa jafndreifðar tengistöðvar fyrir mýósín. Mýósín og aktín eru því samtengd í vöðvanum. Við uppleysingu vöðvans hins vegar raskast þetta ofur skipulagða komplex af próteinum, og hægt er að skilja aktín og mýósín að.

Mýósín úr spendýrum hefur verið rannsakað töluvert, en minna í fiskum. Hugsanlega er ein ástæðan sú að fiskmýósín er óstöðugara en t.d. mýósín úr spendýrum. Það er samt vert að skoða hegðun þess í vatnslausnum, ef tekið er mið af því að það er væntanlega aðaldrifkrafturinn við myndun próteingelja eins og surimi og skyldra matvara.

Lesa skýrslu

Fréttir

Vaxtarhraði þorsks í sjókvíaeldi aukinn með ljósum

Hægt er að auka vaxtahraða þorsks í sjókvíaeldi með náttúrulegri aðferð, að því er fram kemur í niðurstöðum úr Evrópuverkefninu CODLIGHT-TECH sem stýrt er af vísindamönnum hjá Matvælarannsóknum Íslands (Matís). Niðurstöður benda til að hægt sé að hvetja vöxt og hægja á kynþroska hjá þorski í sjókvíaeldi. Þessar niðurstöður eru nýnæmi og mikilvægar í þeirri þróun sem á sér stað í þorskeldi í heiminum en þær geta stuðlað að því að eldistími styttist, fóðurnýting batni og þorskeldi geti orðið hagkvæmara.

Ennfremur má segja að niðurstöðurnar séu áhugaverðar fyrir þær sakir að orkuverð er lágt á Íslandi og því er hér um raunverulegan valkost að ræða fyrir íslenska eldisaðila.

Tekin blóðsýni úr þorski

Rannsóknin er samtarfsverkefni Matís, Hraðfrystihússins Gunnvarar og Álfsfells á Ísafirði, Háskólans í Stirling og Johnsons Seafarms í Skotlandi, Intravision Group, Hafrannsóknastofnunarinnar í Bergen og Fjord Marin í Noregi og Landbúnaðarháskólans í Lundi í Svíþjóð. Auk þess tekur Vaki DNG þátt í verkefninu.

Dr. Þorleifur Ágústsson, verkefnastjóri hjá Matís, segir að mjög mikilvægt sé að geta komið í veg fyrir kynþroska hjá þorski í eldi. Þegar þorskur verði kynþroska hætti hann að vaxa svo að eldistími lengist með tilheyrandi kostnaði fyrir eldisaðila.

Þá sé vitað að þorskur hrygnir í sjókvíunum og því megi telja að frjóvguð hrogn berist út í umhverfið en þó beri að taka fram að ekki hafi verið sýnt fram á neikvæða blöndun erfðaefnis og slíkar rannsóknir séu ennþá á byrjunarreit. Þá sé hér stigið mjög mikilvægt skref í þá átt að gera eldi að umhverfisvænum iðnaði með bættri nýtingu fóðurs sem leiðir til þess að minna fóður fellur til botns undir kvíum. “Samhliða þessum rannsóknum vinnur Matís ásamt samstarfsaðilum að víðtækum rannsóknum á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis með það að markmiði að auka sjálfbærni þorskeldis, sem þýðir að ekki sé gengið á auðlindina,” segir Dr. Þorleifur Ágústsson.

“Þegar fylgst er með umræðu í Evrópu um fiskeldi kemur í ljós að almennt er talið að þorskeldi komi til með að verða næsta stóra eldisgreinin á eftir laxeldi. Því er spáð að árið 2010 verði framleiðsla Evrópuþjóða á eldisþorski komin í um 175.000 tonn sem eru að markaðsvirði á um 880 milljónir evra. Því leggja framleiðendur mikla áherslu á að skilgreina og leysa þau vandamál sem geta haft áhrif á þróun iðnaðarins, en eitt af þeim vandamálum er kynþroski hjá eldisþorski,” segir Þorleifur.

Fréttir

Fundur á Ísafirði í Codlight-verkefninu

Nokkuð hefur verið fjallað að undanförnu um verkefni sem Matís vinnur m.a. að og kallast Codlight, en það miðar m.a. að því að seinka kynþroska eldisþorsks með notkun sérstakra ljósa. Í dag og á morgun eru fundarhöld á Ísafirði í verkefninu.

Í frétt á vef BB á Ísafirði kemur fram að Matís ohf, ásamt samstarfsaðilum í Evrópuverkefninu Codlight-tech haldi verkefnisfund á Ísafirði dagana 2. og 3. maí. Verkefnið, sem unnið hefur verið að í Álftafirði auk Noregs og Skotlands, snýst um að nota hátækniljósabúnað til að koma í veg fyrir kynþroska hjá þorski í eldi. Í tilefni af fundinum mun samstarfsaðili Matís í verkefninu, Johnsons Seafarms kynna fyrirtæki sitt og framleiðslu.

Johnson Seafarms er eitt elsta eldisfyrirtæki Bretlandseyja og stærsta einstaka þorskeldisfyrirtæki í heiminum. Framleiðsla Johnson er um 2000 tonn af þorski á ári og spár fyrirtækisins gera ráð fyrir að árið 2010 verði framleiðsla á eldisþorski verði komin í um 15 þúsund tonn. Johnson Seafarms er þekkt á Bretlandseyjum fyrir vörumerkið “No Catch” – og í fyrirlestrinum mun Alan Bourhill, rannsókastjóri og velferðarfulltrúi fyrirtækisins fjalla um tilurð þessa vörumerkis og mikilvægi þess á markaðssetningu.

Samstarfsaðilar í Codlight-tech verkefninu eru auk Matís ohf sem sér um verkefnisstjórn: Hraðfrystihúsið Gunnvör, Álfsfell, Havsforsknings institutet í Bergen og Fjord Marin í Noregi, Stirling háskóli og Johnson Seafarms í Skotlandi, Landbúnaðarháskólinn í Uppsala í Svíþjóð ásamt Intravision Group í Noregi sem er framleiðandi ljósabúnaðarins.

Fyrirlesturinn hefst kl. 13 í dag, 2. maí í Þróunarsetrinu á Ísafirði og er öllum opinn.  Fyrirlesturinn er á ensku.

Skýrslur

Characterization of cod myosin aggregates using static and dynamic light scattering

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Tom Brenner, Ragnar Jóhannsson, Taco Nicolai

Styrkt af:

Matís, Rannís, AVS

Characterization of cod myosin aggregates using static and dynamic light scattering

Myosin var einangrað úr þorski með mismunandi aðferðum sem skiluðu klösum af hreinu myosini. Þessir klasar innihéldu milli 8 og 20 myosin sameindir, og voru stöðugir við kaldar aðstæður (T<20°C) og í þynntum lausnum (C<5g/L) með 0.5M KCl við pH 6.0 til 8.0. Við hærri styrk próteins geljaðist það eða féll út. Klösunin við lágan styrk var skoðuð með gleypnimælingum og ljósdreifingu. Klösunin hætti eftir langan hitunartíma í flestum tilfellum, en við ákveðnar kringumstæður hélt hún þó áfram og leiddi til útfellingar próteinsins. Kæling leiddi til frekari klösunar, sem virðist vera afturkræf m.t.t. endurhitunar. Bygging klasanna var ákvörðuð eftir kælingu og útþynningu. Sjálflíkir klasar voru greindir, með brotvídd 2.2. Stærð klasanna jókst með hækkandi hitastigi (30-70°C), hækkandi próteinstyrk (0.4-3 g/L) og lækkandi pH (8.0-6.0). Bygging klasanna var hins vegar óháð myndunaraðstæðum.

Myosin was extracted from Atlantic Cod (Gadus Morhua) using different methods resulting in small aggregates of pure myosin. These aggregates consisted of between 8 and 20 myosin molecules and were relatively stable at low temperatures (T<20°C) in dilute (C<5g/L) solutions containing 0.5M KCl in the pH range 6.0-8.0. At higher concentrations precipitation or gelation was observed. Heat induced aggregation at low concentrations was studied using turbidimetry and light scattering. In most cases the aggregation stagnated at longer heating times, but in some cases the aggregation continued until it led to precipitation of large flocs. Cooling led to further growth of the aggregates, which was, however, reversed upon heating. The structure of the aggregates was determined after cooling and dilution using static and dynamic light scattering. Self-similar aggregates were observed, characterized by a fractal dimension of 2.2. The size of the aggregates formed after extensive heating increased with increasing temperature (30-70°C), decreasing pH (8.0-6.0) and increasing protein concentration (0.4-3g/L), but the structure of large aggregates was independent of the conditions.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða. Áhættusamsetning og áhætturöðun / Food safety and added value of Icelandic seafood. Risk profiling and risk ranking

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Eva Yngvadóttir, Birna Guðbjörnsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður sjávarútvegsins og Rf / Matís ohf

Verðmæti og öryggi íslenskra sjávarafurða. Áhættusamsetning og áhætturöðun / Food safety and added value of Icelandic seafood. Risk profiling and risk ranking

Í þessu verkefni var framkvæmd grunnvinna að áhættumati fyrir þorsk, rækju, karfa, ýsu, grálúðu, síld, ufsa og kúfisk. Þessar tegundir voru kortlagðar m.t.t. hætta og fékkst þannig fram áhættusamsetning þeirra og hálf-magnbundið áhættumat framkvæmt á þeim. Við þetta áhættumat var notað reiknilíkan sem þróað hefur verið í Ástralíu og er nefnt Risk Ranger. Við áhættumatið voru notuð gögn um neysluvenjur (skammtastærðir, tíðni o. fl.), tíðni og orsakir fæðuborinna sjúkdóma. Þannig var reiknuð út áhætta tengd neyslu þessara sjávarafurða, miðað við ákveðnar forsendur. Áreiðanleiki áhættumats er algjörlega háð þeim gögnum og upplýsingum sem notuð eru við framkvæmd þess. Samkvæmt fyrirliggjandi mæligögnum og gefnum forsendum raðast ofangreindar sjávarafurðir í lægsta áhættuflokk (stig <32) – lítil áhætta, miðað við heilbrigða einstaklinga. Á alþjóðlegum matvælamörkuðum hafa íslenskar sjávarafurðir á sér gott orðspor hvað varðar heilnæmi og öryggi. Áhyggjur vegna öryggis matvæla fara hins vegar vaxandi víða og því er það mikil áskorun fyrir Íslendinga að viðhalda þessu góða orðspori í framtíðinni.

This report contains the preliminary results of a risk profiling and risk ranking study for the following species: cod (Gadus moruha), shrimp (Pandalus borealis), ocean perch (Sebastes marinus), haddock (Melanogrammus aeglefinus), Greenland halibut (Reinhardtius hippoglossoides), saithe (Pollachius virens) and Iceland cyprine (Cyprina islandica). These species were surveyed with regard to terms of undesirable substances (Risk profiling and risk ranking, as well as semiquantitative risk assessment). An Australian software, Risk ranger, was used to compute the risk assessment. Various data, e.g. consumer behaviour (daily intake, frequency etc.), and incidence and origin of food-borne diseases, were used. Thus, the risk of consuming these species was determined. The reliability of a risk assessment is dependent on the quality of the data which are used to carry it out. Based on the existing data and given prerequisites, it can be stated that the aforementioned species come under the lowest risk group (degree <32) – small risk, considering healthy individuals. Icelandic seafood products are renowned on the international food markets as being quality and safe food. However, in light of growing concern worldwide for food safety, it is a challenge for Icelandic seafood producers to maintain that good reputation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Harðfiskur sem heilsufæði

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Guðjón Þorkelsson, Hannes Magnússon, Ólafur Reykdal

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Harðfiskur sem heilsufæði

Meginmarkmið verkefnisins var að afla grunnupplýsinga um eiginleika íslensks harðfisks og að upplýsingarnar yrðu opnar og þannig öllum harðfiskframleiðendum á Íslandi til hagsbóta. Helsta niðurstaða verkefnisins er sú að harðfiskur er mjög ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald. Amínósýrurnar voru mældar og bornar saman við amínósýrur í eggjum. Harðfiskprótein reyndust vera af miklum gæðum. Þessar niðurstöður styðja við markaðssetningu á harðfiski, bæði sem heilsusamlegum og þjóðlegum mat. Mikilvægt er að skoða saltinnihald í harðfiski betur og reyna að minnka það til að auka hollustu harðfisks, sérstaklega í inni-heitþurrkuðum harðfiski þar sem það reyndist mun hærra en í öðrum harðfiski. Mælingar á snefilefnum leiddu í ljós að magn þeirra í harðfiski er vel innan marka miðað við ráðlagðan dagskammt (RDS) fyrir utan selen. Magn þess í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt. Það er þó ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

The main object of this project was to establish information of the quality of Icelandic dried fish, which could benefit producers in Iceland. The main results showed that dried fish is a very rich source of proteins, containing 80-85% protein. Amino acids were measured and compared with amino acids in eggs. The conclusion was that proteins in the dried fish were of high quality. This supports the marketing of dried fish in the health foods and traditional food markets. However, it is important to analyze better the salt content in dried fish and find ways to reduce it to improve balanced diet in dried fish, especially for indoor produced dried fish, where the salt content is rather high. The trace elements in dried fish were found to be minimal, except for selen, where the content was threefold the recommended daily allowance (RDA). This is not, however, hazardous for people in any way.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Blóðþrýstingslækkandi áhrif (ACE-hindravirkni) í íslensku sjávarfangi – uppsetning mæliaðferða

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Lárus Freyr Þórhallsson, Margrét Geirsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Sigurður Vilhelmsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Blóðþrýstingslækkandi áhrif (ACE-hindravirkni) í íslensku sjávarfangi – uppsetning mæliaðferða

Meginmarkmið verkefnisins var að setja upp mælingar á ACE-hindra virkni á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Matís ohf). Það er ásetningur Matís ohf að nýta þessar mæliaðferðir til að auka verðmæti íslensks sjávarfangs með því að kanna í hvaða afurðum þessi virkni finnst og þar með verði mögulegt að þróa nýjar afurðir og afla nýrra markaða fyrir íslenskt sjávarfang. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskólinn í LaRochelle í Frakklandi og Lyfjafræðideild Háskóla Íslands unnu saman að þessu verkefni. Ástæðan fyrir verkefninu var að á Rf er unnið að nokkrum verkefnum þar sem stefnan er að kanna svonefnda lífvirkni ( heilsusamleg/heilsubætandi) sjávarafurða. Lífvirkni er forsenda þess að mögulegt sé að markaðssetja vörur sem markfæði (functional food). Háskólinn í LaRochelle hefur sérhæft sig í mælingum á ACE-hindrandi áhrifum peptíða úr alls konar hráefni. Þessar mælingar hafa ekki verið gerðar á Íslandi. Stór hluti verkefnisins var unnin sem lokaverkefni í M.Sc. námi í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Byggir skýrsla þessi að mestu leyti að mastersritgerð Lárusar Freys Þórhallssonar vorið 2007. Sett var upp og þróuð mæliaðferð til að mæla ACE-hindrun sem virkar til ákvörðunar á IC50 gildum samkvæmt gildingu með enalapríl. Einnig gefa niðurstöður til kynna að einhverja ACE-hindrandi virkni er að finna í þorskhýdrólýsati og var mesta virknin í hýdrólýsati sem síað var með 1 kDa síu. Afrakstur verkefnisins er því mæliaðferð sem nýtt verður í fjölmörgum verkefnum um lífvirkni í íslensku sjávarfangi. Verkefnið hefur óbein áhrif á verðmæti íslensks sjávarfangs með því að stuðla að þróun á vörum til notkunar í sérfæði, fæðubótarefni og markfæði.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Einangrun og vinnsla lífvirkra peptíða úr vannýttum tegundum sjávarlífvera – undirbúningur og myndun tengslanets

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Sigurður Vilhelmsson, Guðmundur Gunnarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Einangrun og vinnsla lífvirkra peptíða úr vannýttum tegundum sjávarlífvera – undirbúningur og myndun tengslanets

Í þessu forverkefni var unnið að undirbúningi stofnun miðstöðvar í Vestmannaeyjum sem mun sérhæfa sig í rannsóknum, vinnslu og markaðsetningu afurða unnum úr aukaafurðum fiskvinnslu og vannýttum tegundum. Markmið til langs tíma er að hefja vinnslu á lífvirkum efnum úr sjávarfangi. Til að brúa bilið frá hráefnisöflun yfir í sérhæfða vinnslu á lífvirkum efnum var gert ráð fyrir að miðstöðin byrji á verkefnum sem auka verðmæti aukaafurða. Myndað var tengslanet sem ætlað er að tryggja uppbyggingu á færni og þekkingu varðandi vinnslu á líf- og lyfjavirkum efnaformum. Tengslanetið leiddi saman bæði erlenda og innlenda vísindamenn og hagsmunaaðila. Sendar voru umsóknir um samstarfsverkefni til Nordforsk og NORA-sjóðsins auk umsóknar til AVS-sjóðsins með fyrirtækjum á Íslandi um slógmeltu- vinnslu, virðisauka og vöruþróun. Einnig tókst að koma þessum áherslum inn tillögur að Vaxtarsamningi Suðurlands sem var undirritaður í október 2006. Samstarfið mun halda áfram og stefnt er að því að koma á stórum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum um lífvirkni í sjávarfangi. Þar er sérstaklega horft til 7. rammaáætlunar EB. Eins vinnur hópurinn að því að fara yfir stöðu þekkingar og færni hvers fyrir sig og í framhaldinu er stefnt á birtingu ritrýndar yfirlitsgreinar um lífvirk peptíð í sjávarfangi.

The foundation of a R&D center in Vestmannaeyjar for utilizing marine byproducts by turning them into commercial viable products was prepared. The aim of the center is to establish state of the art of the processing of bioactive compounds from marine by-products and underutilized species. A small Nordic knowledge network to build competence and skills regarding bio processing of bio- and pharmaceutically active compounds was also established. The network now consists of scientists and industry related stakeholders from Norway, Scotland, Finland and Iceland. The network partners have decided to work together on joint international grant applications for R&D projects in marine bioprocessing. The network is currently comparing resources of knowledge and subsequently the aim is to publish a peer reviewed state of the art review of marine bioactive peptides.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á gæðabreytingar og geymsluþol / Storage trials on cod loins: Effect of superchilling, brining and modified atmosphere packaging (MAP) on quality changes and sensory shelf-life

Útgefið:

01/05/2007

Höfundar:

Hannes Magnússon, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Ása Þorkelsdóttir, Birna Guðbjörnsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, María Guðjónsdóttir, Sigurður Bogason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóður (Rannís)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á gæðabreytingar og geymsluþol / Storage trials on cod loins: Effect of superchilling, brining and modified atmosphere packaging (MAP) on quality changes and sensory shelf-life

Markmið þessara tilrauna var að meta áhrif ofurkælingar, lofskiptra umbúða (MAP) og pæklunar á gæðabreytingar og geymsluþol þorskbita. Þá voru könnuð áhrif gaspökkunar og mismunandi geymsluhita á vöxt nokkurra sýkla og bendiörvera. Tilraunin var framkvæmd í október 2006 hjá Samherja á Dalvík. Eftir lageringu (0,6 og 2% salt) var fiskurinn snyrtur og hnakkastykkjum pakkað annars vegar í hefðbundnar 3 kg frauðplastpakkningar (loftpökkun) og hins vegar í loftskiptar umbúðir. Gasblandan var stillt á 50% CO2, 5% O2 og 45% N2. Þrír bitar (350- 550g) voru settir í hvern bakka með þerrimottu. Eftir pökkun var sýnunum komið fyrir í frystihermum Matís sem stilltir voru á 0°C, -2°C og -4°C. Sýnin voru rannsökuð yfir fjögurra vikna geymslutímabil. Skynmat, örverutalningar og efnamælingar voru notaðar til að meta gæðabreytingar og geymsluþol. Pæklaður (2% salt) fiskur geymdist skemur en ópæklaðir (0,6% salt). Samanburður á örverufjölda daginn eftir pökkun sýndi að pæklaði fiskurinn innihélt tífalt meira af kuldaþolnum örverum en ópæklaður. Samkvæmt skynmati var geymsluþol pæklaða fisksins við -2°C 12-15 dagar í bæði loft- og gaspökkuðum bitum. Í ópæklaða fiskinum voru áhrif gaspökkunar og ofurkælingar greinileg. Geymsluþol loftpakkaðra bita var um 11 dagar við 0°C en 14-15 dagar við -2°C. Geymsluþol gaspakkaðra bita var hins vegar um 15 dagar við 0°C en um 21 dagur við -2°C. Ofurkæling ferskra ópæklaðra fiskafurða í loftskiptum umbúðum getur því aukið geymsluþol verulega. Gaspökkun dró verulega úr vaxtarhraða sýkla og bendiörvera við lágt hitastig. Mest voru áhrifin á vöxt Salmonella, þá á Escherichia coli en minnst á Listeria monocytogenes. Við loftskilyrði óx L. monocytogenes við -2°C, en E. coli byrjaði að fjölga sér við 5°C og Salmonella við 10°C.

The aim of these experiments was to evaluate the effect of superchilling, modified atmosphere packaging (MAP) and brining on the quality changes and sensory shelf-life of cod loins. The effect of MAP and different storage temperatures on some pathogenic and indicator bacteria was also tested. These experiments were initiated in October 2006 at Samherji, Dalvík. After brining (0,6 og 2% salt) the fish fillets were trimmed, and loins packed on one hand in 3 kg styrofoam boxes (air) and on the other in MA. The gas mixture used was 50% CO2, 5% O2 and 45% N2. Three pieces (350-550 g) were placed in each tray with an absorbing mat. After packaging the samples were placed in 3 coolers at Matís which were adjusted to 0°C, -2°C and -4°C. Samples were examined over a four-week period. Sensory analysis, microbial counts and chemical measurements were used to determine the quality changes and shelf-life. Brined loins had a shorter shelf-life than unbrined (0,6% salt). Comparison on numbers of microorganisms the day after packaging revealed that the brined pieces contained ten times more microbes than the unbrined ones. According to sensory analysis the shelf-life of the brined loins at -2°C was 12-15 days for both air- and MA-packed fish. In the unbrined loins the effects of superchilling and MAP were obvious. The shelf-life of air-packed loins was about 11 days at 0°C and 14-15 days at -2°C. The shelf-life of MA-packed loins was about 15 days at 0°C but 21 days at -2°C. Superchilling of unbrined fish under MA can therefore increase the keeping quality considerably. MA-packaging clearly decreased the growth rate of pathogenic and indicator bacteria at low storage temperatures. Most effects were seen with Salmonella, then Escherichia coli but least with Listeria monocytogenes. In fact, L. monocytogenes could grow at -2°C under aerobic conditions, while proliferation of E. coli was first observed at 5°C but 10°C for Salmonella.

Skoða skýrslu
IS