Fréttir

Krakkar kokka – kynnum íslenskar matarhefðir fyrir börnunum okkar

Tengiliður

Rakel Halldórsdóttir

Sérfræðingur

rakel@matis.is

Nú er rétt að hefjast áhugavert verkefni hjá Matís, í samstarfi við og styrkt af Matarauði Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Verkefnið gengur út á það að efla þekkingu og vitund íslenskra barna um staðbundna, íslenska frumframleiðslu og mikilvægi viðhalds og uppbyggingu hennar.

Verkefnið er útfærsla á hugmynd um matreiðsluverkefni fyrir skólabörn, í takti við sjálfbærnimarkmið/heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og nauðsyn almennrar hugarfarsbreytingar hvað varðar neyslu, viðhald og uppbyggingu frumframleiðslu. Verkefnið miðar að því að vekja athygli og áhuga íslenskra barna á betri nýtingu matarafurða (minnkun matarsóunar), nýtingu staðbundinna íslenskra afurða í matreiðslu, hugmyndaauðgi og nýsköpun í matreiðslu úr hefðbundnum íslenskum hráefnum.

Séríslenskar matarhefðir og uppruni matvæla er víða orðinn börnum óljós þar sem börn í dag eru orðin vön því að maturinn komi í umbúðum úr verslunum. Þetta á við um stærri og smærri samfélög þar sem aðgengi að frumframleiðslu nærsamfélags er almennt ábótavant og neysla sem byggir á nýtingu náttúruafurða úr villtri náttúru er á undanhaldi ef miðað er við fyrri kynslóðir.

Samstarfsaðilar auk Matarauðs Íslands eru Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari, Hinrik Carl Ellertsson, matreiðslumeistari, og þrír grunnskólar í Skagafirði auk Norðlingaskóla í Reykjavík.

Fréttir

Áhættumatsnefnd – hafðu áhrif og segðu þína skoðun!

Stórt skref hefur nú verið tekið í vinnu sem miðar að því að auka matvælaöryggi á Íslandi enn frekar en í gær duttu drög að reglugerð um áhættumatsnefnd inn á Samráðsgáttina – opið samráð stjórnvalda við almenning. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur lengi staðið til að gefa út þessa reglugerð sem mun gera opinbert vísindalegt áhættumat mögulegt á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru.

Hagaðilar, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, eru hvattir til að taka þátt í samráðinu með því að senda inn umsögn; það má gera á Samráðsgáttinni.

Fréttir

Spennandi dagskrá á Matvæladegi – matvælastefna fyrir Ísland

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Af þessu tilefni blásum við til Matvæladags MNÍ til að ræða matvælastefnu fyrir Ísland frá hinum ýmsu sjónarhornum. 

Dagskráin lítur mjög vel út og spennandi fyrirlesarar sem munu varpa ljósi á sjónarhorn sitt og sinna samtaka um hvernig matvælastefna fyrir Ísland eigi að líta út.

Þar má nefna

  • Jónu Björg Hlöðversdóttur frá Samtökum ungra bænda,
  • Ara Edwald frá Mjólkursamsölunni,
  • Bryndísi Evu Birgisdóttur frá Rannsóknastofu í næringarfræði,
  • Axel Helgason frá Landssambandi smábátaeigenda,
  • Kristján Þórarinsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi
  • og fleiri mjög öfluga fyrirlesara. 

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, 858-5111.

Dagskrá og skráning

Fréttir

Flestir telja hrossakjöt vera hreina og umhverfisvæna fæðu

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Mjög áhugaverðu B.Sc. verkefni lauk nú í sumar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið vann Eva Margrét Jónudóttir og gekk verkefnið út á það að kanna viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti. 

Niðurstöðurnar voru einkar áhugaverðar og kom meðal annars fram að 

  • hrossa- og folaldakjöt er ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum allstaðar á landinu 
  • flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt 
  • 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt 
  • þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga, annað hvort þá vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt vegna tilfinninga

Nánari upplýsingar má finna á Skemmunni og hjá Evu Margréti Jónudóttur

Mynd/picture: Oddur Már Gunnarsson

Fréttir

Áhættugreining, áhættumat, áhættustjórnun…….

Áhættumat hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Umræðan hefur til að mynda snúist að óheftum innflutningi á ferskum kjötvörum og að slátrun lamba. En hvað þýða þessi hugtök? Dr. Helga Gunnlaugsdóttir, faglegur leiðtogi á sviði öruggrar virðiskeðju matvæla hjá Matís getur svarað því.

Helstu hugtök áhættugreiningar á sviði matvælaöryggis / Concept paper on risk analysis in the area of food safety“, eftir Helgu Gunnlaugsdóttur hjá Matís. 

Ítarefni

Fréttir

Loftslagsmaraþonið fer fram í annað sinn 26. október nk.

Tengiliður

Justine Vanhalst

Verkefnastjóri

justine@matis.is

Loftslagsmaraþonið fer fram í Reykjavík 26. október nk. Er þetta í annað sinn sem loftslagsmaraþonið fer fram en Justine Vanhalst, sérfræðingur á Matís, hafði veg og vanda af fyrsta maraþoninu sem fram fór í október í fyrra.

Hefurðu áhuga á loftslagsmálum og langar að leggja þitt af mörkum? 
Taktu þátt í sólarhringshakki um loftslagsmál 26. október nk. 

Climathon/loftslagsmaraþon er sólarhringsáskorun um nýsköpun í loftslagsmálum sem haldin er samtímis í hundruðum borga um allan heim. Unnið verður hörðum höndum í 24 klst. að útfæra nýjar hugmyndir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðra loftmengun. 

Dómnefnd velur svo bestu lausnirnar og veitir verðlaun.

Loftslagsmaraþon er samkeppni sem er öllum opin. Fólk getur skráð sig sem einstaklingar, hópar, nemendur, frumkvöðlar og allir sem láta sig loftslagsmál varða. Rafmagnað en afslappað andrúmsloft, hollur matur, innblásnar vinnustofur, hópumræður og svefnkrókar og fjölda óvæntra uppákoma bíður þeirra sem taka þátt.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Climathon og hjá  Justine Vanhalst.

Fréttir

Getum við bætt framleiðsluferla við framleiðslu á hágæða próteinum til manneldis?

Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla skipa mikilvægan sess í fiskvinnslu á Íslandi. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Nú er í gangi verkefni á Matís sem hefur það að markmiði að endurhanna og besta ferlana til framleiðslu á hágæðapróteinum til manneldis.

Verkefnið er styrkt af AVS, rannsóknasjóði sjávarútvegsins en samstarfsaðilar Matís í verkefninu eru Háskóli Íslands (HÍ) og Síldarvinnslan. Verkefnastjórn er hjá HÍ.

Nánari upplýsingar koma eftir því sem líður á verkefnið.

Fréttir

Styrkja norrænt samstarf og auka þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsis

Fiskimjöls- og lýsisframleiðsla hefur í gegnum tíðina leikið stórt hlutverk í fiskvinnslu Norðurlanda. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Í ljósi þessara breytinga og stöðuna sem varað hefur sl. áratug, er nauðsynlegt að taka höndum saman og blása lífi í framleiðslu á hágæða fiskimjöli og lýsi enda næringarfræðilegur ávinningur augljós af því að slíkar afurðir skiluðu sér í fóður- og fæðukeðjur.

Nú er í gangi verkefni sem er einmitt sett af stað til að styrkja þessa framleiðslu og hafa Norðurlöndin tekið höndum saman og sett á laggirnar svokallað norrænt gæðaráð fyrir fiskimjöl og olíu, e. Nordic Centre of Excellence in Fishmeal and –oil. Slíkt mun styrkja norrænt samstarf og auka þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsis.

Ætlunin er að koma norrænni framleiðslu á fiskimjöli og lýsi í fremstu röð og tryggja þannig framboð af öruggu og gæða fiskimjöli og lýsi til fóður- og fæðugerðar.

Fréttir

Hvað er áhættumat?

Starfsmenn Matís hafa orðið varir við aukinn áhuga á gerð áhættumats í samhengi við örsláturhús og þess vegna viljum við því útskýra hvað áhættumat er.

Áhættumat er óháð vísindaleg greining á áhættuþáttum tengdum matvælum.  Áhættumat er lagt til grundvallar efnahagslegum, pólitískum og heilsutengdum ákvörðunum, m.a. ákvörðun marka ásættanlegrar áhættu fyrir neytendur. 

Áhættumat er grundvallaratriði matvælalöggjafar Evrópu og er m.a. notað til hægt sé að setja viðeigandi varúðarreglur, fræða neytendur og matvælaframleiðendur, tryggja að nauðsynlegar rannsóknir séu stundaðar og styðja við opinbert eftirlit, með það að markmiði að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla.

Matís og Matvælastofnun eiga í góðu samstarfi við BfR í Þýskalandi, sem er ein virtasta stofnun heims á sviði áhættumats.

Fréttir

Gullhausinn – hvað er það?

Tengiliður

Hildur Inga Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

hilduringa@matis.is

Þorskurinn hefur í gegnum tíðina verið verðmætasta tegundin sem veidd er innan lögsögu Íslands. Meira að segja hafa Íslendingar háð stríð vegna þorsksins en þorskastríðin voru háð við Breta á tímabilinu 1958 – 1976.

Nú er að fara í gang nýtt verkefni hjá Matís sem hefur það að markmiði að stuðla að enn frekari þróun verðmætra afurða úr þorskhausum til þess að vega upp á móti þeirri markaðslegu hnignum sem hefur átt sér stað undanfarið á þurrkuðum þorskhausum, meðal annars vegna lokun markaða í Nígeríu.  

Í verkefninu mun fara fram ýtarleg kortlagning á eiginleikum mismunandi hluta höfuðsins þar sem tekið verður tillit til mismunandi líffræði- og náttúrulegra þátta sem og vinnsluþátta. Farið veður í aðferðarþróun við einangrun eftirsóknarverðra efnasambanda og lagður grunnur að frekari vöruþróun á verðmætum afurðum til manneldis. Niðurstöður verkefnisins skapa grunn fyrir markviss rannsóknarverkefni, vöruþróun og verðmætasköpun í íslenskum sjávariðnaði.

Verkefnið er samstarfsverkefni Ísfélags Vestmannaeyja, HB Granda, Háskóla Íslands og Matís og hlaut verkefnið styrk frá AVS, rannsóknasjóði í sjávarútvegi. 

IS