Fréttir

Gestavísindamaður flutti fyrirlestur í morgun um saltfiskrannsóknir

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Dr. Kristin Lauritzen, sérfræðingur við Fiskeriforskning í Tromsø í Noregi, flutti í morgun fyrirlestur um rannsóknir á breytingum sem verða á þurrkuðum saltfiski við geymslu og flutning.

Kristin Lauritzen, sem eins og fyrr segir starfar við Fiskeriforskning í Norgegi, er stödd hér á landi sem e.k. “gestavísindamaður” á Rf um mánaðartíma.  Heimsókn hennar tengist einkum rannsóknum á verkun saltfisks, en doktorsverkefni hennar fjallaði einmitt um rannsóknir á saltfiski.  Þess má geta að Kristín vinnur að einum hluta í stóru verkefni sem unnið er að á Rf og nefnist Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks.

Norðmenn framleiða þó nokkuð af saltfiski, einkum þurrkuðum ((klippfisk á norsku),  og eru mikilvægustu markaðir þeirra einkum í Brasilíu, Dóminíkanska lýðveldinu og á eyjunum við Karabíska hafið.  Saltfiskvinnsla er mikilvægur þáttur í fiskvinnslu á Íslandi og saltaðar fiskafurðir hafa undanfarin ár verið um 15-20% af verðmæti útfluttra sjávarafurða héðan.  Mikilvægustu markaðir Íslendinga eru í S-Evrópu.

Um 30 manns hlýddu á fyrirlestur Lauritzen í morgun, aðallega starfsfólk Rf, en einnig voru þar aðilar frá saltfiskvinnslu hér á landi.   

Glærur frá fyrirlestri