Fréttir

Dregið hefur úr transfitusýrum í matvælum

Dregið hefur úr transfitusýrum í matvælum hér á landi á síðustu árum, að því er fram kom í viðtali Fréttastofu Stöðvar 2 við Ólaf Reykdal verkefnastjóra hjá Matís. „Það hafa verið gerðar einstaka mælingar en fáar á allara seinustu árum, þær sýna að í vissum vörum hafa, hefur dregið úr magni transfitusýra,“ sagði Ólafur í samtali við Stöð 2.

Transfitusýrur eru svokölluð hert fita og óæskilegar í miklum mæli en neysla á þeim hækkar blóðkólesteról og eykur þannig líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum.

Ólafur segir þó enn nokkuð um að transfitusýrur séu í matvælum. En þær geta verið í unnum matvörum eins og smjörlíki og kexi og vörum sem að hafa verið djúpsteiktar eins og frönskum kartöflum. Ólafur hvetur fólk til að skoða innihaldslýsingar á vörum.

Ólafur Reykdal: „Ef að það kemur fram í innihaldslýsingunni að það hafi verið notuð hert fita þá er þar transfitusýra, það er semsagt hydrogenated.“

Til stendur að gera nýja úttekt á transfitusýrum í matvælum hér á landi, að því er fram kom í frétt Stöðvar 2.

Fréttir

Bás Matís vinsæll á Framadögum

Háskólanemendur sýndu bás Matís mikinn áhuga á Framadögum, sem fram fóru í Háskólabíói 1. febrúar. Á Framadögum kynnti Matís starfsemi sína og bauð nemendum að vinna að verkefnum eða athuga möguleika um sumarvinnu.

Fjölmargir sýndu áhuga á því að að vinna að verkefnum fyrir Matís og einnig voru margir sem vildu sækja um sumarvinnu.

Matís bás á Framadögum

Fréttir

Ekki sama hvenær og hvar fiskur er veiddur – Sveinn Margeirsson deildarstjóri Matís um doktorsverkefni sitt

Nú er unnið að því að kortleggja hvernig best sé að haga veiðum með tilliti til vinnslu. Hvernig hámarka megi afrakstur bæði útgerðar og fiskvinnslu með því að nýta upplýsingar um gæði fisks eftir veiðisvæðum og árstíma og beina sókninni eftir því. Þannig fæst betra hráefni til vinnslunnar, sem leiðir svo til arðbærari vinnslu og betri og dýrari afurða. Það er alls ekki sama hvar og hvenær fiskurinn er veiddur, segir í Morgunblaðinu um doktorsverkefni Sveins Margeirssonar.

Markmið verkefnisins (Vinnsluspá þorskafla) hjá Sveini, sem er deildarstjóri hjá Matís, var að safna gögnum um þorskveiðar og vinnslu fjögurra íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja, greina þau á tölfræðilegan hátt og setja upp beztunarlíkön til að auðvelda stjórnun á veiðum og vinnslu þorsks á Íslandsmiðum, segir í grein Hjartar Gíslasonar blaðamanns á Morgunblaðinu. „Gögnum um flakanýtingu, los og hringorma í þorski var safnað frá 2002 til 2006. Allar þessar breytur hafa veruleg áhrif á hagnað af þorskveiðum og vinnslu.

Talsverður munur á flakanýtingu eftir svæðum

Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að afrakstur virðiskeðju þorsks geti verið aukinn með því að sækja þorskinn á ákveðin veiðisvæði og á ákveðnum tíma árs en niðurstöðurnar sýndu að flakanýting, los og hringormar í þorski eru m.a. háð veiðistaðsetningu og árstíma,“ segir í grein Morgunblaðsins. Sveinn segir í greininni að niðurstöðurnar séu í raun og veru þær að það sé talsverður munur á flakanýtingu eftir svæðum og árstíma.

„Bein tengsl voru á milli loss í fiskinum og aldurs hráefnisins svo og á hvaða tíma fiskurinn var veiddur. Þá voru einnig tengsl milli orma í fiskinum og stærðar hans og einnig fór fjöldi orma nokkuð eftir því hvar fiskurinn var veiddur. Næsta skrefið var síðan að byggja aðgerðargreiningar- eða beztunarlíkan á þessum upplýsingum öllum. Það tók þessar niðurstöður, vann þær áfram og setti í samhengi við olíuverð, fjarlægð á miðin og fleira í þeim dúr. Þannig var hægt að fá mat á því hvert væri hagkvæmast að sækja fiskinn.“

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu miðvikudaginn 30. janúar 2008.

Fréttir

Matís á Framadögum

Matís verður með kynningu á starfsemi sinni og verkefnum fyrirtæksins á Framadögum í Háskólabíói næsta föstudag, þann fyrsta 1. febrúar. Markmið með Framadögum er að auka samskipti milli atvinnulífsins og menntasamfélagsins og kynna háskólanemum hin fjöldamörgu tækifæri sem felst í námi þeirra.

Dagskrá hefst klukkan 11:00 og lýkur klukkan 17:00.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hvað Matís á Framadögum hér.

Fréttir

Matís býður þjónustu sína víðar í Norður-Evrópu

Matvælarannsóknir Íslands (Matís) hafa gert samstarfssamning við nýsköpunarfyrirtækið Bitland Enterprises (BE) sem gerir Matís mögulegt að bjóða þjónustu og ráðgjöf sína á fleiri stöðum í Norður-Evrópu en áður. Má þar nefna samstarf við fyrirtæki í matvælaiðnaði og samstarfsverkefni í gegnum rannsóknasjóði í Evrópu.

Matís hefur lagt áherslu á að bjóða ráðgjöf og þjónustu sína í matvælaiðnaði víðar en á Íslandi og markmið samningsins er að auðvelda fyrirtækinu að ná þeim markmiðum sínum. Matís hefur nú þegar stigið fyrsta skrefið í þá átt með samvinnu við norska rannsóknafyrirtækið SINTEF í lok síðasta árs. Vonast er til þess að samningurinn við BE auki möguleika Matís á fleiri svæðum. BE, sem er með aðsetur í Danmörku og Færeyjum, hefur áralanga reynslu í verkefnastjórnun og í gegnum sjóði og í samstarfi við fyrirtæki í ólíkum iðnaði og mun Matís leggja áherslu á að bjóða fram þjónustu BE hér á landi.

“Markmiðið er fyrst og fremst að bjóða matvælafyrirtækjum á Íslandi, í Færeyjum og öðrum löndum haldbetri þekkingu til áframhaldandi framþróunar í matvælaiðnaði. Þá leggjum við áherslu á að auðvelda Matís og BE þátttöku í nýsköpunarverkefnum, sérstaklega í gegnum alþjóðleg verkefni,” segir Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís.

Fréttir

Próteinbombur: Harðfisksskýrsla Matís notuð í auglýsingu

Harðfisksframleiðandinn Gullfiskur beitti nýstárlegu bragði í auglýsingu í fjölmiðlum þegar fyrirtækið vísaði í skýrslu Matís um hollustu harðfisks. Í auglýsingunni, sem er undir heitinu Próteinbombur, segir að samkvæmt nýrri skýrslu Matís sé harðfiskur enn hollari en talið var.

Í skýrslu Matís, sem kom út á miðju ári 2007, segir að harðfiskur se afar heilsusamleg fæða, létt, næringarrík og rík af próteinum, Þar segir að harðfiskur sé ríkulegur próteingjafi með 80-85% próteininnihald.

Sífellt hefur komið betur í ljós að fiskprótein skipta verulegu máli hvað hollustuáhrif varðar. Sem dæmi má nefna að fersk ýsa er með 17-19% próteininnihald en harðfiskur úr ýsu er með 75-80% próteininnihald. Gert er ráð fyrir því að fullorðinn heilbrigður einstaklingur þurfi 0,75 g af próteinum á hvert kg líkamans. Því þarf karlmaður sem er 70 kg að fá 53 g af próteinum á dag. Til að fá þetta magn úr harðfiski þarf hann að borða rúmlega 66 g. Kona sem er 55 kg þarf 41 g af próteinum á dag, eða 51 g af harðfiski.

Harðfiskur hentar þess vegna vel fyrir þá sem sækjast eftir að fá viðbótarprótein úr fæðu sinni, svo sem fyrir fólk sem stundar fjallgöngu eða íþróttir og heilsurækt. Ennfremur hefur komið í ljós að saltinnihald er nokkuð hærra í harðfiski sem er inniþurrkaður en fisks sem er útiþurrkaður. Hins vegar er hægt að stjórna saltinnihaldi í vörunni og því auðvelt að stilla slíkri notkun í hóf. Snefilefni (frumefni) eru vel innan við ráðlagðan dagskammt, nema selen. Magn selen í 100 g er á við þrefaldan ráðlagðan dagskammt en ekki talið skaðlegt á nokkurn hátt.

Hægt er að lesa skýrslu Matís um hollustu harðfisks hér.

Auglýsing Gullfisks er hér.

Fréttir

Starfsmaður Matís ver doktorsverkefni sitt

Sveinn Margeirsson, deildarstjóri hjá Matís, varði doktorsverkefni sitt við verkfræðideild Háskóla Íslands á föstudaginn, 18. janúar. Verkefnið, sem nefnist Vinnsluspá þorskafla, fjallar um hvernig hægt er að hámarka afrakstur fiskveiða.

Markmið verkefnisins var að safna gögnum um þorskveiðar og vinnslu fjögurra íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja, greina þau á tölfræðilegan hátt og setja upp bestunarlíkön til að auðvelda stjórnun á veiðum og vinnslu þorsks á Íslandsmiðum. Gögnum um flakanýtingu, los og hringorma í þorski var safnað frá 2002 til 2006. Allar þessar breytur hafa veruleg áhrif á hagnað af þorskveiðum og vinnslu.

Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að afrakstur virðiskeðju þorsks geti verið aukinn með því að sækja þorskinn á ákveðin veiðisvæði og á ákveðnum tíma árs en niðurstöðurnar sýndu að flakanýting, los og hringormar í þorski eru m.a. háð veiðistaðsetningu og árstíma.

Samstarfsaðilar í doktorsverkefni Sveins voru: Samherji, Fisk Seafood, Vísir og Guðmundur Runólfsson hf. Grundarfirði.

Fréttir

Hreint og gott drykkjarvatn: Námskeið

NMKL (Nordisk Metodikkomité for Næringsmidler) bíður nú námskeið í skynmati á drykkjarvatni hjá Matís við Skúlagötu þann 12. febrúar. Námskeiðið byggir á nýrri og viðurkenndri skynmatsaðferð norrænnar nefndar um greiningu matvæla (NMKL). Aðferðin er ein af fyrstu skynmatsaðferðunum sem hefur verið sannprófuð á milli rannsóknastofa og gefur hlutlægar og endurtakanlegar niðurstöður þegar hún er framkvæmd rétt. Fram að þessu hefur skynmat á vatni ekki verið samræmt á milli rannsóknastofa.

Þátttakendur: Starfsfólk stofnana eða fyrirtækja sem hafa not fyrir einfalt, fljótlegt og hlutlægt skynmat á drykkjarvatni, svo sem starfsfólk vatnsveita, heilbrigðisfulltrúar og fleiri.

Efni Námskeiðs: Námskeiðið spannar hagnýt fræði um skynmat, nákvæma yfirferð á skynmatsaðferðinni og skynmatsgreiningu á drykkjarvatni. Námskeiðið er byggt á tveimur aðferðum: NMKL-metode nr. 183, 2005: Sensorisk kvalitetskontrolltest av drikkevann og NMKL-prosedyre nr. 11,2002: Sensorisk bedømmelse av drikkevann.

Staður og tími: 12. febrúar 2008 Matís, Skúlagötu 4, Reykjavik.

Námskeiðið verður haldið Á ENSKU af Steffen Solem, Eurofins -Norsk Matanalyse.

Nánari upplýsingar um námskeiðið.

Hægt er að skoða auglýsinguna hér.

Fréttir

Atvinna á Höfn: Sérfræðingur í vöruþróun

Matís auglýsir eftir sérfræðingi í vöruþróun á starfsstöðina á Höfn sem er ætlað að því að efla matarferðamennsku á Suðausturlandi. Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður búi á svæðinu.

Starfssvið
Vinna að eflingu matarferðamennsku á landsvísu með áherslu á Suðausturland auk annarra vöruþróunarverkefna. Æskilegt er að viðkomandi starfsmaður búi á svæðinu.

Í starfinu felst m.a.
• Þróa hugmyndir að staðbundinni matvöru. • Vinna með samstarfsaðilum í matarferðamennsku á Suðausturlandi. • Efla verkefnum í tengslum við atvinnulíf á svæðinu. • Hönnun og þróun á vinnsluferlum.

Hæfniskröfur
Háskólamenntun í matvælaverkfræði, verkfræði, líffræði eða sjávarútvegsfræði. Reynsla af vöruþróun er kostur.

Nánari upplýsingar veitir: ingibjorg.s.sigurdardottir@matis.is

Fréttir

Matís í Mósambík: Fjölda íbúa tryggt öruggt neysluvatn

Eftirlitsstofnun í sjávarútvegi í Mósambík getur nú tryggt íbúum þriggja borga öruggt neysluvatn og eflt gæðaeftirlit í matvælaframleiðslu að loknu námskeiði Matís í örverumælingum þar í landi.

Tveir starfsmenn Matís, Franklín Georgsson og Margrét Geirsdóttir, héldu námskeið í borgunum Maputo, Beira og Quelimane á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) í lok síðasta árs til þess að þjálfa sérfræðinga og starfsfólk rannsóknastofa stofnunarinnar í örverumælingum á vatni. Í kjölfarið verður hægt að bjóða áreiðanlegar gæða- og öryggismælingar á vatni fyrir matvælaframleiðslu auk þess að tryggja fjölda íbúa öruggt neysluvatn.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur á undanförnum árum stutt stjórnvöld í Mósambík við uppbyggingu opinbers gæðaeftirlits í sjávarútvegi og eru rannsóknastofurnar og þjálfun starfsmanna þeirra hluti af því samstarfi.

Nánar um matvælaöryggissvið Matís.

IS