KÍM- Sjávarafurðir byggir upp samræmda, gagnsæja og samanburðarhæfa aðferð til að reikna kolefnisspor íslenskra sjávarafurða. Verkefnið nær yfir botn- og bolfisk (m.a. tog og lína) og uppsjávarafurðir og birtir niðurstöður opinberlega í ÍSGEM við hlið næringarupplýsinga. Aðferðafræðin mun fylgja alþjóðlegum stöðlum og styður bæði fyrirtæki, stjórnvöld og neytendur í markvissum loftslagsaðgerðum og stefnumótun.
Markmið:
- Veita áreiðanlegar, gagnsæjar og samanburðarhæfar upplýsingar um kolefnisspor helstu sjávarafurða á Íslandi.
- Móta heildstæða aðferð sem tekur mið af ISO 14040/44 og ISO 14067, PEF-leiðbeiningum ESB og EPD-venjum í matvælum.
- Uppfæra ÍSGEM með kolefnissporgögnum fyrir sjávarafurðir.
Aðferð og umfang:
- Söfnun gagna yfir alla virðiskeðju (veiðarfæri, orka/eldsneyti, hreinsiefni/vatn, aflabrögð, vinnslunýting, flutningar o.fl.).
- Uppsetning LCI gagnagrunna og útreikningar í SimaPro, viðurkenndir LCA-gagnagrunnar (t.d. EcoInvent) þar sem þarf.
- Næmnigreiningar og samanburðarlíkön í samstarfi Matís–HÍ–EFLU, SFS og fyrirtæki í greininni taka þátt í gagnasöfnun/ráðgjöf.
Afurðir og ávinningur:
- Opnir gagnagrunnar og birtar niðurstöður um kolefnisspor sjávarafurða í ÍSGEM.
- Samræmd íslensk aðferðafræði til áframhaldandi útreikninga og samanburðar (innanlands/erlendis).
- Stoð fyrir stefnumótun, CSRD/ESRS-innleiðingu og umhverfisyfirlýsingar (EPD), forgangsröðun aðgerða í veiðum, vinnslu og dreifingu.

